Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 27

Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 27 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Sparaðu bakið með réttri vinnuhæð Netverslun - www.isold.is 1000kg. 2500kg. 1000kg. ara (um hundrað milljarða króna) í aðstoð frá vestrænum ríkjum á næstu misserum, til að reisa efna- hagslífið við og hrinda umbótum í framkvæmd. Ýmis ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa hins vegar sett framsal Milosevic til Haag sem skil- yrði fyrir aðstoð. Yfirvöld í Belgrad hafa því gert sér vonir um að setning laga sem heimiluðu samstarf við stríðsglæpadómstólinn gæti dugað stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Þótt bandalag Kostunica hafi hreinan meirihluta á serbneska þinginu þarf það á þingi Júgóslavíu að reiða sig á stuðning flokks Svart- fellinga, sem áður var hliðhollur Mil- osevic og er mótfallinn framsali hans. Stjórnvöld í Júgóslavíu og Serbíu vonast til að fá um einn milljarð doll- MIKILL ágreiningur ríkir innan ríkisstjórnar Júgóslavíu um örlög Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta landsins. Flokkabandalag forsetans Vojisl- avs Kostunica hefur undanfarna daga reynt að fá fulltrúa Svartfjalla- lands, sem ásamt Serbíu myndar ríkjasambandið Júgóslavíu, til að styðja lagafrumvarp er opnaði möguleikann á framsali Milosevic til um sinn, þótt Milosevic yrði ekki framseldur strax. Hafa miklar áhyggj- ur af heilsufari Milosevic Slobodan Milosevic hefur setið í fangelsi í Belgrad frá 1. apríl sl. og á yfir höfði sér ákær- ur fyrir innlendum dóm- stólum vegna misbeit- ingar valds, spillingar og svika. Mirjana Milosevic varaði við því á þriðju- dag að heilsu eigin- manns hennar færi mjög hrakandi í fangelsinu og óskaði eftir því að hann yrði látinn laus. Þingmenn Sósíalistaflokks Milosevic kröfðust einnig lausn- ar hans fyrr í vikunni og sögðu hann ekki geta gengist undir nauðsynlega læknis- meðferð í fangelsinu. Milosevic var fluttur á sjúkrahús um miðjan apríl vegna verkja fyr- ir hjarta, en var send- ur aftur í fangelsið eft- ir læknisskoðun. Nýr sendiherra Júgóslavíu í Moskvu tók til starfa á þriðju- dag og leysti af hólmi bróður Milosevic, Bor- islav. Dvelur Borislav reyndar enn í Moskvu og AP-fréttastofan hafði eftir starfs- manni sendiráðsins að ekki væri ljóst hvað yrði um hann. Ágreiningur um örlög Milosevic Belgrad, Moskvu. AFP, AP. Slobodan Milosevic LÍKAMSLEIFAR hafa fundist í bresku stöðuvatni, nálægt þeim stað sem hraðbátur sir Donalds Campbells fannst fyrir tveimur mánuðum. Talið er að þetta séu lík- amsleifar Campbells sem fórst fyrir 34 árum þegar hann var að reyna að setja hraðamet. Lögreglan í Cumbria sagði að kafarar hefðu fundið líkamsleifarn- ar í Coniston-vatni í norðvestur- hluta Englands á sunnudag. Kaf- ararnir fundu bát Campells, „Bluebird“, í stöðuvatninu í fyrra og náðu honum upp á yfirborðið 8. mars. Talsmaður lögreglunnar sagði að tekin yrðu DNA-sýni úr líkinu til að bera kennsl á það og rannsóknin gæti tekið rúman mánuð. Campbell var 46 ára þegar hann reyndi að slá eigið heimsmet, 442 km á klukkustund, á hraðbátnum. Hann náði 475 km hraða á klst áður en báturinn skall á öldu, tókst á loft, endasteyptist og brotnaði. Ekkja Campbells var andvíg því að hraðbáturinn yrði færður upp á yfirborðið og lýsti björgunaraðgerð- inni sem „grafarráni“. Lík Camp- bells fundið? London. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.