Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRSREIKNINGAR Gerða- hrepps fyrir árið 2000 voru samþykktir samhljóða á hreppsnefndarfundi fyrir skömmu. Hins vegar létu fulltrúar H-lista sjálfstæðis- manna og annarra frjálslyndra kjósenda bóka að skuldir hreppsins hafi aukist á árinu þrátt fyrir að ekkert hafi verið framkvæmt. Í bókun H-listans sem er í minnihluta hreppsnefndar seg- ir að tekjur hafi aukist að stærstum hluta vegna aukins framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það geti ekki gengið til lengdar að fimmt- ungur af tekjum hreppsins komi þaðan. Meirihlutinn hafi hins vegar ekkert gert til að lækka rekstrarkostnað. H-listinn heldur því fram að ábyrgðarskuldbinding vegna Hafnasamlags Suðurnesja eigi að koma inn í reikningana. Ekkert hafi fengist fyrir þátt- töku í því samstarfi. „Er það dýrasta stjórnarseta Gerða- hrepps nokkru sinni.“ Fulltrúar F-listans, fram- farasinnaðra kjósenda, sem skipa meirihluta sveitarstjórn- ar, mótmæltu fullyrðingum í bókun H-listans sem röngum og vísuðu til greinargerðar endurskoðenda Gerðahrepps. Hún segði allt sem segja þurfi um jákvæða stöðu hreppsins. Gerðahreppur Skuldir aukast án fram- kvæmda Fulltrúi H-lista BÓKASAFN Reykjanesbæjar hefur verið valið til að vera fulltrúi Ís- lands, ásamt nýju aðalsafni Borg- arbókasafns Reykjavíkur, í norrænu verkefni sem nefnist Almennings- bókasöfn á Norðurlöndunum. Verð- ur kynning á söfnunum gefin út á bók á ensku í þeim tilgangi að kynna bestu bókasöfn Norðurlandanna. Í bókinni verður sagt frá tveimur almenningsbókasöfnun í hverju Norðurlandanna fimm. Hér var það menntamálaráðuneytið sem valdi söfnin í Reykjanesbæ og aðalsafn Borgarbókasafnsins. Auk almennr- ar kynningar á norrænni menningu og sameiginlegri sögu, þróun nor- ræna velferðarkerfisins og hlutverki almenningsbókasafna verður kynn- ing á þessum tíu bókasöfnumi. Hulda Björk Þorkelsdóttir, for- stöðumaður Bókasafns Reykjanes- bæjar, segir að safninu sé ætlað að taka saman upplýsingar um al- menna starfsemi safnsins, svo sem um útlán, starfsfólk, afgreiðslutíma, íbúafjölda og atvinnuhætti á þjón- ustusvæðinu. Einnig ágrip af sögu safnsins og hlutverki og kynningu á sveitarfélaginu. Loks sé því ætlað að senda upplýsingar um markmið og leiðir og hlutverk safnsins í sam- félaginu. Þjónustan aukin Bylting varð í starfsaðstöðu Bóka- safns Reykjanesbæjar þegar það fékk nýtt 1000 fermetra húsnæði í Kjarna í Keflavík til umráða. Hefur þetta góða pláss skapað safninu möguleika til að veita ýmsa þjónustu sem ekki var hægt áður. Þá þykir vel hafa tekist til við innréttingar á húsnæðinu. Telur Hulda að þetta eigi þátt í því að safnið hafi verið val- ið til þátttöku í norræna verkefninu. „Við höfum getað aukið þjón- ustuna og fetað í fótspor frænda okkur á hinum Norðurlöndunum með því að gera safnið að almennri menningar- og upplýsingamiðstöð,“ segir Hulda Björk. Auk hefðbundinna útlána á bók- um og myndböndum fer töluvert barnastarf fram í bókasafninu, með- al annars sögustundir og sérstök tölva með kennsluleikjum er frátek- in fyrir börnin. Aðgangur hefur ver- ið aukinn að dagblöðum og tímarit- um og lesstofur opnaðar. Fólk hefur aðgang að tölvum til ritvinnslu og netskoðunar. Efnt hefur verið til samkoma af ýmsu tagi, meðal ann- ars bókmenntakynninga, og nám- skeiða. Áhugahópar, svo sem ættfræðigrúskarar, hafa fengið fundaaðstöðu í safninu. Loks má nefna að efnt hefur verið til sýninga á ýmsum munum safnara. Nýtt upplýsingakerfi jafnar aðgang fólks Nýlega var undirritaður samning- ur um kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfn í landinu, Aleph 500. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra undirritaði hann fyrir hönd ríkis og sveitarfélaga og fór athöfnin fram í bókasafni Reykjanesbæjar. Nýja upplýingakerfið leysir af hólmi Gegni sem þjónað hefur annars veg- ar Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni og sérfræðisöfnum og Feng sem þjónað hefur almenn- ingsbókasöfnum. Bæði kerfin eru að verða úrelt. Nú verður eitt kerfi fyr- ir öll þau söfn landsins sem vilja ger- ast aðilar. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa ákveðið þátttöku og ýmis önnur söfn. Hulda Björk vonast til dæmis til þess að bæjaryfirvöld í Reykja- nesbæ ákveði aðild bókasafnsins. Hún segir að samtenging bóka- safnanna hafi í för með sér vinnu- sparnað vegna þess að hverja bók þurfi aðeins að skrá einu sinni en ekki allt að 200 sinnum eins og nú og betra sé að skipuleggja innkaup því ávallt liggi fyrir hvað mörg eintök séu til af hverri bók. Kerfið verði notað til að miðla bókum. Hún segir að kerfið sé mikið byggðamál því nú hafi allir notendur bókasafna að- gang að upplýsingum um bókakost- inn, hvar sem þeir búa á landinu, og geti síðan fengið bækurnar með millisafnalánum. Loks vekur Hulda athygli á kaup- um menntamálaráðuneytisins á að- gangi að alþjóðlegum gagnasöfnum fyrir alla landsmenn. Það hafi mikla og vaxandi þýðingu fyrir bókasöfnin og landsmenn alla. Vilja byggja Bókasafn Reykjanesbæjar upp sem alhliða menningar- og upplýsingamiðstöð Fulltrúi Íslands við kynningu á bestu söfnum Sérstaklega er hugsað fyrir þörfum barna við skipulagningu og starf Bókasafns Reykjanesbæjar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bókasafn Reykjanesbæjar er í nálægð við verslanir, hótel og skrif- stofur, í Kjarna í Keflavík. Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður stendur hér fyrir utan húsnæði safnsins. Reykjanesbær HAFNASAMLAG Suðurnesja hefur orðið fyrir miklum tekjumissi vegna flutnings fiskveiðiheimilda í önnur byggðarlög. Síðasta áfallið var flutn- ingur á útgerð Valdimars hf. í Vogum frá Njarðvíkurhöfn til Grindavíkur. Tekjur hafnarinnar duga nú aðeins fyrir beinum rekstrarútgjöldum en nánast ekkert er afgangs til greiðslu fjármagnskostnaðar eða afskrifta. Sandgerðishöfn er ekki eina höfnin á Suðurnesjum sem orðið hefur fyrir tekjumissi vegna sameiningar fyrir- tækja og sölu á kvóta milli byggð- arlaga. Hafnasamlag Suðurnesja, sem er í eigu Reykjanesbæjar, Gerðahrepps og Vatnsleysustrand- arhrepps og rekur sjö hafnir í þess- um byggðarlögum, er í sömu spor- unum eða jafnvel verri en þróunin hefur gengið þar yfir á lengri tíma. Útgerðin hrakin norður í land Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segir að mikil útgerð hafi verið frá Keflavík en hún hafi að mestu horfið á fimmtán til tuttugu árum, skipin verið seld ásamt kvóta. Flestir tog- ararnir hafi farið norður í land, enda hafi reglurnar verið þannig í kvóta- kerfinu að kvóti skipanna hafi aukist verulega við þá aðgerð eina að flytja þau frá Suðurnesjum og norður í land. Þannig hafi stjórnvöld beinlínis hrakið útgerðina í burtu. Síðasta áfallið hjá Hafnasamlaginu var sameining Valdimars hf. í Vogum við Þorbjörn-Fiskanes hf. í Grinda- vík á síðasta ári. Togari Valdimars og fjórir bátar voru gerðir út frá Njarð- víkurhöfn og var fyrirtækið stærsti viðskiptavinir hafnarinnar á útgerð- arsviðinu en eftir sameiningu var út- gerðin flutt til Grindavíkur. Vonast Pétur raunar til þess að skipin landi í Njarðvík á ákveðnum tímum árs. Höfnin fékk um 7 milljónir kr. á ári í hafnagjöld og tekjur af íssölu vegna þessara skipa og svarar það til tæpra 9% af heildartekjum Hafnasamlags- ins. Nú eru um tíu fiskibátar skráðir í þessum höfnum en aðeins tveir eða þrír eru gerðir þaðan út að staðaldri. Fjöldi smábáta er í smábátahöfninni í Keflavík en stór hluti þeirra er gerð- ur út til skemmtunar en ekki í at- vinnuskyni. Stjórnendur Hafnasamlagsins hafa reynt að afla tekna með öðrum hætti. Þróunin í sjávarútvegi á svæði þess hefur þó orðið til þess að höfnin er rekin með tapi. Á síðasta ári voru tekjur um 80 milljónir kr. og þegar búið var að greiða laun og önnur rekstrargjöld stóðu eftir um 12 millj- ónir til greiðslu á um 150 milljóna króna fjármagnskostnaði og afskrift- um. Tapið var því rúmar 130 milljónir kr. Höfnin hefur ekkert getað greitt niður lán, hvað þá staðið undir ný- framkvæmdum sem hafa verið tölu- verðar í öllum höfnunum, og nú er komið að því að sveitarfélögin sem að samlaginu standa þurfa að greiða stofnframlög til að grynnka á skuld- unum. Pétur hafnarstjóri segir að sveitarfélögin séu ábyrg fyrir skuld- unum og búið sé að ræða töluvert um málið en ekki hafi verið ákveðið hvernig að greiðslunum verður stað- ið. Segja upp samningi Vatnsleysustrandarhreppur hefur sagt sig úr Hafnasamlaginu og geng- ur úr því síðar á þessu ári með höfn- ina í Vogum og annað það sem hrepp- urinn lagði til samlagsins. Ekki hefur verið gengið frá viðskilnaði Vatns- leysustrandarhrepps. Einnig hafa verið umræður í Gerðahreppi um endurskoðun á aðild hans að Hafna- samlaginu. Hafnasamlag Suðurnesja tapar miklum tekjum vegna samdráttar í útgerð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Agnar Ingi Svansson og Sigmar Þór Rögnvaldsson voru einu útgerðarmennirnir sem að störfum voru við Kefla- víkurhöfn í gær og hvalaskoðunarskipið Hafsúla eina skipið í höfninni. Þess má geta að félagarnir sögðust að- eins hafa veitt eina lúðu og það á bananahýði en sleppt henni aftur. Ekki afgangur til afborgana Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.