Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ OPINBER heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Suður- fjarða í Suður-Múlasýslu hófst í gær- morgun á Reyðarfirði þar sem Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður, ásamt sveitastjórum Breiðdals-, Stöðvar- og Búðahrepps og Friðmari Gunn- arssyni, oddvita Fáskrúðsfjarð- arhrepps, tóku á móti forseta og fylgdarliði. Frá Reyðarfirði var haldið að Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði þar sem Ingigerður Jónsdóttir formaður sóknarnefndar og Carlos Ari Ferrer sóknarprestur sýndu kirkjuna og greindu frá ríkri sögu þessarar gömlu kirkju og staðarins. Grunn- skóli Fáskrúðsfjarðar var því næst heimsóttur þar sem kennarar og nemendur skólans og leikskólans tóku með virktum á móti forsetanum. Nemendurnir hafa í vetur unnið að margvíslegum myndlistarverkefnum þar sem innblástur og efniviður er sóttur í þjóðsögurnar og náttúru fjarðarins og vöktu verkin athygli gestanna. Því næst var litið í heim- sókn til vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra í Uppsölum. Forsetinn skoðaði einnig Loðnu- bræðsluna á Fáskrúðsfirði undir leið- sögn Gísla Jónatanssonar kaup- félagsstjóra og Magnúsar Ásgrímssonar framkvæmdastjóra. Færeyskir togarar hafa verið á kol- munnaveiðum síðustu vikur og land- að á Fáskrúðsfirði. Það sem af er vori hefur fimmtán þúsund tonnum af kol- munna verið landað og var vinnsla því í fullum gangi í verksmiðjunni í gær. Loðnubræðslan er mikið tölvu- vædd og kemur mannshöndin lítið nærri en Magnús sagði verksmiðjuna skapa undirstöðu þess að hægt sé að vinna síld og loðnu til manneldis en sú vinna skapi mörg störf. Sakir góðra hafnarskilyrða á Fáskrúðsfirði sækja sjómenn nú sem fyrr í að landa úr skipum sínum í höfninni. Franskir sjómenn settu sem kunn- ugt er sterkan svip á bæjarlífið þar sem Fáskrúðsfjörður var aðal- bækistöð þeirra á Íslandi frá miðri 19. öld til ársins 1914 og voru á þeim blómatíma allt að 5000 menn að veið- um í einu og segl hundruða franskra skútna blöktu á firðinum. Gestirnir fengu að skyggnast inn í samtvinnaða sögu Íslendinga og Frakka í heim- sókn í Templarann þar sem Albert Eiríksson leiddi gesti um sýninguna Fransmenn á Íslandi. Þar er að finna fjölmarga muni sem tengjast Frans- mönnunum en margar skútur strönd- uðu við Ísland og voru þá að sögn Al- berts haldin uppboð á góssinu. Gott að alast upp í sjávarplássi Frá Fáskrúðsfirði var haldið yfir í Stöðvarfjarðarhrepp þar sem hreppsnefndin tók á móti forseta og fylgdarliði. Við Grunnskóla Stöðv- arhrepps beið forsetans fánaborg og bros á andliti hvers nemenda en börn frá leikskólanum Balaborg komu einnig í skólann til að hitta forsetann. Ólafur Ragnar sagði börnunum að honum hefði alltaf þótt það mikil gæfa að hafa alist upp í sjávarplássi í miklum tengslum við sjóinn og at- vinnulífið þar sem samheldni íbúanna væri eftirtektarverð. Forsetinn lagði í heimsókn sinni ríka áherslu á að menntun og mann- auður væri mikilvægasta fjárfesting hverrar þjóðar sem þyrfti að hlú að. Hann sagði einnig að þótt íbúum kynni að finnast á brattann að sækja í atvinnumálum þá sæi hann þrótt og dug í byggðarlögunum á Aust- fjörðum. Fyrirtækið SMS-fjarvinnsla var því næst heimsótt en það hefur verið starfrækt um tveggja ára skeið þar sem 10 starfsmenn vinna við síma- sölu. Starfsemin hefur reynst lyfti- stöng fyrir atvinnulífið í þessu 268 manna byggðarlagi. Sólrún Friðriks- dóttir leirlistakona