Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurður Jökull Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, var einn tæplega 300 fulltrúa sem sátu á ársfundi ASÍ í gær. VELFERÐARNEFND ASÍ kallar eftir þjóðarumræðu og þjóðarsátt um framtíðaruppbyggingu almanna- tryggingakerfisins og lagði í gær fram tillögur um framtíðaruppbygg- ingu lífeyris- og almannatrygginga á ársfundi ASÍ. Þar er gert ráð fyrir verulegum breytingum og einföldun á uppbyggingu kerfisins og lagt til að lífeyrisbætur almannatrygginga verði tvískiptar í framtíðinni. Ann- ars vegar verði ótekjutengdur grunnlífeyrir og hins vegar einn tekjutengdur hluti sem bætist við grunnlífeyri í stað þriggja tekju- tengdra bótaflokka í dag. Þá er lagt til að bætur einstak- lings verði hærri en bætur þess sem er í hjónabandi eða sambúð. ,,ASÍ telur að miða eigi við að bætur al- mannatrygginga hækki í takt við launavísitölu Hagstofunnar. Þannig megi best tryggja að upphæð bót- anna verði ekki á skjön við almenna launaþróun í landinu,“ segir í tillög- um ASÍ. Kostnaður við einn tekjutengd- an bótaflokk 3 milljarðar á ári Tillögurnar eru byggðar á ítar- legri úttekt á lífeyriskerfinu sem unnin var af Rannveigu Sigurðar- dóttur, hagfræðingi ASÍ, og velferð- arnefnd ASÍ fyrir ársfundinn. Þar kemur m.a. fram að Þjóð- hagsstofnun var fengin til að meta fyrir ASÍ brúttókostnaðinn af því að afnema alveg tekjutengingu grunn- lífeyris, bæði elli- og örorkulífeyr- isþega. Er hann talinn nema 550 milljónum kr. á ári. Þar af eru 70 millj. kr. vegna öryrkja. „Þessi kostnaður er nokkuð hár og virðist skýringin á því fyrst og fremst vera sú að flestir sem ekki fá fullan lífeyri fá verulega skertan grunnlífeyri eða alls engan. Gera má ráð fyrir að nettókostnaður vegna afnáms tekju- skerðingar grunnlífeyris sé um 335 milljónir á ári,“ segir í greinargerð um hugmyndirnar. Þá er áætlað að nettókostnaður við að koma á einum tekjutengdum bótaflokki í þessari útfærslu sé tæp- ir 3 milljarðar á ári. Er þá miðað við ein frítekjumörk, þau sömu og taka gildi 1. júlí næstkomandi skv. ný- samþykktum lögum á Alþingi. Öllum tryggð réttindi með grunnlífeyri óháð tekjum „Helstu kostir hugmyndanna að mati ASÍ eru þeir að öllum eru tryggð réttindi í almannatrygginga- kerfinu með grunnlífeyri sem er óháður öllum tekjum. Einnig er kerfið einfaldað veru- lega með því að setja þrjá tekju- tengda bótaflokka í einn bótaflokk. með því eru bætur flestra hækkað- ar, dregið úr tekjuskerðingu meðal þeirra tekjulægstu og fleiri munu eiga rétt á fullum bótum. Til þess að tryggja hækkun bóta verði ákveðið í lögum við hvað skuli miða hækkun þeirra ár hvert. ASÍ leggur því til að miðað verið við að bætur almannatrygginga hækki í takt við launavísitölu Hagstofunn- ar,“ segir m.a. í greinargerð með til- lögunum. „Hvað fjármögnun breytinganna varðar telur ASÍ rétt að þær tekjur, eða hluti af þeim tekjum, sem á næstu mánuðum og árum munu renna í ríkissjóð vegna sölu á sam- eiginlegum eignum okkar verði nýttar til að greiða fyrir breytingum á almannatryggingakerfinu. Vísa má til þess fordæmis sem Norð- menn hafa sýnt við að búa í haginn fyrir kynslóðir framtíðarinnar með því að leggja ,,olíugróðann“ til hlið- ar. ASÍ leggur því til að tekjur af sölu „fjölskyldusilfursins“ verði nýttar til að bæta kjör þeirra sem einkum söfnuðu