Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI 26 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík, sími 5900 600, verslo@verslo.is Kennarar Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara í hlutastarf (fullt starf kemur til greina) næsta haust í efnafræði Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri viðkomandi deildar veita nán- ari upplýsingar um starfið. Umsóknum skal skila á skrifstofu skól- ans í síðasta lagi 8. júní 2001. Laun samkvæmt sérstökum samningi við skólanefnd VÍ. NÝSKÖPUN 2001, samkeppnium viðskiptaáætlanir, ereinmitt ætlað að hjálpa fólki við að koma hugmyndinni á blað, en það er alltaf fyrsta skrefið. En hvernig eru aðstæðurnar í dag? Hvað kallar á nýsköpun og frum- kvöðlahugsun? Nýja hagkerfið Það er að verða til nýtt hagkerfi. Verðmæti þess eru hugmyndir og hugverk fremur en vélar og tæki. Hráefnið eru bæti og megabæti. Flutningar fara um ljósleiðara í stað bifreiða, skipa og flugvéla. Iðnbylt- ingunni er lokið og nýja hagkerfið er um það bil að taka við. Iðnbyltingin markaði á sínum tíma upphaf alveg nýrra tíma og hafði í för með sér breytingar sem enginn gat séð fyrir. Hið sama er að gerast á okkar tím- um. Nýja hagkerfið kemur með ógn- arhraða, eyðir viðteknum venjum og gildum og skapar ný með meiri hraða en áður þekktist í sögu mann- kyns. Án þess að fara út í málaleng- ingar um nýja hagkerfið, langar mig samt að vitna í „Wired’s Encyclo- pedia of the New Economy“, en þar segir m.a.: „Þegar við tölum um nýtt hagkerfi erum við að tala um heim þar sem fólk vinnur með höfðinu fremur en höndunum. Heim, þar sem samskiptatæknin skapar al- heims samkeppni – ekki aðeins fyrir hlaupaskó og fartölvur heldur einnig alheims samkeppni á sviði fjármála- þjónustu og annarrar þjónustu sem ekki er hægt að pakka inn og setja í póst. Við erum að tala um heim þar sem nýsköpun er miklu mikilvægari en fjöldaframleiðsla. Heim þar sem fjárfestar setja peningana í nýjar lausnir og nýjar aðferðir við að fram- leiða þær fremur en nýjar vélar og tæki. Við erum að tala um heim þar sem við getum aðeins sagt með vissu að breytingar gerist hratt og að miklar breytingar verði. Heim sem er að minnsta kosti jafn frábrugðinn iðnsamfélaginu og iðnsamfélagið var frábrugðið sínum forvera.“ Svo mörg voru þau orð. Hefð- bundin fyrirtæki í framleiðslu og dreifingu eru að átta sig á því hversu öflugt og mikilvægt hið nýja hag- kerfi er. Leiðtogar og framherjar hins nýja hagkerfis vinna í net- tengdu umhverfi, vinna mikið með upplýsingar og leggja alla áherslu á stöðuga nýsköpun og skjóta ákvarð- anatöku. Þeir munu leggja áherslu á að kynnast og innleiða nýja tækni, alveg óháð því hvers konar viðskipti þeir leggja stund á. Þörf fyrir hagvöxt Hagvöxtur er forsenda framfara. Hagvöxtur er best tryggður með því að stuðla að stofnun og rekstri fyr- irtækja – það er sú leið sem til lengri tíma litið virkar best til að viðhalda lífskjörum og bæta mannlíf í land- inu. Staðreyndin er nefnilega sú, að það þolir ekkert þjóðfélag kyrr- stöðu. Sífelld endurnýjun og þróun er drifkrafturinn á bak við heilbrigt efnahagslíf alveg á sama hátt og ein- stök fyrirtæki þrífast ekki til lengd- ar nema þar eigi sér stað sífelld þró- un. Það hlýtur ævinlega að vera hlut- verk og markmið stjórnvalda