og Richard Valt- ingojer grafíker eru einnig með eigin atvinnurekstur í myndlistargalleríi sínu Gallerí Snærós sem var næsti viðkomustaður. Þau fluttu til Stöðv- arfjarðar árið 1985 og stofnuðu gall- eríið þremur árum síðar og var það þá fyrsta gallerí utan höfuðborg- arsvæðisins og Akureyrar. Richard sýndi gestum grafíkpressu sem hann hannaði en slíkar pressur eru nú smíðaðar á Stöðvarfirði og notaðar við myndlistarkennslu víða um land. Í galleríinu eru eingöngu verk lista- mannanna tveggja til sýnis. Skoðaði steinasafnið á Stöðvarfirði Forsetinn og fylgdarlið skoðaði gömlu sóknarkirkjuna í Stöðvarfirði þar sem séra Gunnlaugur Stefánsson rakti þætti úr sögu hennar sem nær allt aftur til ársins 1879. Kirkjan var afhelguð eftir að ný kirkja var vígð og henni breytt í gististað undir stjórn eigenda hússins, þeirra Birgis Al- bertssonar og Ingibjargar Eyþórs- dóttur. Heill ævintýraheimur beið svo gestanna á næsta viðkomustað, Steinasafni Petru á Stöðvarfirði. Petra tók sjálf á móti gestum líkt og hún er vön og sýndi þeim safnið sem telur ógrynnin öll af fallegum stein- um sem Petra hefur safnað á lífsleið- inni. Sérhver steinn er lítið listaverk náttúrunnar og er haganlega fyrir komið í sýningarskápum inni á heim- ili Petru og í garðinum. Það stirndi á hvert litbrigði steinanna í rigning- arúðanum í gær og sagðist Petra að- spurð varla geta gert upp á milli hver þeirra henni þætti fallegastur. „Uppáhaldssteinninn minn er reyndar úti í garði en hinir eru líka ósköp ágætir. En það get ég sagt fyr- ir satt að flestir sem vettlingi geta valdið hafa hjálpað til við söfnunina, meira að segja heimiliskötturinn sem dró eitt sinn keldusvín heim að dyr- um,“ sagði Petra og kvað samhjálp- ina ríka í samfélaginu. Spurð hvort ekki væri senn komið nóg af steinum svaraði Petra neitandi, hún ætti eftir að finna mikið meira nýtt, það eina sem hægt væri að kvarta yfir væri burðurinn heim í hlað en söfn- unarferðir Petru skipta eflaust þús- undum og steinarnir tonnum enda byrjaði hún að safna þegar í barn- æsku og kvaðst því fegnust að engum hefði dottið í hug að fleygja safninu hennar. Fjölskylduhátíð Frá Stöðvarfirði var ekið á Breið- dalsvík þar sem hreppsnefndin tók á móti forseta og fylgdarliði. Dagvist aldraðra í Hrauntúni var heimsótt og kvöldverður því næst snæddur á Hótel Bláfelli þar sem Rúnar Björg- vinsson sveitarstjóri flutti ávarp. Að kveldi dags var svo boðið til veg- legrar fjölskylduhátíðar fyrir íbúa Fáskrúðsfjarðarhrepps, Búða, Stöðv- arfjarðar og Breiðdalsvíkur í íþrótta- húsinu á Stöðvarfirði þar sem fjöl- breytt dagskrá var á boðstólum. Ólafur Ragnar ávarpaði fjölsótta samkomuna og þakkaði hlýjar mót- tókur og skemmtilega dagskrá. Lars Gunnarsson oddviti og sr. Gunn- laugur Stefánsson fluttu einnig ávörp. Samkór Suðurfjarða flutti söngdagskrá og nemendur úr tónlist- arskólum byggðarlaganna sáu um fjölbreyttan tónlistarflutning við góð- an róm viðstaddra. Morgunblaðið/GolliHlýtt á tónlist í Grunnskólanum á Stöðvarfirði. Þróttur og dugur í byggð- arlögunum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er núna í tveggja daga heimsókn á Austur- landi. Í gær heimsótti hann Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Fyrsti viðkomustaðurinn var kirkjan á Kolfreyjustað við Fáskrúðsfjörð. Með forsetanum og heitkonu hans er Carlos Ari Ferrer sóknarprestur. Petra Sveinsdóttir sýnir forsetanum og heitkonu hans steinana í steina- garði sínum á Stöðvarfirði. Opinber