Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi RagnarMaríasson fædd- ist á Ísafirði 8. nóv- ember 1939. Hann lést í Ósló 20. maí síðastliðinn. For- eldrar hans hjónin Elísabet Helgadóttir og Marís Þorsteins- son. Þau létust fljót- lega eftir fæðingu Helga. Fósturmóðir hans frá tveggja ára aldri var Þuríður Pálsdóttir, f. 2.7. 1889. Börn hennar og fóstursystkin Helga voru Gunnar, f. 18.10. 1918, Kjartan, f. 29.5. 1921, og Jóna, f. 30.5. 1923. Eftirlifandi eiginkona Helga er Dóra Björg Óskarsdóttir, f. 6. maí 1947. Tvítugur að aldri kvæntist Helgi norskri stúlku, Gerd, þau skildu. Börn þeirra eru Anna Lísa, f. 9.2. 1960, og Ragn- ar Tor, f. 28.12. 1960. Sambýliskona Ragnars Tors er Anne Kari, f. 2.10. 1970, og eiga þau einn son, Ole Mart- in, f. 29.7. 1993. Helgi ólst upp í Hafnarfirði og lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Ís- lands. Hann flutti til Noregs árið 1960 og vann ýmis störf til sjós og lands fyrstu árin, en stofnsetti síðar eigið bókhalds- fyrirtæki í Ósló, sem hann rak til dauðadags. Útför Helga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Það voru dapurlegar fréttir, sem biðu okkar við komuna til Noregs 17. maí sl. Helgi var kominn á sjúkrahús og tæpum þremur sólar- hringum seinna var hann allur. Helgi var ungur þegar hann flutti til Noregs, þar sem hann átti sína starfsævi, en hann var alltaf mikill Íslendingur, og sérstaklega var honum Hafnarfjörður kær. Þar átti hann sín bernskuspor og uppvaxt- arár. Sérstaklega er minnisstætt hversu mikils hann mat fósturmóð- ur sína, en þegar við kynntumst Helga var hún enn á lífi í hárri elli og alltaf var það hans fyrsta hugs- un, þegar hann kom heim, að heim- sækja mömmu. Helgi kom inn í líf okkar þegar leiðir þeirra Dóru lágu saman fyrir nær þremur áratugum. Hann var velkomin viðbót í fjöl- skylduna, og færði með sér ferskan blæ. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Ósló, þar sem gott var að koma. Heimsóknirnar til þeirra voru ávallt tilhlökkunrefni og umhyggja þeirra beggja fyrir því að gestunum liði sem best var ótakmörkuð. Margs er að minnast frá heimsókn- unum milli landa, páskahelgunum, sem við nutum með þeim í hyttunni. Hvítasunnurnar þegar þau óvænt birtust í bústaðnum okkar. Ferða- lögin um Ísland og þá sérstaklega ferðin, sem við fórum fjögur saman norður yfir heiðar og suður Sprengisand fyrir fáum árum er ógleymanleg. Vordagarnir þegar Ragnar Þór og fjölskylda komu með þeim eru líka perlur í minn- ingasjóðnum. Kæri Helgi, hafðu þökk fyrir allt. Það hefur alltaf ver- ið erfitt að kveðjast þegar samveru lýkur og erfitt er að horfast nú í augu við að komið er að endanlegri kveðjustund. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast fær aldreigi eilífð aðskilið. Elsku Dóra okkar, Anna Lísa, Ragnar Tor og fjölskylda. Ykkar missir er mikill, en minningin um góðan dreng mun lifa með ykkur. Pálína og Hallgrímur. Að kvöldi 21. maí síðastliðins var hringt í mig og mér tjáð að vinur minn, Helgi Maríasson, væri látinn. Hann hefði fengið heilablóðfall 18. maí á heimili sínu í Ósló og látist á sjúkrahúsi 20. sama mánaðar. Helgi hafði snemma látið í ljósi þá ósk sína, við konu sína, að við fráfall hans færi útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju og hann yrði graf- inn í kirkjugarði Hafnfirðinga. Þrátt fyrir áratuga dvöl erlendis var hann alltaf Íslendingur, og ekki síst Hafnfirðingur. Við Helgi vorum jafnaldrar en ég mundi ekki fæðingardag hans og leitaði því í