Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AÐEINS einn nem-
andi náði einkunninni
10 á samræmdu prófi í
íslensku nú í vor.
Hann heitir Höskuldur
Pétur Halldórsson og
er greinilega kapp-
samur enda með ágæt-
iseinkunnir í öllum
námsgreinum. Fer
hann góðum orðum um
prófin og kennsluna í
Réttarholtsskóla en
lætur hann þess kurt-
eislega getið að náms-
efnið í íslensku hafi
verið leiðinlegt og
kennaranum þótt það
tímaeyðsla. Hvaða
ályktanir má af þessu draga? Mér
er málið skylt þar sem ég hef verið
íslenskukennari um langt árabil og
tek starf mitt alvarlega, en að sjálf-
sögðu snertir það miklu fleiri en
móðurmálskennara og nemendur.
Málið er alvarlegt í víðtækum skiln-
ingi þess orðs.
Fyrir fáum árum ritaði ég grein í
Skímu, málgagn móðurmálskenn-
ara, undir yfirskriftinni: Að brjóta
málið til mergjar í grunnskóla. Þar
reyndi ég að færa fyrir því rök að
námsefni til samræmdra prófa í ís-
lensku væri svo yfirgripsmikið og
flókið að stór hluti nemendanna
hefði litlar forsendur til að tileinka
sér það. Ég tíndi til af handahófi
u.þ.b. 30 hugtök sem unglingar í 10.
bekk grunnskóla ættu að hafa á
hraðbergi til að geta merkt í rétta
reiti á einum vordegi í lífi sínu og
sýndi jafnframt dæmi um hvernig
unglingum er tamt að grípa til
ensku í almennum tjáskiptum –
jafnvel við íslenskukennarann.
Ástæðan væri helst sú að áherslur á
samræmdum prófum beindu
kennslunni um of inn á fræðilegt
svið í stað þess að efla lestur, ritun
og hagnýta málnotkun.
Nú hef ég fyrir
framan mig nýjasta
eintakið af samræmdu
prófi í íslensku. Þarna
blasir við nákvæmlega
sama hugtakasúpan og
áður og svo virðist
jafnvel að fleira „góð-
gæti“ hafi verið bætt
út í hana, svo sem
gervifrumlagi, frum-
lagsígildi og nýgerv-
ingu. Fyrsta spurning-
in í málfræðiþætti
prófsins hefst á eftir-
farandi málsgrein úr
Sálminum um blómið
eftir Þórberg: „Steppa
lemdi mig á róluvöll og
Haukur mígði í mig og skítti í fiðl-
una,“ og svo eiga börnin að svara
spurningum um hversu margar
setningar eru í þessari málsgrein,
hvaða föllum forsetningarnar stýra
og hvernig beyging sagnorðanna er.
Varla telst þetta aðlaðandi inngang-
ur að móðurmálsprófi.
Höskuldur Pétur gagnrýndi sér-
staklega kennslubókina Mályrkju
sem lögð er til grundvallar sam-
ræmdum prófum. Ekki vantar að
bókin sé vönduð og metnaðarfull
enda hafa höfundarnir, Höskuldur
Þráinsson prófessor og Silja Aðal-
steinsdóttir bókmenntafræðingur,
getið sér ágætt orð, hvort á sínu
sviði. Hins vegar má spyrja hvort
viðhorf þeirra til móðurmálsins sé
ekki heldur fræðilegt fyrir unglinga
á grunnskólastigi sem hafa alist upp
við myndbönd og tölvuleiki og sletta
ensku í bak og fyrir vegna þess að
málið er svo alvarlegt. Í þessari bók
er tekin upp sú nýbreytni að kenna
börnunum bókmenntasögu, sem
hingað til hefur verið í verkahring
framhaldsskólans og þá bætast við
enn fleiri hugtök svo sem rómantík,
þjóðernisrómantík og nýrómantík.
Til marks um allar þessar „tíkur“
og aðrar stefnur eru svo teknir
textar er höfða afar misjafnlega til
unglinga sem hafa það helst að
markmiði „að fitta in“ eða vera
„streit“ eins og þeir segja. Þegar
þetta alvarlega mál bætist við öll
hin unglingavandamálin er hætt við
að það lendi aftarlega í forgangs-
röðinni. Þess vegna skiptir litlu í
hvaða reit krossarnir lenda á sam-
ræmda prófinu í íslensku. En þegar
við framhaldsskólakennarar fitjum
upp á bókmenntasögunni næsta ár
verður viðkvæðið hjá krökkunum að
þetta hafi þeir nú lært áður, eins og
alla málfræðina, setningafræðina,
hljóðfræðina, bragfræðina og merk-
ingafræðina enda þótt þeir fullyrði
blákalt að nafnorð séu til í þátíð og
sagnir oftast í nefnifalli!
Nemandi í 3. bekk Verzlunar-
skóla Íslands á sl. vetri komst svo
að orði í ritgerð að sér dytti ekki í
hug að dusta rykið af grunnskóla-
málfræðinni sem hefði eyðilagt fyrir
sér íslenskutímana árum saman.
