Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 35 HLJÓMSVEITIN Damals und Heute, eða þá og nú, leikur í kvöld á tónleikum á Kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju. Hljómsveitin er um margt einstök. Verkefnaval hljóm- sveitarinnar spannar vel þrjár aldir, en tónlistin er ætíð leikin á hljóð- færi þess tíma sem hún var samin á; allt frá hljóðfærum barroktímans til nútímahljóðfæra. Þetta er alþjóðleg hljómsveit, og eru hljómsveitarmeð- limir eru allir framúrskarandi tón- listarmenn á aldrinum 25–35 ára, og koma frá Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Hollandi, Englandi, Ítalíu, Kanada, Ástralíu, Argentínu og Bandaríkjunum. Til að geta kom- ist í hljómsveitina þarf hver þeirra að hafa mikla reynslu í leik bæði á nútímahljóðfæri, sem og hljóðfæri eldri tíma. Allir félagar hljómsveit- arinnar hafa leikið með frægum hljómsveitum á borð við Kammer- sveit Evrópu, Musica Antiqua í Köln, Concentus musicus í Vín, og Ensemble Modern. Tónleikar sveit- arinnar eru hverju sinni byggðir á þema, og þegar verkefni hafa verið valin, er saga hvers tónverks rann- sökuð í þaula, til að finna bestu út- gáfu þess, sem hljómsveitin lætur þá gera hljómsveitarraddir eftir; en rannsóknirnar eru einnig ætlaðar til þess að komast að réttri hljóðfæra- skipan og réttri uppsetningu hljóm- sveitarinnar, miðað við það sem tón- skáldið hverju sinni ætlaðist til. Þetta kann víst einhverjum að þykja full mikið á sig lagt til að spila mús- ík, en vinnan er sannarlega þess virði, því gagnrýnendur hafa verið ósparir á lofið þegar leikur sveit- arinnar er annars vegar. Hljómsveitarstjóri Hljómsveitar- innar þá og nú, er Bandaríkjamað- urinn Michael Willens. Sjálfur er hann félagi í þekktri Bach-sveit Jos- hua Rifkins. Það er mikið um það í tónlistarheiminum að hljómsveitir sérhæfi sig í tónlist einhvers ákveð- ins tímabils og leiki þá gjarnan á hljóðfæri þess tíma. Það er hins vegar sjaldgæft og nánast einstakt að hljómsveitir víkki þessa hug- mynd út með þessum hætti og leiki tónlist þriggja alda með hljóðfærum hvers tíma fyrir sig. Þetta hlýtur að vera erfitt og afar krefjandi fyrir hljómsveitarmeðlimi jafnt sem hljómsveitarstjórann. Michael Will- ens vill þó ekki gera mikið úr því. Þetta er ekki erfitt „Þetta er ekki erfitt. Flest þetta tónlistarfólk starfar í Köln og þar um kring, og þar er fjöldi tónlistar- manna sem er jafnvígur á gamla tónlist og nýja.“ Eitt af vandamál- unum við að blanda saman tónlist ólíkra tímabila er stilling hljóðfær- anna, því í tímans rás hefur hljóð- færastilling verið að hækka, og hið víðkunna A sem stilling hljóðfæra er miðuð við, hefur hækkað úr um 430 riðum upp í 440–442 og jafnvel meira á þessu tímabili, og það er munur sem eyrað nemur vel. Micha- el Willens segist leysa þetta vanda- mál á þann hátt, að láta hljómsveit- ina æfa aðeins tónlist eins tímabils á hverri æfingu, og til að reyna ekki um of á eyru tónleikagesta er byrj- að á barrokinu fyrir hlé, en 20. aldar tónlistin leikin eftir hlé. Einleikari á orgel á tónleikunum er James David Christie. Hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vinna fyrstu verðlaun í alþjóðaorgel- keppninni í Brügge í Belgíu og hef- ur eftir það haft ærinn starfa við orgelleik um allan heim. Hann er nú fastráðinn organisti Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Boston. James David Christie hefur gefið sig að gömlum hljóðfærum jafnt sem nýjum, og hefur komið fram með ótal hljóm- sveitum sem leika á barrokkhljóð- færi, og hefur þá leikið á barrokor- gel. Á tónleikunum í kvöld leikur hann tvo orgelkonserta, Orgelkons- ert ópus 4 númer 4 eftir Händel og Konsert í g-moll fyrir orgel strengjasveit og pákur eftir Pou- lenc. James David Christie segir uppruna orgelkonserts Händels nokkuð sérstakan. „Händel samdi konsertinn upphaflega sem skemmtiatriði sem leika átti í hléi á einni af óperum hans! Þetta var hugsað sem skemmtimúsík meðan óperugestir sýndu sig og sáu aðra. En í raun er þetta einn af albestu konsertum Händels; hann er vel upp byggður, og mjög heilsteyptur. Mér þykir líka vænt um þetta verk, því þetta var fyrsta verkið sem ég lék opinberlega, ellefu ára gamall.