afmælisdagabók sem ég hefi átt í meira en hálfa öld. Bók þessi er með málsháttum við hvern fæðingardag. Við fæðingardag Helga stendur: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Þetta er hverju orði sannara, maðurinn var í fullu fjöri en allt í einu og fyrirvara- laust var slökkt á lífsperunni. Við þessi tímamót leitar hugur- inn til baka. Það eru meira en 55 ár frá því við kynntumst. Helgi átti að mörgu leyti ævintýralegt lífshlaup. Hann fæddist á Ísafirði og voru for- eldrar hans hjónin Elísabet Helga- dóttir og Marís Þorsteinsson. Þau létust fljótlega eftir fæðingu Helga. Hann var tekinn í fóstur af Þuríði Pálsdóttur, Austurgötu 38 í Hafn- arfirði. Hún var ekkja og voru börn hennar uppkomin. Hún vann við að skúra Bæjarbíó og hafði ekki of mikið milli handanna. Hún var orð- in fullorðin, fædd á síðari hluta nítjándu aldar, glaðvær, sátt við sitt og sá ég hana aldrei skipta skapi. Við Helgi sátum saman í barna- skóla, Flensborg, og þreyttum saman próf inn í Verslunarskóla Ís- lands ásamt skólabróður okkar, Ei- ríki Skarphéðinssyni. Í barnaskóla var meðal kennara okkar Gunnar Markússon, sonur Þuríðar, stjúpu Helga, síðar skólastjóri á Flúðum og í Þorlákshöfn. Helgi var góður félagi, vina- margur, frjór og hugmyndaríkur, allgóður í íþróttum. Tónlistargáfu hafði hann til að bera. Hann og skólabróður okkar, Stenni í Berg- en, innrituðu sig í Lúðrasveit Hafn- arfjarðar en áttu þar að vísu stutta viðdvöl. Fljótlega eftir verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands gerðist Helgi gjaldkeri hjá bæjarfógetan- um í Hafnarfirði. Hann dvaldi þar að vísu stutt, hafði kynnst hér heima norskri konu, þau gengu í hjónaband, fluttu til Noregs og eignuðust saman tvö börn. Helgi vann ýmis störf í Noregi, var meðal annars einhver sumur á norskum hvalveiðiskipum við hvalveiðar í Suður-Íshafinu. Þau hjón slitu sam- vistir eftir tiltölulega stutt hjóna- band. Námið í Verslunarskólanum var notadrjúgt, Þorsteini Bjarna- syni bókara hafði tekist að opna augu Helga fyrir bókhaldi og bók- haldsuppgjörum. Helgi opnaði bók- haldskrifstofu í Ósló. Fyrirtækið óx með árunum, Helgi var vinsæll hjá viðskiptamönnum sínum og hafði ærið að starfa. Hann hafði rétt áður en hann féll frá ákveðið að söðla um, hann hafði sagt upp leigu á at- vinnuhúsnæðinu og hugðist róa á ný mið. Oft hafði hann sagt mér að hann stefndi að því að flytja aftur til Hafnarfjarðar, eignast hús í vesturbænum, upp af Langeyrar- mölum, þar í hrauninu, og sjá yfir Hafnarfjörðinn; það væri toppurinn á tilverunni. Helgi kynnist eftirlifandi eigin- konu sinni, Dóru Óskarsdóttur, fyrrum starfsmanni Flugleiða í Ósló, ættaðri úr Reykjavík, fyrir góðum aldarfjórðungi. Þau gengu í hjónaband 20. maí 1978. Helgi var alltaf höfðingi heim að sækja og hélt mikla brúðkaupsveislu fyrir gömlu skólasystkinin úr barnaskóla á Hótel Loftleiðum. Var hún vel sótt, enda maðurinn með eindæm- um vinsæll. Bekkurinn okkar í barnaskóla var mjög samhentur, miklu samhentari heldur en bekkj- arfélagar mínir í öðrum skólum, Verslunarskóla og Háskóla, þótt þar væru miklir félagsmálamenn til staðar. Samheldnin byggist fyrst og fremst á sterkum einstakling- um. Í barnaskólahópnum var Helgi „prímus mótor“. Með vissu millibili hringdi hann í Eirík Skarphéðins- son, Ingileifu Ólafsdóttur, Elísa- bethu Pálsdóttur Malberg, meðan hún var á lífi, og einhverja aðra og tilkynnti að hann yrði í Hafnarfirði ákveðinn dag á næstunni og stakk upp á því að þá yrði haldið bekkj- arpartí. Þetta