að skapa forsendur sem gera það áhugavert að efna til eigin atvinnu- rekstrar. Við hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins vitum af reynslu, að það er nóg til af snjöllum hugmynd- um og fólki sem hefur burði til að hrinda þeim í framkvæmd. Margar þessara hug- mynda hafa náð flugi með tilstyrk Nýsköp- unarsjóðs enda er það eitt meginhlutverk okkar að vinna með ráðum og dáð að því að efla íslenskt atvinnulíf. Í umhverfi lítilla og meðalstórra fyrir- tækja er sköpunar- krafturinn oft mestur og þar úir og grúir af frumkvöðlum sem af dugnaði og elju koma til framkvæmda hug- myndum sem annars hefðu ekki orðið að raunveruleika. Stór og sterk fyrirtæki voru ein- hvern tímann lítil og oft verður til frjótt og árangursríkt samstarf á milli þeirra stóru og hinna litlu. En hvað er lítið fyrirtæki og hvað með- alstórt? Engin einhlít skýring er til á því, en við getum til einföldunar sagt að fyrirtæki með allt að 10 starfs- menn sé lítið. Fyrirtæki með 11-50 starfsmenn er meðalstórt og eftir það er oftast talað um stór fyrirtæki. Lítil fyrirtæki og einyrkjar skapa lang flest ný störf. Því má ekki gleyma, að litlu og meðalstóru fyrirtækin eru yfir gnæfandi fjöldi fyrirtækja og skyldi engan undra: það líður ekki svo dag- ur að ekki sé verið að stofna ný fyr- irtæki. Það má því með sanni segja að það sé hverju þjóðfélagi mikill styrkur að þar dafni fjölbreytt flóra smárra og meðalstórra fyrirtækja. Í umróti hraða og breytinga tóku nokkrir aðilar sig saman fyrir þrem- ur árum og ákváðu að hrinda af stað samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana. Samkeppnin Nýsköpun 2001 er samkeppni um viðskiptaáætlanir þar sem horft er til hugmyndaauðgi annars vegar og skipulegrar framsetningar og rök- semdafærslu hins veg- ar. Markmiðið er að all- ir þátttakendur hafi ávinning. Óháðir sér- fræðingar munu dæma innsendar áætlanir og allar þær sem uppfylla skilyrði keppninnar fá vandaða umsögn dóm- nefndar. Að keppninni standa Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins, Samband sparisjóða, Morgun- blaðið, KPMG á Íslandi, Háskólinn í Reykjavík og Skjár einn. Fyrstu verðlaun eru ein milljón króna, önnur verðlaun hálf milljón og síðan eru veitt fimm hundrað þúsund króna verðlaun. Veitt verða hvatningar- verðlaun til starfandi fyrirtækis og einnig fyrir áhugavert nemenda- verkefni. Ekki má síðan gleyma því að nú tökum við Íslendingar í fyrsta skipti þátt í evrópskri samkeppni um viðskiptahugmyndir og fara fjórir hópar á okkar vegum til Brussel í lok ársins og keppa fyrir Íslands hönd. Einnig veita sparisjóðirnir víða um land svæðisbundin verðlaun fyrir bestu áætlanir á hverju svæði. Fyrir utan ávinning af því að fá t.d. vand- aða umsögn um eigin áætlun skapast hér tækifæri til að temja sér vinnu- brögð sem öllum áhugamönnum um sjálfstæðan rekstur er nauðsyn á að temja sér. Evrópukeppni Í fyrsta skipti eiga þátttakendur í samkeppninni nú kost á að vera með í sérstakri evrópskri hugmynda- keppni – og gætið að því, að hægt er að senda okkur vandaða hugmynda- lýsingu til að eiga möguleika í þeirri keppni, það er ekki gerð krafa um viðskiptaáætlun. Þátttakendur í Ný- sköpun 2001 sem senda hugmynda- lýsingu eða viðskiptaáætlun keppa um rétt til að fara til Brussel í des- ember á