Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 29
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 29 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár i G un na rs so n / 05 . 2 00 1 Ármúla 40 • Sími: 553 5320 • www.markid.is RO CES, FYRIR TÆKI Í FOR YSTU Í ÞRÓ UN BE TRI OG ÞÆG ILEGR I LÍNU SKAU TA Mar gar ge rðir, v erð fr á kr. 8 .900-nútím a heils urækt o g útive ra ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og ABEC legur. Stærðir 30-35 og 36-40 Verð kr. 9.990 SPEEDENT barna og fullorðins línuskautar. Ódýrir, góðir skautar með mjúkum dekkjum á góðu verði. Stærðir 33-43 Verð kr. 5.700 Varahlutir og viðgerðaþjónusta 5% staðgreiðsluafsláttur LONDON Mjög vandaðir fullorðinsskautar á frábæru verði. Ál hjólastell, 78A dekk, ABEC 5 legur. Verð aðeins kr. 13.900 Æ fleiri í síldina í „smugunni“ Í GÆR voru níu íslenskir síldarbátar að veiðum úr norsk-íslenska síldar- stofninum í „síldarsmugunni“ milli Jan Mayen og Noregs og nokkrir á leiðinni en veiði hefur glæðst þarna undanfarna sólarhringa. Hins vegar hefur kolmunnaveiði milli Íslands og Færeyja verið dræm að undanförnu og kolmunnaskip farin að huga að síldveiðum úr norsk-íslenska stofnin- um. Gert er ráð fyrir að Beitir NK landi um 200 tonnum af síld í vinnslu í Nor- egi í dag. Á rúmri viku eða síðan sl. mánudag, hefur hann landað þrisvar í norsk verksmiðjuskip, en mun betra verð fæst fyrir síldina í landi. Samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldunni voru Júpiter, Gullberg, Grindvíkingur, Þórshamar, Víkingur, Vilhelm Þorsteinsson, Ant- ares og Jóna Eðvalds líka í „smug- unni“ í gær. Síld til Eskifjarðar? Ágætis kolmunnaveiði var fyrir sunnan Færeyjar í liðinni viku en hún hefur dottið niður. Nokkur íslensk skip hafa verið í Rósagarðinum á milli Íslands og Færeyja að undanförnu en veiði hefur verið dræm. Hólmaborg með slatta og Jón Kjartansson með um 500 tonn eru á landleið og eru væntanleg til Eskifjarðar í dag til að landa og taka síldarnætur fyrir „smuguna, en Bjarni Ólafsson og Sunnubergið hafa líka verið í kol- munnanum. Færeyska skipið Krónborgin land- aði um 2.500 tonnum af kolmunna á Eskifirði í fyrrinótt og Guðrún Þor- kelsdóttir kom þangað með um 17 tonn af rækju í gær. Elfar Aðalsteins- son, forstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., segir að þótt um tveggja sólarhringa sigling sé í „smuguna“ komi vel til greina að Hólmaborg og Jón Kjartansson landi síld á Eskifirði, því mjög mikilvægt sé að halda dampi. Sjómannaverkfallið hafi farið mjög illa með fyrirtækin og vinnslan sé ekki almennilega komin í gang aft- ur þó hjólin séu byrjuð að snúast. Því verði það skoðað gaumgæfilega að láta skipin landa heima. Gott verð fá- ist fyrir gott mjöl og verð á heilfrystri síld og síldarflökum sé mjög hátt og hafi hækkað mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.