Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
D
!(*E !E0 !)*E0
!)(E0
!E0!! "
#$
$%&$$$$ '() * *+,- )
'
!()E !)E0
!0E0 !2E0 @E0 !)6E0 !) E0 !)0E0 !./
-( 0"12*3!! !)E0 !(E0 !
6E0 !2E0 !@E0 "
,,," !4 )" ( )5 !4 )"
6( !"72( 08 !)- (( )-- )-"
0 ("/9 "!"7:;7<( 0";"!"7:/12"
552 3000
opið 12-18 virka daga
SNIGLAVEISLAN KL. 20
lau 2/6 síðasta sýning
Sýningargestum er boðið upp á
snigla fyrir sýningu.
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
fös 1/6 síðasta sýning í Reykjavík
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HEDWIG FRUMSÝNDUR Í JÚNÍ
530 3030
Opið 12-18 virka daga
Hádegisleikhús kl. 12
RÚM FYRIR EINN
mið 30/5 örfá sæti laus
fim 31/5 örfá sæti laus
fös 1/6 nokkur sæti laus
fös 8/6 nokkur sæti laus
fim 15/6 nokkur sæti laus
fim 21/6 nokkur sæti laus
FEÐGAR Á FERÐ KL. 20
ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi!
fös 1/6 nokkur sæti laus
fim 7/6 nokkur sæti laus
fös 15/6 nokkur sæti laus
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Á sýningardögum er miðasalan opin fram að
sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom-
andi leikhúsi kl. 16 ef sýning er um kvöldið.
Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16
virka daga.
midasala@leik.is — www.leik.is
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fös 1. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 2. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 22. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 23. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR Í MAÍ.
MIÐASALA Á SÝNINGAR Í JÚNÍ Í
FULLUM GANGI:
Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 1. júní kl. 23 - UPPSELT
Lau 2. júní kl. 19 - UPPSELT
Lau 2. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI
Mán 4. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Fim 7. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 8. júní kl. 20 - UPPSELT
Lau 9. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 9. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI
Sun 10. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI
Fim 14. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 15. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 16. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI
Lau 16. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI
Á STÓRA SVIÐI:
Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir
sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir,
hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla-
höfundur, erindi tengt Píkusögum.
ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að
sýningin hefst.
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
3. hæðin
Í HLAÐVARPANUM
Miðvikudag 30. maí kl. 21.00
Tónleikar
KK og Bill Bourne
&
&==7>2==
-?,,,"( )"
BSÍ, stuttmynd Þorgeirs Guð-
mundssonar, bætti við sig verð-
launum er hún var valin besta
myndin á Stuttmyndadögum, er
lauk á fimmtudaginn síðastliðinn.
Þetta var í tíunda sinn er hátíðin
var haldin, en í ár var hún öllu
viðameiri en fyrr, var t.d. færð yf-
ir í Háskólabíó vegna plássleysis í
Tjarnarbíói, þar sem hún hefur
verið haldin fram að þessu. Það
voru hvorki fleiri né færri en 76
myndir sem kepptu í ár. Auk þess
fékk Þorgeir hina svokölluðu
„bronsskreið“ fyrir bestu innlendu
myndina, en þau verðlaun voru
veitt í fyrsta sinn. Myndin hlaut
einnig fyrstu verðlaun í DV-
keppninni, en þau verðlaun voru
valin af áhorfendum.
BSÍ vann í síðasta mánuði fyrstu
verðlaun í stuttmyndakeppninni
Polo Ralph Lauren New Works
Festival of Columbia Film Makers.
Myndin er hluti af meistaranámi
Þorgeirs við kvikmyndadeild Col-
umbia University í New York. Hún
fjallar á afar myndrænan hátt um
eitt augnablik hjá tveim týndum
sálum, sem hittast óvart á BSÍ.
Besta erlenda myndin, sem fékk
„bronsskreiðina“ var teiknimyndin
Rejected , sem er eftir Bandaríkja-
manninn Don Hertzfelt. Sjálfur
lýsir hann myndinni sem árekstur
listar, ríkjandi menningar og geð-
veiki. Myndin hefur sópað til sín
verðlaunum frá því að hún kom út
í fyrra. Þeim sem heillast hafa af
myndinni er bent á heimasíðu höf-
undarins, www.bitterfilms.com.
Rauðar rútur heitir mynd Hel-
enu Jónsdóttur og Hálfdáns Theó-
dórssonar, en hún hafnaði í öðru
sæti. Í þriðja sæti var myndin Í
fremstu víglínu eftir Hauk Má
Helgason.
Jóhanni Sigmarssyni kvik-
myndagerðamanni var afhent sér-
stök viðurkenning frá Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra,
fyrir störf sín sem stjórnandi há-
tíðarinnar og fyrir eflingu á ís-
lenskri kvikmyndagerð. Þess má
geta að Jóhann fór sérstaklega á
kvikmyndahátíðina í Cannes til
þess að kynna Stuttmyndadaga.
BSÍ
vann
Augnablik úr BSÍ eftir Þorgeir Guðmundsson.
