Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 45 dæmi um samnýtingu viðkvæmra líf- auðlinda blasir ábyrgðarleysi alls staðar við. Hér er stærsta manngerða eyðimörk í Evrópu, vísundar voru veiddir næstum til útrýmingar og skógareyðing er nú skelfileg í skógum heims. En þvílíkt vanmat á dóm- greind landa sinna er öllu verra, enda nú kominn út úr þjarkinu og situr í stjórn Seðlabankans. Glóandi grjót Sjávarútvegsráðherra hefur nú til- neyddur gengist undir jarðarmen og situr í súpunni sem hann eldaði ekki sjálfur. Hans staða er vanþakklát og þröng. Bent hefur verið á það nýlega að forsætisráðherra sé eini maðurinn sem getur rofið þráskákina sem ógn- ar nú ríkisstjórninni og klýfur þing- heim þvers og langs. Málið er svo heitt að það er eins og glóandi grjót sem enginn fær haldið á. Dekurbörn- in hafa fengið hættulega hringekju í hendur sem sogið hefur til sín afla- heimildir eins og svarthol sem enginn fær stöðvað. Er það framtíðarsýn að sjóstangaveiðimenn verði að kaupa veiðileyfi á skrifstofu LÍÚ? Líklega óttast nú margir að risa- skuldir útgerðanna hellist yfir þjóð- ina, það grillir jafnvel í að einstakir eigendur reyni að selja kvóta og renna undan ábyrgð, sem er þá hvar? Tómas I. Olrich er nú sem umferð- artappi í kvótanefndinni, bæði varð- andi efni og tímasetningar, samt líkir hann sér við gatnamálastjóra við holufyllingar án þess að vita hvert ferðinni er heitið, já, garmurinn hann Ketill er sauðtryggur handlangari og skautar og skjögrar yfirlætislega yfir viðkvæmustu og flóknustu deilumál landsins án þess að beita trúverðug- um málflutningi, kjördæmapot og flaður upp við stórútgerðir á Akur- eyri virðast hans ær og kýr. Sennilega hallast flestir að því að miðum verði skipt upp eins og í Fær- eyjum og sérreglur gildi fyrir hvert hólf, allir viðurkenna að veiði má ekki verða óábyrg. Nú er unnt fyrir hag- fræðinga að bæta ráð sitt og bera saman hagkvæmni mismunandi veiði- aðferða. Úthlutanir veiðiheimilda verða áfram vandasamar en sóknar- stýring að hluta virðist blasa við aug- um. Höfundur er efnaverkfræðingur. UNDIRRITAÐUR var staddur á Aust- urvelli 19. maí sl. þeg- ar smábátasjómenn efndu til mótmæla við Alþingishúsið. Þeir sem þar voru gerðu sér grein fyrir að komið var að ögur- stundu í samskiptum þings og þjóðar. Fólk sem vissi að til stóð að loka síðustu frjálsu leiðinni til að nýta þær auðlindir sem umlykja byggðir þess til bjargræðis fyrir sig og byggðarlögin. Framganga þessa hóps var til fyrirmyndar, öfgalaus en ákveðin eins og sjá má af frétt- um frá mótmælunum. Athöfninni lauk með því að brennd voru 23 blys, eitt fyrir hvern dag sem svonefndir daga- bátar fá að róa til fiskjar í ár. Ekki veit ég hvað aðrir hugsuðu meðan blysin brunnu, en þar sem ég stóð og horfði meðfram röðinni, kom mér í hug gyðjan sem heilsar sjó- farendum við komuna til New York. Ég er stoltur af þeim ein- staklingum sem þar stóðu og kröfðust viðunandi frelsis til að fá að bjarga sér og byggðum sínum. Þegar reykurinn af blysunum fauk burt, blasti við mér Alþingishúsið. Það var einhvern veginn öðruvísi en ég hafði séð það áður. Ég veit ekki hvort það stafaði af birtunni frá blysunum, en einhvern veginn fannst mér skuggi yfir húsinu. Í þessu húsi var fyrir 18 árum ákveðið að svipta þjóðina því al- menna frelsi sem hún hafði áður haft til að nýta fiskistofnana í