Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 41

Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 41 n á óvissu g vinnslu í bátaflotinn n heildar- ggjöfinni ertir far kvóta- ruð misst og að lítið l smábáta- g það hafi yggðirnar ld fóru að ð bauð upp á að reka setja allt, þær sömu Lilja Raf- aútgerðina þess að á egt að efla amfélags- mikilvægt að í heild- gum um kið á rétti ndveiða og p í útgerð- gundum á amsal er iðiréttindi gðunum að „Við vitum agsmuna- eimildirn- erðarfyrir- gu varða byggðinni. s yrði það greininni staðreynd reinasam- skriflega innar, þar m hvernig regast við og snerti ganna og ki enn bor- ax yrði að unum ætti vegi að on, forseti gðar, sagði Vestfjarða um 1650 nu 1990 og að tapaðar sveitar- gna þessa rði króna. nn í veiði- verði flutt veiðiárinu ma hefðu ist um 8% ri, saman- ann sagði veiðiheim- efðu verið m 9 millj- i á að árið hús verið fsdal, sem ri í vinnu. arfað þar í afi aftur á stærðar- og að 190 nu, miðað og það að- dal. „Enn tilflutningi á afla frá Vestfjörðum, svo miklum tilflutningi að hætta á byggðaröskun og jafnvel eyðingu byggða hefur aldrei verið meiri,“ sagði hann. Haukur sagði að ríkisstjórninni hefði mistekist það hlutverk sitt að fóstra þessa þjóð. Hann líkti henni við foreldra og sagðist telja að þessir foreldrar mismunuðu börnum sín- um, þannig, að sífellt væri tekið af diski eins barnsins til að færa hinum. Haukur hvatti til þess að blásið yrði til sóknar í atvinnumálum. „Nú ríður á að standa saman og láta ekki af baráttunni fyrr en fullnaðarsigur er unninn. Þeir tímar eru komnir að það er ekkert meira til að selja og fátt eitt til að taka frá okkur, annað en baráttuþrekið og viljann til að þrauka. Þau verðmæti látum við aldrei af hendi. Botninum er náð, nú byrjum við að byggja upp.“ Sjálfsbjargarviðleitni rík í Vestfirðingum Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Ísafjarðarbæjar, benti á þá uppsveiflu sem smábátaútgerðin hefur haft í för með sér í fjórðungn- um. „Íbúum hefur jafnvel fjölgað á þeim stöðum þar sem best hefur gengið, s.s. á Suðureyri og í Tálkna- firði og víða hefur jafnvel skapast þröng á fasteignamarkaði. Þetta út- gerðarform, sem byggir á aldagöml- um hefðum og einstaklingsframtaki, hefur sannað tilverurétt sinn,“ sagði Birna. Hún vildi að atvinnumálin væru rædd í víðara samhengi og benti á að hlutfall nýstofnaðra fyrirtækja væri hvergi eins hátt og á Vestfjörðum. Guðmundur B. Magnússon, odd- viti Kaldrananeshrepps, sagði ótví- rætt að skapast hefði sögulegur og siðferðislegur réttur sjávarbyggð- anna við strendur landsins til að sækja í auðlindir hafsins. Hann sagði augljóst að ekkert kjördæmi hefði farið jafn illa út úr fiskveiði- stjórnunarkerfinu eins og Vestfirðir og að nauðsynlegt væri að gripið yrði til aðgerða áður en lögin um kvótasetninguna taka gildi. Hann sagðist telja að sjávarútvegsráð- herra og ríkisstjórnin muni gera eitthvað til að koma til móts við smá- bátaútgerðina fyrir þann tíma. „Mér finnst óhugsandi að ríkisstjórnin hafi ekki hugsað fyrir einhverjum úrbótum í þessu sambandi, þegar ákveðið var að taka málið ekki á dag- skrá Alþingis nú undir þinglok.“ Hann sagði að stjórnvöld ættu að veita smábátum aukið svigrúm, því þeir tímar kunni að koma að neyt- endur íslenskra sjávarafurða á er- lendri grundu ákveði að þeir kaupi ekki fisk af þjóð sem stundar veiðar með stórvirkum botnlægum tog- veiðifærum. „Það getur orðið torsótt og jafnvel ómögulegt að byggja upp strandbyggðir og manna öflugan flota, ef þeir tímar koma að fiskimið- in verði ekki nýtt með öðrum hætti.