Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG SENN líður að hvítasunnu og Jónsmessu og eins og undandarin ár bjóða ferðafélagið Útivist og Ferðafélag Íslands upp á marg- víslegar ferðir þá. Að sögn Kristjáns M. Baldurs- sonar, framkvæmdastjóra Útivist- ar, verður boðið upp á þrenns kon- ar samtengdar ferðir í Bása á Goðalandi við Þórsmörk um hvíta- sunnuna. „Allar þessar ferðir hafa sama endapunkt, þ.e. í Básum. Fyrst ber að nefna helgar- og fjöl- skylduferð frá 2. til 4. júní. Í ferð- inni verður gist í skálum Útivistar í Básum og farið verður í styttri eða lengri skipulagðar gönguferðir um svæðið. Þá verðum við með gönguferð um Fimmvörðuháls frá Skógum. Um er að ræða dags- göngu þann 2. júní þar sem gengið verður yfir hálsinn og síðan sam- einast ferðafélögum í Básum. Í þriðja lagi er einnig um að ræða ferð á Fimmvörðuháls nema þá verður gist tvær nætur í Fimm- vörðuskála Útivistar og farið á skíðum á Eyjafjalla- og Mýrdals- jökul. Allir þátttakendur í þessum ferðum fara því saman heim þann 4. júní.“ Um hvítasunnu mun Útivist einnig bjóða upp á nýja ferð vest- ur á Látrabjarg. „Þetta er ný- breyttni hjá okkur en Látrabjargið hefur ekki verið á dagskrá lengi. Það er eitt mesta fuglabjarg í Evr- ópu og núna er besti tíminn til að skoða fuglalífið. Farið verður föstudaginn 1. júní og ekið til Stykkishólms, siglt yfir Breiða- fjörð og síðan ekið í Breiðuvík og gist þar í þrjár nætur. Auk þess- ara ferða ætlum við líka að vera með dagsferðir um hvítasunnuna, m.a. um Reykjaveginn.“ Tvær dagsferðir verða síðan þann 3. og 4. júní sem eru hluti af fjallasyrpu Útivistar um Suðvest- urland og að þessu sinni verður gengið á Þríhnjúka og Stórabolla. Næturganga á Jónsmessunni Aðspurður segir Kristján Jóns- messuna vera vinsælustu ferða- helgi félagsins og um leið mikil há- tíðarhelgi. „Farið verður í næturgöngu yfir Fimmvörðuháls og léttar veitingar verða í boði á leiðinni. Ferðin tekur samtals 10 tíma með góðum stoppum. Við er- um komin með hátt í metfjölda sem er rúmlega 200 manns. Enn þá er þó hægt að bóka en hver fer þó að verða síðastur. Fyrir þá sem ekki treysta sér í næturgönguna verðum við einnig með Jónsmessu- ferð í Bása. Á laugardagskvöldinu verður slegið upp grillveislu og varðeldi.“ Allir í línu, með ísaxir og brodda Ferðafélag Íslands býður upp á tvær helgarferðir um hvítasunn- una. „Annars vegar er um að ræða ferð á Eiríksjökul, eitt hæsta fjall landsins, 1672 metra, en það er ný ferð. Ferðin á jökulinn tekur 7 til 8 tíma og þaðan er feiknavíðsýnt,“ segir Inga Rósa Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands. „Hins vegar verðum við með okkar hefbundnu ferð á Hvanna- dalshnjúk, hæsta fjall landsins, en sú ferð tekur allt að 15 tíma. Þess má geta að áður en farið er á Hvannadalshnjúk er farin æfinga- ferð með leiðsögumanni svo hann geti áttað sig á getu þátttakenda. Þegar gengið er upp á tindinn eru síðan allir í línu og með ísaxir og brodda.“ Aðspurð segir Inga Rósa örfá sæti vera laus í hvora ferð. Að sögn hennar verður síðan einnig boðið upp á dagsferðir á Keili og á Vatnsleysuströnd. „Um Jónsmessuna fórum við að venju upp á Fimmvörðuháls. Nú ætlum við reyndar að breyta til og ganga að degi til í stað nætur og vera í staðinn með varðeld og fleira skemmtilegt um kvöldið í Langadal þar sem skáli Ferða- félagsins er. Þá bjóðum við einnig upp á helgardvöl í Þórsmörk og þá er hægt að fara í styttri gönguferðir.