Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KYRRÐARSTUND með tónlist og bæn verður haldin í Hallgríms- kirkju í hádeginu í dag. Tónleikarn- ir hefjast kl. 12 og standa í rúman hálftíma. Þar flytur Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenórlög við orgelleik Harðar Áskelssonar en í hléi verður kyrrðarstund með ritn- ingarlestri og bæn. Að tónleikum loknum gefst tón- leikagestum kostur á að kaupa létt- an hádegisverð í safnaðarheimilinu á vægu verði, áður en þeir halda aftur til vinnu, endurnærðir á sál og líkama, að því er aðstandendur tónleikanna vona. Ein frægasta aría kirkjutónbókmenntanna Tónleikarnir hefjast með flutn- ingi á aríunni Pietà signore eftir Alessandro Stradella. „Það er ein frægasta kirkjuaría fyrir tenór sem samin hefur verið, oft kölluð kirkjuaría Stradella,“ segir Jóhann Friðgeir. Næst á efnisskrá er arían Ombra mai fu eftir Händel. „Um er að ræða aríu úr óperunni Serse, sem varð mjög vinsæl sem hljóð- færaverk og þekkja hana eflaust margir í þeirri útgáfu. Á tónleikunum gefst gestum hins vegar kostur á að heyra aríuna í frumútgáfunni,“ bendir Jóhann Friðgeir á. „Síðast á dagskrá er Agnus dei eftir Bizet, einnig frægt verk, og má þannig segja að efnisskráin samanstandi af þekktum tenór- lögum, tveimur kraftmiklum og einu í mildari kantinum,“ segir ten- órinn að lokum. Tónlistarandakt alla virka daga meðan á hátíð stendur Hádegistónleikarnir eru hluti af dagskrá Kirkjulistahátíðar í Hall- grímskirkju 2001, en nokkurs kon- ar tónlistarandakt er haldin í kirkj- unni alla virka daga meðan á hátíðinni stendur, þar sem fólk get- ur komið saman og átt kyrrðar- stund mitt í erli dagsins, hlýtt á tón- list og farið með bæn. Síðasta kyrrðarhádegisstundin verður á föstudaginn kemur og þar mun Hörður Áskelsson leika org- eltónlist eftir Johann Sebastian Bach. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Áskelsson organisti og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór rýna í nóturnar á æfingu fyrir hádegistónleika í Hallgrímskirkju. LEIKHÓPURINN Draumasmiðj- an hefur gengið frá samstarfs- samningi við Aros-leikhúsið í Salz- borg um samstarf á sviði leikhúss fyrir heyrnarlausa. Draumasmiðj- an setti á sl. ári upp sýninguna „Ég sé“ sem gerð var með heyrnar- lausa áhorfendur í huga og var leikhópurinn fulltrúi Íslands á viðamikilli leiklistarhátíð í Vínar- borg nýverið, þar sem saman kom fólk sem starfar í leikhúsi fyrir heyrnarlausa. Í haust verður svo haldin önnur ráðstefna í Vínarborg og hefur Draumasmiðjunni verið boðin þátttaka og einnig að taka þátt í uppbyggingu samtaka leikhúsa fyrir heyrnarlausa. Margrét Pétursdóttir og Gunnar Gunnsteinsson eru stjórnendur Draumasmiðjunnar og þau segja þetta mikilvægan árangur sem náðst hafi á leiklistarhátíðinni í Vín í apríl. „Við erum sem sagt í 3 ára samstarfi við Arbos-leikhúsið og munum taka þátt í stofnun Evr- ópusamtaka um leikhús heyrnar- lausra. Þetta eru samtök atvinnu- leikhúsa og Draumasmiðjan mun stofna deild innan síns leikhúss sem mun vera leikhús heyrnar- lausra,“ segir Margrét. „Skilgreiningin sem höfð er um leikhús heyrnarlausra er að í sýn- ingunni sé heyrnarlaus leikari. Við