Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 22
NEMENDUR grunnskóla Skútustaða- hrepps gerðu sér nýverið ferð að Æðarfossum til að skoða fugla og lands- lag. Þeir höfðu á þemadögum sín- um notið leið- sagnar Árna Einarssonar for- stöðumanns Náttúrurann- sóknarstöðvar- innar við Mý- vatn og farið um Mývatnssveit daginn áður og tekið m.a. mikið af botnsýnum úr vatninu og skoðað þau í smá- sjám. Mýflugur voru meginþema þessara daga enda áhugavert fyrir unga Mývetninga að þekkja inn á lífríkið í nánasta umhverfi. Nemendum þótti gaman að fara niður með ánni, en í ljós kom að margir þeirra höfðu aldrei komið að Æðarfoss- um né heldur séð ósa árinnar. Fuglakíkir var með í för og fengu allir að kíkja í hann með tilsögn Árna. Í ferðalaginu var breytt út af og farið á hestbak í Saltvík hjá Bjarna Páli Vil- hjálmssyni kennara og endað á því að fara í sund. Þetta allt þótti hin besta skemmtan á sól- ríkum vordegi. Laxamýri Lífríki Laxár og Mývatns kynnt Nemendur skoða fugl á hreiðri í sérstökum fuglakíki með Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsóknarstöðvarinnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ aðsókn var að almennings- íþróttadeginum sem haldinn var á Selfossi á uppstigningardag. Dagur- inn hófst klukkan 11.00 með því að Magnús Scheving hitaði fólkið upp með góðum æfingum við Sundhöll Selfoss. Þar á eftir dreifðist hópurinn á nokkra staði þar sem íþróttadeildir Umf. Selfoss kynntu sínar íþrótta- greinar og fólk gat sótt sér heilsufar- skynningu með blóðþrýstings- og blóðsykursmælingu hjá Árnes Apó- teki og fræðslu hjá Krabbameins- félaginu. Eftir hádegið hófst síðan dagskrá í íþróttahúsinu þar sem hús- fyllir var, enda íþróttaálfurinn mætt- ur á staðinn. Dagskráin í íþróttahúsinu var fjöl- breytt. Þingmenn og bæjarstjórnar- menn reyndu með sér í þrautabraut og vakti það kátínu fólks. Fimleika- stúlkur Umf. Selfoss sýndu fimleika en þær eru á förum til Danmerkur í sýningarferð. Íslandsmeistarar 10. flokks í körfubolta voru heiðraðir fyr- ir góðan árangur í vetur. Árni John- sen stjórnarði fjöldasöng, knatt- spyrnuliðin á Selfossi reyndu með sér í innanhússknattspyrnu og íþróttaálf- urinn stóð fyrir mikilli skemmtun og hreyfingu hjá börnunum. Það var al- menningsíþróttanefnd Umf. Selfoss sem stóð að þessum almennings- íþróttadegi á Selfossi og fékk nefndin til liðs við sig stuðningsaðila og stofn- anir. Góður rómur var gerður að þessari nýbreytni og óskir um að slík- ur dagur og jafnvel fleiri verði árlegur viðburður. Markmiðið með deginum var að vekja athygli á því að íþróttir eru fjölskyldumál og öflugasti virki forvarnarþátturinn í samfélaginu. Fjölmenni á almenn- ingsíþróttadegi Morgunblaðið/Sig. Jóns. Magnús Scheving hitar upp að morgni almenningsíþróttadagsins. Selfoss NEMENDUR í Grunnskóla Mýr- dalshrepps eru að hefja sölu á brosköllum bæði með segli og sem nælu. Með þessu ætla þau að afla sér peninga fyrir nýjum hljóm- tækjum í skólann sinn. Hugmyndin að þessum brosköllum kviknaði í sambandi við atvinnuátaksverkefni sem staðið hefur í sýslunni og er eitt af því sem út úr því hefur kom- ið að fólk þurfi að hugsa jákvæðara hvert til annars og byggðarlagsins. Hreppurinn hefur af þessu til- efni látið festa broskarlaskilti á nokkra ljósastaura í Víkurþorpi til að minna fólk á að brosa meira. Krakkarnir hafa sjálf málað bros- karlana og eru þeir hver með sín- um svip. Fyrsti broskarlinn var seldur Sædísi Ívu Elíasdóttur, sem er verkefnisstjóri átaksverkefnisins, af Sævari Jónassyni, formanni nemendaráðs, að viðstöddum kenn- urum og nemendum skólans. Brosandi börn selja broskarla Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sævar Jónasson selur Sædísi Ívu Elíasdóttir fyrstu tvo broskarlana. Fagridalur NEMENDUR Tónlistarskólans á Djúpavogi buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá nú á vor- dögum. Í vetur hafa rúmlega 40 nemendur stundað nám og lært á margvísleg hljóðfæri. Svavar Sig- urðsson var ráðinn skólastjóri sl. haust og er mál manna að skólinn hafi blómstrað sem aldrei fyrr und- ir hans stjórn. Nemendur höfðu greinilega gaman af því sem þeir voru að gera og allir fengu að njóta sín. Sérstaka hrifningu vöktu Rokk- lingarnir, fimm manna hljómsveit með ungum og efnilegum nem- endum ásamt skólastjóra. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Ásdís Huld Vignisdóttir flutti frumsamið lag. Henni til aðstoð- ar var Svavar skólastjóri. Djúpivogur Fjölbreytt dagskrá DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.