var gert og eru sér- staklega eftirminnileg þessi sam- kvæmi. Að öðrum ólöstuðum tel ég að þetta hafi fyrst og fremst verið verk Helga. Oft hringdi Helgi í mig frá Ósló og þá oftast rétt fyrir mið- nætti, þegar hann var að ljúka störfum á skrifstofunni. Þá var rætt um heima og geima, samtíð- armennina og hvenær næsti bekkj- arfundur yrði haldinn. Á sextugs- afmæli sínu hélt Helgi mikla hátíð í Ósló, bauð okkur með eftirminni- legum hætti, boðskorti í stærðinni A5. Við hjónin gátum ekki mætt en fulltrúi barnaskólahópsins, Gunnar Finnbogason, var mættur sem fulltrúi hópsins og flutti Helga kveðjur og árnaðaróskir að heiman. Nú er þessum þætti lokið, Helgi, vinur okkar, lést á brúðkaupsaf- mælisdegi sínum og hinnar sam- heldnu eiginkonu, Dóru Óskars- dóttur. Þau nýttu tímann vel, ferðuðust mikið um heiminn og í síðustu utanferð þeirra fyrir stuttu, snæddu þau hjón kvöldverð í Tívolí í Kaupmannahöfn. Síðasta skipti sem ég sá Helga var á Keflavík- urflugvelli, við Oddný vorum á leið til dætra okkar í New York, Helgi og Dóra voru að koma til Íslands til þess að halda upp á jól hér heima með vinum og vandamönnum. Þótt Helga hafi ekki tekist að flytja aft- ur heim og setjast að í húsi í hraun- inu í vesturbænum, er hann kvadd- ur hinstu kveðju frá Hafnarfirði, og er það vel. Við hjónin minnumst góðs vinar og vottum Dóru og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Megi minning Helga Maríasson- ar lifa. Hrafnkell Ásgeirsson. Gamall vinur er látinn langt um aldur fram. Fréttin um að Helgi Maríasson væri allur kom eins og reiðarslag yfir vinahópinn í Hafn- arfirði. Ég man ekki lengur hvenær leiðir okkar lágu saman fyrst en það hefur sjálfsagt verið snemma í Barnaskóla Hafnarfjarðar, nú Lækjarskóla. Við áttum báðir heima í miðbænum í Hafnarfirði, sem þá var svo fámennur að allir þekktu alla. Aldurshópar, sem fylgdust að í gegnum skóla, bund- ust vináttuböndum sem héldu alla tíð. Helgi var skemmtilegur og líf- legur unglingur. Hann var ágætum gáfum gæddur, góður íþróttamaður í skóla og snjall teiknari. Hann gat verið orðhvatur við kennara og hressti þá oft upp á andrúmsloftið í bekknum. Úr barnaskólanum lá leiðin í Flensborg og þaðan fórum við Helgi ásamt vini okkar Hrafn- keli Ásgeirssyni í Verslunarskól- ann. Eftir nám í Versló lágu leiðir okkar í sitthvora áttina. Helgi var alltaf stórhuga og ég man að hann keypti sér fljótlega flottan sportbíl, „Studebaker“. Alla tíð var Helgi mikill jafnaðarmaður. Hann starf- aði mikið fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði meðan hann var þar. Árin liðu og Helgi kynntist norskri konu. Hann flutti til Noregs og eignaðist þar tvö börn. Þau hjónin skildu. Alltaf komu fréttir af honum öðru hvoru, fréttir um ævintýralegt líf hans. Hann stundaði hvalveiðar í suðurhöfum og vann við stórfram- kvæmdir í óbyggðum Noregs meðal annars. Helgi stofnaði bókhalds- og ráðgjafarþjónustu í Osló og starfaði hann við hana til æviloka. Árið 1978 urðu þáttaskil í lífa Helga því þá kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Dóru Óskarsdóttur. Mér er svo minnisstætt brúðkaup þeirra á Hótel Loftleiðum, þar sem gamli vinahópurinn hittist aftur. Þar var eiginlega lagður grunnur að nánari tengslum, sem héldust alla tíð síð- an. Eftir það hringdi Helgi oft í okkur og sagðist vera á heimleið þennan og þennan daginn, hvort við gætum ekki komið saman á góðum stað, borðað og átt ánægjulegt kvöld. Var þá sett í gang vinna við að kalla saman hópinn. Var þá