þessu ári og taka fyrir Ís- lands hönd þátt í keppni um bestu evrópsku nýsköpunarverkefnin. Sparisjóðurinn hefur ákveðið að vera ásamt Nýsköpunarsjóði megin- styrktaraðili Evrópukeppninnar á Íslandi og gefur það keppninni veru- lega aukið vægi. Í september á þessu ári verða kynntir sigurvegarar í Ný- sköpun 2001. Við sama tilefni verða kynntir þeir fjórir aðilar sem keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppn- inni. Í flokknum áhugaverðasta evr- ópska hugmyndin verður valið úr umsóknum sem berast frá háskólum eða framhaldsskólum. Annar flokk- ur er frumstig, hugmynd eða þróun sem er komin að framkvæmdastigi. Þriðji flokkurinn er stofnstig. Þar keppa fyrirtæki sem verið er að stofna eða eru nýstofnuð. Fjórði og síðasti flokkurinn sem keppt er í ber heitið útþensla og nýsköpun (fyrir- tæki í sókn). Þess má geta að verið er að stofna samevrópskan fjárfestingarsjóð sem mun meðal annars beina sjónum sín- um sérstaklega að fyrirtækjum sem verða í keppninni. Það er því eftir miklu að slægjast að komast sem fulltrúi Íslands í keppnina í Brussel. Frumkvöðlar, fyrirtæki, skólar Keppnin er þannig uppbyggð að hún höfðar jafnt til frumkvöðla og hugmyndasmiða, starfandi fyrir- tækja og skóla á framhaldsskóla- og háskólastigi. Ekki er þörf fyrir sér- staka menntun eða reynslu – allt sem þarf er brennandi áhugi og trú á mátt sinn og megin. Ekki er heldur gerð krafa til að viðskiptaáætlanir fjalli eingöngu um stór og mikil verkefni. Það eiga allir sömu mögu- leika, jafnt vel unnin viðskiptaáætl- un um einfalt handverk eða persónu- lega þjónustu og áætlun um stórt framleiðslufyrirtæki. 31. maí Síðasti skiladagur er 31. maí. Óháðir sérfræðingar munu dæma innsendar viðskiptaáætlanir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni munu hafa hag af því - hvort sem þeir vinna til verðlauna eður ei. Þau ykk- ar sem ekki hafið haft tök á að skrifa viðskiptaáætlun í þetta skiptið en lumið á góðri hugmynd ættuð að íhuga, hvort hugmynd ykkar eigi heima í Evrópukeppninni. Ef sú er raunin getið þið skilað inn lýsingu á hugmynd ykkar fyrir 31. maí þannig að tíminn naumur, en við val á fulltrúum Íslands í Evrópukeppn- inni nægir slík lýsing ef vandað er til verka. Það er hægt að skrá þátttöku á www.spar.is/n2001 og fylgja því engar skuldbindingar. Vilji er allt sem þarf Mikill fjöldi Íslendinga lumar á góðri við- skiptahugmynd. Það er samt ekki nóg að hafa hugmynd, heldur vonast flestir til að geta hrint henni í framkvæmd, skrifar Úlfar Steindórsson. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri og kallar á öguð og vönduð vinnubrögð. Úlfar Steindórsson Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. ÍSLANDSBANKI-FBA hefur aug- lýst þriðju hæðina í húsnæði bankans við Lækjargötu 12 lausa til leigu. Bankinn er eigandi allrar húseignar- innar sem áður hýsti höfuðstöðvar Iðnaðarbankans, eins forvera Ís- landsbanka-FBA. Samkvæmt upplýsingum frá rekstrardeild Íslandsbanka-FBA hef- ur bankinn undanfarin ár nýtt þrjár af fimm hæðum hússins fyrir banka- starfsemi. Umhverfisráðuneytið leig- ir eina hæð en á efstu hæð er mötu- neyti og símaþjónusta fyrir bankann. Ein af þeim þremur hæðum sem bankastarfsemin hefur verið á hefur verið nýtt undir miðlæga starfsemi fyrir bankann undanfarin