Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KYNÞÁTTAÓEIRÐIR brutust út í bænum Oldham á Norðvestur-Eng- landi í fyrrinótt, aðra nóttina í röð, að því er er lögregla í bænum greindi frá í gærmorgun. Tólf voru handteknir er átök upphófust milli hvítra ungmenna og fólks af asísk- um uppruna. Fregnir herma að sjö hvít og fimm asísk ungmenni hafi verið hneppt í varðhald, en óeirðirnar hafi ekki verið eins harðar og þær sem urðu á laugardagskvöldið, þegar um 500 ungmenni gengu berserksgang í bænum og lögreglumenn slösuðust. Á sunnudagskvöldið var eldur borinn að asískum stórmarkaði, kveikt var í vegartálmum og bensín- sprengju kastað í gegnum rúðu í glugga á skrifstofum dagblaðs í bænum. Þá var múrsteinum kastað að opinberum byggingum. Um eitt hundrað lögreglumenn í óeirðabúningum voru á götum bæj- arins og þyrla lögreglunnar var á sveimi yfir. Tókst að hefta út- breiðslu átakanna og um klukkan fjögur um nóttina að staðartíma voru óeirðirnar kveðnar niður. Eng- an sakaði. Oldham hefur undanfarið verið brennipunktur spennu á milli kyn- þátta. Hefur slegið í brýnu á milli ungra manna meðal asískra íbúa og hvítra ungmenna í bænum. Hægri öfgamenn hafa bætt olíu á eldinn. Kom þetta skýrt í ljós fyrir mánuði þegar Walter Chamberlain, 76 ára, var barinn til óbóta þegar hann fór um Oldham á leið heim til sín. As- ískur unglingur hefur verið hand- tekinn í tengslum við árásina á Chamberlain. Þjóðarflokkurinn býður fram í Oldham Breski þjóðarflokkurinn, sem er andvígur innflytjendum, hefur reynt að gera sér mat úr andúðinni með því að bjóða fram í báðum kjördæm- unum í Oldham í komandi þingkosn- ingum, 7. júní. Um 90% íbúa Glodwick-hverfisins í Oldham eru af pakistönskum eða bangladesískum uppruna, og var það hverfi þungamiðja óeirðanna um helgina. Urðu ólætin til þess að kynþátta- og innflytjendamál urðu að helsta málinu í bresku kosningabaráttunni. Jack Straw innanríkisráðherra sagði að óöldin væri „alvarlegt mál og ber að fordæma skilyrðislaust. Við búum í samfélagi þar sem menning er margvísleg og kynþætt- ir margir. Ég held að það hafi aldrei neinn haldið því fram að innan þessa samfélags sé engin spenna“. Imran Khan, fyrrverandi fyrirliði í krikketlandsliði Pakistans, og einn stjórnarandstöðuþingmaður héldu því fram að sumir stjórnmálamenn hefðu aukið á spennuna milli kyn- þáttanna með því að nota eldfimt orðalag í rökræðum um kynþátta- mál. Óeirðir í Old- ham aðra nóttina í röð Reuters Ungur maður handtekinn í Oldham eftir óeirðirnar í fyrrakvöld. Oldham. AFP. GLORIA Arroyo, forseti Filippseyja, fyrirskipaði í gær her landsins að ráðast á liðsmenn íslömsku uppreisn- arhreyfingarinnar Abu Sayyaf sem tóku 20 manns í gíslingu um helgina. Nokkrir gíslanna skoruðu á stjórn- völd í Manila að reyna að semja við uppreisnarhreyfinguna en forsetinn sagði að ekki kæmi til greina að greiða henni lausnargjald. Arroyo fyrirskipaði hernum að elta mann- ræningjana uppi og lofaði andvirði 190 milljóna króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra og leiðtoga hreyfingarinnar. „Herinn hættir ekki leitinni