Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Louisa Matthíasdóttir 1917-2000.
Úr Reykjavík 75x55. © Erfingjar/Myndstef
Búnaðarbankans
Listgluggi
www.bi.is
SVARTFUGL er seldur í tonnatali
á fiskmörkuðum þrátt fyrir bann við
sölu hans í lögum. Einar Karl Har-
aldsson, varaformaður Skotveiði-
félags Íslands, hefur á undanförnum
árum lagt fram kærur til lögreglu
vegna netaveiða á svartfugli og sölu
hans. Eitt lögregluumdæmi hefur
lagt kærumál þess efnis fyrir ríkis-
saksóknara.
Samkvæmt upplýsingum Íslands-
markaðar nam sala á svartfugli
mest 25 tonnum árið 1998 og 12
tonnum 1997. Árið 1999 nam salan
10 tonnum. Það sem af er þessu ári
hafa rúm 5 tonn verið seld. Er fugl-
inn seldur þrátt fyrir bann við sölu
hans í lögum um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum. Í 9. gr. laganna segir
m.a. að fugla, sem drepast í netum
sem lögð eru til fiskveiða eða kópa-
veiða, megi hvorki bjóða til sölu,
selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.
Lifandi fugla skuli greiða úr neti og
sleppa.
Egill Jón Kristjánsson, formaður
Samtaka uppboðsmarkaða, segir að
sölu á svartfugli verði haldið áfram á
fiskmörkuðum þangað til þar til bær
yfirvöld stöðvi söluna.
Einfaldlega ólöglegt
Að sögn Einar Haraldssonar er á
allra vitorði að tugir þúsunda svart-
fugla séu veiddir í net árlega. „Veið-
in fer í gegnum fiskmarkaði. Þetta
er einfaldlega ólöglegt. Kærur hafa
verið lagðar fram hjá lögreglunni í
Reykjavík vegna sölu fiskmarkaða í
því skyni að reyna að stöðva sölu á
þessum ólöglega varningi. Eina
kæran sem hefur farið lengra en á
borð viðtakanda var hjá sýslumann-
inum í Keflavík sem fylgdi málinu
eftir, tók skýrslu og sendi ríkissak-
sóknara sem fékk málið í febrúar
2000.“
Einar segir það ekki frágangssök
þótt sjómenn fái svartfugl óviljandi í
net sín. Hann segist hins vegar hafa
heimildir fyrir því að sjómenn leggi
vísvitandi út net fyrir svartfugl.
„Menn hafa verið að safna saman
gömlum ýsunetum og notað þau við
svartfuglaveiðar og sagst vera á ut-
ankvótategund. Þetta er ekki mönn-
um sæmandi og þaðan af síður fisk-
mörkuðum sæmandi að taka þátt í
lögbrotum af þessu tagi.“
Að sögn Egils Jóns Kristjánsson-
ar hefur það ekki komið til álita að
setja fyrirvara á sölu svartfugls
þrátt fyrir bann þess efnis. Hann
segir fiskmarkaðina bæði verða við
beiðni sjómanna um að selja svart-
fugl, um leið og eftirspurn kaupenda
sé annað. Hann segir engan vafa
leika á því að fiskmarkaðir muni
halda áfram sölu svartfugls þangað
til þar til bær yfirvöld segja annað.
Í sölutölum fiskmarkaðanna er
svartfugl nú kallaður SV-bland en
ekki svartfugl eins og áður. Segir
Egill Jón að því sé ekki að neita að
menn vilji kalla hlutina öðrum nöfn-
um í ljósi þes að um ólöglega sölu er
að ræða.
Sölunni haldið áfram uns
yfirvöld grípa í taumana
Svartfugl seldur á fiskmörkuðum þrátt fyrir bann
ÞAU Helen Thompson og Julian
Penny reru kajökum sínum frá
Sandvík til Eskifjarðar í gær, en
þau hyggjast róa hringinn í kring-
um landið í sumar. Takist þeim ætl-
unarverk sitt verður Helen fyrsta
konan til að vinna þetta afrek. Með
þessu feta þau í fótspor landa sinna
frá Wales, þeirra Nigel Foster og
Jeff Hunter sem reru kajökum í
kringum landið árið 1977.
Helen og Julian lögðu af stað frá
Seyðisfirði á fimmtudag, en vegna
óhagstæðs veðurs þurftu þau að
gista þrjár nætur í Sandvík. Helen
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi að ölduhæðin í gær
hefði náð 6-8 metrum. „Þetta var
erfiður dagur. Ég held að við reyn-
um að forðast svona sjólag fram-
vegis því þetta var mjög erfitt.“
Helen býst við að ferðin fyrir Suð-
urland verði varasamasti leggur
ferðarinnar.