mið- að við fermingarhópinn úr báðum kirkjunum í Hafnarfirði, þótt Helgi ætti auðvitað stærri vinahóp. Helgi kom svo heim eins og stormsveipur, hress og kröftugur og var hrókur alls fagnaðar. Okkur vinunum í Hafnarfirði er efst í huga þakklæti fyrir þetta frumkvæði Helga. Hann naut lífsins og ferðaðist mikið. Mér er það minnisstætt þegar hann hringdi eitt sinn til mín og sagðist vera á leiðinni til Ástralíu. Þau Dóra yrðu með bílaleigubíl. Við Sigga ættum að drífa okkur til Ástralíu og hitta þau, svo gætum við ekið saman um álfuna. Það að fara út úr bænum er stórmál fyrir mig, hvað þá til Ástralíu, en svona var Helgi. Hann talaði líka um það að flytja aftur til Hafnarfjarðar, byggja sér hús fyrir vestan Mal- irnar og selja rauðmaga á vorin. En ekki verður allt eins og ætlað er. Nú er Helgi horfinn úr þessu jarð- lífi yfir í sæluna miklu þar sem allir eru jafnir og öllum líður vel. Ef til vill fæst þar rauðmagi allt árið. Þar hittumst við öll að lokum. En minn- ingin um góðan dreng og hlýjan lif- ir í huga okkar sem eftir erum. Við hjónin sjáum nú á eftir góðum vini og vottum eftirlifandi eiginkonu hans, Dóru, svo og börnum hans og öðrum skyldmennum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Helga Maríassonar. Eiríkur Skarphéðinsson. Sumir menn er nálægir hversu fjarri sem þeir búa. Þeir halda áfram að vera nálægir þótt ár og dagar, jafnvel áratugir líði frá einni samverustundinni til hinnar næstu. Helgi Maríasson hafði þennan eig- inleika. Þegar litið er til baka verð- ur mér ljóst að eiginlega hittumst við sárasjaldan á þessum fimm ára- tugum sem við þekktumst. En við vorum vinir og það réði sköpum og svo hitt að Helgi var einstakur vin- ur vina sinna og lagði rækt við þá á dásamlega fyrirhafnarlausan og sjálfsagðan hátt. Nú er Helgi kvaddur og það er skarð fyrir skildi hjá vinahópnum eins og fjölskyld- unni. Kallið kom óvænt og fyrir- varalaust. Það gerir söknuð minn og annarra vina og fjölskyldu snarpari og sárari, en minningin vermir. Vináttuböndin hnýttum við Helgi tólf ára gamlir. Við lentum í sama skólabekk síðasta árið okkar í Barnaskóla Hafnarfjarðar, en sá skóli ber nú nafnið Lækjarskóli. Þetta var reyndar eini barnaskól- inn í Firðinum á þeim tíma. Bekkj- arfélagarnir úr þessum barnaskóla- bekk hafa ekki týnt hver öðrum. Við tengdumst ákveðnum böndum og höfum mörg hver haft lag á því að hittast öðru hvoru, og það var reyndar oft og ekki síst fyrir til- verknað Helga og frumkvæði, sem var þeim mun merkilegra sem hann bjó lengstum í Osló. En böndin og vináttan milli mín og Helga áttu sér dýpri rætur en bekkjarsamveruna eina. Við lentum í útgáfustjórn og ritstjórn á skólablaði, sem kom út í tveimur tölublöðum þennan vetur, og bar nafnið Glampar. Helgi var ósérhlífinn vinnugarpur í þessarri útgáfustarfsemi, listrænn, drátt- hagur, vel skrifandi, praktískur og með rekstrarvit. Önnur bekkjar- systkini lögðu líka fram vinnu og greinar og blaðið fékk ágætar við- tökur í Firðinum. Sumt af efninu unnum við Helgi á gólfinu í litlu íbúðinni sem hann og fóstra hans deildu. Við söfnuðum auglýsingum, stóðum spenntir við hlið prentar- anna í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, röðuðum niður efni og snerum fjöl- ritunarvélinni hjá Guðjóni skóla- stjóra. Blaðið var nefnilega fjár- magnað með auglýsingum á kápublöðum, sem voru prentuð, en listaverk okkar bekkjarsystkin- anna og bókmenntaafrek fjölrituð á skólastjóraskrifstofunni. Þetta var mikil vinna, en afskaplega gaman