ár, þ.e.a.s. miðvinnslu og miðlægt húsnæðismat. Til hagræðisauka var tekin ákvörð- un um það á síðasta ári að sameina miðvinnslu bankans á einn stað í Bankastræti, samkvæmt upplýsing- um frá rekstrardeildinni. Í framtíð- inni er svo markmiðið að flytja bak- og miðvinnslu bankans eins og kostur er úr miðbæ Reykjavíkur á ódýrari svæði á höfuðborgarsvæðinu. Ís- landsbanki-FBA setti á stofn þjón- ustumiðstöð fasteignaviðskipta í fyrra og við það færðist þjónusta við fasteignakaupendur á einn stað á Suðurlandsbraut, þ.á m. við gerð hús- næðismats. Við þessar breytingar er starfsemin í Lækjargötu nú öll tengd útibúinu sjálfu og hefur húsnæðis- þörfin minnkað í samræmi við það. Fram kom í tilkynningu Íslands- banka-FBA um afkomu fyrstu þrjá mánuði þessa árs að unnið hafi verið markvisst að því að hagræða og draga úr rekstarkostnaði bankans, með þeim árangri að rekstrarkostnaður- inn hafi verið lægri á fyrsta ársfjórð- ungi en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir. Íslandsbanki-FBA leigir út í Lækjargötu JAPANSKA farsímafyrirtækið NTT DoCoMo hyggst ekki ljúka við uppsetningu á dreifikerfi sínu fyrir þriðju kynslóð farsíma þar í landi fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár. Fram að þeim tíma ætlar NTT DoCoMo áfram að bjóða viðskipta- vinum sínum I-mode-þjónustu, sem gefur notendum færi á að lesa fréttir, sækja sér upplýsingar, miðla tölvupósti og hlaða myndum í farsímann sinn. Eru viðskiptavin- ir I-mode um 23 milljónir, að því er fram kemur á netmiðlinum CNet. Haft er eftir Keiichi Enoki, framkvæmdastjóra hjá NTT Co- CoMo, að viðskiptavinir fyrirtæk- isins muni ekki tryggja sér þjón- ustu fyrir þriðju kynslóðina fyrr en þeir eru þess fullvissir að hægt verði að nota hana um allt landið. „Við ætlum því að ýta þjónustu fyrir þriðju kynslóðina úr vör hægt og bítandi eða þegar við höfum lokið uppsetningu dreifikerfisins um allt landið,“ var haft eftir Enoki á hátækniráðstefnu í Singa- púr. NTT DoCoMo hugðist hefja notkun á þriðjukynslóðarfarsímum í maí en hefur frestað frumraun sinni fram í október vegna hugbún- aðargalla. Gert er ráð fyrir að með þriðju kynslóð farsíma geti not- endur meðal annars spilað mynd- skeið og hlustað á tónlist. Dregið í land með 3. kynslóðina JAPANSKI tölvuframleiðandinn Sega hyggst skila hagnaði á næsta viðskiptaári, en tap er búið að vera á rekstri þess undanfarin fimm ár. Einkum var framleiðsla á leikjatölv- unni Dreamcast-fyrirtækinu þung í skauti. Framleiðslu á vélinni er nú hætt en Sega ætlar að halda áfram að búa til leiki fyrir vélina um hríð. Fyrirtækið tapaði rúmlega 42 millj- örðum ísl. króna á síðasta viðskipta- ári, sem lauk 31. mars. Fyrirtækið tapaði einnig verulegum fjárhæðum á árinu á undan, eða ríflega 35 millj- örðum ísl. króna, að því er fram kem- ur á Reuters. Sega ætlar að snúa sér að fram- leiðslu tölvuleikja fyrir aðra fram- leiðendur í ríkari mæli og gerir sér þannig vonir um að hagnast um 1,8 milljarða ísl. króna á næsta við- skiptaári. Meðal annars eru átta leikir í bígerð fyrir PlayStation 2 frá Sony, 11 leikir eru í framleiðslu fyrir Xbox frá Microsoft, sjö fyrir Game- Cube frá Nintendo og 30 nýir leikir eru væntanlegir fyrir Dreamcast. Sega snýr vörn í sókn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.