Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Pajero GLS 3200 turbo diesel, 5 dyra, sjálfskiptur, nýskráður 25.05.2000, ekinn 24.000 km, leðurinnrétting, sól- lúga, álfelgur. Ásett verð 4.250.000 km. UM klukkustund leið frá því sprengjuhótunin fannst um borð í júmbó-þotu United Airlines þar til vélin lenti á Keflavíkurflugvelli. Farþegum um borð í vélinni var ekki sagt frá hótuninni en var þess í stað tjáð að vélin þyrfti að lenda á Íslandi þar sem einhver um borð þyrfti á læknishjálp að halda. Mark og Margaret Yackel-Juleen sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær að allir um borð hefðu haldið ró sinni eftir að flugstjórinn las upp til- kynningu um að vélinni hefði verið snúið til Íslands. „Skömmu áður en við lentum kom tilkynning um að allir yrðu skilja persónulega muni eftir í vélinni og að fólk þyrfti að yf- irgefa vélina hratt en skipulega.“ Þá rann upp fyrir honum og eig- inkonu hans, Margaret, að ástæðan fyrir því að vélinni var snúið til Ís- lands væri önnur en sú að útvega læknishjálp. Þegar þau sáu slökkvi- liðsbílana við flugbrautina og hina miklu öryggisgæslu töldu þau að eitthvað hlyti að vera að vélinni. Að þeirra sögn héldu þó allir um borð ró sinni. Þau Thomas og Helga Berninger sögðu áhöfnina hafa staðið sig mjög vel. Þau hafi þó fljótlega gert sér grein fyrir því að eitthvað annað en veikindi lágu að baki þeirri ákvörð- un flugstjórans að snúa vélinni til Ís- lands. Áhöfnin hefði t.d. ekki óskað eftir því að læknir gæfi sig fram líkt og vaninn væri þegar einhver veikst í flugi. Þau Thomas og Helga voru ásamt tveimur börnum sínum á leið til Las Vegas í Bandaríkjunum en höfðu fyrir löngu misst af tengiflugi frá Chicago enda seinkaði brottför frá Frankfurt um hátt í fjórar klukkustundir. Þegar Morgunblaðið ræddi við þau var ekki ljóst hvenær þau myndu halda ferð sinni áfram. „Ég býst samt ekki við að verja sum- arfríinu í Reykjavík,“ sagði Thomas. Enginn undir grun Lögreglan á Keflavíkurflugvelli yfirheyrði áhöfn vélarinnar í gær en áhöfnin gat ekki bent á neinn sem hefði hagað sér grunsamlega. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, liggur enginn undir grun um að hafa skrifað hótunina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, óskaði í gær eftir því að fá vélina til Bandaríkj- anna sem fyrst til að stofnunin gæti haldið rannsókn áfram. „Þetta er bandarísk vél og það sem gerist um borð heyrir undir bandaríska refsi- lögsögu. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að gera viðeigandi örygg- isráðstafanir og tryggja að hugs- anleg sönnunargögn spillist ekki. Við látum þá síðan hafa þau gögn sem við höfum,“ segir Jóhann. Jóhann segir að í gærkvöldi hafi áhöfnin greitt um það atkvæði hvort þau treystu sér til að flúgja vélinni áfram áður en fullkomin en tíma- frek sprengjuleit væri framkvæmd. Áhöfnin neitaði að fljúgja áfram með 11 atkvæðum gegn sjö. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvenær vélinni yrði flogið til Bandaríkjanna. Sprengjuhótun um borð í flugvél með 321 farþega innanborðs Farþegum sagt að einhver um borð þyrfti læknishjálp Morgunblaðið/RAX Thomas, Steffen, Julia og Helga Berninger voru á leið til Las Vegas. Morgunblaðið/RAX Margaret og Mark Yackel-Juleen ásamt Elizabeth, Andrew og Elia. FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, fékk í gær áheyrn hjá Haraldi Nor- egskonungi í Ósló en opinberri heim- sókn forsetans lýkur í dag. Einnig ræddi Halldór við Jens Stoltenberg forsætisráðherra og Thorbjørn Jagl- and utanríkisráðherra. Sagði Halldór að þeir hefðu lagt áherslu á að sam- skipti þjóðanna væru góð enda byggðust þau á gömlum grunni. „Konungur er mikill Íslandsvinur og viðkunnanlegur maður. Ég ræddi einnig lítillega við Jagland utanríkis- ráðherra og Stoltenberg forsætisráð- herra um helstu mál sem nú eru á döfinni og ljóst er að þeir hafa áhuga á að vita hvað við erum að hugsa um Evrópumálin. Einnig var athyglis- vert að heyra hvað Stoltenberg var áhugasamur um Íslenska erfðagrein- ingu. Ég tók hvalveiðimálið upp við Stoltenberg en af því var fátt nýtt að frétta. Línur hafa ekki skýrst um það hvort Japanir muni kaupa hvalspik af Norðmönnum en áfram er unnið að málinu og þeir gera sér vonir um að það muni ganga fram.