Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÚTSKRIFT úr Verzlunarskóla Ís- lands fór fram á laugardag, líkt og áætlað hafði verið, þrátt fyrir kenn- araverkfall í vetur. Í fyrsta sinn fór athöfnin fram í Háskólabíói en að þessu sinni útskrifuðust 199 nem- endur. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri útskrifast frá skólanum, eða 211 nemendur, árið 1999. Á mynd- inni útskrifar Þorvarður Elíasson skólastjóri dúx skólans að þessu sinni, Garðbæinginn Henning Arn- ór Úlfarsson. Henning náði 9,4 í meðaleinkunn og hlaut einnig fleiri viðurkenningar fyrir góðan náms- árangur. Þess má geta að hann er meðal þeirra sem fara á Ólymp- íuleika í eðlisfræði fyrir Íslands hönd í sumar. Foreldrar Hennings eru Úlfar Henningsson flugmaður og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir kennari. Útskrift úr Verzló FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRI Ölgerð- arinnar Egill Skallagrímsson, Jón Snorri Snorrason, átti fund með Áfengis- og vímuvarnaráði fyrir um fjórum vikum um áfengisaug- lýsingar. Þar komu sjónvarpsaug- lýsingar um ölið Egils Gull til um- ræðu en í þeim auglýsingum koma börn meðal annarra við sögu. Í samtali við Morgunblaðið segist Jón Snorri hafa fallist á þá beiðni ráðsins að hætta birtingu þessarar auglýsingar. Því segist hann hafa verið undrandi í framhaldi af fund- inum að sjá áskorun frá ráðinu og fleiri aðilum til framleiðenda og innflytjenda áfengis þess efnis að nota ekki börn í áfengisauglýsing- um. Áskorunin birtist í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. „Auglýsingastofan sem gerði þessa auglýsingu passar upp á að börn séu ekki notuð í auglýsingum með þeim hætti að það brjóti í bága við lög. Á þessum fundi beindi Áfengis- og vímuvarnaráð þeim tilmælum til okkar að hætta að nota þessa auglýsingu með börnin og ég féllst á það,“ sagði Jón Snorri. Þegar honum var bent á að við- komandi auglýsing hefði birst á einni sjónvarpsstöðvananna síðast um helgina sagðist hann ætla að athuga málið hjá markaðsdeild sinni. Sjónvarpsstöðvar hefðu ver- ið beðnar að stöðva birtingar á henni og hún ekki birst í auglýs- ingatímum síðan. Vel gæti verið að þau boð hefðu ekki skilað sér varð- andi t.d. auglýsingapakka í íþróttaútsendingum. Hann sagði umrædda auglýs- ingu Ölgerðarinnar byggjast á því að þrír félagar kæmu saman yfir spilum og hyrfu í huganum aftur í tímann, fyrst sem pollar í sverða- leik, síðan um fermingaraldurinn að leik á reiðhjólum og loks þegar þeir væru orðnir unglingar í „breik“-dansi. Auglýsingastofan hefði byggt upp ákveðið þema í kringum þetta og Ölgerðin treyst henni til þess að koma ekki fram með börn og unglinga með þeim hætti að það bryti í bága við lög. Jón Snorri taldi að í þessum aug- lýsingum væri ekki verið að tengja börn saman við viðkomandi vöru. Þarna væru fullorðnir menn að rifja upp gömul bernskubrek. Umræða um áfengis- auglýsingar afar brýn Jón Snorri sagði að í framtíðinni myndi Ölgerðin ekki hafa frum- kvæði að því að börn væru notuð í þeirra ölauglýsingum eða sam- þykkja slíka hugmynd auglýsinga- stofa, enda hefði Ölgerðin ekki notað börn í sínum auglýsingum almennt til þessa. Nauðsynlegt væri einnig fyrir Samband ís- lenskra auglýsingastofa, SÍA, að setja sér ákveðnar reglur um notk- un barna í auglýsingum. Jón Snorri sagði þetta vandmeðfarið mál. „Annars teljum við umræðu um áfengisauglýsingar almennt mjög brýna. Lögin eru mjög sérstök. Þau byggjast á því að innlendir framleiðendur og fjölmiðlar mega ekki birta áfengisauglýsingu en að öðru leyti má slík auglýsing koma fyrir sjónir barna og unglinga ef framleiðandinn og fjölmiðillin er erlendur. Áhrifin ættu að vera þau sömu hvort sem að við kostum auglýsinguna í sjónvarpið eða al- þjóðlegt bjórfyrirtæki,“ sagði Jón Snorri. Viðræður á milli Ölgerðarinnar og Áfengis- og vímuvarnaráðs Samþykkti að stöðva birtingu auglýsingar með börnum HÁTÍÐAHÖLD vegna sjó- mannadagsins í Hafnarfirði verða með hefðbundnu sniði, að sögn Karels Karelssonar, starfsmanns sjómannadagsins í Hafnarfirði. Karel sagði að sjómannadag- urinn í Hafnarfirði yrði