haf- inu og gefa það þeim útvegsmönn- um sem þá áttu för á sjó. Ekki fengu allir sinn hefðbundna hags- munarétt viðurkenndan. Sjómenn, fiskverkafólk og bæjarfélög fengu svipaða útreið og frumbyggjar Ameríku þegar evrópskir innflytj- endur lögðu undir sig lönd þeirra og aðrar auðlindir. Þeirra réttur var met- inn og léttvægur fundinn og gefinn út- gerðarmönnum til umráða og síðar eign- ar. Var þetta gert til bráðabirgða og með þjóðarheill í huga, að sögn til að vernda fiskistofna og auka af- rakstur þeirra. Nú, tæpum tveim áratugum síðar, eru enn á þingi einhverjir þeirra sem mótuðu upphafsár aflamarks- ins. Skyldu þeir ein- hvern tíma líta til baka og velta fyrir sér hvar fyr- irheitin glötuðust úr farteskinu? Eða gefa sér tíma til að uppfræða vaxandi fjölda nýrra þingmanna um forsögu málsins, svikin fyrir- heit og brostnar vonir? Ég held ekki því mér þykir gæta vaxandi fáfræði um þessi mál í sölum Al- þingis. Hvernig mun framtíðin dæma þá menn sem annan daginn senda sjómenn hlekkjaða með lögum á sjó til að stórvirkur tækjabúnaður- inn haldi áfram að skrapa upp auð- inn fyrir erlenda olíufursta og fjár- magnseigendur en hinn daginn festa í gildi lög sem meina íbúum sjávarbyggða aðgang að auðlind- um sínum nema gegn afarkostum? Hvernig mun framtíðin dæma þá menn sem leyfa sér að bera saman rétt smábáta, sem sækja fisk með kyrrstæðum veiðarfær- um, við stórvirkan flota skipa með mörg þúsund hestafla vélar drag- andi á eftir sér tæki eyðileggingar sem eiga sér engan líka í sögunni fyrr? Hvernig væri að fólk það sem stendur vörð um örfoka öræfi og lætur sig varða örlög sjávardýra svo fremi þau sjáist við yfirborð stöku sinnum, reyni nú að stilla kvarða sinn með tilliti til eyðilegg- ingar og fari fram á umhverfismat þeirra svæða sem togaraflotinn er um þessar mundir að mylja undir sig eins og hann eigi lífið að leysa? Trúa menn því að þjóðþing, sem þorir ekki að leyfa Kristjáni Lofts- syni og öðrum sem nýttu hvali að veiða þá, muni standa lengi fyrir þegar réttmæt umræða um eyði- leggingu togaraflotans á lífríki hafsbotnsins fer í gang? Ég held að sérhver ríkisstjórn sem verður við völd á næstu árum muni af sanngirni verða við þeirri kröfu íbúa sjávarþorpanna að tog- veiðar verði ekki leyfðar í 50 mílna fjarlægð frá byggðum þeirra. Allir munu sjá að best er að auðlindir séu nýttar af þeim sem við þær búa. Jafnvel Íslendingar munu gera sér grein fyrir hve vitlaust það er að skrapa allan afla sinn með miklum afföllum upp úr haf- inu. Ég var ekki jafn stoltur þegar ég gekk út úr Alþingi daginn áður eftir að hafa komið sjónarmiðum mínum á framfæri við félaga minn, formann sjávarútvegsnefndar. Mér fannst vera púðurlykt í húsinu, eins og þar hefðu sprungið tund- urskeyti. LÍÚ-menn höfðu horfið af yfirborði umræðunnar nokkru áður þegar forsvarsmenn smábáta- eigenda svöruðu árásum þeirra með auglýsingum og blaðagrein- um. Þeir hljóta að hafa gert árás á þingið. Í kjölfarið hefur þjóðin fengið að sjá vesalings þingmenn- ina reikandi áttavillta út og suður með sundurlausar yfirlýsingar. Á Íslandi mun vera þingbundið lýðræði í það minnsta einn dag á fjögurra ára fresti. Hefði ég ekki von um að sjá fljótlega merki um annað, færi ég að trúa þeirri kenn- ingu eins vinar míns að þess á milli ríkti hér LÍÚ-barið þingræði eða jafnvel þingvarið einræði. Ég hélt að samskipti