Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 9
HARALDUR Örn Ólafsson hóf
í gærmorgun göngu sína á
hæsta fjall N-Ameríku, Denali.
Með Haraldi í för er Guðmund-
ur Eyjólfsson sem á útmánuð-
um gekk frá Hornvík í Vopna-
fjörð eða frá strönd til
strandar.
Denali í Alaska er 6.194
metra hátt. Það er á 63. breidd-
argráðu. Innfæddir Inúítar
nefna fjallið Denali – eða hinn
mikla, en gullgrafarar sem leit-
uðu gæfunnar í Alaska á 19. öld
nefndu fjallið eftir forsetafram-
bjóðandanum William McKinl-
ey. Árið 1980 var nafninu form-
lega gefið nafnið Denali.
Denali er líklega kaldasta
fjall í heimi, þar er fimbulkuldi
og hríðarstormar algengir. Al-
gengt er að frost á fjallinu nái
50 gráðum á celcius. Fjall-
göngumenn hafa oft þurft að hí-
rast í tjöldum dögum og jafnvel
vikum saman vegna óveðurs og
kulda. Undanfarna daga og vik-
ur hafa veður verið fjallgöngu-
mönnum erfið og leiðangrar
tafist, en þegar Haraldur Örn
og Guðmundur komu á jökulinn
við rætur fjallsins í fyrradag
var veður hagstætt, sól og fal-
legt veður. Flogið var með þá
frá gullgrafaraþorpinu Talk-
eetna upp á Kahiltna-jökul í
2.200 metra hæð og gengu þeir
þaðan í fyrstu búðir, sem eru í
2.500 metra hæð.
Haraldur
Örn lagður
af stað á
Denali
MALARVINNSLAN hf. á Egils-
stöðum átti lægsta tilboðið í bygg-
ingu tveggja brúa á Upphéraðsvegi
innst á Fljótsdalshéraði rúmlega 211
milljónir kr. en kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæp-
ar 219 milljónir kr.
Brýrnar eru yfir Jökulsá og Gilsá.
Alls bárust sex tilboð í verkið. Það
hæsta hljóðaði upp á rúmar 273
milljónir kr. Að auki barst eitt frá-
vikstilboð, þar sem afhendingartími
er síðar en ráð er fyrir gert í útboðs-
gögnum, og hljóðaði það tilboð upp á
tæpar 209 milljónir kr.
208 milljónir
boðnar í
brýr á Upp-
héraðsvegi
Fallegar sumarpeysur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Brúðargjafir Söfnunarstell
Gjafakort Áletranir á glös
Bæja r l ind 1 -3 , s ím i 544 40 44
Mikið úrval af gluggatjaldaefnum
Skipholti 17a, sími 551 2323
Við ráðleggjum
og saumum fyrir þig
„Bodyforming“
sundbolir og
bikini með
aðhaldi.
Stórar og
litlar stærðir.
Lífstykkjabúðin
Laugavegi 4, sími 551 4473.
Póstsendum
Tölvunámskeið í sumar
Horfðu til framtíðar
Borgartúni 28 · Sími 561 6699
tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is
Fyrir unglinga 13 - 16 ára.
Heimasíðugerð 1
5. - 14. júní kl. 17:00 - 21:00
Heimasíðugerð 2
18. - 27. júní kl. 17:00 - 21:00
20 stunda námskeið fyrir börn á
aldrinum 6 - 8 ára og 9 - 12 ára.
5. - 8. júní
Bjóðum einnig upp á námskeið
fyrir eldri borgara !
Unglinganámskeið, 20 st. Námskeið fyrir börn
15 stunda námskeið:
PowerPoint, Publisher, Access 1,
Heimasíðug. 2, Excel frh,Word frh
60 stunda námskeið, 5 - 25 júní:
Hagnýtt tölvunám.
Kennaranámskeið
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
Opið virka daga kl. 10–18
Opið laugardaga kl. 10–14
20% afsláttur
Einnig stórar stærðir frá Elena - Miro - Sport
Bankastræti 14, sími 552 1555
Danskur sportlegur fatnaður
Ný sending — nýir litir
Gott verð
LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201
WWW.TEENO.COM
TEENO
– sérverslun – Fataprýði
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347.
Indónesía - Ný sumarlína
Falleg - frábrugðin og frábært verð
Sérhönnun. St. 42-56
Vönduð vasaúr með loki. Verðmæt tímamótagjöf.
Úrin eru fáanleg úr 18 karata gulli,18 karata gullhúð eða úr silfri.
Sjáum um áletrun.
Garðar Ólafsson úrsmiður,
Lækjartorgi, s. 551 0081.
VASAÚR MEÐ LOKI
Falleg úr við íslenska hátíðarbúninginn
Tilvalin útskriftargjöf
Verð frá kr. 4.620.
Bókavarðan Antikvariat,
Vesturgötu 17, sími 552 9720.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-6, Kjósarmenn, Ættir Austfirðinga
komplet, Eyfirskar sagnir 1-3 innbundið, Árbók Ferðafélagsins 1928-
1962 frumprent í bandi, ýmsar Íslendingasagnaútgáfur, Vestfirskar
sagnir 1-3 innb. skinnband, Iðunn, Almanak Ólafs Þorgeirssonar
komplet, Landið þitt Ísland í öskju, Skagfirskar sagnir.
Gott úrval bóka í versluninni um þessar mundir.
TIL SÖLU EFTIRTALIN RIT:
sagan@simnet.is
OPIÐ Í DAG, LAUGARDAG FRÁ KL. 12-17
OPIÐ Á MORGUN, SUNNUDAG, 13-17