með hefðbundnum hætti eins og verið hefði undanfarin ár. Há- tíðahöldin yrðu við suðurhöfn- ina. Siglingaklúbburinn Þytur og Björgunarfélag Hafnar- fjarðar myndu meðal annarra taka þátt í hátíðahöldunum og siglt yrði með börnin í Elding- unni, hvalaskoðunarbátnum Húna II, í nýja hafnsögubátn- um Hamar og jafnvel fleiri bát- um. Samþykkt Sjómanna- dagsráðs Reykjavíkur breytir engu Karel sagði að samþykkt sjó- mannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á dögunum, þar sem ákveðið var að óska ekki eftir því við sjávarútvegs- ráðherra og fulltrúa útgerðar- manna að flytja ávörp á sjó- mannadaginn ættu ekkert við um hátíðahöldin í Hafnarfirði, sem haldin hefðu verið með sjálfstæðum hætti áratugum saman. Útvegsmenn í Hafnar- firði hefðu ekki flutt ávörp á sjómannadeginum í Hafnar- firði síðustu 3–4 ár, þó leitað hafi verið eftir því við þá, og sjávarútvegsráðherra hefði aldrei flutt ávarp á sjómanna- deginum í Hafnarfirði. Karel sagði að við hátíða- höldin á sjómannadaginn myndi fulltrúi sjómanna flytja ávarp, auk fulltrúa frá kvenna- deildinni Hraunprýði og for- manns hafnarstjórnar. Sjó- menn yrðu heiðraðir og þyrlan myndi koma, auk listflugs og fleira. Um kvöldið yrði síðan hóf á Hótel Sögu, eins og verið hefði. „Við Hafnfirðingar höldum okkar sjómannadag á hefð- bundinn hátt með glæsibrag,“ sagði Karel að lokum. Sjómannadagurinn í Hafnarfirði Hátíða- höldin með hefð- bundnum hætti SPELLVIRKI voru unnin á gömlu Seljavallalauginni undir Eyjafjöllum um helgina. Nýbúið var að mála laugina og vinna á henni endurbætur þegar hópur drukkinna ungmenna olli skemmdum á henni. Búið var að mála klefa og laugina sjálfa og var málningin ekki þornuð þegar hópur- inn kom að lauginni. Þegar að var komið á sunnudagsmorgun var búið að bera málningu um alla laug og um klefa og brjóta klæðningu í einum þeirra. Búið var að mála laugina, sem er ekki lengur í notkun, með kalkmálningu en veitt var vatni í hana í nótt og í morgun var eins metra hátt vatn öðrum megin í henni. Talið er að tjón af völdum um- gangs og drykkjuskapar ungmenn- anna nemi tugum þúsunda króna. Einn maður fannst sofandi við sund- laugina um morguninn, en búið er að handtaka fjögur ungmenni, um tví- tugt, til viðbótar. Gert er ráð fyrir að fleiri ungmenni tengist málinu en það er í rannsókn lögreglunnar á Hvolsvelli. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var um aðkomufólk að ræða. Ungmennafélag Eyfellinga, sem reisti laugina, hefur kært málið til lögreglu. Hópur Eyfellinga hefur unnið að endurbótum á lauginni ár hvert til þess að varðveita hana, en nokkuð er um að skemmdir séu unn- ar á henni. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands lét loka lauginni fyrir nokkrum árum, en laug var fyrst reist á þessum stað árið 1922, en þarna var fyrsta skyldunámskeiðið í sundi haldið. Nú- verandi útlit Seljavallarlaugar er hins vegar frá 1937. Skemmdir unnar á Seljavallalaug ÖÐRU Landsþingi Slysavarna- félagsins Landsbjargar var slitið á Akureyri um helgina en þingið stóð í tvo daga. Um 350 manns víðs vegar að af landinu sóttu þingið. Við upphaf þingsins var undirrit- aður samstarfssamningur milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og samgönguráðuneytisins en meg- inmarkmið hans er að stuðla að bættu öryggi íslenskra skipa og þeirra sem stjómennsku stunda. Það verður gert með því að tengja saman afl og kunnáttu Slysavarna- félagsins Landsbjargar og hina stjórnskipulegu ábyrgð og mark- miðssetningu ráðuneytisins. Á þinginu var samþykkt ályktun sem send var dómsmálaráðherra en þar segir að þingið vísi því til dóms- málaráðherra að hann beiti sér fyrir því að notkun öryggisbelta verði efld, bæði með því að útrýma undanþágum um notkun öryggis- belta og með því að gera löggæslu sýnilegri. Morgunblaðið/Kristján Um 350 fulltrúar víðs vegar að af landinu sátu landsþing Slysvarna- félagsins Landsbjargar í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Annað Landsþing Slysavarna- félagsins Landsbjargar Samningur um bætt öryggi íslenskra skipa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.