vinnum með Elsu Guðbjörgu Björnsdóttur sem er ung kona með brennandi áhuga á leikhúsi. Hún er einungis búin að fara á námskeið í leiklist en við erum að undirbúa þjálfun fyrir hana. Það eru skólar erlendis sem við erum að skoða,“ segir Margrét. „Samstarfið felst svo í þátttöku okkar í ráðstefnum og leiklistarhá- tíðum fyrir heyrnarlausa árin 2002 og 2003. Við erum eini leikhópur- inn sem verður með barnasýningu á hátíðinni 2002, sýningu sem heit- ir Árstíðirnar og er byggð á sýn- ingunni „Ég sé“ sem sýnd var í Möguleikhúsinu í fyrra. Við höfum svo skuldbundið okkur til að vera með aðra sýningu 2003, sem mun fjalla um táknmálið og notkun þess,“ segir Gunnar Gunnsteins- son. Arbos-leikhúsið í Salzborg hefur starfað með heyrnarlausum lista- mönnum frá 1992 og vakið athygli fyrir hugmyndaríkar uppsetningar sínar í leikstjórn Herberts Gant- schacher. Hann var einmitt stadd- ur hér á landi á dögunum til að skrifa undir samninginn við Draumasmiðjuna. Að sögn Gant- schacher er Arbos ekki einungis leikhús heldur tónlistar- og leik- hússmiðja sem rekur starfsemi í þremur borgum Austurríkis, Salzburg, Klagenfurt og Vínar- borg. „Arbos sérhæfir sig í því að skapa verkefni fyrir ungt fólk í tón- list, leiklist og blönduðum sviðslist- um, þar sem myndlist, tónlist og leiklist renna saman. Leikhús fyrir heyrnarlausa er mikilvægur hluti af starfsemi okkar,“ segir Herbert. „Evrópsku táknmálin eru hluti af tungumálum Evrópu og einnig hluti af tungumálum minnihluta- hópa innan álfunnar. Þau þurfa því bæði stuðning og stærri áhorf- endahóp til að halda velli. Tákn- málin eru sjónræn tungumál. Þess vegna er leikhús besta leiðin til að færa táknmálið til fleiri áhorf- enda.“ Í samstarf við leikhús heyrnarlausra í Evrópu ÞAÐ rekur hver stórviðburðurinn annan á kirkjulistahátíðinni í Hall- grímskirkju og á þriðjudagskvöldið var það leikur hljómsveitarinnar Damals und Heute og mætti sem best þýða nafn hljómsveitarinnar Þá og nú eða Fyrrum og í dag. Á fyrri hluta tónleikanna var leikið á barokkhljóð- færi en á nútímahljóðfæri á seinni hlutanum. Það má endalaust deila um mikilvægi þess að leita að upprunan- um, bæði varðandi hljóðfæri og leik- tækni, því fyrir hlustandann munar aðallega á blæ og styrk og oftar en ekki á gæðum í leik og tónstöðu. Hér var hins vegar svo vel leikið, að engu munaði á gæðum í flutningi, hvort sem leikið var á barokk- eða nútíma- hljóðfæri. Tónleikarnir hófust á kirkjusinfón- íu eftir Bononcini (1670–1747) hljóm- fallegu og látlausu barokkverki, þar sem unnið er út frá röð niðurlaga, sem eru skreytt með hljómleysingum á sérstakan hátt, nokkuð sem er einn- kennandi fyrir vinnubrögð ítalskra barokkmanna, og mátti einnig heyra þessa aðferð í öðru viðfangsefni tón- leikanna, konsert í F-dúr eftir Vivaldi. Bæði verkin voru afburðavel leikin og í konsertinum eftir Vivaldi lék Ilia Karol einleik á fíðlu af miklum glæsi- brag. Það verður að segjast eins og er að hvorugt verkið er sérlega áhuga- verð tónsmíð, þó tónmál þeirra sé sér- lega fallegt og líði áfram án árekstra og með sífelldum endurtekningum varðandi tónhugmyndir og hljóm- skipan. Handel lék suma orgelkonserta sína á