frjálsra einstak- linga á opnum og falslausum markaði væru farsælust, og að frelsi væri náttúruafl en ekki pak- kavara. Það væri mér því þung- bært ef í ljós kæmi, að æðstu for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins þjónuðu blindum hagsmunum stór- útgerðarinnar á kostnað einstak- lingsfrelsis í sinni tærustu mynd. Íbúar sjávarþorpa hafa oft þurft að byrja upp á nýtt þegar stór- útgerðir hrundu. Sé sú staða kom- in upp að þjóðin öll þurfi þess nú sökum þess að forkólfar atvinnu- lífsins freistuðust til að gera skuldir að einni mestu útflutnings- vöru hennar, þá verður svo að vera. Draumar um að ofurskipulag geti tryggt fjöldanum eða völdum klíkum varanlegt öryggi eru blekking, um það ber saga Sov- étríkjanna á síðustu öld glöggt vitni. Sama mun koma í ljós um klaufskar tilraunir Íslendinga til fiskveiðistjórnunar upp á síðkast- ið. Hafi einhver skotið sig í fótinn, þá er það forysta LÍÚ nú. Sú skammsýni þeirra að fá Alþingi til að þvinga sjómenn nauðuga út á galeiðurnar og skrúfa skömmu síð- ar fyrir síðasta öryggislokann á kvótakerfinu mun vissulega leiða til þess að það springur með skelfilegum afleiðingum fyrir þá. Ég óska ekki neinum þess að þurfa að ganga í gegnum darrað- ardans hruns og örvæntingar vegna þess Pýrrhosarsigurs sem LÍÚ vann á Alþingi þjóðarinnar 19. maí 2001. Komi hins vegar til þess vil ég minna alla á að örvænt- ing mælist hvorki í krónum, doll- urum né þorskígildum. Lifið heil. Sveinbjörn Jónsson Auðlindin Hafi einhver skotið sig í fótinn, segir Sveinbjörn Jónsson, þá er það forysta LÍÚ. Höfundur er sjómaður. Pýrrhosarsigur LÍÚ MIKIL umræða hefur átt sér stað um flutning einstakra deilda innan Landspít- ala – háskólasjúkra- húss síðan ákvörðun var tekin um að sam- eina stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Umræðan og sú vinna sem þegar hefur verið unnin hef- ur þó verið erfiðleik- um háð, þar sem flutningur stakra deilda eða starfsein- inga er oft torveldur vegna mikilvægrar samvinnu við aðrar starfseiningar. Það verð- ur því æ ljósara í þessari umræðu, að framtíð Landspítala – háskóla- sjúkrahúss er best komin á einum stað. Til sameiningar sjúkrahúsanna hafa einkum verið nefndir þrír kostir: 1. Að reist verði nýtt sjúkrahús, til dæmis á lóð Vífilsstaðaspítala. 2. Að nýta áfram lóðir og bygg- ingar spítalans við Hringbraut og í Fossvogi á svipaðan hátt og gert er í dag. 3. Að meginstarfsemin þróist á öðrum hvorum staðnum. Fyrsti kosturinn er langdýrast- ur, auk þess sem það tæki langan tíma að hanna og byggja sjúkra- hús, sem tæki við allri starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Annar kosturinn hefur þegar sýnt sig að vera torveldur þar sem til- flutningur einstakra eininga er erf- iður í því samofna kerfi sem spít- alinn er á hvorum stað. Má nefna sem dæmi að flutningur hjarta- lækninga frá Hringbraut í Fossvog er nær óhugsandi ef hjartaskurð- lækningar verða áfram við Hring- braut. Þriðji kosturinn, sem er að byggja upp meginstarfsemina á öðrum hvorum staðnum, er um margt fýsilegur og má færa fyrir því nokkur rök. Kostnaður yrði sannarlega minni en að byggja upp nýtt sjúkrahús frá grunni. Nýta má margar þær byggingar, sem þegar eru á staðnum, tíminn sem færi í að byggja væri skemmri og ferlið auðveldara þar sem flytja mætti deildir milli staða eftir því sem byggingar risu. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin að byggja upp starfsemi sam- einaðs háskólasjúkrahúss á einum stað þarf að ákveða á hvorum staðnum, í Fossvogi eða við Hring- braut, skuli byggja. Við teljum rétt að byggja upp Landspítala – há- skólasjúkrahús framtíðarinnar við Hringbraut og þar megi koma fyrir allri þeirri starfsemi sem nauðsyn- leg er. Nýlega var gerð grein fyrir áliti danskra ráðgjafa um uppbygg- ingu sjúkrahússins og áður lá fyrir álit sænskra ráðgjafa sama efnis. Niðurstaða þeirra allra var að mögulegt væri að byggja upp há- skólasjúkrahús við Hringbraut og að þar væri nægilegt landrými til að byggja upp sameinað háskóla- sjúkrahús landsmanna. Eftir flutn- ing Hringbrautar suður fyrir Læknagarð fæst mikið og gott landrými fyrir slíka stofnun á góð- um stað í borginni. En hver eru rökin fyrir því að byggja upp Landspítala – háskóla- sjúkrahús framtíðarinnar við Hringbraut fremur en í Fossvogi? Fyrst er til að taka nálægð há- skólasjúkrahússins við Háskóla Ís- lands. Kostur nálægðarinnar er bæði það „akademíska“ andrúms- loft sem við það skapast og einnig aukin tengsl við byggingar Háskól- ans sem þegar eru á svæðinu, svo sem kennsluhúsnæði læknadeildar, aðrar stofnanir háskólans sem tengjast starfsemi læknadeildar, svo sem nýtt náttúrufræðahús og fyrirhuguð líftæknibygging. Þá er á þessu svæði kennsluhúsnæði hjúkrunarfræðinnar, en kennsla heilbrigðisstétta er eitt af mikil- vægustu hlutverkum verðandi há- skólasjúkrahúss. Jafnframt er staðsetning sjúkrahúss í miðborg- inni mikilvæg framtíðarsjúkrahúsi, sem byggir starfsemi sína að miklu leyti á göngudeildarþjónustu og dagdeildum. Ein veigamestu rökin fyrir bygg- ingu framtíðarsjúkrahúss við Hringbraut eru þó ótalin, en þau eru tilvist barnaspítala og kvenna- deildar á Landspítalalóðinni við Hringbraut. Bygging nýs barna- spítala er þar vel á veg komin og fyrirsjáanlegt er að miðstöð barna- lækninga verði þar í ókominni framtíð. Kvennadeildin verður þar einnig til staðar, en starfsemi þess- ara deilda er samofin, einkum vegna fæðinga og nýburalækninga sem ekki verða skilin að. Þessar tvær deildir, sem eru stór hluti sérfræðiþjónustu landsmanna og veigamikill hluti háskólasjúkra- húss, verða því til frambúðar við Hringbraut. Bráða- og slysalækn- ingar eru einnig mikilvægur hluti barnalækninga, og því er æskilegt að barnaspítali sé í nánum tengslum við miðstöð slíkra lækn- inga, ef vel ætti að vera. Barna- deild og kvennadeild ættu því helst að vera í nánu samstarfi við bráða- spítala þar sem stór hluti starfsemi þeirra byggist á bráðaþjónustu, sem kallar á þörf fyrir virkar stoð- deildir á öllum tímum sólarhrings- ins svo sem rannsóknarstofur, röntgendeild og blóðbanka. Þessar staðreyndir eru mikilvæg rök fyrir staðarvali farmtíðar- sjúkrahúss og ætti tilvist nýs barnaspítala að vera stefnumark- andi fyrir staðsetningu og upp- byggingu framtíðarsjúkrahúss, Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Sameining Við teljum rétt að byggja upp Landspítala – háskólasjúkrahús framtíðarinnar við Hringbraut, segja Þórður Þórkelsson og Gunnlaugur Sigfússon, og þar megi koma fyrir allri þeirri starfsemi sem nauðsynleg er. Höfundar eru barnalæknar við Barnaspítala Hringsins. Háskólasjúkrahús við Hringbraut Þórður Þórkelsson Gunnlaugur Sigfússon Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.