Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 69 DAGBÓK Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Úrvalið er hjá okkur www.oo.is Challenger 0-18 kg. Verð kr. 10,960.                               ! "# $   %&  '  BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRIDSFÉLAG Fjarða- byggðar (Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstað- ar) lauk vetrarvertíð sinni með hefðbundnu minningar- móti um Sölva Sigurðsson. Keppt er um veglegan bikar, sem Aðalsteinn Jónsson gaf á sínum tíma til minningar um þennan fyrrverandi spilafélaga sinn. Mótið er 16 para barómetertvímenning- ur, 45 spil, sem öll eru af- greidd í einni lotu. Kristján Kristjánsson og Jóhann Þor- steinsson urðu hlutskarpast- ir í þetta sinn og liður í sigri þeirra var fallegur toppur sem þeir fengu gegn Aðal- steini og Gísla Stefánssyni. Kristján og Jóhann voru með þessi spil í NS: Norður ♠ K543 ♥ Á94 ♦ D3 ♣ Á752 Suður ♠ ÁD92 ♥ K6 ♦ Á ♣ KG8643 Vestur Norður Austur Suður Gísli Jóhann Aðalst. Kristján – – – 1 lauf 1 tígull 2 lauf 2 tíglar 2 spaðar 3 tíglar 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 grönd Pass Pass Pass Kerfið er á eðlilegum nót- um og hækkun Jóhanns í tvö lauf er krafa, þrátt fyrir inn- ákomu vesturs. Sú ákvörðun hans að styðja laufið strax frekar en melda einn spaða hafði afgerandi áhrif á fram- vinduna. Kristján sýndi spaðann og þegar hann fékk hann rækilega studdan spurði Kristján um lykilspil með fjórum gröndum. Svarið á fimm laufum sýndi þrjú lykilspil – ásana í hjarta og laufi, og spaðakóng. Þar eð Kristján vissi af laufstuðn- ingi (minnst ásnum fjórða) hafði hann engar áhyggjur af laufdrottningu og sá fyrir sér þrettán slagi í eðlilegri legu: Fjóra á spaða, sex á lauf og þrjá til hliðar á rauðu litina. Spaðinn féll 3–2 og laufið var 2–1, svo allt gekk upp og uppskeran var hreinn topp- ur.Þetta virkar einfalt – og er það kannski eftir að Jó- hann segir tvö lauf – en ef norður byrjar á því að svara á spaða verður mun þyngra að komast í alslemmu, hvað þá sjö grönd. LJÓÐABROT YNGISMEY Ég stend fyrir spegli og strýk mitt hár, sem stormurin lék um í fjórtán ár. Ó, yrði hver dropi, hvert daggartár, að djásnum og óskasteinum. Það er eitthvað, sem hefur að mér sótt, líkt og ilmur frá skógargreinum. Ég vakti í nótt – ég veit það er ljótt og vil ekki segja það neinum. Ég veit ekki, hver þessi aðsókn er. Það er eitthvað, sem logar í brjósti mér, eitthvað, sem kemur, eitthvað, sem fer, eitthvað, sem hlær og grætur. Það fer út í yzta fingurgóm. Það fer inn í hjartarætur. Og döggvuð ljóma mín draumablóm í dýrð hinnar hljóðu nætur. - - - Davíð Stefánsson STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti Capablanca sem lauk fyrir skömmu í Havana á Kúbu. Walter Arenciba (2543), fyrrverandi heims- meistari unglinga, hafði hvítt gegn þýska stórmeist- aranum, Thomasi Luther (2568). 17.Bxb7! O-O Ófært var að þiggja biskups- fórnina þar sem eftir 17...Hxb7 18.Hc8 Ke7 19.Hxh8 verður svartur skipta- mun undir. Í framhaldinu fær svartur ekki næg- ar bætur fyrir peðið en reyndi þó að berjast til síð- asta blóðdropa: 18.Bg2 Hfc8 19.Hxc8 Hxc8 20.Bc3 Bg6 21.Kd2 e5 22.Hf1 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. exf4 23.gxf4 Kf8 24.Rd4 Rc5 25.f5 Bh5 26.h3 Be7 27.Bf3 Bxf3 28.Rxf3 Ra4 29.Re5 f6 30.Rc4 Hd8 31.Hf4 Hd5 32.Re3 Rxc3 33.bxc3 Ha5 34.a4 g5 35.Hc4 Bd6 36.Hc6 Bf4 37.Hxf6 Kg7 38.He6 Hxa4 39.Ke2 Ha2 40.Kf3 Hh2 41.Ke4 Hxh3 42.Rd5 Bb8 43.f6 Kf8 44.He7 g4 45.Hb7 Bh2 46.Hg7 a5 47.Rb6 Bd6 48.Rd7 og svartur gafst upp. Hlutavelta Sumarbrids 2001 Þriðjudaginn 22. maí var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 27 para. Spilaðar voru 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og efstu pör í hvora átt voru: NS Gísli Steingr.s. – Sigurður Steingrímss. 371 Björn Friðrikss. – Unnar A. Guðm.s. 355 Ísak Örn Sigurðss. – Ómar Olgeirss. 336 Hrólfur Hjaltas. – Þórir Sigursteinss. 333 AV Hermann Friðr.s. – Hlynur Angantýss. 343 Loftur Péturss. – Jón Steinar Ingólfss. 339 Þórður Sigfúss. – Eggert Bergss. 336 Gunnl. Karlss. – Ásmundur Örnólfss. 