lítið orgel með fáum röddum og án pedals, enda voru þessir konsertar hugsaðir annaðhvort fyrir harpsíkord eða orgel og tengjast flestir upp- færslum á óratoríum, en Handel mun sjálfur hafa leikið flesta þeirra sem milliþáttatónlist við uppfærslur á ór- atoríum sínum. F-dúr-konsertinn (op. 4, nr. 4) er frægur fyrir upphafsstefið, sem er sérlega afgerandi í tónferli og hryn. Allur konsertinn er sérlega leikandi skemmtilegur og var afburða vel fluttur, með ótrúlega leikandi og léttum fingraleik, þar sem skýr tón- mótunin hjá James David Christie naut sín sérstaklega vel. Bæn heilags Georgs fyrir trompett og strengjasveit eftir Alan Hovhan- ess er ekki mikilfenglegt verk, næst- um ekki neitt, en var sérlega vel flutt af trompettleikaranum Patrick Hen- richs. Silhouans Song fyrir strengja- sveit eftir Arvo Pärt er sérlega einfalt verk og minnir tónsmíðaaðferð Pärts á sálmaútfærslur fyrir kór eftir John Cages. Þessi hálfkvæðastíll er fallega hljómandi, þar sem hljómræn og hefðbundin niðurlögin eru nærri en aldrei skilað til fulls og getur þessi að- ferð af sér sérlega viðburðalítinn tón- bálk, sem er skemmtileg andstæða við hávaðann í dag. Það hefði mátt gera meira úr andstæðum í styrk, þó leikur hljómsveitarinnar væri að öðru leyti mjög fallega hljómandi. Lokaverk tónleikanna var orgel- konsert eftir Poulenc, skemmtilegt verk, samið 1938, í lagrænum en hljómfrjálsum stíl, sem Poulenc lét einkar vel að leika sér með í verkum sínum. Þetta glæsilega verk var ein- staklega vel leikið af James David Christie og má segja að framlag hans til tónleikanna bæði í orgelkonsert Handels og Poulencs hafi verið það sem upp úr stóð á þessum tónleikum. Stjórnandinn, Michael Willens, stýrði sínu fólki af öryggi, en það er svo með barokktónlist eins og þá sem flutt var hér, að í raun þarf engan stjórnanda, því þar er allt svo slétt og fellt í tón- skipan og í raun ekkert túlkunar- vandamál. Í verkum Hovhaness og Pärts er aftur á móti pláss fyrir túlk- un, sem þó var fjarri en gekk upp í orgelkonsertinum eftir Poulenc, sem eins og fyrr segir var glæsilega flutt- ur og ásamt orgelkonsertinum eftir Handel það eftirminnilegasta á þess- um annars frábæru tónleikum. Fyrrum og í dag TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Hljómsveitin Damals und Heute flutti tónverk eftir Bononcini, Vivaldi, Handel, Hovhaness, Pärt og Poulenc. Einleikarar: James David Christie á orgel, Patrick Henrichs á trompett og Ilia Karol á fiðlu, Stjórnandi: Michael Willens. Þriðjudagurinn 29. maí, 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson SÖGUSVIÐ þessara æskuminn- inga er fjallaþorpið Magdaluna (Mánaturn) í Líbanon eftirstríðsár- anna. Í þorpinu búa afkomendur frönsku musterisriddaranna sem á sínum tíma börðust við múslima um landið helga. Þetta hundrað manna samfélag er sjálfu sér nægt um flest. Þorpsbúar lifa af landskika sem þeir grófu inn í brattar hlíðar fjallanna. Landið er gjöfult og enginn líður skort. Í þorpinu er líka öll nauðsyn- legasta þjónusta. Þar er trésmiður, kennari, skósmiður, vefari og bart- skeri. Þetta er veröld sem gæti staðist um aldur og ævi ef ekki hefðu ruðst inn fyrirbrigði sem