“ Halldór skoðaði ásamt eiginkonu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, og fylgdarliði sögustaði í Bergen og Gulaþingi á laugardag og sunnudag í fylgd prófessora við Bergen-háskóla. Sagði hann það hafa verið afar skemmtilegt enda tengjast vestur- héruð Noregs sögu landnámsins hér á Íslandi meira en aðrir landshlutar. „Segja má að hápunkturinn hafi verið að heimsækja Gulaþing. Sjálfur þingstaðurinn er innst í firði er nefn- ist Eyvindarvík. Prófessor Knut Helle útskýrði fyrir okkur kennileiti og ýmsar minjar. Þarna stendur steinkross sem menn vita ekki hversu gamall er, hann gæti jafnvel verið frá dögum Hákonar Aðalsteinsfóstra. Og gegnt þingstaðnum sáum við hæðirn- ar þar sem Egill Skallagrímsson fór um þegar hann flúði reiði konungs. Þarna eru skógi vaxnar hlíðar og krossinn er uppi í brekkunni en fyrir neðan fallegar flatir þar sem mann- fjöldinn hefur staðið. Síðan skoðuðum við gamla bryggjuhverfið í Bergen, meðal ann- ars Rosenkrantz-turninn sem reistur var á dögum Magnúsar lagabætis og Hákonarsalinn sem er frá tímum Hákonar gamla og Hansa-safnið. Skammt frá borginni var bústaður Hrafnaflóka. Hvarvetna blasa við söguslóðir sem við þekkjum ýmist úr Heimskringlu Snorra, Egilssögu eða Sverrissögu. Maður hét sjálfum sér að koma aftur til Björgvinjar og gefa sér þá betri tíma, halda áfram eftir ströndinni norður til Þrándheims.“ Hann sagði marga viðmælendur sína þekkja vel kunnuga Egilssögu og þeir sýni Snorra Sturlusyni sóma. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í heimsókn í Noregi Ræddi við Harald Noregskonung Scanpix Haraldur Noregskonungur tekur á móti Halldóri Blöndal í gær. JARÐSKJÁFTAHRINA hófst fyr- ir norðan land seinnihluta sunnu- dagsins og stóð enn í gærdag, sam- kvæmt upplýsingum jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands, en þá höfðu orðið um fimmtíu smáskjálftar á svæði sem liggur mitt á milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Vigfús Eyjólfsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði að jarð- skjálftar væru ekki óalgengir á þessu svæði. Upptök skjálftanna væru um 40 kílómetra norðnorð- vestur af Grímsey. Jarðskjálfta- hrinan hefði hafist um fimmleytið á sunnudag og hafist síðan aftur um hádegið í gær. Samanlagt hefðu lík- lega orðið um fimmtíu skjálftar á svæðinu af stærðinni 1,5 til 3,0 á Richter-kvarða. Skjálftarnir væru það langt frá landi að smæstu skjálftana vantaði inn í mælingarn- ar, þannig að skjálftarnir væru lík- lega fleiri en þetta ef allt hefði mælst. 50 smá- skjálftar norður af Grímsey SJÖ ára drengur slapp vel þegar hann varð fyrir bíl á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Óhappið átti sér stað til móts við bensínstöð ESSO á Lækj- argötu rétt fyrir klukkan átta. Drengurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla segir að hann hafi sloppið tiltölulega vel. Sjö ára dreng- ur fyrir bíl ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Reykjavík hefur hafið rannsókn á því, hvort nekt- ardansmeyjar séu hvattar til að stunda vændi á nektardansstaðn- um Bóhem við Grensásveg í Reykjavík. Í síðustu viku leituðu fjórar eistneskar nektardans- meyjar til lögreglu og sögðu að rekstaraðilar staðarins hefðu óbeint hvatt þær til að stunda vændi til að drýgja umsamin mán- aðarlaun. Þá létu þær að því liggja að vændi væri stundað á staðnum. Ingimundur Einarsson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, segir að rannsókn lögreglu sé á frumstigi. Í viðtali við dönsku nektardans- meyna Mariu Fisker sem birtist á netútgáfu danska Extra-blaðsins á sunnudag segir hún að fjöldi vændiskvenna starfi á nektar- dansstaðnum Bóhem. Leituðu eftir aðstoð sendiráðsins Þegar hún og vinkona hennar hafi neitað að stunda vændi, hafi framkvæmdastjórinn orðið undr- andi. Eftir að stúlkurnar höfðu dansað á Bóhem í þrjá daga til- kynntu þær um málið til lögreglu og höfðu jafnframt samband við danska sendiráðið, sem útvegaði þeim farmiða aftur til Danmerk- ur. Í viðtalinu kemur fram að Maria kom ásamt vinkonu sinni til Íslands í mars og ætluðu þær að dansa á Bóhem í einn mánuð. Maria segist áður hafa dansað hér á landi. Launin séu betri hér held- ur en í Danmörku. Meðallaun nektardansmeyjar séu um 30.000 danskar krónur eða um 350.000 íslenskar krónur. Veiti stúlkurnar kynferðislega þjónustu rjúki mán- aðarlaunin hins vegar upp í rúm- lega eina milljón íslenskra króna. Maria er fyrrum Danmerkur- meistari í nektardansi og hefur unnið við fagið í um átta ár. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Bóhem í gær. Segja að hvatt sé til vændis á Bóhem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.