Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, mun taka við rannsókn á sprengjuhótuninni sem varð til þess að Boeing 747-400 júmbó-þotu bandaríska flugfélagsins United Airlines var lent á Keflavík- urflugvelli um miðjan dag í gær. Hótunin var rituð með varalit á spegil á einu af salernum vélarinnar. Þar kom fram að sprengjan ætti að springa klukk- an 15:20 að íslenskum staðartíma. Mikill viðbún- aður var á Keflavíkurflugvelli vegna hótunarinn- ar. Engar tafir urðu þó á millilandaflugi á flugvellinum af þessum sökum. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 15:00 og tólf mínútum síðar voru farþegar og áhöfn vélarinnar, 321 maður, farin frá borði. Um klukkustund eftir að sprengjan átti að springa hófu sprengjuleit- arsveitir lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar leit. Leitin stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun en engin sprengja hafði þá fundist. Vara- litur, sem talið er víst að hótunin hafi verið rituð með, fannst hins vegar skammt frá salerninu. Gistu hér á landi í nótt Vélin var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Chicago í Bandaríkjunum. Í samtölum Morgun- blaðsins við nokkra af farþegum vélarinnar kom fram að brottför frá Frankfurt hafði seinkað veru- lega. Klukkan 14:14 barst Flugmálastjórn í Reykjavík neyðarkall frá flugstjóra flugvélarinn- ar. Vélin var stödd um 330 sjómílur suð-suðvestur af Keflavík. Í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjórn kemur fram að flugstjórinn óskaði fyrst eft- ir nauðlendingu vegna skemmdarverks um borð. Um tuttugu mínútum síðar tilkynnti hann að um sprengjuhótun væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli og víðar vegna lendingar vélarinnar. Almannavarnir, lögregla, landhelgisgæsla og sjúkrahús voru sett í viðbragðsstöðu og björgunarsveitir Landsbjargar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að 600 björgunarsveitarmenn fengu boð og um 70 fóru á vettvang á 25 bílum. Eftir lendingu var flugvélinni ekki ekið upp að flugstöðinni held- ur látin standa á flugbrautinni. Þegar farþegar og áhöfn voru komin frá borði var þeim ekið í flug- skýli og gerð á þeim vopnaleit áður en þeim var ekið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fólkið gisti í nótt á hótelum í Keflavík og í Reykjavík. Mikill viðbúnaður vegna sprengjuhótunar í júmbó-þotu United Airlines Morgunblaðið/RAXSprengjusveitir lögreglu og Landhelgisgæslunnar hófu leit í flugvélinni rúmri klukkustund eftir að hún lenti. Bandaríska alríkislögregl- an tekur við rannsókninni gerir kröfu um að formaður lands- sambandsins, Guðmundur Gunnars- son, taki sæti í miðstjórn, en hann tók ekki þátt í kosningum til mið- stjórnar á ASÍ-þingi í nóvember sl. í kjölfar mikils ágreinings. RSÍ sækist jafnframt eftir varamanni í mið- stjórn. Samkomulag varð um það á síðasta ASÍ-þingi, að RSÍ fengi aftur sæti aðalmanns í miðstjórn þegar kosið yrði á ársfundinum nú. Skv. heimildum Morgunblaðsins mun það koma í hlut eins af sjö fulltrúum Starfsgreinasambandsins í mið- stjórninni, að víkja fyrir fulltrúa RSÍ. Tekist er á um það innan Starfsgreinasambandsins hvort fulltrúi af landsbyggðinni eða úr svo- nefndum Flóabandalagsfélögum á höfuðborgarsvæðinu verði látinn víkja sæti fyrir formanni RSÍ og jafnframt er mikil andstaða við það innan sambandsins að RSÍ verði lát- ÁTÖK eru komin upp á ársfundi ASÍ vegna kosninga sjö aðalmanna og fjögurra varamanna í miðstjórn, sem fram fer í dag. Rafiðnaðarsambandið ið eftir eitt af fjórum sætum vara- manns. Flóabandalagsfélögin eiga fjóra aðalmenn í