Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 16

Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur ákveðið að efna til skoðanakönnunar meðal allra kosningabærra íbúa hreppsins þar sem leitað verður álits þeirra á því hvort skipa eigi formlega samstarfs- nefnd til þess að vinna að at- hugun á sameiningu Bessa- staðahrepps og Garðabæjar. Ekki er leitað eftir áliti hreppsbúa á því hvort þeir vilji sameina sveitarfélögin heldur hvort þeir vilji að unnið verði að formlegri athugun málsins og þá í kjölfarið fá að kjósa um sameiningartillögu síðar. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, sveitarstjóra í Bessastaðahreppi, hefur um- ræðan um sameiningu hrepps- ins við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu staðið yf- ir frá því í apríl í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að kanna hug sveitarstjórnar- manna í öllum sveitarfélögun- um á höfuðborgarsvæðinu og í Vatnsleysustrandarhreppi til að byrja með. Svo minnkuðum við hópinn niður í suðursvæði höfuðborgarsvæðisins til að ræða málin nánar þar og eftir þær viðræður þá sýnist okkur þetta vera það sem eftir standi gagnvart okkur,“ segir hann. Það voru þó fleiri sveitar- félög sem sýndu áhuga á sam- einingu við hreppinn því hugur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði hneigðist til sameiningar með Bessastaðahreppi og Garðabæ að því er segir í kynningar- bæklingi um skoðanakönn- unina sem nýlega var dreift í öll hús í hreppnum. Yfirvöld í Garðabæ höfðu hins vegar áhuga á sameiningu með Bessastaðahreppi einum og því er það sú sameining sem er uppi á borðinu að þessu sinni. Könnunin ekki bindandi Gunnar segir það stórt skref að fara út í formlegar viðræður um sameiningu við annað sveitarfélag. Því hafi hreppsnefnd viljað vita hvaða hljómgrunn slíkar viðræður hefðu meðal íbúa hreppsins áður en farið yrði út í þær með því að efna til könnunarinnar. Í fyrrnefndum bæklingi er að sögn Gunnars ætlað að segja fólki hvað þessi skoðanakönn- un þýðir. „Við erum með þessum litla bæklingi að reyna að útskýra fyrir fólki hverju það er að svara með því að svara já eða nei. Ef það svarar spurning- unni nei er það að segja að það vilji ekkert af sameiningar- málum vita. En ef það svarar já er það í rauninni ekki að játa því að sameinast Garðabæ heldur er það að segja að það vilji láta skoða þennan valkost og síðan vilji það fá að kjósa um hann.“ Hann segir hreppsnefnd leggja áherslu á að niðurstöð- ur könnunarinnar séu ekki bindandi. „Menn eru að afla sér álits íbúanna til að hafa það fyrir sér þegar áframhaldandi ákvarðanir verða teknar. Áframhaldið ræðst af því hver niðurstaða könnunarinnar verður en það er ekkert sem segir að ef 51% segi já þá verði haldið áfram eða eitthvað slíkt. Hreppsnefndin metur alveg opið eftir könnunina hvert framhaldið verður.“ Gunnar minnir á að árið 1993 þegar síðast var kosið um sameiningu sveitarfélaga hér- lendis var kosið í nóvember 1993 á landsvísu og síðan hafi sveitarstjórnarkosningar ver- ið í maí árið eftir. „Næstu sveitarstjórnarkosningar eru í maí árið 2002 þannig að þess vegna væri hægt að stilla þessu upp á sama hátt og var gert árin 1993 og 1994.