“ Poulenc og saumavéla- prinsessan James David Christie leikur konsertinn á pósitív orgel eins og leikið var á sínum tíma. Í konsert Poulencs leikur hann hins vegar á stóra Klais orgelið. Hann segir þetta verk frægasta orgelkonsert heims og að orgel Hallgrímskirkju sé sérlega vel fallið til að leika á það franska orgelmúsík. „Ég get bara ekki leyft mér að nota alla mögu- leika hljóðfærisins, vegna þess að hljómsveitin er fremur lítil; – reynd- ar þó jafn stór og hljómsveitin sem frumflutti verkið. Það var í stofunni hjá Frú Singer prinsessu, en orgelið hennar var ekki svona stórt,“ segir Christie, og bætir því við til skýr- ingar að að Frú Singer hafi verið dóttir saumavélaframleiðandans, og hafi verið mikill listunnandi og vel- gjörðarmaður listamanna. Hún gift- ist prinsi sem einnig var í góðum efnum og naut þess að eyða pen- ingum í það sem hún taldi mikil- vægt í lífinu. orchestra seemed a natural one. James David Christie hefur leikið konsert Poulencs meir en hundrað sinnum á tónleikum. „Ég hef leikið þetta verk við ólík- ustu kringumstæður og á alls konar hljóðfæri; allt frá tvöfaldri stærð Klais orgelsins til hljóðfæra sem eru ekki nema um þriðjungur þess að stærð. Þetta er eitt af því ánægju- legasta við að vera organisti á 21. öldinni. Við eigum kost á að leika á alls konar hljóðfæri, ný og nýleg, en líka þau gömlu, sem hafa í æ ríkari mæli verið tekin í sátt.“ Önnur verk á tónleikum hljóm- sveitarinnar Damals und Heute eru Sinfonia da Chiesa eftir Giovanni Bononcini, Konsert í F-dúr fyrir há- tíð heilags Lárentíusar, eftir Vi- valdi; Bæn heilags Gregors fyrir trompet og hljómsveit eftir Alan Hovhanness og Silhouans Song eftir Arvo Pärt. Einleikari í konsert Viv- aldis er Ilia Korol, konsertmeistari hljómsveitarinnar, en einleikari í verki Hovhanness er Patrick Hen- richs. Tónleikar Hljómsveitarinnar Damals und Heute á Kirkjulistahátíð í kvöld Hlémúsík varð að orgelkonserti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hljómsveitin Damals und Heute á æfingu í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Jón Svavarsson James David Christie organisti. DJASSDAGAR í Garðabæ hófust í gær og munu standa í þrjá daga. Á hverjum degi verða haldnir eft- irmiðdagstónleikar á Garðatorgi, en einnig verða haldnir tvennir stærri tónleikar í Kirkjuhvoli. Þeir fyrri eru haldnir í kvöld kl. 20.30 og koma þar fram tríóið Guitar Isl- ancio ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara. Þeir síðari eru haldnir annað kvöld kl. 20. 30 og eru þeir tileinkaðir djasstónlistarmönnum sem búa eða hafa búið í Garðabæ. Björn Thoroddsen er einn af þeim listamönnum sem koma fram á báðum tónleikum, en hann er ann- ar af tveimur gítarleikurum Guitar Islancio og kemur einnig fram sem Garðbæingur á seinni tónleikunum. Morgunblaðið náði tali af Birni þar sem hann stóð í undirbúningi djasshátíðarinnar. „Menningar- málanefnd Garðabæjar, undir stjórn Lilju Hallgrímsdóttur, setti þessa hátíð í gang og hefur staðið fyrir henni undanfarin ár,“ segir Björn. „Það verða minni eftirmið- dagstónleikar á Garðatorgi sem eru fyrir gesti og gangandi, og svo tvennir stærri tónleikar í Kirkju- hvoli.“ Á tónleikum Guitar Islancio, sem haldnir eru í kvöld, mun Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari koma fram með tríóinu. „Þar er djassinn að hitta klassíkina,“ segir Björn. „Það verður spennandi að sjá hvernig það verður. Hingað til lofar þetta mjög góðu og hljómar vel saman. Það hefur verið gaman að vinna með Sigrúnu og ég held að þetta verði skemmtilegt, þó að ég segi sjálfur frá.“ Meginviðfangsefni Guitar Islancio hefur hingað til flutningur íslenskra þjóðlaga í létt- ari búningi og verða þau einnig á efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við höfum farið mjög víða í efn- issöfnun, flytjum allt frá mjög gömlum lögum sem enginn hefur heyrt áður til nýlegri laga,“ segir Björn og bætir við að þeir haldi sín- um stíl þó að klassískur fiðluleikari hafi bæst í hópinn. „Í raun inn- siglum við bara stílinn betur. Sig- rún smellvirkar í þetta.