Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 29

Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 29
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 29 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár i G un na rs so n / 05 . 2 00 1 Ármúla 40 • Sími: 553 5320 • www.markid.is RO CES, FYRIR TÆKI Í FOR YSTU Í ÞRÓ UN BE TRI OG ÞÆG ILEGR I LÍNU SKAU TA Mar gar ge rðir, v erð fr á kr. 8 .900-nútím a heils urækt o g útive ra ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og ABEC legur. Stærðir 30-35 og 36-40 Verð kr. 9.990 SPEEDENT barna og fullorðins línuskautar. Ódýrir, góðir skautar með mjúkum dekkjum á góðu verði. Stærðir 33-43 Verð kr. 5.700 Varahlutir og viðgerðaþjónusta 5% staðgreiðsluafsláttur LONDON Mjög vandaðir fullorðinsskautar á frábæru verði. Ál hjólastell, 78A dekk, ABEC 5 legur. Verð aðeins kr. 13.900 Æ fleiri í síldina í „smugunni“ Í GÆR voru níu íslenskir síldarbátar að veiðum úr norsk-íslenska síldar- stofninum í „síldarsmugunni“ milli Jan Mayen og Noregs og nokkrir á leiðinni en veiði hefur glæðst þarna undanfarna sólarhringa. Hins vegar hefur kolmunnaveiði milli Íslands og Færeyja verið dræm að undanförnu og kolmunnaskip farin að huga að síldveiðum úr norsk-íslenska stofnin- um. Gert er ráð fyrir að Beitir NK landi um 200 tonnum af síld í vinnslu í Nor- egi í dag. Á rúmri viku eða síðan sl. mánudag, hefur hann landað þrisvar í norsk verksmiðjuskip, en mun betra verð fæst fyrir síldina í landi. Samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldunni voru Júpiter, Gullberg, Grindvíkingur, Þórshamar, Víkingur, Vilhelm Þorsteinsson, Ant- ares og Jóna Eðvalds líka í „smug- unni“ í gær. Síld til Eskifjarðar? Ágætis kolmunnaveiði var fyrir sunnan Færeyjar í liðinni viku en hún hefur dottið niður. Nokkur íslensk skip hafa verið í Rósagarðinum á milli Íslands og Færeyja að undanförnu en veiði hefur verið dræm. Hólmaborg með slatta og Jón Kjartansson með um 500 tonn eru á landleið og eru væntanleg til Eskifjarðar í dag til að landa og taka síldarnætur fyrir „smuguna, en Bjarni Ólafsson og Sunnubergið hafa líka verið í kol- munnanum. Færeyska skipið Krónborgin land- aði um 2.500 tonnum af kolmunna á Eskifirði í fyrrinótt og Guðrún Þor- kelsdóttir kom þangað með um 17 tonn af rækju í gær. Elfar Aðalsteins- son, forstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., segir að þótt um tveggja sólarhringa sigling sé í „smuguna“ komi vel til greina að Hólmaborg og Jón Kjartansson landi síld á Eskifirði, því mjög mikilvægt sé að halda dampi. Sjómannaverkfallið hafi farið mjög illa með fyrirtækin og vinnslan sé ekki almennilega komin í gang aft- ur þó hjólin séu byrjuð að snúast. Því verði það skoðað gaumgæfilega að láta skipin landa heima. Gott verð fá- ist fyrir gott mjöl og verð á heilfrystri síld og síldarflökum sé mjög hátt og hafi hækkað mikið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.