Þessi sami nemandi skrifar villu-
lausa stafsetningu og sýnir listræn
tilþrif í meðferð íslensks máls.
Hann hefur nefnilega lesið mikið af
bókum. Ungur vísindamaður, sem
bað mig að lesa yfir ritgerð, kann-
aðist lítið við grundvallarhugtök
málfræðinnar, svo sem þolmynd og
aukasetningar. Ritgerðin hans
sannaði hins vegar fyrir mér helsta
aðal íslenskrar tungu – gegnsæi,
skýrleika og aðlögunarhæfni. Hún
fjallaði um vísindasvið sem ég hafði
enga innsýn í en hvert orð var skilj-
anlegt þannig að efnið lá ljóst fyrir.
Það er kjarni málsins. Í stað þess að
brjóta það til mergjar í grunnskóla
er hyggilegra að koma nemendum á
bragðið með áhugaverðu námsefni
og kennsluháttum. Nóg kjöt er á
beinunum og málið þarf ekki að
vera svona alvarlegt.
Þarf málið
að vera svona
alvarlegt?
Guðrún
Egilson
Höfundur er framhalds-
skólakennari.
Íslenzka
Hyggilegra er að koma
nemendum á bragðið,
segir Guðrún Egilson,
með áhugaverðu náms-
efni og kennsluháttum.
ÍBÚAR í Háaleitishverfi hafa vak-
ið athygli á þeirri hættu sem steðjar
að gangandi vegfarendum, er leið
eiga yfir Miklubraut til móts við
Framheimilið (félagsmiðstöðina
Tónabæ). Í kjölfar alvarlegs slyss á
þessum stað fyrir tveimur og hálfu
ári var gengist fyrir undirskriftasöfn-
un í hverfinu þar sem þess var farið á
leit að öryggi gangandi vegfarenda á
þessum slóðum yrði tryggt sem fyrst.
Á skömmum tíma söfnuðust um tvö
þúsund undirskriftir og voru þær af-
hentar borgarstjóra.
Rétt er að hafa í huga að Miklu-
braut klýfur Háaleitisbraut í tvennt
en fjölmargir íbúar, ekki síst börn,
unglingar og eldri borgarar, fara yfir
brautina til að sækja ýmsa hverfi-
stengda þjónustu hinum megin, t.d.
íþróttaæfingar, kappleiki, kirkju-
starf, bókasafn, félagsmiðstöð o.s.frv.
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók mál-
ið upp á borgarstjórnarfundi 4. mars
1999 og lagði fram tillögu um að ör-
yggi gangandi vegfarenda á um-
ræddu svæði yrði tryggt eins fljótt og
kostur væri. Að tillögu R-listans var
málinu vísað til meðferðar hjá skipu-
lags- og umferðarnefnd.
Það verður að segjast eins og er, að
á þeim rúmum tveimur árum, sem
liðin eru frá því tillögunni var vísað til
nefndarinnar, hefur ekkert áþreifan-
legt gerst í málinu. Sl. sumar var síð-
an lokið við breikkun Miklubrautar í
sex akreinar og varð hún þá enn
hættulegri en áður fyrir gangandi
vegfarendur.
Áhugaleysi R-listans
Samkvæmt reglum um kostnaðar-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
myndi Vegagerð ríkisins bera meg-
inhluta kostnaðar vegna slíkrar brú-
arsmíði þar sem Miklabrautin er skil-
greind sem þjóðvegur í þéttbýli. Til
þess að fjárveiting fáist þarf fram-
kvæmdin hins vegar að vera komin á
aðalskipulag sveitarfélagsins, þ.e.
Reykjavíkurborgar, en því er ekki að
heilsa enn sem komið er. Breyting á
aðalskipulagi er þannig alger for-
senda þess að fjármagn fáist til
verksins og í það verði ráðist. Á með-
an borgaryfirvöld inna ekki sína
heimavinnu af hendi í málinu er ekki
hægt að ætlast til þess
að fjármagn fáist frá
Vegagerðinni.
Á þeim tveimur ár-
um sem liðin eru frá því
tillagan var samþykkt
hafa sjálfstæðismenn
minnt reglulega á hana
og gagnrýnt áhugaleysi
borgarfulltrúa R-
listans í þessu máli.
Viðbrögðin við þess-
ari gagnrýni hafa verið
lítil, og þó: Þegar við
sjálfstæðismenn gagn-
rýndum borgarfulltrúa
R-listans fyrir seina-
gang í málinu á borg-
arstjórnarfundi í sept-
ember sl. sakaði formaður
skipulagsnefndar málshefjanda, Ólaf
F. Magnússon, um þráhyggju!
Tillaga sjálfstæðismanna felld
Eftir að hafa ítrekað spurst fyrir
um framgang málsins lögðum við
sjálfstæðismenn fram eftirfarandi til-
lögu í samgöngunefnd Reykjavíkur í
mars sl.:
„Samgöngunefnd Reykjavíkur
beinir því til skipulags- og bygging-
arnefndar að göngubrú yfir Miklu-
braut til móts við Framheimilið
(Félagsmiðstöðina Tónabæ) verði
sett inn á aðalskipulag og vinnu við
hönnun og annan undirbúning brúar-
smíðinnar verði hraðað
eins og kostur er.“
Borgarfulltrúar R-
listans felldu tillöguna í
samgöngunefnd og
sambærilega tillögu í
borgarráði. Þegar mál-
ið var rætt í borgar-
stjórn gáfu þeir óljós
svör um að engin
ástæða væri til að flýta
skipulagsvinnu vegna
málsins heldur yrði það
skoðað við almenna
endurskoðun aðal-
skipulags.