“ Aðpurð hvort Jónsmessa sé vin- sælasta ferðahelgin segir Inga Rósa að hún sem og nokkrar haustferðir séu með vinsælustu ferðunum. Að sögn hennar verður einnig boðið upp á næturgöngu um Jóns- messuna en 23. júní verður gengið á Tröllakirkju á Holtavörðuheiði sem er 1001 metri á hæð. Á Jóns- messunni verður síðan gengið suð- ur með sjó, úr Leiru og suður í Garð en það er fjölskylduferð. Þá má geta þess að 21. júní verður farin 4 daga ferð við rætur Vatnajökuls á nýjar slóðir í Suð- ursveitinni og þann 22. júní verður farið í fimm daga ferð í miðnæt- ursólina á Ströndum. Uppselt er í þá ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á brún Látrabjargs. Ferðir á Látra- bjarg og Eiríksjök- ul meðal nýjunga Hvítasunnu- og Jónsmessuferðir ferðafélaganna Á SÍÐASTA ári bárust einungis slæmar fréttir af Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum (IMF). Fyrst átti sér stað mikill ágreiningur um skipun í stöðu nýs framkvæmdastjóra. Þýskaland otaði fram óþekktum og óhæfum skriffinni og hann var ekki ráðinn. Að lokum fékk Schröder kanslari eins konar fíkjublað í hendurnar til að hylja skömm sína en það birtist í formi Horst Kohler, núverandi framkvæmdastjóra. Sá uppfyllir einungis eina kröfu sem gerð er til starfsins; hann er þýsk- ur. Að því leyti er hann ólíkur tveimur fyrirrennurum sínum, Frökkunum De Larosiere og Camdessus, því þeir voru virtir endurskoðendur á sviði fjármála og tilheyrðu rjómanum af frönsku skrifræðiselítunni. Næsti löðrungurinn kom með gagnrýni bandarískra repúblikana á að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins væri ekkert annað en endalausar reddingar á síðustu stundu. Sömu gagnrýni var haldið á lofti í Meltzer-skýrslunni og sú gagnrýni er til enn meiri óþæginda fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þar sem repúblikanar halda um valda- taumana í Washington. Banda- ríkjaþing hefur aldrei haft neina sérstaka samúð með Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Demókratar gagn- rýna hörkulegar áætlanir hans, repúblikanar reddingar á síðustu stundu en enginn hefur neitt upp- byggilegt til málanna að leggja. En gagnrýni á IMF kemur ekki ein- ungis frá hægri. Hann hefur fengið mörg skot á sig frá eigin samfélagi, frá Alþjóða- bankanum (World Bank), rétt hin- um megin við götuna. Sýnilegust var gagnrýnin í tengslum við Stig- litz-málið þegar helsti hagfræðing- ur Alþjóðabankans sakaði Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um vanrækslu í starfi og fékk fyrir það lof hjá léleg- um fjármálaspekingum sem og hjá spekingum um allan heim sem hafði mistekist í stefnumörkun. Atburðir hafa einnig gerst ný- lega. Fyrst sagði helsti hagfræðing- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Michael Moussa, upp störfum. Moussa er mjög fær hagfræðingur, menntaður í University of Chicago og þekktur fyrir að hafa góða dóm- greind. Hann spáði fyrir um flesta erfiðleika sem sjóðurinn myndi standa frammi fyrir en spá hans jók ekki vinsældir hans innan stjórnar sjóðsins. Áberandi framsetning hans á eigin skoðunum var eftir- tektarverð en það þoldi fólkið illa sem vinnur í þessu rykfallna vinnu- umhverfi. Afsögn aðstoðarfram- kvæmdastjóra sjóðsins, Stanley Fischer, er nýjasti atburðurinn. Á könnu hans var að sjá um að mál væru í réttum farvegi, almenn skynsemi viðhöfð og að góður andi ríkti á vinnustaðnum. Þessir tveir bætast við í hóp hæfileikaríkra flóttamanna sem flúið hafa til Wall Street á síðustu árum. Af þessum sökum er Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn á krossgötum. Stjórn hans er veik, hagfræðilegri þekkingu er ábótavant meðal helstu stjórnenda hans og stuðningurinn sem hann fær frá aðildarlöndunum er einnig veikur. Allir vita hvað Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn er en nafninu fylgja nei- kvæðar vísanir. Spyrjið hvaða há- skólastúdent sem er um sjóðinn og þrátt fyrir að svarið verði ekki endi- lega skýrt er örugglega falið í því neikvæð umsögn. Spyrjið hvaða vinstrisinna sem er og hann mun setja IMF í lægsta flokk, í flokk með hinum gráðugu alþjóðafyrirtækjum. Hluti af þessu neikvæða mati er óhjákvæmilegur. Þegar lönd leita til sjóðsins eru