silfrinu,“ segir þar ennfremur. Æskileg leið að mati velferðarnefndar ASÍ Björn Snæbjörnsson kynnti tillög- ur á ársfundinum í gær og sagði að velferðarnefndin hefði haldeið langa og stranga fundi um þessi mál. „Þessar hugmyndir eru vangavelt- ur, sem nefndin kom sér saman um. Það er alveg ljóst að þetta er eitt- hvað sem ekki eru allir kannski al- sáttir við en þetta er sú leið sem við teljum að sé æskileg,“ sagði hann. Ekki urðu umræður um þessar tillögur á ársfundinum í gær en síð- ari umræða um velferðarmálin og áherslur ASÍ fer fram á fundinum í dag. Tillögur um róttækar breytingar á bótakerfi almannatrygginga á ársfundi ASÍ Grunnlífeyrir verði óháður öllum tekjum FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 11 EISTLAND er eina landið í heimin- um sem hefur innleitt uppboð í sjáv- arútvegi að einhverju marki. Kerfið hefur nú verið við lýði í ár og gefið góða raun hvað varðar flestar fiskteg- undir, þótt enn sé of snemmt að segja til um hinar félagslegu afleiðingar, að sögn Markus Vetemaas, sjávarlíf- fræðings við háskólann í Tartu, en hann er einn þeirra sem lagði grunn að kerfinu. Miklar breytingar hafa raunar verið gerðar á sjávarútvegs- stefnu landsins og í tengslum við upp- boðin var gerð sú breyting, að skip sem veiða úr eistneskum kvóta, verða að vera skráð allt árið í Eistlandi, en þessi breyting verður líklega til þess að mörg íslensku fyrirtækjanna, sem eiga hlut í eistneskum sjávarútvegi, hverfa á braut að mati Vetemaa. Uppboð á kvóta var efni ráðstefnu sem haldin var í Björgvin í Noregi í gær, en þar gerði Vetemaa grein fyrir reynslu Eistlendinga. Auk hans ræddi Jón Steinsson, hagfræðingur, uppboð á fiskiréttindum almennt. Vetemaa hefur sérhæft sig í sjávarút- vegshagfræði þótt hann sé að grunni til sjávarlíffræðingur og var hann einn þeirra sem þróuðu uppboðskerf- ið fyrir Eistland. Róttækar breytingar gerðar Sjávarútvegur nemur um 2% af vergri þjóðarframleiðslu í Eistlandi og starfa um 12.000 manns við hann. Mest er veitt og flutt út af síld til Rússlands og Úkraínu. Uppboð á kvóta hófst í Eistlandi á síðasta ári, eftir rétt um árs undirbúning. Hug- myndina segir Vetemaa sprottna úr uppboðum sem Eistlendingar tóku upp í öðrum greinum, m.a. skógar- höggi. „Stjórnvöld vildu gera róttækar breytingar á sjávarútveginum svo hann skilaði almenningi meiri hagn- aði. Við ákváðum að reyna uppboð, þar sem það hafði skilað góðum ár- angri í skógarhöggi. Þegar við fórum að kynna okkur hvernig þessu væri háttað erlendis kom í ljós að hug- myndin um uppboð á fiskikvótum var vel þekkt, en enginn hafði þorað að láta til skarar skríða,“ segir Vetemaa. Síðar kom í ljós að Rússar hafa tekið upp uppboð í afar takmörkuðum mæli, á kvóta til útlendra útgerða til veiða í Kyrrahafi. Þá munu Chilebúar hafa tekið fyrsta skrefið í átt að upp- boði. Eistlendingar ákváðu hins vegar að bjóða allt upp; kvóta á vatnaveið- um, einkum á áli og aborra, síldar- kvóta í Eystrasalti, rækjukvóta á Flæmska hattinum og þorskkvóta á svæði Evrópusambandsins. Niður- staðan var æði misjöfn eftir fiskteg- undum og kennir Vetemaa einkum um misjöfnum fjölda þeirra, sem buðu í kvótann. Því fleiri sem buðu, því meiri varð ágóði ríkisins. Boðið er upp í áföngum, 10% á ári hverju, til að gefa þeim sem nú stunda sjávarútveg „mýkri lendingu“ en ella. Enn sem komið er er 