Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 62
FRÉTTIR 62 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐFARANÓTT sunnudags voru þrír 17 ára piltar handteknir en þeir höfðu ógnað fólki með hnífi. Piltarnir veittu mótspyrnu við handtöku og höfðu í frammi hót- anir við lögreglumenn og fjöl- skyldur þeirra. Piltarnir viður- kenndu að hafa ætlað að ræna einhvern. Áhöld fundust til fíkni- efnaneyslu. Bifreið mældist á 117 km hraða á Geirsgötu skömmu eftir mið- nætti á mánudag. Hámarkshraði þar er 50 km/klst. Ökumaðurinn sá á eftir ökuskírteini sínu. Lögreglan handtók 24 ára karl- mann eftir að hann stakk vakt- mann á hóteli með sprautunál. Talið er að maðurinn hafi ætlað að ræna fjármunum á staðnum. Hann mundi lítið eftir atburða- rásinni vegna ástands. Maðurinn var tvívegis handtekinn í síðustu viku vegna aðildar að vopnuðum ránum. Tvær konur um þrítugt voru fluttar á lögreglustöð til yfir- heyrslu aðfaranótt laugardags eftir að ýmis skilríki og nokkrir farsímar fundust í fórum þeirra. Konurnar gátu ekki gefið viðhlít- andi skýringar á hlutunum. Tveir voru handteknir vegna innbrots í húsnæði í Nauthólsvík, annar 15 ára piltur og hinn 22 ára karlmaður. Þeir voru þá búnir að tína til áfengi sem þeir hugðust hafa með sér á brott. Barnavernd- aryfirvöldum var gert viðvart þar sem ekki náðist í foreldra piltsins. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á veitingastað í mið- bænum eftir að ætluð fíkniefni fundust á honum. Lögreglu var tilkynnt um fjóra pilta sem voru að fjarlægja tæki í miðbænum sem tilheyrðu verk- tökum sem vinna að framkvæmd- um þar. Tveir piltanna hlupu á brott er lögreglan kom en tveir þeirra veittust að lögreglunni. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Lögreglumenn urðu að fá að- stoð lásasmiðs til að fara inn í vinnustofu við Álafossveg skömmu eftir miðnætti á laugar- dag. Húsráðandi hafði skilið eftir hljómflutningstæki sín á miklum styrk þannig að nágrannar gátu ekki fest svefn. Vísað úr Paradísardal Mikill fjöldi ungmenna safnað- ist saman í Paradísardal ofan við Rauðavatn á föstudagskvöldið. Lögreglan ásamt ýmsum öðrum hafði eftirlit með svæðinu og hellti niður áfengi þar sem það fannst og þeim sem ekki höfðu aldur til dvalar var vísað heim. Þremur ungmennum var ekið heim til for- eldra eftir að lögregla hafði af- skipti af þeim í Elliðaárdalnum. Fjórar rúður voru brotnar í skólahúsnæði í Árbænum og einn- ig voru brotnar rúður í skólahús- næði í Breiðholti. Höfð voru afskipti af fertugum manni sem var að skjóta upp flug- eldum í Breiðholti. Einungis er heimilt að skjóta upp flugeldum með sérstöku leyfi lögreglustjóra nema um áramót. Lögreglumenn urðu að hand- taka 22 ára karlmann í Tryggva- götu á sunnudagsmorgun fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Lögreglan var á leið að aðstoða slasaða konu og var sjúkralið einnig með í för. Nota varð mace- úða til yfirbuga manninn og reyndu þá tveir félagar hans að frelsa hann úr höndum lögreglu. Úr dagbók lögreglu 17 ára piltar ógnuðu fólki með hnífi 25.–28. maí SJÓVÁ-ALMENNAR og Bindind- isfélag ökumanna stóðu fyrir Öku- leikni fyrir leigubílstjóra í sam- starfi við Hreyfil og Bæjarleiðir í maímánuði. „Mikið hefur verið rætt um ör- yggismál hjá leigubílstjórum og mikill áhugi á að auka það enn frekar og var ökuleiknin liður í því að vekja menn til umhusunar um þá ábyrgð sem fylgir því að stunda leiguakstur, bæði með þekkingu á lögum og reglum og með öruggum akstri,“ segir í fréttatilkynningu. Keppnin var fjölbreytt og voru þrautirnar í takt við starf bílstjór- ans. Ein þeirra var að koma 10 töskum fyrir í farangursrými á VW Passat skutbíl. Þremur bílstjórum tókst hið næstum ógerlega að koma þeim öllum fyrir. Þær þrautir sem mest reyndu á bílstjórana var að aka í gegnum þröngt hlið og bakka síðan bílnum í þröngt stæði með aðra höndina óvirka. Þeir héldu á spaða með vatnsglasi á og máttu ekki hella niður. Þessi þraut