fyrr en hann hefur gert út af við alla mann- ræningjana nema þeir gefist upp,“ sagði forsetinn. Talsmaður uppreisnarhreyfingar- innar sagði að gíslarnir hefðu verið fluttir á tvær eyjar. Tíu gíslanna, sjö Filippseyingum og þremur Banda- ríkjamönnum, væri haldið á eyjunni Basilan og tíu Filippseyingar til við- bótar væru á eyjunni Jolo. Ekki kom fram hvað uppreisnarmennirnir vilja fá fyrir gíslana. Tveir Bandaríkjamannanna, trú- boðinn Martin Burnham og eigin- kona hans, Gracia, voru að halda upp á brúðkaupsafmæli sitt á ferða- mannaeyjunni Dos Palmas þegar uppreisnarmennirnir rændu þeim ásamt hinum gíslunum átján á sunnudag. Þau hvöttu stjórn Filipps- eyja til að semja við mannræn- ingjana. Abu Sayyaf rændi um 40 manns í fyrra, þar af nokkrum vestrænum ferðamönnum, og hélt mörgum þeirra á Jolo-eyju í fjóra mánuði. Uppreisnarhreyfingin fékk að lokum andvirði hundrað milljóna króna í lausnargjald fyrir gíslana og keypti fyrir það vopn og hraðbáta. Uppreisnarmenn halda 20 manns í gíslingu á Filippseyjum Forsetinn fyrir- skipar árás á mannræningjana AP Lögreglumaður á verði við gistihús á eyjunni Dos Palmos þar sem liðs- menn uppreisnarhreyfingar rændu 20 ferðamönnum á sunnudag. Manila. Reuters, AFP. ÞÝZKT trúnaðarskjal, þar sem sagt er að Múammar Gaddafí Líb- ýuleiðtogi hafi viðurkennt að hafa staðið á bak við sprengjuárás í Vestur-Berlín árið 1986, komst fyrir tilstilli bandarískra embættis- manna í hendur fjölmiðla, eftir því sem þýzka blaðið Welt am Sonntag greinir frá. Segir blaðið að með því að „leka“ skjalinu hafi Bandaríkja- menn viljað skaða viðskiptahags- muni Þjóðverja í Líbýu. Hefur blaðið, sem stendur Kristilega demókrataflokknum (CDU) nærri, eftir embættismönn- um úr hópi samstarfsmanna Ger- hards Schröders kanzlara og Jafn- aðarmannaflokks hans (SPD), að embættismenn í Washington hefðu viljandi komið umræddu leynilegu minnisblaði í fjölmiðla til þess að spilla fyrir tilraunum þýzka olíu- fyrirtækisins Wintershall, sem er dótturfyrirtæki BASF, til að ná samningum um ábatasöm viðskipti í Líbýu. Í bandalagi við Shell, BP og Tot- alFinaElf á Wintershall nú í samn- ingaviðræðum við líbýsk stjórnvöld um kaup á 60% hlut í líbýsku ol- íuvinnslusvæði af líbýska ríkisol- íufélaginu NOC. Fjallað um viðræður Schröders og Bush Umrædda trúnaðarskýrslu skrif- aði þýzki sendiherrann í Washingt- on, Jürgen Chrobog, og var hún aðeins ætluð augum yfirboðara hans og starfsfélaga í Berlín. Inni- heldur hún minnispunkta um það sem Schröder kanzlara og George W. Bush Bandaríkjaforseta fór í milli er Schröder heimsótti Wash- ington fyrir skömmu, en einnig mun þar vera sagt frá því að Gadd- afí hafi viðurkennt í eyru Michaels Steiners, aðalráðgjafa Schröders í utanríkismálum, að Líbýustjórn hafi staðið á bak við sprengjutil- ræði á diskóteki í Vestur-Berlín árið 1986, þar sem bandarískir hermenn voru fjölmennir meðal gesta. Þrír dóu í tilræðinu og um 200 særðust. Leyniskýrslu lekið í fjölmiðla Sagt ætlað að skaða þýzka hagsmuni Berlín. AFP. ÁSAKANIR um kynþáttahat- ur og baktjaldamakk hafa rofið friðinn í öðrum dönsku