“ Þetta er í fyrsta skipti sem einleikari kemur fram með tríóinu. Aðspurður af hverju Sigrún hafi orðið fyrir val- inu segir Björn að ein af ástæð- unum sé að hún tengist Garðabæ, en flestir þeir sem koma fram á há- tíðinni tengjast Garðabæ á ein- hvern hátt. „Á seinni stóru tónleik- unum koma fram flestir af þeim djasstónlistarmönnum landsins sem búa eða hafa búið í Garðabæ,“ segir Björn. „Þetta eru níu tónlistarmenn sem spila á ýmis hljóðfæri og munu koma fram í minni hópum, þar sem menn koma fram sem einleikarar.“ Á hátíðinni koma fram margir af helstu djasslistamönnum Íslands og sú hugmynd vaknar hvort Garða- bær hafi alið af sér sérstaklega marga djasslistamenn. „Garðabær gæti farið að gera út á sig sem djassbæ, rétt eins og Keflavík gerir sem bítlabær,“ segir Björn og hlær við. „Það er alveg rétt að margir af þessum mönnum eru í fremstu víg- línu hvað varðar djass á Íslandi. Hins vegar eru líka margir af okk- ar færustu mönnum sem ekkert hafa komið nálægt Garðabæ, svo það er erfitt að slá sig til riddara með því.“ Djassað í Garðabæ Morgunblaðið/Golli Guitar Islancio ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara. BERGLJÓT Jónsdóttir, stjórnandi listahátíðarinnar í Bergen í Noregi, vakti athygli norskra fjölmiðla á dög- unum er hún var orðin þreytt á áhorf- endum sem halda sína eigin hóstatón- leika á viðburðum listahátíðar. Frá þessu var greint á netsíðu TV2-sjónvarpsstöðvarinnar og er þar sagt að hósti, ræskingar og hnerri, hafi orðið Bergljótu tilefni til að ávíta áhorfendur. Haldið munni og nefi lok- uðum, eða haldið ykkur heima. Þeir sem eru kvefaðir, eða þjást af frjóof- næmi eiga að vita betur en að mæta á tónleika, er haft eftir Bergljótu í dag- blaðinu Bergens Tidende. Að sögn TV2 voru það tónleikar með Randi Stene og norsku strengja- sveitinni sem fylltu mælin hjá Berg- ljótu, sem eftir það vakti athygli á að upptökur norska ríkisútvarpsins og listahátíðar væru ónothæfar vegna hóstahljóða og ræskinga. Að mati Bergljótar má hins vegar halda aftur af slíkum búkhljóðum með smásjálf- stjórn. „Til þess að stöðva hnerra þrýsti ég fingrunum að vissum punktum á nef- inu, það hjálpar venjulega. Hóstanum verður maður að halda í sér þar til tárin streyma. Ég hef oftar en einu sinni látið tárin streyma á tónleikum, þetta snýst allt um sjálfstjórn,“ hafði TV2 eftir Bergljótu. Hóstaköst- in eyði- leggja tónleikana HUGLEIKUR Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir og Sólveig Einars- dóttir, nemar í Listaháskóla Íslands, hafa unnið að listsköpun í Skaftfelli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði, sl. tvær vikur. Þau sýna afraksturinn um þessar mundir í Norðurgötu 2 og nefnist sýningin Framtíðin. Þar gef- ur að líta verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 21. júlí og verður hægt að skoða hana eftir samkomulagi eða á afgreiðslutíma Kaffi Láru sem er í Norðurgötu 3. Sýningin er hluti af verkefninu ,,Hringferð 2001“ sem 2. árs nemar í LHÍ skipulögðu. Listsköpun í Skaftfelli Gerðuberg Ljósmyndasýning grunnskóla- nema, Smelltu af, sem stendur yfir í Gerðubergi hefur verið framlengd til föstudagsins 17. ágúst. Gerðuberg er opið frá kl. 12–17 virka daga en lokað er um helgar í sumar. Sýning framlengd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦  LÁNASJÓÐUR íslenskra náms- manna. Námslán og námsstyrkir á 20. öld er eftir Friðrik G. Olgeirs- son sagnfræðing. Bókin er samin og gefin út í til- efni 40 ára af- mælis LÍN nú í maí en lög um sjóðinn voru sam- þykkt á Alþingi 20. mars 1961 og fyrsti stjórn- arfundur var haldinn 26. maí. Bókin skiptist í níu kafla og hver þeirra í marga undirkafla. Friðrik G. Olgeirsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og hefur áður sent frá sér sjö bækur og ritað fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit. Útgefandi er LÍN. Bókin er 253 blaðsíður, prýdd um 150 ljós- myndum og 12 myndritum. Ritið var unnið hjá Odda. Nýjar bækur Friðrik G. Olgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.