þau á leið í gjörgæslu. Róttækur uppskurður fylgir í kjölfarið. Lítið er tekið eftir þeirri staðreynd að bati næst en meira tekið eftir þeim tíma sem dvalið er í gjörgæslunni. Stefna IMF er gagn- rýnd meira en sú hræðilega stefna sem kom viðkomandi ríki á kaldan klaka til að byrja með. Núverandi staða í Tyrklandi er dæmi um þetta, einnig Rússland, sem og Asía á ár- unum 1997–1998. Hvað getur sjóðurinn gert? Lítið á eigin spýtur enda er stofnuninni stjórnað af aðildarlöndum hennar sem eru Bandaríkin, Evrópa (en raddir hennar eru ekki samhljóma) og Japan (sem hefur enga rödd). Mikilvægast þessa stundina er hver tekur við af Fischer. Rétti maður- inn þyrfti ekki endilega að vera bandarískur því þá minnka val- möguleikarnir og að sama skapi eykst hættan á því að valið stjórnist frekar af hugmyndafræði en hæfni. Að útbýta æðstu stöðum á alþjóða- vettvangi eftir þjóðerni er ömurleg aðferð og þegar eftirmaður Fischer verður kosinn gefst gott tækifæri til að brjóta upp þann vítahring. Góður eftirmaður ætti framar öllu að búa yfir góðum skipulagshæfi- leikum ásamt því að vera afburða- maður á fjármálasviðinu og hafa reynslu í stefnumörkun. En jafnframt því þarf IMF að endurskoða störf sín til að geta beint kröftum sínum í réttar áttir. Stofnunin getur kannski ekki breytt þeirri ímynd sem hún hefur en hún getur skilað meiri sýnileg- um árangri. Það getur hún gert með tvennu móti: Annarsvegar með því að forðast að færast of mikið í fang; sjóðurinn hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að mál- efnum tengdum fátækt, spillingu, umhverfisvernd sem og málum sem snúa að stjórnun. Öll þessi málefni eru mikilvæg en um leið hefur stefna sjóðsins lítil áhrif á þau og ekkert þeirra snýr að þeirri stað- reynd að ríki sem liggur í jörðinni eftir þungt högg þarf að beita sig hörku til að geta staðið á fætur á nýjan leik sem og aðstoðar við það. Réttast væri fyrir Alþjóðagjald- eyrissjóðinn að halda sig frá smáat- riðunum og að eyða ekki pólitískri inneign sinni, sem er lítil, í svo mörg málefni. Þegar málefnin ber- ast úr öllum áttum er óhjákvæmi- legt annað en að valda einhverjum hinna fjölmörgu umbjóðenda von- brigðum. Hinsvegar með því að auka gagnsæi; skýrslur IMF þurfa að vera öllum sýnilegar, þar á meðal að sjáist með skýrum hætti þegar vantar upp á að efnahagsreikingar einstakra ríkja stemmi. Einnig að sýnilegt sé hver stefna þeirra er í gjaldeyrismálum en þar er án und- antekninga að leita ástæðna fyrir efnahagslegu hruni ríkjanna. Aftur og aftur, og nú síðast vegna stöð- unnar í Tyrklandi, heldur IMF höndunum að sér of lengi. Stjórn sjóðsins verður að skiljast að múl- bundið starfslið ýtir undir vanda- málið með því að tjá sig ekki um vandann strax. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mikilvægur þáttur í hagkerfi heimsins en þarf á róttækum við- gerðum að halda. Hann þarfnast sterkar stjórnar og virtra leiðtoga í æðstu stöðum og þarf að endurstilla fókusinn á verkefni sín. Einnig þarf hann að hverfa frá gjörgæslustörfum og sinna for- vörnum í ríkara mæli. Og þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er á krossgötum í starfi sínu þarf hann ekki á skyndilausnum að halda heldur róttækum endurbótum. Fleiri slæmar fréttir af IMF Rudi Dornbusch er Ford-prófessor í hagfræði við MIT og fyrrverandi aðalefnahagsráðgjafi Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. © Project Syndicate AP Horst Kohler, yfirmaður IMF, á fundi með Masajuro Shiokawa, fjármálaráðherra Japans, í Tókýó síðastlið- inn þriðjudag. Greinarhöfundur segir að Kohler hafi það helst sér til ágætis að vera þýskur. Lítið er tekið eftir þeirri staðreynd að bati næst en meira tekið eftir þeim tíma sem dvalið er í gjörgæslunni. eftir Rudi Dornbusch
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.