heimsókn forseta Íslands í Suður-Múlasýslu SMÁBÁT með tveimur mönnum inn- anborðs rak á land í Fáskrúðsfirði í gærmorgun, eftir að grásleppunet flækist í skrúfunni með þeim afleið- ingum að báturinn slóst utan í klett og skrúfan brotnaði af. Hermann Steins- son, eigandi Eddu SU-253, segir þá hafa verið að draga upp net skammt undan landi við klappir þegar netið fór aftur fyrir bátinn og flæktist þar í skrúfunni og báturinn varð stjórnlaus eftir að skrúfan brotnaði af við áreksturinn við klettinn. Að sögn Hermanns stökk félagi hans, Agnar Sveinsson, í land á klapp- irnar en sjálfur beið hann í bátnum sem rak hægt og rólega inn í vík þar rétt hjá. Þegar báturinn kenndi lands stökk Hermann út fyrir og óð í land og þeir félagar settu utan á bátinn belgi til að verja hann fjörugrjótinu. „Ég hringdi á bát til að láta draga okkur, en báturinn var strandaður og það var farið að fjara það mikið undan honum að ég þorði ekki að láta draga hann. Síðan biðum við eftir flóðinu og fórum heim í millitíðinni áður en við náðum í hann.“ Að sögn Hermanns er báturinn lít- ið skemmdur og telur hann þá ekki hafa verið í umtalsverðri hættu svo nálægt landi, en meiri hætta hefði getað verið á ferðum hefði slíkt gerst fyrir utan land. „Hérna geta menn alls staðar með góðu móti stokkið í land.“ Rak á land þegar net festist í skrúfu NÝTT sendiráð Íslands í Austurríki var formlega opnað í Vín í gær þar sem áður voru húsakynni fastanefnd- ar Íslands hjá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, ÖSE, og stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar í borg. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra var viðstaddur opnunina og stóð fyrir móttöku. Þangað var boðið fulltrúum erlendra ríkja ásamt Íslendingum bú- settum í Vín og fulltrúum austurrísks viðskipta- og menningarlífs. Í ávarpi Halldórs við opnunina lagði hann áherslu á hvað samskipti Íslands og Austurríkis hefðu verið traust í gegnum tíðina, ekki síst á menningar- og vísindasviði. Hann sagði austurríska ferðamenn á Ís- landi trygga en alls kæmu hingað um fjögur þúsund manns frá Austurríki ár hvert. Einnig lagði utanríkisráðherra áherslu á það hlutverk sem Austur- ríki ætlaði sér í Evrópusambandinu og við stækkun þess til austurs og jafnvel suðurs. Landfræðilega væri sendiráðið í Vín vel í sveit sett og mik- ilvægt fyrir íslenska utanríkisþjón- ustu. Ísland vel kynnt Þórður Ægir Óskarsson er sendi- herra nýja sendiráðsins í Vín og af- henti hann forseta Austurríkis, Thomas Klestil, trúnaðarbréf sitt 7. maí síðastliðinn. Þórður hefur frá vormánuðum 1999 verið fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE og stofnunum SÞ í Vín og þar áður var hann skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins í Reykjavík. Hann hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 1988. Auk Þórðar eru tveir starfsmenn sendiráðsins í Vín, þau Emil Breki Hreggviðsson sendiráðs- ritari og Sigrún Andrésdóttir ritari. Þórður sagði við Morgunblaðið að sendiráðið hefði ýmsum hnöppum að hneppa og landið væri vel kynnt í Austurríki. Starfrækt er Íslendinga- félag í Vín þar sem um 100 manns eru skráðir og íslenskt-austurrískt vin- áttufélag telur um 300 meðlimi. Með- al næstu verkefna sendiráðsins er að- stoð við heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í nágrenni Vínarborgar í ágúst nk. Nýtt sendi- ráð Íslands opnað í Austurríki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.