stjórn- arflokkanna, Radikale Venstre. Hatrömm deila hefur staðið svo dögum skiptir um meinta aðild þriggja ungra flokks- manna af innflytjendaættum að íslömskum samtökum, sem leggja áherslu á íslömsk gildi og eru t.d. fylgjandi dauðarefs- ingum. Flokksmennirnir, sem um ræðir, sækjast allir eftir því að komast á framboðslista flokks- ins fyrir komandi kosningar. Hlutfallslega margir flokks- menn og frambjóðendur Rad- ikale eru af innflytjendaættum, enda hefur flokkurinn tekið þeim opnum örmum hingað til. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og kenna sumir flokksmenn þar innbyrð- is átökum í flokknum. Hefur nafn Nasers Khaders, sem er vafalaust þekktasti inn- flytjandinn í dönskum stjórn- málum, æ oftar verið nefnt í tengslum við málið. Khader stefnir, eins og svo margir aðr- ir, á þingsæti og hafa andstæð- ingar hans sagt að hann hafi viljað ryðja mögulegum and- stæðingum sínum úr vegi með þessum hætti. Sjálfur þvertek- ur Khader fyrir það, en hann hefur einnig verið sakaður um tvískinnungshátt í málinu, þar sem hann hafi ekki komið hin- um umdeildu flokksmönnum til aðstoðar. Radikale Venstre er klofinn í málinu, þar sem einn ráðherra og frammámenn í flokknum vilja þremenningana út, en formaðurinn, Marianne Jelved, ver þá. Samtökin, sem styrrinn stendur um, Minhaj-ul-Quran, eru heimssamtök með höfuð- stöðvar í Pakistan. Þau stefna að því að vinna veg íslamskra gilda en flokksmenn Radikale, sem tengjast samtökunum hafa ítrekað fullyrt að þeir virði dönsk lög ofar íslam. Ekki leggja allir flokksmenn þeirra trúnað á það og bendir allt til þess að einn þremenninganna, Mona Sheikh, fái ekki að bjóða sig fram vegna tengsla hennar við samtökin. Vegna þessa íhugar Miðstöð gegn kynþátta- hatri nú að höfða mál á hendur flokknum. Danmörk Deilt um múslímska frambjóð- endur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMNINGAR tókust í fyrrinótt milli atvinnurek- enda og verkalýðsfélaga í Færeyjum og var þá verkfalli þeirra síðarnefndu, sem staðið hefur í næstum þrjár vikur, aflýst. Gengu fulltrúar deilu- aðila að miðlunartillögu sáttasemjara. Verkfallið hefur haft mikil og alvarleg áhrif og sérstaklega fyrir fiskeldið í landinu. Hefur það átt í erfiðleikum vegna veirusjúkdóms í laxi en vegna verkfallsins var ekki unnt að grípa til allra nauð- synlegra ráðstafana. Er þá ótalið fjártjónið af völd- um vinnustöðvunarinnar. Verkalýðsfélögunum tókst ekki að ná samningum um meiri launahækkun en þau félög, sem nýlega gengu frá samningum til tveggja ára, en hins vegar náðu þau fram starfsaldurshækkunum hjá þeim, sem verið hafa í þjónustu sama fyrirtækis í tiltekinn tíma. Almenna kauphækkunin er 12% eins og hjá öðrum. Talið er, að deiluaðilar hafi ekki mátt bíða lengur með að skrifa undir því að Bjarni Djurholm, sem fer með atvinnumál í landsstjórninni, var tilbúinn til að kalla lögþingið saman og binda enda á verkfallið. Morgunblaðið/Auðunn Arnórsson Verkfallsvarzla var víða í Færeyjum á meðan á verkfallinu stóð, hér í Kollafirði á Straumey. Samið í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.