miðstjórn en lands- byggðarfélögin þrjá. Tekist var á um málið á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreina- sambandsins í gærkvöldi. Fundur var einnig haldinn í kjörnefnd árs- fundarins í gærkvöldi og skv. upplýs- ingum blaðsins var gert ráð fyrir að reynt yrði að ná sáttum fram eftir nóttu. Ef samkomulag næðist ekki, mætti búast við hörðum átökum við miðstjórnarkjör í dag. Óvíst var talið í gærkvöldi hvort þessi átök hefðu einhver áhrif á kjör varaforseta ASÍ, sem einnig fer fram í dag, en að mati heimildarmanna blaðsins hafa flestir gengið út frá því, að Halldór Björnsson verði end- urkjörinn í það embætti. Fyrsti ársfundur ASÍ haldinn í Reykjavík Átök blossa upp um kjör í miðstjórn  Grunnlífeyrir/10–11 TOLLGÆSLAN í New York tók yf- ir 130 þúsund e-töflur í fórum tveggja bandarískra kvenna sem höfðu haft viðkomu á leið sinni frá Amsterdam á Keflavíkurflugvelli. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að efnin hafi aldrei farið frá borði flugvélar- innar og málið hafi verið upplýst af bandarísku tollgæslunni. Götuvirði skiptir hundruðum milljóna kr. Hann segir að götuvirði efnanna hafi numið nokkur hundruð milljón- um króna. Þetta átti sér stað í júní í fyrra og í október sama ár voru gerð- ar upptækar 30-40 þúsund e-töflur í Baltimore af þýskum mönnum sem millilentu hér á landi á leið sinni frá París. Jóhann segir að hvorki far- angurinn né smyglararnir hafi kom- ið inn í landið. Hann bendir á að með tilkomu Schengen-samkomulagsins haldi tollgæslan á Keflavíkurflugvelli uppi persónueftirliti og ekkert sé því til fyrirstöðu að embættið geri tilvilj- anakennda leit í farangri jafnvel þótt farþegar fari einungis í biðsal flug- stöðvarinnar. „Við höfum vitað af því að fíkniefni hafa verið að streyma frá Evrópu um flugstöðina til Banda- ríkjanna. Auðvitað reynum við að sporna gegn því og við viljum að sjálfsögðu ekki að Keflavíkurflug- völlur verði ákjósanlegur tengiflug- völlur fyrir eiturlyfjasala,“ segir Jó- hann. 130 þús- und e-töfl- ur fóru um Ísland LÍTIÐ hefur miðað í samningavið- ræðum Þroskaþjálfafélagsins við Reykjavíkurborg, launanefnd sveit- arfélaga og ríkið og stefnir allt í að boðað verkfall þroskaþjálfa 1. júní skelli á. Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélagsins, segir að mjög hægt miði í samkomulagsátt. Verk- fall fjörutíu og fjögurra þroskaþjálfa hjá Reykjavík hefur nú staðið yfir í 11 daga og verkfall 200 þroskaþjálfa hjá ríkinu og 45 hjá sveitarfélögum hefst á föstudag náist ekki samning- ar fyrir þann tíma. „Það er ekkert í stöðunni í dag sem segir mér að það verði eitthvað öðruvísi en það verði verkfall, því miður,“ segir Sólveig. Boðað verkfall 1. júní mun hafa þau áhrif að þroskaþjálfun leggst mjög víða niður á dagvistunarstofn- unum, leikskólum, grunnskólum og sambýlum, auk ýmiss konar þjón- ustu sem þroskaþjálfar veita, en um 900 þroskaheftir búa á sambýlum eða stofnunum. Verkfall þroskaþjálfa Árangurs- lausir fund- ir í deilunni RÁÐIST var á mann við Grettisgötu í gærkvöldi og hann stunginn með hnífi í síð- una. Maðurinn var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl og að sögn lögreglu blæddi talsvert úr honum. Lögreglan handtók í gær- kvöldi einn meintra árásar- manna en talið er að fleiri hafi átt hlut að máli. Árásin átti sér stað inni á heimili manns- ins en fékkst uppgefið hvort hvort fíkniefni blönduðust í málið. Lögreglan leitaði í gær- kvöldi þeirra sem grunur lék á um að hefðu átt þátt í ódæð- inu. Einn hand- tekinn eftir hníf- stungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.