“ Margra alda hefð fyrir veiðum á grunnmiðum Guðmundur Halldórsson, formað- ur smábátafélagsins Eldingar í Bol- ungarvík, sem bar hitann og þung- ann af skipulagninu fundarins, var fyrstur á mælendaskrá að framsög- um loknum. Hann lýsti ánægju sinni yfir því hversu vel Vestfirðingar höfðu tekið við sér og snúið bökum saman til að mótmæla því gerræði sem þau hefðu orðið fyrir. „Það var Guð almáttugur sem gaf okkur þessi grunnmið, það er margra alda hefð fyrir að stunda veiðar á smábátum við grunnmiðin okkar. Það er frá engum tekið, þó við nýtum þessi grunnmið,“ sagði hann. Guðmundur benti á svokallaðan Valdimarsdóm sem féll í Hæstarétti í desember 1998, en í kjölfar hans var lögum um stjórn fiskveiða breytt, þar sem dómurinn taldi að fimmta grein laga um stjórn fisk- veiða stæðist ekki tvær greinar stjórnarskrár. Í dóminum segir að svigrúm löggjafans til að takmarka fiskveiðar og ákvarða tilhögun út- hlutunar veiðiheimilda verði að meta í ljósi hinnar almennu stefnumörk- unnar 1.gr. laga um stjórn fiskveiða. Þar segir m.a. að markmið laganna sé að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu nytjastofna á Ís- landsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Guðmundur vitnaði í sérálit þriggja dómara sem stóðu að dóminum þar sem segir: „Þegar kvótakerfið var upphaflega sett á voru fyrir stjórn- arskrárvarin réttindi fimm aðila; út- gerðarmanna, sjómanna, fiskverka- fólks, fiskvinnslustöðva og byggðarlaga sem eru mjög háð fisk- veiðum. Lögin um stjórn fiskveiða hafa aðeins lögvarið hagsmuni eins aðila af fimm, það er útgerðar- manna.“ Framsókn gegn kvótasetningu Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins og þingmaður Vest- firðinga, sagði að kvótasetning í smábáta- kerfinu væri ekki í sam- ræmi við samþykkt flokksins, sem samþykkt var á flokksþingi í mars síðastliðnum að frumkvæði hans og því hafi þing- flokkurinn komist að þeirri niður- stöðu þann 14. maí síðastliðinn, að rétt væri að fresta gildistöku lag- anna. Annars vegar hafi verið uppi hugmyndir um að fresta gildistök- unni í eitt ár og hins vegar í fjóra mánuði. Í samþykktinni segir að áfram eigi að vera byggt á tvískiptu afla- marks- og smábátakerfi, þar sem smábátakerfið er blandið aflamarks- og sóknarmarkskerfi eins og verið hefur. Einnig að byggðakvóti, sem nú er 1500 tonn, verði aukinn. Krist- inn sagði, að því miður hefði ráð- herra ekki séð sér fært að taka tillit til þessara sjónarmiða sem hann hafi lagt til í þeim drögum að áliti sem fyrir endurskoðunarnefndinni liggja. Kristinn sagði að nýliðun í sjávarútvegi væri gerð ómöguleg með því að festa allar veiðar í afla- marki og að nauðsynlegt væri að taka til hliðar veiðiheimildir, sem út- gerðarmönnum væri ekki úthlutað, heldur yrði ráðstafað til að tryggja atvinnugrundvöll veikra sjávar- byggða. Hann gagnrýndi einnig seinagang endurskoðunarnefndar- innar sem átti upphaflega að skila af sér 1. september síðastliðinn, þannig að Alþingi gæti sett ný heildarlög á nýafstöðnu þingi. Verður gripið til neyðarréttar? Guðjón A. Kristjánsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins sagði að rétt skref til að styðja byggðina væri að auka útfærsluna, sem hefur verið til handa smábát- unum, yfir á strandveiðiflotann. Hann benti á að 2000 Vestfirðingar lifi beint af veiðum smábáta og að allir hljóti að sjá að þeir þoli ekki að vegið sé að þessari undirstöðu þeirra. Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingar, sem var með- flutningsmaður Guðjóns að frum- varpi til laga um frestun á gildistöku laganna, spurði hvað menn ættu að gera ef svo fari fram sem horfir. „Eiga þeir að nota neyðarrétt? Rétt til að bjarga byggðum sínum, fjöl- skyldum og sjálfum sér?“ Leif Halldórsson á Patreskfirði sagði, að margir hefðu á sínum tíma fengið aflaheimildir á vafasömum forsendum og ávarpaði ráðherra. „Stundum þegar maður hlustar á þig, er eins og það séu bara tvær út- gerðir sem eigi að vera í landinu. Samherji, sem er kom- inn með yfir 10% af öll- um veiðiheimildum Ís- lendinga og Vísir, sem er með sjö skip og fimm í útleigu.