Afstaða R-listans í
málinu gerir það að
verkum að brúarsmíðin
tefst um ófyrirsjáanlegan tíma.
A.m.k. er ljóst að framkvæmdir
vegna hennar hefjast ekki á þessu ári
eins og möguleiki hefði vissulega ver-
ið á.
Það er slæmt að seinagangur R-
listans í skipulagsmálum tefji þessa
mikilvægu framkvæmd. Mörg dæmi
eru hins vegar um önnur mál sem nú-
verandi borgarstjórnarmeirihluti
setur í forgang, t.d. þegar útvega
þarf góðar lóðir fyrir vildarvini borg-
arstjóra og þá sem fjármagna kosn-
ingabaráttu R-listans.
Kjartan
Magnússon
Umferðaröryggi
Það er slæmt, segir
Kjartan Magnússon, að
seinagangur R-listans í
skipulagsmálum tefji
þessa mikilvægu
framkvæmd.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
R-listinn fellir tillögu um
göngubrú yfir Miklubraut
NÚ þegar verkfall
þroskaþjálfa stendur
yfir þá langar mig að-
eins að koma inn á
hver mánaðarlaun
þroskaþjálfa eru í
raun og veru, hver er
framtíð stéttarinnar
að öllu óbreyttu? Mér
leikur einnig mikil
forvitni á að vita hver
eru markmið stjórn-
valda í þessum geira?
Ef stjórnvöld hafa
einhver metnaðarfull
markmið og eða til-
gang með að halda úti
þessarri þjónustu þá
ætti öllum að vera
það ljóst að það að greiða „lág-
markslaun“ er ekki drifkrafturinn
að settu markmiði. Mín tilfinning
er sú að stjórnvöld haldi aftur af
sér, vegna þess að þessi störf skila
ekki beinum tekjum í ríkiskass-
ann, heldur liggja þarna óbeinar
tekjur, sem hafa að geyma marg-
földunaráhrif út í þjóðfélagið sem
ekki má gleyma.
Hver eru mánaðarlaun
þroskaþjálfa?
Ég undirrituð er ekki mennt-
aður þroskaþjálfi, en það hefur oft
hvarflað að mér að mennta mig í
þeirri grein, áhuginn er fyrir hendi
en það er hins vegar ekki nóg.
Sjálf hef ég unnið meira og
minna síðastliðin átta ár á dagvist-
un fyrir mikið fötluð börn, sótt
mörg góð námskeið í sambandi við
fötlun ofl. Þessi námskeið hafa að-
eins hækkað mín lágu laun. Mán-
aðarlaun mín eru 124.111. kr á
mánuði á meðan háskólamenntað-
ur þroskaþjálfi með námslán í far-
teskinu, níu ára starfsmenntun
hefur 104.714. kr á mánuði. Yf-
irlýst markmið stjórnvalda er
aðauka menntunarstig þjóðarinn-
ar, menntun skilar meiri gæðum,
auknum arði í þjóð-
arbúið o.s.frv. Hvern-
ig í veröldinni geta
þeir þá stillt dæminu
upp eins líst er hér að
ofan?
„JÁ“ það hefur
hvarflað að mér að
fara í þroskaþjálf-
anám, en bara einung-
is hvarflað. Þetta er
ekki hvatning. Ef
heldur fram sem horf-
ir þá fækkar faglærðu
starfsfólki, gæðin
minnka, meiri kostn-
aður fyrir ríkið í formi
óbeinna gjalda, öll há-
leitu markmiðin falla
um sjálf sig.
Það er nú oft þannig að auðveld-
ara er að stilla upp fögrum hlutum
á prenti en að framkvæma þá-
.Þessi stétt þarfnast samkeppnis-
hæfra launa, að öðrum kosti eins
og fyrr segir næst ekki árangur,
sem kemur niður þjóðfélaginu í
heild sinni og ekki síst þeim sem
mest þarfnast þess, fötluðu ein-
staklingunum.
Að lokum vil ég enda á upphafs-
orðum þessa pistils;
Hver hefur efni á því að vera
þroskaþjálfi að öllu óbreyttu?
Ekki ég.
Rakel H.
Ágústsdóttir
Höfundur er stuðningsfulltrúi.
Umönnun
Þessi stétt,
segir Rakel H.
Ágústsdóttir,
þarfnast samkeppn-
ishæfra launa.
Hver hefur efni
á því að vera
þroskaþjálfi?
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.