Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ stöndum á þröskuldi nýrrar aldar og í miðjum ólgusjó breytinga, bæði á skipulagi og starfsháttum samtaka okkar og öllu starfsumhverf- inu,“ sagði Grétar Þorsteinsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, í ræðu við upphaf fyrsta ársfundar ASÍ í gær. Grétar sagði að staða heildar- samtaka íslensks launafólks og allra stéttarfélaga í landinu mundi fyrst og síðast ráðast af samstöðu launafólks. „Í krafti samstöðunnar getur verka- lýðshreyfingin styrkt stöðu sína og áhrif með öflugu starfi og stefnumót- un,“ sagði hann. 278 eiga rétt til setu á ársfundinum Ársfundurinn er sá fyrsti sem hald- inn er frá því að ný lög ASÍ voru sam- þykkt á þingi ASÍ í nóvember sl. Alls áttu 278 rétt til setu á ársfundinum og voru samþykkt kjörbréf 252 talsins. Grétar kom víða við í ræðu sinni og rakti störf ASÍ á undanförnum mán- uðum eða frá þingi ASÍ í nóvember sl. Hann sagði m.a. Alþýðusambandið hafa ítrekað varað stjórnvöld við því ofþensluástandi sem ríkt hefði í hag- kerfinu. „Hættan er sú að verðbólga vaxi, ekki bara tímabundið heldur til lengri tíma. Skuldabyrði heimilanna þyngist þar með alvarlega og um leið dragi úr kaupmætti fólks. Lendingin að loknu góðærisfluginu yrði því harkaleg fyr- ir fjölda heimila ef ekkert yrði að gert. ASÍ hefur því lagt þunga áherslu á ábyrgð allra aðila á áframhaldandi stöðugleika. Ábyrgðarleysi á borð við það víðtæka verðsamráð söluaðila grænmetis og ávaxta sem fram kom í frægri skýrslu Samkeppnisstofnunar er óviðunandi að mati ASÍ...“ sagði Grétar. Grétar fjallaði einnig um grund- vallarréttindi launafólks og sagði: „Það er ekki að ástæðulausu sem það er eitt fyrsta verk allra einræðis- stjórna að knésetja eða leggja undir sig verkalýðshreyfinguna Það er ekki að ástæðulausu sem starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga er talið eitt af öruggustu merkjunum um raunveru- legt lýðræði í viðkomandi landi. Því miður er það svo að víða um heim eru þessi réttindi ekki sjálfsögð. Víða býr fólk við kúgun sem við hér á Íslandi eigum erfitt með að ímynda okkur. Félagar í stéttarfélögum sæta sums staðar ofsóknum og eru jafnvel pyntaðir eða myrtir fyrir baráttu sína. Okkur sem búum við tiltölulega mikið öryggi í lýðræðisríkjum Vest- urlanda ber að umgangast þessi grundvallarréttindi af fyllstu virðingu og varkárni. Mannréttindabrot eða brot gegn grundvallarréttindum launafólks á borð við réttinn til að semja sameiginlega eru alvarleg skilaboð til allra þeirra sem umgang- ast slík réttindi af virðingarleysi fyrir einstaklingunum. Ég nefni þetta hér því lagasetning um stórkostlega skerðingu á þessum grundvallarréttindum, á borð við ný- samþykkt lög á sjómenn, eru grafal- varlegt mál sem snertir allt launafólk á Íslandi og mun víðar,“ sagði Grétar. Síðari umræða um skipulag og starfshætti ASÍ og um áherslur og helstu verkefni sambandsins hefjast kl. 9 í dag og að henni lokinni fara fram kosningar um varaforseta ASÍ, kjör 7 fulltrúa í 15 manna miðstjórn, auk varamanna og fulltrúa í aðrar trúnaðarstöður innan sambandsins. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, við setningu ársfundar Í miðjum ólgusjó breytinga Morgunblaðið/Sigurður Jökull Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, flytur ræðu við upphaf ársfundar ASÍ á Hótel Loftleiðum í gærmorgun. FULLTRÚAR stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka tóku almennt vel í hugmyndir velferðarnefndar Alþýðusambands Íslands um breyt- ingar og einföldun á elli- og örorku- lífeyrisbótum sem kynntar voru í tengslum við ársfund ASÍ í gær. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, fagnaði því frumkvæði ASÍ að bjóða til um- ræðu um velferðarkerfið en sagði að forgangsmálið væri að sínu mati að rétta hag þeirra lífeyrisþega sem verst væru settir. Jón sagði að það væri einfalt mál að samfélagið ætti að tryggja öllum lágmarks- framfærslu. Hann sagði að stað- reynd væri að hópur örorku- og ellilífeyrisþega byggi við fátækt og það væri forgangsmál að rétta stöðu þeirra. Aðgerðir í þá veru yrðu sértækar en ekki almenna, eins og tillögur velferðarnefndar ASÍ fælu í sér. „Í greinargerð ASÍ er dregið fram að um 4.000 ein- staklingar í hópi ellilífeyrisþega fá engar greiðslur úr lífeyrissjóði svo dæmi séu tekin. Þarna er hugs- anlega kominn sá hópur sem huga þarf sérstaklega að. Það er kannski fyrst og fremst þessi hópur sem ber skarðan hlut frá borði,“ sagði Jón. Hann sagði að það væri stað- reynd að hópur elli- og örorkulíf- eyrisþega byggi við fátækt. Það væri skylda samfélagsins að bæta kjör þess hóps og forgangsverkefni væri að gera það fljótt. Slíkar að- gerðir gætu, að hans dómi, ekki verið almennar heldur sértækar. „Tillögur sem fram koma í grein- argerð ASÍ eru hins vegar almenn- ar og miðast ekki við þann forgang sem ég nefndi hér. Hluti tillagn- anna er ekki í samræmi við þær hugsjónir samhjálpar og jafnaðar- mennsku sem ég aðhyllist. En það verður þó ekki sagt að ég sé ekki tilbúinn að ræða þessi mál af fullri alvöru,“ sagði Jón. Tölur í útfærslu nefndarinnar villandi Margrét Frímannsdóttir, þing- maður og varaformaður Samfylk- ingarinnar, sagði að hugmyndum sem Samfylkingin hefði lagt fram um afkomutryggingu fyrir aldraða og öryrkja svipaði um margt til hugmynda ASÍ. Hún sagði afar mikilvægt að sátt ríkti um al- mannatryggingakerfi og þær leiðir sem þar væru farnar til að tryggja afkomu þeirra sem mest þyrftu á því að halda. Sú sátt hefði ekki ver- ið til staðar. Kerfið væri flókið og þungt í vöfum og langt frá því að tryggingagreiðslur næðu því að vera sú afkomutrygging sem þeim væri að að vera. Hún sagði hug- myndir velferðarnefndarinnar góð- an grunn til að byggja frekari um- ræðu á. Hún sagði að sumar tölur í útfærslu nefndarinnar gætu verið villandi hvað varðaði tekjur ein- staklinga innan ákveðinna hópa þar sem tekjur maka væru teknar með í útreikningunum. „Þetta gefur t.a.m. alls ekki rétta mynd af því hver staða kvenna innan þessara hópa. Konur eru t.d. í meirihluta í hópi öryrkja og margar ef ekki flestar kvenna í hópi ellilífeyris- þega eiga engan eða lítinn persónu- legan rétt í lífeyrissjóðum,“ sagði Margrét. Hún sagði að skoða þyrfti sérstaklega hvort ekki væri eðli- legra og réttlátara að beita skatta- kerfinu í stað tekjutengingar til jöfnunar. Hún gagnrýndi mjög orðalag varðandi annan lið tillagna nefndarinnar um að bætur einstak- lings verði hærri en bætur þess sem er í hjónabandi eða sambúð. „Hefur nokkrum, sem staðið hefur í samningum um kaup og kjör á vinnumarkaði, dottið í hug að hafa lægri launataxta fyrir þá sem eru í sambúð eða hjónabandi vegna þess að því fylgi ákveðið fjárhagslegt hagræði,“ sagði Margrét, sem sagði að í tillögunni fælist mismunun og hún gengi gegn hugmyndum um persónubundin mannréttindi. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, sagði að styrkur skýrslu velferðarnefndar- innar fælist í nútímalegri og fram- sækinni hugmyndafræði. Tekið væri undir kröfur elli- og örorkulíf- eyrisþega að bætur hækkuðu í samræmi við launavísitölu. „Mest er þó um vert að í tillögum ASÍ er tekin skýr og afdráttarlaus afstaða gegn þeirri fátæktarleið sem birtist okkur nú síðast í þeim breytingum á almannatryggingum sem sam- þykktar voru fyrr í þessum mán- uði,“ sagði Garðar. Hann sagði að alger forsenda þess að menn gætu náð saman um skýrslu ASÍ sem grundvöll að áframhaldandi vinnu, en það væru útreikningar