90% kvótans útdeilt eftir „sögulegum“ rétti, þ.e. til þeirra sem geta sýnt fram á að hafa veitt úr stofnunum þrjú ár undanfarin ár. Misjöfn viðbrögð í sjávarútvegi við útboði Er yfirvöld ákváðu að bjóða kvót- ann út, voru viðbrögðin afar misjöfn að sögn Vetemaa. „Auðvitað mót- mæltu margir sjómenn og útgerðir, en mótmælin voru ekki eins kröftug og vænta hefði mátt, því allnokkrir útgerðarmenn sáu sér leik á borði að verða sér úti um nýjar og/eða auknar veiðiheimildir, sem þeir voru annars útilokaðir frá og studdu því uppboð. Öll fyrirtæki og einstaklingar skráðir í Eistlandi mega taka þátt í uppboðunum. Greiða verður trygg- ingargjald, sem síðan er endurgreitt innan fimm daga, svo og þáttöku- gjald, sem nemur um 1.500 ísl. kr. Reynslan var eins og áður segir misjöfn. Best var hún í Eystrasalts- veiðunum á síld og brislingi en um 200 fyrirtæki tóku þátt í henni. Segir Vetemaa það hafa komið í veg fyrir að þau hafi getað haft samráð um verð og var lokaverðið því 15-20 falt hærra en það sem fyrst var boðið. Verra gekk hins vegar með þorsk- veiðikvótann sem Eistland fékk frá Evrópusambandinu, en aðeins 14 fyr- irtæki tóku þátt í útboðinu á 16 hlut- um. Komu þau sér saman um að hvert byði í einn hlut og kepptu svo um tvo þá síðustu. Hækkaði verðið aðeins um 2% frá fyrsta boði til hins síðasta. „Þetta verður hins vegar ekki svona létt næst,“ segir Vetemaa, „þar sem ég veit að nokkur ný fyrirtæki munu taka þátt í slagnum næst.“ Erfiðast reyndist að bjóða út kvóta á vatnaveiðum, á aborra og áli, þar sem það eru að mestu eintaklingar sem stunda þær. „Viðhorf margra, þar á meðal mitt, var að láta þetta vera, þar sem þetta væri of viðkvæmt fyrir marga eldri sjómenn. En sjáv- arútvegsráðherra var ekki haggað og niðurstaðan varð sú, að í einstökum tilfellum hækkaði verðið 80-falt. Í meirihluta tilfella buðu sjómenn í þann kvóta sem þeir höfðu veitt úr, en í allnokkrum tilvikum var um að ræða sjómenn annars staðar frá. Skýringin á hinu háa verði er held ég sú, að það er í mörgum tilfellum mikill ágóði af veiðunum, en aðalskýringin hlýtur þó að vera sú að menn óttist að missa lífsviðurværi sitt. Óttinn var þó ekki svo mikill að verðið hækkaði á þeim stöðum þar sem veiði er léleg,“ segir Vetemaa. Óljóst með félagsleg áhrif Hann viðurkennir að enn sé lítið vitað um félagsleg áhrif uppboða, en ljóst sé að þau muni hafa neikvæð áhrif á einstök byggðarlög og jákvæð á önnur. Kostirnir séu einkum og sér í lagi að almenningur hagnist og að verðið á fiski færist nær raunvirði. Vetemaa er nú að hefja greiningu á áhrifum uppboðanna og vonast til að fá viðskiptaháskólann í Bergen í lið með sér. Breytingar á sjávarútvegsstefnu Eistlendinga má rekja til hruns Sov- étríkjanna, en í kjölfar sjálfstæðis Eistlands, hækkaði eldsneyti mjög í verði, sem aftur varð til þess að t.d. úthafsveiðar lögðust af. Við tók tíma- bil þar sem engar slíkar veiðar voru stundaðar í rúm þrjú ár, en þá fóru nokkur fyrirtæki að hugsa sér gott til glóðarinnar. „Í Eistlandi var á þessum tíma og er enn „hrár kapítalismi“ og reglan sem gilti í úthafsveiðunum var að fyrstir koma fyrstir fá. Í öðrum veið- um gilti hins vegar sögulegur réttur, menn héldu þeim réttindum sem þeir höfðu fengið,“ segir Vetemaa. Vandinn við úthafsveiðarnar var hins vegar sá, að Eistlendingar áttu ekki skip sem gátu stundað