Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 9
ÓLAFUR Ingi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Íslensku auglýsinga-
stofunnar, segir að ekkert í auglýs-
ingu á Egils Gull léttöli, sem stofan
vann fyrir Ölgerðina Egil Skalla-
grímsson, brjóti í bága við lög.
Ölgerðin hefur samþykkt að
stöðva birtingu auglýsingarinnar,
eftir að Áfengis- og vímuvarnaráð
fór þess á leit við fyrirtækið þar
sem börn kæmu fram í auglýsing-
unni. Ólafur Ingi segir að auglýs-
ingastofur starfi m.a. eftir siða-
reglum Alþjóðaverslunarráðsins.
„Reglurnar eru mjög skýrar, bæði
hvað varðar auglýsingar á áfengum
drykkjum og með hvaða hætti
megi nota börn í auglýsingum og
eru þessar reglur ekki brotnar í
umræddri auglýsingu,“ segir Ólaf-
ur Ingi.
Í áskorun, sem tuttugu einstak-
lingar skrifa undir og sem send var
fjölmiðlum í kjölfar þess að birting
auglýsingarinnar var stöðvuð, segir
að áskorunin snúist ekki eingöngu
um lög og reglur, heldur ekki síður
um virðingu fyrir rétti barna og
unglinga til að vaxa og dafna í
þroskavænlegu umhverfi. Ólafur
Ingi segir að einn þeirra sem skrifi
undir áskorunina hafi enda viður-
kennt að auglýsingin sé á engan
hátt ólögleg.
Í auglýsingunni sjást fullorðnir
menn hverfa aftur í tímann yfir
spilum og rifja upp ýmis bernsku-
brek og er það auglýsing þar sem
strákar sjást í sverðaleik, sem hef-
ur verið tekin úr umferð. Ólafur
Ingi segir að með auglýsingunni sé
verið að höfða til barnsins í full-
orðnu fólki og spyr hver myndi láta
sér detta það í hug að reyna að
höfða til barna í áfengisauglýsingu.
Hann segir að hefði þessi áskorun
verið komin fram áður en umrædd
auglýsing var búin til hefði Ís-
lenska auglýsingastofan sneitt
fram hjá öllum hugmyndum þar
sem börn kæmu með nokkrum
hætti við sögu og að það verði gert
í framtíðinni. „Það er engin ástæða
til að vera að vinna á einhverju
gráu svæði, ef mönnum finnst
þetta vera það. Við höfum engan
áhuga á að ögra einum eða neinum
með auglýsingum, við erum bara
að auglýsa léttöl,“ sagði Ólafur
Ingi.
Hann segir að innlendir og er-
lendir bjórframleiðendur búi við
mikla mismunun á auglýsinga-
markaði. „Það má t.d. flytja inn
blöð og tímarit sem eru með áfeng-
isauglýsingum í og selja þau hér og
sömuleiðis má sýna frá íþrótta-
kappleikjum þar sem áfengisaug-
lýsingar sjást. Þetta gerir það að
verkum að menn sitja ekki við
sama borð,“ sagði Ólafur Ingi.
Auglýsing-
in brýtur
ekki í bága
við lög
Íslenska auglýsinga-
stofan um
áskorun vegna
áfengisauglýsinga VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Fyrir hvítasunnuna
Peysur, buxur, kjólar
og dress
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
á horni Laugavegs og Klapparstígs,
sími 552 2515
Úrval af fallegum handsaumuðum
lambaskinnshúsgögnum,
krossbundnum með kopargormum
Sígild verslu
n
Kringlunni — sími 568 1822
Sundföt
Sundbolir – stærðir 62-152 sm
Verð kr. 1.600-1.800
Sundbuxur – stærðir 62-152 sm
Verð kr. 950-1.600
Ljósakrónur Bókahillur
Stólar Íkonar
Úrval góðra gripa
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201
WWW.TEENO.COM
TEENO
Dragtir - Dragtir
Ný sending
Glæsilegt úrval af
útskriftardrögtum
Nýjir litir.
Stærðir 34–52.
Opið til kl. 22 í kvöld.
Úrval af antikklukkum og antikhúsgögnum
þ.á.m. nýkomin Heppelwite mahóní
borðstofuhúsgögn í mjög góðu standi.
Antik&úr
Bæjarlind 1- 3
Opið: Laugardag frá kl. 11-16, sunnudag 13-16 og
virka daga 11-18. Sími 544 2090.