var notuð sem dæmi um mikilvægi þess að hafa báðar hendur á stýri og vildu bíl- stjórarnir sérstaklega benda á far- símanotkun í því sambandi og um leið að minna á að ný lög hafa verið sett um skyldunotkun á hand- frjálsum búnaði við akstur. Sig- urvegarinn varð Gunnar Ang- antýsson og ók hann af miklu öryggi alla brautina auk þess sem hann var með allar umferðarspurn- ingar réttar. Ökuleiknikeppni leigubílstjóra Handfrjáls farsíma- búnaður fari í alla bíla FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA kirkj- unnar og Reykjavíkurprófastsdæm- in efna til námskeiðs, sem einkum er ætlað verðandi brúðhjónum. Ætlunin er að vera nokkuð á léttum nótum á faglegum grunni. Nám- skeiðið er bæði hugsað sem und- irbúningur fyrir hjónavígslu í kirkju og fyrir hjónabandið sjálft. Á námskeiðinu fjalla fjölskyldufræð- ingarnir Elísabet Berta Bjarnadótt- ir félagsráðgjafi um hjónabands- samninginn og Benedikt Jóhannsson sálfræðingur um góðar samræður, sr. Sigurður Arnarson ræðir um hjónavígsluna og þýðingu hennar, Jón Stefánsson organisti kynnir brúðkaupstónlist og Gunnar Hanssson leikari spinnur svolítið um efni námskeiðsins. Námskeiðs- gjald er 1000 kr. á hjónaefni. Nám- skeiðið fer fram í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 29. maí kl 19:30–22:30. Væntanleg brúðhjón geta skráð sig í kirkjunni í síma 587-9070, eða bara mætt. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14. Bæna- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádeg- isverður á vægu verði eftir stund- ina. Samvera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Kl. 6.45–7.05 Morgunbænir. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Tónlistarandakt kl. 12:00. Arna Kristín Einarsdóttir leikur einleik á flautu. Tónleikar kl. 20:00. Das Orchester Damals und Heute frá Köln. Stjórnandi Michael Willens. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45–7:05. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 21:00. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjón- usta kl. 21:30 í umsjá Bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12:00. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Göngustund. Á þriðjudögum kl. 10:30 er lagt af stað frá Fella- og Hólakirkju í göngu í umsjón Lilju G. Hallgríms- dóttur djákna. Gangan er ætluð fólki á öllum aldri. Á eftir er boðið upp á djús eða kaffi í safnaðarheim- ilinu. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10:00–12:00 í safnaðar- heimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Op- ið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Kaffi á könnunni. Hægt að grípa í spil, rabba saman og yfirleitt að hitta mann og annan í góðu tómi. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10–12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK Kirkjuprakkarar 7–9 ára eiga góða stund með Sig- urlínu og hressum leiðtogum sem ætla að athuga hvað hægt er að finna út úr ruslinu á Eyjunni. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Kaþólska kirkjan Reykjavík – Dómkirkja Krists Konungs: Föstudaginn 1. júní – til- beiðslustund að kvöldmessu lokinni (til kl. 19.15). 3. júní: Hvítasunnu- dagur: Biskupsmessa kl. 10.30, söfnun fyrir landið helga. Messa kl. 18.00 á ensku. Reykjavík – Maríukirkja við Rauf- arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún: Sunnudagar: Messa kl. 17.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Miðvikudagur: Messa kl. 18.30. 1. júní: Tilbeiðslustund kl. 17.30, messa kl. 18.30. 3. júní: Hvítasunnudagur: Bænastund kl. 10.00 til heiðurs heil- ögu hjarta Jesú. Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga : Messa kl. 8.30. Alla virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Flateyri Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Péturskirkja, Eyrar- landsvegi 26: Laugardaga: messa kl. 18.00. Námskeið ætlað verðandi brúðhjónum Fella- og Hólakirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.