Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 17
NÝR Höfðingi fór að sjást á
götum Reykjavíkur 23. jan-
úar síðastliðinn. Sá er dekkj-
aður og tilheyrir Borgar-
bókasafni Reykjavíkur.
Þetta er nýi bókabíllinn og
Gunnar Karlsson myndlist-
armaður myndskreytti hann.
Nafnið á bílnum er það sama
og á forvera hans, sem þjón-
aði borgarbúum í yfir 40 ár,
fyrst sem strætisvagn og síð-
an í rúm 30 ára sem bókabíll.
Hinn nýi bókabíll er af teg-
undinni Scania og kemur
hingað með öllum búnaði frá
Kiitokori-verksmiðjunni í
Finnlandi.
Morgunblaðið leit inn í bíl-
inn á dögunum, þar sem hann
stóð sína vakt uppi við Selás-
Víkurás, en í Árbæ er ekkert
bókasafn. Þar voru til svara
Svanhildur Skaftadóttir
bókavörður og Jóhann Már
Jónsson bílstjóri sem reynd-
ar hefur einnig gegnt stöðu
bókavarðar.
„Höfðingi leggur upp frá
Bústaðasafni og er mættur á
fyrsta staðinn 13.30 og er svo
á ferðinni klukkutíma á
hverjum stað til klukkan 21.
Í júlí og ágúst er hann í sum-
arfríi og gengur því ekki, og í
september tekur við ný áætl-
un,“ sögðu þau, og bættu því
við, að eins væri með hinn
bókabílinn, Stubb, sem einn-
ig er kominn á aldur, enda
orðinn 30 ára. Þrír bílstjórar
skiptast á um að aka bílun-
um.
„Við erum búin að bíða eft-
ir þessum nýja bókabíl mjög
lengi. Sá gamli var orðinn 45
ára og ansi lítið spennandi
fyrir lánþega sem og okkur
hin sem unnum í honum. Því
má segja að þetta sé algjör
bylting. Þessir tveir bílar, sá
gamli og nýi, eru ekki sam-
bærilegir á neinn hátt. Þessi
er svo bjartur og hreinn og
fínn þannig að þetta er bara
allt annað.“
Um 4.000 bækur
í Höfðingja
Að sögn þeirra eru lánþeg-
arnir aðallega gamalt fólk og
börn, þ.e.a.s. hópur sem á
erfiðara en aðrir með að
komast á bókasöfnin. „Við
reynum að vera á þeim stöð-
um þar sem þörfin er mest og
lengst er á söfnin.“
Í Höfðingja eru um 4.000
bækur. Aðspurð hvernig
væri farið að því að velja
bækur til að fara með um
höfuðborgarsvæðið sögðu
þau að náttúrlega væri reynt
eftir bestu getu að hafa bóka-
kostinn sveigjanlegan, hann
m.ö.o. tæki breytingum. „Við
reynum að skipta og taka inn
nýjar bækur, eftir því sem
okkur finnst lánþegar vera
að slægjast eftir og það sem
lítið hreyfist er tekið úr
umferð. Við vitum nokkurn
veginn hvað er mest spenn-
andi í augum þeirra sem
hingað koma því við kynn-
umst fólkinu. Einnig geta
lánþegar hringt og pantað
hjá okkur bækur, annaðhvort
beint hingað eða á Bústaða-
safn. Og svo höfum við líka
komið með bækur í næsta
skipti á eftir, ef einhver hefur
spurt um eitthvað sem við þá
höfðum ekki þá stundina í
bílnum. Þannig að ýmsir
möguleikar eru í stöðunni.“
Aðsóknin breytileg
eftir árstíðum og öðru
En hvernig skyldi vera
með aðsóknina í bókabílinn?
Ætli fólk komi meira yfir
harðasta vetrartímann en á
miðju sumri?
„Jú, ekki er hægt að neita
því, að aðsókn er breytileg
eftir árstíðum,“ sögðu þau.
„Það má kannski segja að
einmitt þessi tími núna sé ró-
legastur, þegar skólar eru að
hætta. Svo getur þetta líka
verið breytilegt á hverjum
stað frá einum tíma til ann-
ars. Það getur verið fámennt
í nokkur skipti, en svo allt í
einu er fyllist bíllinn af
áhugasömum lánþegum. Það
er sem sagt mjög erfitt að
átta sig á þessum málum.“
Að lokum voru þau spurð
um hvort ekki færi að stytt-
ast í að hinn bókabíllinn,
Stubbur, færi að hætta fyrir
aldurs sakir.
„Ja, a.m.k. langar okkur,
sem vinnum við þetta, ósköp
mikið til að fá annan bíl, ekki
hvað síst eftir reynsluna af
þessum nýja Höfðingja.
Hvað verður er þó óljóst. En
þörfin er ótvírætt fyrir
hendi, það er deginum ljós-
ara,“ sögðu þau Svanhildur
og Jóhann, hæstánægð í hin-
um glæsilega Scania-bíl.
Algjör bylting
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Svanhildur Skaftadóttir bókavörður og Jóhann Már Jóns-
son bílstjóri í dyrum nýja Höfðingja.