og ágætlega þroskandi. Minning- arnar um þetta verkefni og sam- vinnu okkar Helga í því samhengi hafa aldrei liðið mér úr huga. Þarna var Helgi í essinu sínu. Það var á loftinu á horninu á Austurgötu og Mjósundi, sem Helgi ólst upp. Það var Þuríður Pálsdóttir verkakona, sem fóstraði Helga. Hún bjó Helga gott heimili og atlæti. Efnin voru ekki mikil af lífsins gæðum, íbúðin var harla þröng, en hjartarými var mikið, menningin og menntin sönn. Þessi góða kona fóstraði Helga sem sinn eigin og hennar uppkomnu börn voru hans systkin. Að þessu atlæti og uppeldi bjó Helgi alla tíð. Gáfur hans og atorka fengu að blómstra. En brátt skildu leiðir okkar Helga. Hann fór í Verslunarskól- ann, en ég í M.R. Um það bil sem ég var að ljúka háskólanámi og setjast að á Íslandi var Helgi fluttur til Noregs. Næstu árin bar því fund- um okkar helst saman, þegar ég var á ferð í Osló eða hann á ferðinni hér heima. Helgi hafði komið sér vel fyrir í Osló og það var gaman að hitta hann og Dóru þar, rétt eins og hér heima í góðum hópi eins og áð- ur er á minnst. Oft hef ég vitnað í samræður okkar Helga í Osló á framanverðum níunda áratugnum og ef ég man rétt er það varðveitt í þingtíðinum því að efni þess rataði inn í þingræðu hjá mér. Þá batt ég miklar vonir við laxeldi sem upp- rennandi atvinnugrein og var ekki einn um það og rakti þessar hug- leiðingar mínar fyrir Helga. Svar Helga var afgerandi og lýsti glögg- skyggni hans vel. Hann bar til baka drauma mína og sagði: „Nei, laxeldi er nákvæmnisvinna. Íslendingar eru göslarar. Þetta fer allt í vask- inn.“ Það fór eins og hann spáði og af því að menn ætluðust um of og kunnu fótum sínum ekki forráð. Nú þegar Helgi er kvaddur, vil ég þakka vináttuna, sameiginlegar ánægjustundir, þótt oft væri langt á milli samfunda, bráðskyggnina, skopskynið, og tryggðina sem náð yfir úthöf og áratugi. Við Irma vott- um Dóru, börnum Helga og ástvin- um í Noregi og á Íslandi okkar dýpstu samúð. Kjartan Jóhannsson. Fyrir tæpum tuttugu og fimm ár- um lágu leiðir okkar og hjónanna Dóru og Helga saman og hófst æv- intýrið við Bergsvannet í Noregi. Við óvænt og ótímabært fráfall Helga þjóta minningarnar fram hver af annarri og yfir þeim öllum hvílir alveg sérstakur blær. Hvort heldur hugurinn leitar til samveru- stunda í Snertingdal, París eða Palma að ógleymdum öllum stund- unum á heimili þeirra á Sponhogg- veien í Osló, þar sem við áttum oft vísan náttstað, stafar frá þeim öll- um birtu, hlýju og gleði. Í návist Helga átti spakmælið fornkveðna „maður er manns gaman“ sannar- lega við, því honum var eðlislægt að vera hlýr, opinn og umfram allt skemmtilegur. Það var aldrei logn- molla í kringum hann, hvorki í leik né starfi. Hann var maður athafna og frændþjóð okkar í Noregi naut krafta hans og færni ríkulega ára- tugum saman. Aldarfjórðungs ævintýraferð okkar með Helga er nú á enda en ferðin hennar Dóru heldur áfram og á vonandi sem oftast eftir að liggja um garðinn okkar í Noregi og Sólheimana á Íslandi. Garðurinn mun standa henni opinn og hver veit nema þar verði ræktaðar bæði Parísarrósir og Palma-sítrónutré honum Helga til heiðurs? Höggið er þungt og skarðið verð- ur aldrei fyllt. Elskulegri vinkonu okkar og öðrum ástvinum Helga sendum við einlægar samúðar- kveðjur. Megi huggunarríkur Guð veita þeim styrk. Það er von okkar og bæn. Birna Þórisdóttir og Rolf Larsen. HELGI RAGNAR MARÍASSON  Fleiri minningargreinar um Helga Ragnar Maríasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.