slíkar veiðar með hagnaði. Því fengu þeir ís- lensk fyrirtæki til að hefja samstarf, sem fólst að sögn Vetemaa í því, að Eistar og Íslendingar stofnuðu út- gerðarfyrirtæki sem skráði íslensk skip með íslenskri áhöfn undir eist- neskum fána hluta úr ári. Spánverjar reyndu að hefja samstarf við Eist- lendinga um veiðar á smálúðu, en Vetemaa segir þá tilraun hafa runnið út í sandinn. Bæði í úthafs- og innhafsveiðunum reyndust nokkrir aðilar efnast mikið og þrýstingurinn jókst á stjórnvöld að skipta auðnum jafnar. Auk upp- boðanna var sú breyting helst, að frá síðasta ári varð skylt að skrá skipin að fullu undir eistneskum fána. „Sum- ir sáu ofsjónum yfir því að útlending- ar skyldu hagnast á eistneksum kvóta. Með breytingunni er ekki ver- ið að útiloka erlend fyrirtæki frá Eist- landi, það eru ekki takmörk á er- lendri eignaraðild á fyrirtækjum í Eistlandi. Hins vegar verða útgerð- arfyrirtækin nú að greiða skatta og skyldur í Eistlandi með fullri skrán- ingu og það kann að verða til þess að fæla íslensku fyrirtækin frá,“ sagði Vetemaa og bætir því við að þegar breytingin var gerð, hafi borist bréf frá íslenskum banka þar sem þess var krafist að fyrirtækjunum, sem voru að hluta til í eigu Íslendinga, væri tryggður kvóti áfram þar sem bank- inn hafði veitt þeim lán út á kvótarétt- indi. Kveðst hann ekki vita hvaða áhrif þetta hefur haft á útgerðar- félögin sem voru og eru í eigu Íslend- inga og Eista, en þau voru sjö til átta giskar hann á. „Það hefur reynst afar erfitt að fá upplýsingar frá sjávarút- vegsfyrirtækjum um nánast hvað sem er. Erfitt er að vita hverjir standa að baki þeim, hvaða laun þau greiða, hverjir eru í áhöfnum skip- anna og síðast en ekki síst hver hagn- aðurinn er.“ Eistlendingar urðu fyrstir þjóða til að bjóða öll veiðiréttindi upp í nokkrum áföngum Uppboð á kvótum gefið góða raun Í Eistlandi hefur á síðustu árum verið gerð tilraun með uppboð á aflaheimildum. Sjávarlíffræðingur við háskólann í Tartu í Eistlandi lýsti reynslu Eista á ráðstefnu sem haldin var í Bergen í Noregi í gær. Urður Gunnarsdóttir var á ráðstefnunni. Réttur karla til fæðingarorlofs 50–60% í or- lof á fyrstu mánuðum ársins ÞÁTTTAKA karlmanna í notkun fæðingarorlofs, skv. nýjum lögum um fæðingarorlofsrétt, var á bilinu 50% til 60% á fyrstu þremur mánuðum ársins, að því er fram kom í máli Þór- unnar Sveinbjörnsdóttur, fyrsta varaformanns Eflingar – stéttar- félags, á ársfundi ASÍ í gær. Hún sagði einnig að þetta hlutfall gæti orðið enn hærra, því einhverjir muni væntanlega nýta sér þennan rétt er líða tekur á fæðingarorlofs- tíma móður. Vandamál vegna þekkingarleysis „Nú eru fimm mánuðir liðnir frá gildistöku laganna um fæðingar- og foreldraorlof og virðist sem breyting- in hafi gengið vel. Helst hefur borið á vandamálum við tilkynningaskyld- una, sem þá skýrist m.a. af þekking- arleysi bæði þeirra sem eru að fara í fæðingarorlof og atvinnurekenda og einnig vegna réttarstöðu þungaðra kenna vegna vinnuaðstöðu o.fl. Í þess- um málum er fyrst og fremst um þekkingarleysi atvinnurekenda á nýj- um lögum að ræða,“ sagði Þórunn. Hún sagði ennfremur að Trygg- ingastofnun virtist hafa fallist á þá túlkun, að réttur verðandi mæðra vegna veikinda á meðgöngutíma væri til staðar á síðustu tveimur mánuðum meðgöngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.