334 15 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum og voru veitt tvenn verðlaun úr honum, 6.000 kr. fyrir efsta sætið og 3.000 kr. fyrir annað sætið. Gísli og Sigurður tóku fyrsta sætið auk þess að fá frímiða í Sumarbrids og rauð- vín. Björn og Unnar náðu öðru sæt- inu og loks fengu Hermann og Hlyn- ur frímiða í Sumarbrids fyrir að ná hæsta skori í AV. Fimmtudaginn 24. maí var spilað- ur Monrad-barómeter með þátttöku 18 para. Efstu pör voru: Gísli Steingr.s. – Sveinn R. Þorvaldss. +55 Hlynur Angantýss. – Hermann Friðr.s. +33 Björn Friðrikss. – Leifur Aðalsteinss. +19 Eggert Bergss. – Þórður Sigfúss. +19 Eiður Júlíuss. – Júlíus Snorras.+15 Ísak Örn Sigurðsson – Gylfi Baldursson+10 Gísli og Sveinn unnu sér inn hvor sinn frímiðann í sumarbrids auk þess að fá rauðvín. Sumarbrids er spilað fjögur kvöld í viku. Á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum er spilaður Mitchell- tvímenningur. Á fimmtudögum er spilaður Monrad-barómeter. Spilur- um er boðið að taka þátt í verðlauna- potti á þriðjudögum sem rennur til efstu para sem taka þátt í honum og á föstudögum er spiluð miðnætur- sveitakeppni að tvímenningnum loknum. Sumarbridge er flutt í nýtt hús- næði í Skeifunni 11, efstu hæð, fyrir ofan þvottahúsið Fönn, í sal Hún- vetningafélagsins. Spilamennska byrjar kl. 19:00 og eru allir spilarar velkomnir í sumarskapi. Umsjónar- maður er Sveinn R. Eiríksson í um- boði BSÍ. Heimasíða sumarbrids er www.islandia.is/svenni Frá keppni í sumarbrids. Unnur Sveinsdóttir og Inga Lára Guðmunds- dóttir spila gegn Arngunni Jónsdóttur og Hrafnhildi Skúladóttur. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert uppátektarsamur og úrræðagóður en helst til fljóthuga og þarft að hafa betri stjórn á því. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þér lítist ekkert á að fá aðstoð við ákveðið verkefni skaltu hugsa málið. Margar hendur vinna létt verk og það er þér í hag að klára strax. Naut (20. apríl - 20. maí)  Skjöplast þótt skýr sé. Þú ætt- ir að bera ráðagerð þína í fjár- málum undir fagmenn og vera sérstaklega á varðbergi gagn- vart smáa letrinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú verður þú að taka til hend- inni heima fyrir. Það er rangt að láta verkin þar lenda á öðr- um; þú hefur líka þínum skyld- um að gegna. Núna strax! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leiddu hjá þér allt slúður á vinnustað þínum. Það er mannskemmandi að taka þátt í slíku og þú skalt heldur halda þig við þitt verk og ljúka því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú myndir græða mikið á því að gefa þér tíma til þess að fara í gegnum eigin mál og lesa stöðuna. Vertu hreinskil- inn við sjálfan þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu heiðarlegur í svörum við aðra og hugleiddu gaum- gæfilega hvort þú eigir að gera aðra að trúnaðarvinum þínum. Slíkir eru vandfundnir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki óánægju með eigið útlit skemma allt fyrir þér. Þú getur ýmislegt gert ef þér finnst ástæða til án þess að kosta miklu til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Leggðu þig allan fram á loka- sprettinum og þegar þú hefur komið verkefninu í höfn muntu uppskera laun erfiðis þíns eins og eðlilegt og sann- gjarnt má teljast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að grípa til hug- kvæmninnar til þess að leysa aðsteðjandi vanda án þess að kosta einhverju til. Í stöðunni er heilinn þér dýrmætari en veskið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt aðrir reyni að hafa stjórn á því hvað þér finnist um til- tekna hluti skaltu leiða þá af- skiptasemi hjá þér í rólegheit- unum. Þú ert maður fyrir þinn hatt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Galdurinn er að finna réttu blönduna af skynsemi og ímyndunarafli sem mun leiða af sér gott verk. Þeir eru margir sem munu vilja deila sviðsljósinu með þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður að láta þér lynda það að allir eigi sér leyndar- mál sem þeir kjósa að deila ekki með neinum. Reyndu ekki að brjótast inn í þær lend- ur hugans. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík          Þú deyrð úr hlátri. Ég var alltaf með lyklana í veskinu. Þessar ungu stúlkur söfnuðu dósum og flöskum á Akureyri og fengu þannig 2.400 krónur sem þær afhentu Rauða krossi Íslands. Þær heita Lena Rut Ingvarsdóttir og Hildur Ríkarðsdóttir. Alma Rún, litla systir Lenu Rutar, tók einnig þátt í verkefninu en hún treysti sér hins vegar ekki til að vera með á myndinni. Morgunblaðið/Kristján COSPER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.