Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 22
NEMENDUR grunnskóla Skútustaða- hrepps gerðu sér nýverið ferð að Æðarfossum til að skoða fugla og lands- lag. Þeir höfðu á þemadögum sín- um notið leið- sagnar Árna Einarssonar for- stöðumanns Náttúrurann- sóknarstöðvar- innar við Mý- vatn og farið um Mývatnssveit daginn áður og tekið m.a. mikið af botnsýnum úr vatninu og skoðað þau í smá- sjám. Mýflugur voru meginþema þessara daga enda áhugavert fyrir unga Mývetninga að þekkja inn á lífríkið í nánasta umhverfi. Nemendum þótti gaman að fara niður með ánni, en í ljós kom að margir þeirra höfðu aldrei komið að Æðarfoss- um né heldur séð ósa árinnar. Fuglakíkir var með í för og fengu allir að kíkja í hann með tilsögn Árna. Í ferðalaginu var breytt út af og farið á hestbak í Saltvík hjá Bjarna Páli Vil- hjálmssyni kennara og endað á því að fara í sund. Þetta allt þótti hin besta skemmtan á sól- ríkum vordegi. Laxamýri Lífríki Laxár og Mývatns kynnt Nemendur skoða fugl á hreiðri í sérstökum fuglakíki með Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsóknarstöðvarinnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ aðsókn var að almennings- íþróttadeginum sem haldinn var á Selfossi á uppstigningardag. Dagur- inn hófst klukkan 11.00 með því að Magnús Scheving hitaði fólkið upp með góðum æfingum við Sundhöll Selfoss. Þar á eftir dreifðist hópurinn á nokkra staði þar sem íþróttadeildir Umf. Selfoss kynntu sínar íþrótta- greinar og fólk gat sótt sér heilsufar- skynningu með blóðþrýstings- og blóðsykursmælingu hjá Árnes Apó- teki og fræðslu hjá Krabbameins- félaginu. Eftir hádegið hófst síðan dagskrá í íþróttahúsinu þar sem hús- fyllir var, enda íþróttaálfurinn mætt- ur á staðinn. Dagskráin í íþróttahúsinu var fjöl- breytt. Þingmenn og bæjarstjórnar- menn reyndu með sér í þrautabraut og vakti það kátínu fólks. Fimleika- stúlkur Umf. Selfoss sýndu fimleika en þær eru á förum til Danmerkur í sýningarferð. Íslandsmeistarar 10. flokks í körfubolta voru heiðraðir fyr- ir góðan árangur í vetur. Árni John- sen stjórnarði fjöldasöng, knatt- spyrnuliðin á Selfossi reyndu með sér í innanhússknattspyrnu og íþróttaálf- urinn stóð fyrir mikilli skemmtun og hreyfingu hjá börnunum. Það var al- menningsíþróttanefnd Umf. Selfoss sem stóð að þessum almennings- íþróttadegi á Selfossi og fékk nefndin til liðs við sig stuðningsaðila og stofn- anir. Góður rómur var gerður að þessari nýbreytni og óskir um að slík- ur dagur og jafnvel fleiri verði árlegur viðburður. Markmiðið með deginum var að vekja athygli á því að íþróttir eru fjölskyldumál og öflugasti virki forvarnarþátturinn í samfélaginu. Fjölmenni á almenn- ingsíþróttadegi Morgunblaðið/Sig. Jóns. Magnús Scheving hitar upp að morgni almenningsíþróttadagsins. Selfoss NEMENDUR í Grunnskóla Mýr- dalshrepps eru að hefja sölu á brosköllum bæði með segli og sem nælu. Með þessu ætla þau að afla sér peninga fyrir nýjum hljóm- tækjum í skólann sinn. Hugmyndin að þessum brosköllum kviknaði í sambandi við atvinnuátaksverkefni sem staðið hefur í sýslunni og er eitt af því sem út úr því hefur kom- ið að fólk þurfi að hugsa jákvæðara hvert til annars og byggðarlagsins. Hreppurinn hefur af þessu til- efni látið festa broskarlaskilti á nokkra ljósastaura í Víkurþorpi til að minna fólk á að brosa meira. Krakkarnir hafa sjálf málað bros- karlana og eru þeir hver með sín- um svip. Fyrsti broskarlinn var seldur Sædísi Ívu Elíasdóttur, sem er verkefnisstjóri átaksverkefnisins, af Sævari Jónassyni, formanni nemendaráðs, að viðstöddum kenn- urum og nemendum skólans. Brosandi börn selja broskarla Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sævar Jónasson selur Sædísi Ívu Elíasdóttir fyrstu tvo broskarlana. Fagridalur NEMENDUR Tónlistarskólans á Djúpavogi buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá nú á vor- dögum. Í vetur hafa rúmlega 40 nemendur stundað nám og lært á margvísleg hljóðfæri. Svavar Sig- urðsson var ráðinn skólastjóri sl. haust og er mál manna að skólinn hafi blómstrað sem aldrei fyrr und- ir hans stjórn. Nemendur höfðu greinilega gaman af því sem þeir voru að gera og allir fengu að njóta sín. Sérstaka hrifningu vöktu Rokk- lingarnir, fimm manna hljómsveit með ungum og efnilegum nem- endum ásamt skólastjóra. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Ásdís Huld Vignisdóttir flutti frumsamið lag. Henni til aðstoð- ar var Svavar skólastjóri. Djúpivogur Fjölbreytt dagskrá DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.