Aðspurð um hvernig hugmyndin
að Íslandsförinni kviknaði segir
Helen að kajakræðarar séu flestir
hrifnir af hringferðum. „Ísland
virtist því skemmtileg áskorun. Við
höfum reyndar verið að velta því
fyrir okkur upp á síðkastið af
hverju við völdum ekki hlýrri
stað.“
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Í kajökum þeirra Helenar Thompson og Julian Kenny eru vistir til 3–4 vikna.
Erfiður róður að baki en
varasamasti hlutinn eftir
Ætla að róa á kajak umhverfis Ísland á nokkrum vikum
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
lýsti því yfir á fundi nefndar sem
vinnur að undirbúningi tillögu fyrir
landsfund Sjálfstæðisflokksins um
velferðarmál og Samtaka eldri sjálf-
stæðismanna í gærkvöldi, að ríkis-
stjórnin ynni að undirbúningi þess að
fella niður eignarskatta á íbúðarhúsi
í áföngum. Húsfyllir var á fundinum.
Samtök eldri sjálfstæðismanna
voru stofnuð fyrir þremur árum og
formaður þeirra er Guðmundur H.
Garðarsson, fyrrverandi alþingis-
maður. Aldurstakmörk í samtökun-
um eru 60 ár. Á fundinum var rætt
um það sem snýr að öldruðum í
sambandi við almannatrygginga-
kerfið og lífeyrismál.
„Síðan kom fram í athyglisverðri
yfirlýsingu forsætisráðherra að rík-
isstjórnin ynni að því að að eignar-
skattar á íbúðarhúsnæði yrðu af-
numdir. Niðurstaðan á að vera sú að
þeir verði horfnir innan nokkurs
tíma,“ sagði Guðmundur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Húsfyllir var á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll í gær.
Eignarskattar á
íbúðarhúsnæði af-
numdir í þrepum
RANNSÓKN á skemmdunum
sem urðu á þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar yfir Snæfellsnesi að kvöldi
síðasta föstudags er í fullum
gangi. Gagnaöflun stendur yfir og
er ekki vitað nákvæmlega hvenær
niðurstaða getur legið fyrir.
Flugslysanefnd fór á vettvang á
Snæfellsnesi í gær og skoðaði að-
stæður og var veðurfræðingur
með í för, en einn þáttur í rann-
sókn málsins er mat á veðurfars-
aðstæðum. Þá kom fulltrúi frá
framleiðanda þyrlunnar hingað til
lands í gær vegna atviksins og
Norðmaður er væntanlegur hing-
að til lands á föstudaginn kemur.
Norðmenn hafa sýnt áhuga á að
fylgjast með rannsókn málsins
vegna þess að þeir eru með sams
konar þyrlur í rekstri og svipaðs
atviks sem átt hefur sér stað í
Noregi í þessum efnum, sam-
kvæmt upplýsingum Skúla Jóns
Sigurðarsonar, formanns Flug-
slysanefndar.
Þyrlurannsókn
í fullum gangi
FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt að
boðun verkfalls Þroskaþjálfafélags
Íslands sé ólögmæt. Þroskaþjálfar,
sem starfa hjá íslenska ríkinu, sam-
þykktu í atkvæðagreiðslu 4. maí sl.
að boða verkfall frá 1. júní nk. og
þroskaþjálfar á sjálfseignarstofnun-
unum Styrktarfélags vangefinna,
Skálatúni og Reykjalundi, sam-
þykktu í sömu atkvæðagreiðslu að
boða til verkfalls 15. júní.
Í verkfallsboðun Þroskaþjálfa-
félagsins var gert ráð fyrir því að
ríkið hefði samningsumboð fyrir um-
ræddar sjálfseignarstofnanir, eins
og við síðustu kjarasamninga, enda
greiðir ríkið laun starfsmanna þar.
Af hálfu ríkisins var fyrir Félags-
dómi vitnað til athugasemda með
frumvarpi sem varð að lögum um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna, þar sem segir m.a. að ein-
ungis þeir sem starfa hjá þeim
vinnuveitendum sem tiltekinn kjara-
samningur tekur til geta tekið
ákvarðanir um hann, svo sem sam-
þykkt uppsögn og boðun verkfalls.
Af hálfu ríkisins var því haldið fram
að þátttaka í atkvæðagreiðslunni af
hálfu þeirra félagsmanna Þroska-
þjálfafélagsins sem starfa hjá sjálfs-
eignarstofnununum hafi verið and-
stæð lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna. Þessir aðilar
séu sjálfseignarstofnanir eða sjálf-
stæðar stofnanir sem fari með sjálf-
stætt samningsumboð við gerð
kjarasamninga og starfsmenn þeirra
teljist ekki til starfsmanna ríkisins.
Á þetta sjónarmið féllst Félagsdóm-
ur og dæmdi því boðun verkfalls
Þroskaþjálfafélagsins ólögmæta.
Verkfallsboðun
þroskaþjálfa
dæmd ólögmæt