á tekjum öryrkja, sem honum virtist tekin beint upp frá Þjóðhagsstofnun, sem byggðist á því að telja helming tekna útivinnandi maka til tekna lífeyrisþegans. „Eftir allt sem á undan er gengið þarf ég vonandi ekki að fara mörgum orðum um að þetta er aðferð sem Öryrkjabanda- lagið getur og mun aldrei fallast á. Enda heyjum við okkar baráttu á grundvelli einstaklingsbundinna mannréttinda, eins og þau eru skil- greind í Mannréttindasáttmálanum, í stjórnarskrá lýðveldisins og nú síðast hjá Hæstarétti Íslands,“ sagði Garðar. Efasemdir um ágæti til- lögu velferðarnefndar ASÍ AFGREIÐSLU kjörbréfs fulltrúa Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis var frestað um tíma á ársfundi ASÍ í gær þar sem athugasemdir komu við kjörbréfið frá nokkrum fulltrú- um Starfsgreinasambandsins. Kjörbréfanefnd fékk málið til at- hugunar og komst meirihluti henn- ar að lokum að þeirri niðurstöðu að nokkur vafi léki á um hvort hafna bæri eða samþykkja kjörbréfið og túlka bæri þennan vafa Sleipni í hag. Lagði meirihluti kjörbréfa- nefndar því til við ársfundarfull- trúana að kjörbréfið verði sam- þykkt. Var sú tillaga borin undir atkvæði og samþykkt með 96 at- kvæðum gegn 56. Fjögur félög uppfylla ekki skilyrði laga Alþýðusambandsins Skv. nýjum lögum Alþýðusam- bandsins geta einungis landssam- bönd og landsfélög átt aðild að ASÍ. Í yfirlýsingu kjörbréfanefnd- ar, sem formaður hennar, Guð- mundur Þ. Jónsson, las upp á fund- inum uppfylla fjögur stéttarfélög ekki þessi skilyrði en þau eru, auk Sleipnis, félögin á Flateyri, Þing- eyri og Súðavík, en þessi þrjú síð- astnefndu félög skiluðu ekki inn kjörbréfum á ársfundinum. Guð- mundur sagði að skv. fundargerð- um miðstjórnar ASÍ hefði mið- stjórn og laga, skipulags- og starfsháttanefnd fjallað um þetta mál og félögunum þremur á Vest- fjörðum og Sleipni verið ítrekað sagt að þeim bæri að koma aðild- armálum sínum í lögmætt horf fyr- ir ársfundinn, en það hafi þau ekki gert. Gætu neyðst til kosningar um framtíð aðildar félagsins ,,Kjörbréfanefnd er tjáð að laga- nefnd, skipulags- og starfshátta- nefnd hafi átt viðræður við Bif- reiðastjórafélagið Sleipni vegna ófullnægjandi aðildar félagsins og nauðsyn þess að félagið komi aðild sinni í lag fyrir ársfund 2001 og tjáð félaginu að ef ekki verði úr bætt neyðist ASÍ til þess að beita 11. grein laga sambandsins um boðun sérstaks aðalfundar eða alls- herjaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildar félagsins. Fundir þessir og viðræður hafa ekki borið árangur. Aðildarmál og lagabreytingar Sleipnis eru enn, samkvæmt fyr- irmælum miðstjórnar til meðferðar í laganefnd og í skipulags og starfs- háttanefnd. Aðild Bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis er því við upphaf ársfundar í ósamræmi við 5. grein laga ASÍ þrátt fyrir að félaginu hafi ítrekað verið gerð grein fyrir mikilvægi þess að úr verði bætt fyrir ársfundinn,“ sagði í yfirlýs- ingu þeirri sem Guðmundur las upp. Hann sagði meirihluta nefnd- arinnar vilja túlka vafa á hvort samþykkja bæri eða hafna kjör- bréfinu Sleipni í hag með því að taka það gilt. Hafa sótt um að Sleipnir verði landsfélag innan ASÍ Fulltrúar Sleipnis hafa lagt til við miðstjórn ASÍ að félagið verði viðurkennt sem landsfélag. Sam- kvæmt nýjum lögum Sleipnis er Sleipnir nú félag allra bifreiða- stjóra með aukin ökuréttindi á öllu landinu. Þannig skarast nýju lögin við kjarasamninga Starfsgreina- sambandsins og félagsaðild víða um land. Samkvæmt kjörbréfinu er fulltrúi Sleipnis aðeins einn, Óskar Stefánsson, formaður félagsins. Ágreiningur um af- greiðslu kjörbréfs Sleipnis á ársfundi ASÍ Kjörbréf samþykkt með 96 at- kvæðum gegn 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.