“ En hvað mælir þá helst með sameiningu þessara sveitar- félaga? „Það eru skipulagsmál,“ segir Gunnar. „Það skiptir máli skipulagslega hvort það er verið að skipuleggja tvö að- liggjandi sveitarfélög hvort í sínu lagi eða hvort það er verið að skipuleggja þau sem eitt sveitarfélag. Þá á ég ekki bara við teikningar og skipulags- kort heldur á þetta við um öll mál eins og skipulagningu á stjórnun og félagsþjónustunni, skólaþjónustunni og öllu mögulegu. Og ef menn færu út í það að búa til sameiningartil- lögu verða fjármálin skoðuð og þá skyldi fólk ætla að það mætti nýta skattfé betur. Það eru þessi tvö atriði sérstaklega sem ég myndi nefna til sem væri forvitnilegt að skoða.“ „Áleitnar spurningar“ Aðspurður um mótrökin segir Gunnar að hugsanlega finnist fólki þjónustan færast fjær sér. „Eins er hugsanlegt að því finnist það missa eitt- hvað af sjálfstæði sínu. Þetta eru allt spurningar sem eru áleitnar en þær skýrast ekkert nema málin verði rædd á milli sveitarfélaga.“ Gallup mun annast könn- unina sem fer þannig fram að í vikunni 6.-12. júní verður hringt í alla kosningabæra íbúa hreppsins, sem eru tæp- lega 1.000 talsins, og þeir spurðir að því hvort þeir vilji að hreppsnefnd láti vinna formlega að athugun á sam- einingunni. Í kvöld er kynn- ingarfundur vegna skoðana- könnunarinnar og verður hann haldinn í hátíðarsal íþróttamiðstöðvar Bessastaða- hrepps kl. 20.30. Skoðanakönnun meðal íbúa um sameiningu sveitarfélaga Vilji til sameiningar- viðræðna kannaður Bessastaðahreppur ),$  -!  &  ,    . , /( 0  1 )$ /!   ,  ),     2  &  )$ /1 !" )1 0   2  &  HAFLIÐI Gunnar Guð- laugsson og Brynja Björk Gunnarsdóttir stóðu úti á bryggjunni sem gengur út í Reynisvatn og voru gjör- samlega niðursokkin í veiði- skapinn þegar blaðamaður gerðist svo djarfur að trufla þau og spyrja um gang mála. „Við erum nýbúin að missa einn, en það er allt í lagi; þetta var bara tittur,“ sögðu þau. Aðspurð hvort þau kæmu oft upp að Reyn- isvatni til að veiða kváðust þau vera búin að koma oft upp á síðkastið – þetta væri fimmta skiptið í mánuðinum. En þau sögðust hins vegar aldrei hafa komið í fyrra. En hvers vegna Reynis- vatn? „Einfaldlega vegna þess að hér er svo góð veiðivon. Við fengum níu silunga á einum klukkutíma síðast þegar við vorum hérna.“ Að sögn þeirra voru þetta allt regnbogasilungar. En lax áttu þau enn eftir að krækja í. Fiskana höfðu þau nánast alla veitt af þessari bryggju. Hafliði og Brynja egndu með svörtum Toby-spónum. Þau höfðu samt prófað maðk einhverju sinni, en það gekk víst treglega. „En það var hins vegar strákur með rækju hérna um daginn og það gekk mjög vel hjá hon- um,“ sögðu þau. Þau eru þarna efra á ýms- um tímum sólarhrings. „Af því að við erum í skóla höf- um við jafnvel getað komið hingað upp úr hádegi, eða um miðjan dag, en við höf- um bara tvisvar verið hér að kvöldlagi. Einhverju sinni vorum við að í sex klukku- stundir, frá þrjú til níu.“ Þau segjast rétt vera að byrja í veiðimennskunni. „En við erum komin með veiðidelluna og illa smituð. Þetta er svo hrikalega gam- an,“ sögðu þau að lokum og héldu svo áfram að renna fyrir laxfiskana í vatninu og létu kuldann ekkert á sig fá. Með veiðidelluna Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hafliði og Brynja fara oft til veiða í Reynisvatni. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ og baðhús við ylströndina í Nauthólsvík er óðum að taka á sig skýrari mynd og er á áætlun að það verði opnað 17. júní. Að sögn Ómars Skarphéðinssonar forstöðu- manns hjá Íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur er þó hugsanlegt að opnun frestist eitthvað takist ekki að ljúka framkvæmdum fyr- ir þann tíma. Húsið á að þjóna gestum á ylströndinni og á svæðinu í kring. Byggingin er um 530 fer- metrar og verður í henni bað- og búningsaðstaða, sal- ernis- og hreinlætisaðstaða, upplýsingamiðlun, eimbað og heitur pottur á verönd fyrir framan húsið. Stefnt er að því að í fram- tíðinni verði vaktturn við enda hlaðna varnargarðsins sem afmarkar ylströndina en Ómar segir það þó ekki á framkvæmdaráætlun að þessu sinni. Kostnaður við bygginguna með lóðinni og lögnum sem tengjast yl- ströndinni er 145 milljónir króna en sú tala er fyrir ut- an búnað fyrir húsið. Hönn- un hennar var í höndum Arkibúllunnar ehf. en verk- taki er Völundarverk ehf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefnt að opnun 17. júní Nauthólsvík REYNISVATN hefur löngum verið paradís þeirra sem áhuga hafa á laxfiska- veiði og þar hefur verið opið allan ársins hring allt frá opn- un staðarins, 1993. Á veturna leggja menn stund á dorg- veiði, en þegar vora tekur og ís bráðnar af vatninu hefj- ast nýjar veiðiaðferðir, ýmist af landi, úr fjöruborði eða úr bát. Morgun- blaðið leit þangað upp- eftir í vikunni, og spurði Hennýju Ósk Gunnarsdótt- ur, starfs- mann þar, nánar út í hvað Reynisvatn hefði upp á að bjóða. „Hér kennir ýmissa grasa,“ sagði hún. „Hér eru t.d. hest- ar, sem unnt er að teyma und- ir börn, og hér er kálfur, sem vekur alltaf athygli þeirra yngri, og svo erum við með kanínur og á sumrin einnig lömb, auk þess sem staðurinn er þekktastur fyrir nú um stundir; fiskveiðina.“ Að sögn Hennýjar er um- ferðin þangað uppeftir helst seinnipart dags og á kvöldin og þó allra mest um helgar, og þar er að stærstum hluta um að ræða fjölskyldufólk. „En einnig kemur mikið af hópum sem eru þá búnir að panta fyrirfram og eru hér með grill eða veislur af öðrum toga og nýta sér aðstöðuna til ýmissa hluta, annaðhvort í stóra tjaldinu eða hér innan dyra.“ Hægt er að leigja veiði- stangir og fá keypta spóna og annað nauðsynlegt til veiðinn- ar. Hvað beitu snertir er maðkurinn í fyrsta sæti en af spónum er Toby langvinsæl- astur, ýmist silfurlitaður eða þá svartur. Þá hefur rækjan gengið vel það sem af er vor- inu og sumr- inu. En hvað skyldi veiðin kosta? „Við seljum veiðileyfið á 3.500 krónur, og inn í því felst að hirða má 5 fiska yfir einu pundi; allir undir þeirri stærð eru ókeypis, en umframfiskur kostar annars 500 krónur. Þetta leyfi gildir almanaksárið og öll fjölskyld- an má veiða á sama kort, þ.e.a.s. foreldrar og börn þeirra innan 16 ára aldurs.“ Henný sagði að fiski væri sleppt í Reynisvatn vikulega. Undanfarið hafi eingöngu regnbogasilungur verið sett- ur þangað, en nú fari að koma að bleikju og laxi. Síðastliðinn fimmtudag hafi t.d. 2.000 fisk- um verið sleppt í vatnið. Þeir koma allir úr Laxalóni. Í sum- ar er ráðgert að sleppa u.þ.b. 16.000 bleikjum, 10.000 regn- bogasilungum og 1.000 löxum. Ekki er búið að taka saman aflatölur fyrir allt árið 2000, einungis fyrstu 8 mánuðina, en ljóst er að frá 1993 hafa komið á land ríflega 100.000 fiskar úr Reynisvatni. Fiskað jafnt sumar sem vetur Henný Ósk Gunnarsdóttir Reynisvatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.