Reykjavík
Starfsfólk Borgarbókasafns Reykjavíkur á varla orð til að lýsa hrifningu sinni á nýja bókabílnum
Í HINUM nýja bókabíl er
málum þannig háttað að
fremst eru bækur ætlaðar
fullorðnum en aftur í er
barnadeildin og þar er að
sjálfsögðu reynt að vera með
það sem krökkunum þykir
eftirsóknarvert. Þegar
Morgunblaðið var þar á ferð
komu Elvar Heimisson, 10
ára, Jóna Svandís Halldórs-
dóttir, 9 ára, og Marta Bryn-
dís Matthíasdóttir, 8 ára, inn
í bílinn. Þau búa öll í Árbæ
og eru í Selásskóla.
Aðspurð sögðust þau aldr-
ei fyrr hafa komið í bílinn til
að fá lánaðar bækur.
„Nei, ég hef aldrei komið
hingað en pabbi segir stund-
um við mig að ég ætti að fá
mér merki til að geta komið
hingað og náð í bækur. En ég
gleymi því bara alltaf.
Kannski man ég það núna,
þegar svona flottur bíll er
kominn,“ sagði Elvar.
Jóna sagðist alltaf hjóla
með vinkonu sinni í bóka-
safnið í Gerðubergi í Breið-
holti og það gæti tekið um
eina klukkustund hvora leið.
Hún var í fyrsta skipti að
koma í bílinn og ákvað að
skila nokkrum bókum sem
höfðu verið fengnar að láni í
Gerðubergi. Henni fannst
Höfðingi flottur.
Marta sagðist oft hafa séð
þennan bíl en aldrei þó tekið
bækur að láni. Hún hafi samt
kíkt inn í hann einu sinni áð-
ur. Hins vegar hafi hún kom-
ið nokkrum sinnum í gamla
bílinn.
Jóna var búin að sanka að
sér nokkrum bókum um dýr
sem hún ætlaði að fá lánaðar.
„Þær eru handa litla frænda
mínum sem verður þriggja
ára í desember. Hann kemur
stundum í heimsókn og þá
les ég fyrir hann dýrabækur.
Hann hefur mjög gaman af
húsdýrum.“ En fyrir sig
hafði Jóna tekið bókina
„Vaski grísinn Baddi“ og
„Dagbók Berts“ og eitthvað
fleira. Marta kvaðst helst
lesa léttar bækur, eins og t.d.
bókina um vaska grísinn. En
Elvar sagðist lesa alls konar
bækur.
Höfð-
ingi er
flottur
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Jóna Svandís Halldórsdóttir, Marta Bryndís Matthíasdóttir
og Elvar Heimisson sitjandi í einu af bólstruðu sætunum í
nýja bókabílnum.
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri hefur lagt
fram tillögu í borgarráði um
stofnun hverfismiðstöðvar í
vesturbænum sem fái nafnið
Vesturgarður. Ráðgert er að
opna hverfismiðstöðina í byrj-
un næsta árs.
Að sögn Ingibjargar er
hugmyndin fólgin í því að íbú-
ar geti á einum og sama
staðnum sótt fjölþætta þjón-
ustu, meðal annars tengda
leikskólum og grunnskólum.
„Þetta hefur tekist mjög vel
í Grafarvogi og þar eru menn
mjög ánægðir með þetta fyr-
irkomulag,“ segir Ingibjörg
um hverfismiðstöðina sem þar
er starfrækt.
„Það er einnig hægt að fá
hverfislögreglu og heilsu-
gæslu inn í þetta samstarf. Og
menn hafa einfaldlega metið
það svo að betri árangur náist
til að mynda í forvarnastarfi
með þessum hætti.“
Lagt er til að í miðstöðinni
verði samþætt þjónusta og
rekstur á vegum Félagsþjón-
ustunnar, ÍTR, Fræðslumið-
stöðvar og Leikskóla Reykja-
víkur en tillagan að stofnun
miðstöðvarinnar er komin frá
forstöðumönnum fyrrnefndra
stofnana.
Í greinargerð með tillög-
unni segir að það sé stefna
borgaryfirvalda að færa þjón-
ustu nær íbúum og styrkja
hverfi borgarinnar. Segir þar
að í starfsáætlun stofnananna
fyrir árið 2001 sé gert ráð fyr-
ir því að opnuð verði þjón-
ustuskrifstofa í vesturbæ sem
þjóni þessum markmiðum.
Tilgangurinn með stofnun
Vesturgarðs yrði að bæta fjöl-
skylduþjónustu við íbúa á
svæðinu.
Ingibjörg Sólrún segir það
grundvallaratriði í þessu að
störf og verkefni séu flutt frá
miðlægum stofnunum og út í
hverfismiðstöðvarnar.
„Að öðrum kosti værum við
að lengja leiðsluna. Ef fólk
þyrfti fyrst að fara út í hverf-
ismiðstöðina og síðan út í ein-
hverja af miðlægu stofnunun-
um á borð við Leikskóla
Reykjavíkur eða Fræðslumið-
stöð,“ segir hún.
Lagt er til að í Vesturgarði
verði boðið upp á félagsþjón-
ustu, skólaþjónustu, sálfræði-
og kennsluráðgjöf, leikskóla-
ráðgjöf og eftirlits- og sér-
fræðiþjónustu við leikskóla.
Þá er lagt til að þar verði
starfsemi sem hafi umsjón
með daggæslu í leikskólum,
starfsemi tengdri forvörnum,
húsaleigubótum, heimaþjón-
ustu, liðveislu og tómstundum
auk fjárhagsaðstoðar.
Mun hýsa samþætta
fjölskylduþjónustu
Borgarstjóri vill opna nýja hverfismiðstöð
Vesturbær