Úr Rejected eftir Don Hertzfelt.
Stuttmyndadögum lauk á fimmtudag
TILEFNI þessara tónleika var
upprisa plötubúðarinnar Hljómalind-
ar sem hætti störfum í lok síðasta árs
en er nú semsé risin upp úr ösku-
stónni. Karlinn í Hljómalindar-
brúnni, Kiddi Kanína, hefur ætíð ver-
ið duglegur við innflutning erlendra
hljóma og tóna og endurræsir með að
fá í heimsókn gamla og góða gesti,
Kaliforníusveitina Fuck sem lék hér
á landi fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu
ári.
Andrúmsloftið var lævi blandið og
fyllt spennu er GVDL steig á svið.
Ekki furða heldur því þarna var kom-
inn Guðlaugur Kristinn Óttarsson,
fyrrum Þeysari og Kukl-limur, af-
kastamikill vísinda- og listamaður og
ferilsskráin einfaldlega ótrúleg. Af
mörgum álitinn vera snillingur – og
verk hans og athafnir á mörkunum að
vera þessa heims. And-gítarhetja en
gítarhetja samt!
Guðlaugi til aðstoðar þetta kvöldið
var bassaleikari sem ég kann ekki að
nefna og Hilmar Örn Hilmarsson,
HÖH, en hann og Guðlaugur hafa
lengi verið samstarfsfélagar í listinni.
Það var nokkuð magnað að fylgjast
með GVDL fremja sinn einstaka seið.
Hljómurinn sem kom úr gítarnum
var sannarlega ekki af þessum heimi
og það var engu líkara en GVDL
rynni inn í gítarinn sinn, slík var inn-
lifunin. Tónlistin var afar furðuleg en
um leið undarlega heillandi, sérstak-
lega er á leið. Í fyrstu leit þetta út
fyrir að vera einslags nýaldarkukl en
svo „fattaði“ maður þetta eftir því
sem maður hlustaði lengur. GVDL
var klappað mikið lof í lófa að leik
loknum og hann yfirgaf sviðið með
sigurbros á vör.
Það er erfitt að átta sig á Fuck.
Þær plötur sem ég hef heyrt með
henni finnst mér leiðinlegar og fyrir
þessa tónleika hafði ég þá mynd af
henni að þetta væru ósjarmerandi
lágfitlshangsarar; getulaust meðal-
mennskunýbylgjuband sem á ein-
hvern undarlegan hátt náði að landa
samningi við hina virtu neðanjarðar-
útgáfu Matador – örugglega þá ein-
göngu út á umslagshönnunina sína
sem er stórkostlega snotur og heim-
ilisleg. Ekki gat það verið tónlistar-
innar vegna!
Álit mitt breytist aðeins eftir þessa
tónleika. Aðeins.
Því tónleikar Fuck voru bara ansi
skemmtilegir og seðjandi. Það var
mikið um fíflagang hjá meðlimum:
Bundið var fyrir augu bassaleikarans
og spilaði hann blindandi, allt þar til
kveikt var í flugeldi sem plantað hafði
verið á höfuðfat hans; söngvarinn brá
á leik og auglýsti vörur sveitarinnar í
miðju setti og tónleikarnir enduðu
með yfirdrifnum „rokk og ról“ hnjá-
rennslum hjá söngvaranum.
Sprellkenndar bakraddir og gam-
ansöm notkun lítils Casio-hljómborðs
vermdu og hjartarætur.
Það sem Fuck vantar hins vegar
eru góð lög. Og það er ansi mikil
vöntun verður að segjast. Lagsmíða-
lega séð mætti segja að sveitin fiski á
sömu miðum og Guided By Voices og
Camper Van Beethoven; stutt lög, að
því er virðist án upphaf og endis.
Vandamálið er bara að Fuck vantar
alla þá töfra sem hinar sveitirnar búa
yfir – lögin fara inn um eitt eyrað og
út um hitt og hreyfa ekkert við
manni. Staðlað og ómerkilegt ný-
bylgjurokk.
Sveitin var yfirmáta afslöppuð og
kannski liggur vandinn þar: væru-
kærir gaurar í hljómsveitarleik, sigl-
andi áreynslulaust á lygnum sjó hins
hefðbundna nýbylgjuheims. Fuck
eru ekkert sérstakir – en svo sem
ekkert hræðilegir heldur. Og þar
liggur hundurinn grafinn.
En þökk sé gríni og gamanmálum
fór maður mettur heim og tónleik-
arnir hinir ánægjulegustu – fyrir ut-
an áðurgreind umkvörtunaratriði.
Kvöld sem sagði sex...
TÓNLIST
H l j ó m l e i k a r
Tónleikar bandarísku nýbylgju-
rokksveitarinnar Fuck og íslenska
gítarvísindamannsins GVDL á
Kaffi Reykjavík, fimmtudags-
kvöldið 24. maí, 2001.
KAFFI REYKJAVÍK
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hljómsveitin Fuck á Kaffi Reykjavík.
strets-
gallabuxur
v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680
iðunn
tískuverslun
FASTEIGNIR
mbl.is