“ Hann sagði skrýtið ef Vestfirðingar mættu ekki veiða steinbít því aðrir þurfi að breyta honum í ofveiddan karfa. „Lögin brjóta mannréttindi“ Jón Fanndal frá Ísafirði spurði hvort það væri ekki mannréttinda- brot að svipta menn eigum sínum og lífsbjörginni með lagaboði. „Ég er fullviss að ef einhver færi með kvótasetningu á smábáta fyrir mannréttindadómstól myndi sá hinn sami vinna sigur ef réttlætinu væri þar fyrir að fara,“ sagði Jón. „Við búum við einræði í þessu landi sem hófst með valdatöku þessarar ríkis- stjórnar.“ Árni M. Mathiesen, þurfti að fara af fundi þegar hann var rúmlega hálfnaður þar sem hann hafði verið búinn að lofa að sitja fund á Suður- landi. Áður en hann fór, ávarpaði hann fundarmenn að nýju. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til að deila við Kristin H. Gunnarsson um at- burðarrásina síðustu viku þingsins. Hann sagði að þær breytingar sem kynnu að koma fram í kjölfar starfs endurskoðunarnefndarinnar gætu í fyrsta lagi komið til framkvæmda í september 2002. Hann sagðist engu geta lofað, en lofaði áður en hann fór, að koma aftur til Ísafjarðar til að ræða þessi mál. „Ólíklegt að kvótakerfið verði endurskoðað á kjörtímabilinu“ Vinstri hreyfingin-Grænt fram- boð hefur engan fulltrúa úr Vest- fjarðarkjördæmi. Jón Bjarnason þingmaður VG sagði að þingflokk- urinn hefði verið einhuga stuðnings- aðili frumvarps um að fresta gild- istöku laganna. Hann gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp að eitt helsta kosningar- loforð beggja stjórnarflokkana hefði verið, að skapa sátt um fiskveiði- stjórnunina. „Nú lítur út fyrir að endurskoðunin fari ekki fram fyrir næstu kosningar. Það eru litlar líkur til þess, að tekið verði á svo við- kvæmu máli sem þessu á síðasta ári fyrir kosningar. Mig grunar að verið sé að setja upp hvert leikritið á fæt- ur öðru til að fresta endurskoðun á kerfinu þannig að það haldist eins og það er.“ Jón sagði að honum sýndist sem að í þessu máli sem svo mörgum öðrum, sem tekin hafi verði fyrir á Alþingi, að hér búi menn ekki við þingbundna ríkisstjórn, heldur rík- isstjórnarbundið þing. Einar K. Guðfinnsson sagði að á síðustu dögum þingsins hafi ýmsar hugmyndir verið ræddar um hvern- ig mætti takmarka sókn smábáta. Hugmyndir eins og að draga úr leyfilegum balafjölda, fækka sókn- ardögum hafi verið ræddar til að reyna að verja það kerfi sóknarstýr- ingar, sem hefur verið byggt upp í kringum smábátaútgerðina. „Ég var tilbúinn að ganga ansi langt í þeim efnum, til að geta varið þennan flota frá því að fara inn í kvóta,“ sagði Einar. Hann sagði að Sigurður Lín- dal lagaprófessor hafi sagt, að það megi beita sóknartakmörkunum til að draga úr afla bátanna til að þeir haldi sig innan ákveðinna marka og gangi ekki á stöðu kvótabátanna. Einar sagði mikilvægt að réttur smábátanna yrði aukinn og sagði hann að smábátaeigendur hefðu sýnt það, að þeim væri fullkomlega treystandi fyrir veiðiréttinum, þeg- ar kallað var úr salnum, að yrði kvót- inn aukinn myndi hann aðeins vera seldur. ndi um atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum á Ísafirði á laugardag n r a Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bekkurinn var þröngt setinn í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði á laugardag. Talið er að fundurinn hafi verið fjölmennasti fundur í landsfjórðungnum frá landnámi. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að ríkisstjórnin leitaði leiða til að koma til móts við smábátaútgerðir þar sem málamiðl- unartillaga um að auka afla náði ekki fram að ganga á Alþingi. ninabjork@mbl.is „Hætta á byggðaröskun aldrei meiri“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.