ýmist eru kennd við framfarir eða eyðileggingu. Eitt það fyrsta sem breytti Magdaluna varanlega var útvarpið. Þorpsbúarn- ir sem áður höfðu hist hér og þar og sagt og leitað frétta komu nú saman á einum stað og hlustuðu á útvarpið svo lengi sem rafhlöðurnar lifðu. Kaflarnir eru nefndir eftir ein- stökum hlutum, persónum og fyr- irbrigðum sem leika dæmigerð hlut- verk í togstreitu milli gamla og nýja tímans: Grammófónninn, Amma, Ótti, Ís. Umbreytingarnar verða sýnilegar og í sumum tilfellum áþreifanlegar gegnum einstök fyr- irbrigði af þessu tagi. T.d. veldur til- koma símans því að Anwar litli miss- ir tekjur. Nokkrum sinnum á dag hafði hann verið beðinn að fara sendiferðir, ýmist með hluti eða skilaboð, og hlaut að launum fáeina pjastra. Þessari þjónustu ruddi sím- inn burt. Frásögnin er seiðandi og hverfist gjarnan um það smáa í umhverfinu. Það smáa er samt ekki svo smátt þegar grannt er skoðað heldur þenst það út og fær merkingu langt út fyr- ir það sem lesandi hefur reynslu af. T.d. er fyrsti bíllinn sem kemur til Magdaluna boðberi mikilla og ófyr- irséðra umbreytinga. Litla sögu- hetjan óskar þess að fyrsta bíltúrn- um ljúki aldrei. Að honum loknum gat Anwar litli aðeins lagt hönd á hjarta sér til að sýna þakklæti sitt. En bíllinn og bættar samgöngur taka sinn toll. Jameel litli var sjö- unda barn foreldra sinna og eini sonurinn. Þar sem hann var einka- sonur fékk hann allt sem hugurinn girntist, líka bíl. Jameel endaði líf sitt með því að aka fram af fjalls- brún niður í djúpt gil. Þannig umbyltu bættar samgöng- ur við Beirút og strandhéruð Líb- anons daglega lífinu. Þorpsþjónust- unni hrakaði og húsfreyjurnar lögðu af verk eins og að baka brauð. Pítu- brauðið sem kom daglega frá Beirút var hnossgæti sem tók öllu öðru fram. Mesta og raunar endanleg um- bylting Magdaluna var vegna borg- arastyrjaldarinnar sem hófst í Líb- anon 1975. Lýsing höfundar er átakanleg vegna þess að hann er í miðju vitfirringarinnar og sleppur naumlega brott, heill á líkama en skaðaður á sál. Magdaluna slapp hins vegar ekki. Magdaluna er ekki lengur til og verður aldrei aftur til nema sem minning sem þessi höf- undur setti svo haglega í bók. Þýðing Gyrðis Elíassonar er al- úðleg. Seiðandi stíllinn og nosturs- legar lýsingar eiga þátt í því að lyfta hversdagslegum atvikum. Þegar veröld sundrast BÆKUR Æ s k u m i n n i n g a r eftir Anwar Accawi. Gyrðir Elíasson þýddi. Mál og menning 2001. Prentvinnsla: Nørhaven a/s Viborg, Danmörku. DRENGURINN Í MÁNATURNI Ingi Bogi Bogason SÝNING á verkum nemenda í barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík stendur nú yfir í sýning- arrými J. Stauskaite’s School of Art í miðborg Vilnius, Litháen. Fulltrúum Myndlistaskólans í Reykjavík var boðið að sækja skólann heim í maí- mánuði til að kynnast starfsemi hans jafnframt því að setja upp sýningu í skóla J. Stauskaite. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í þá kennslu sem fram fer innan Myndlistaskólans í Reykjavík og starfsemi hans sem stofnunar sem rekin er á vegum myndlistarmanna á Íslandi. Sýningin er ennfremur hugsuð sem fyrsta skref í samstarfi skólanna tveggja og og voru ræddar hugmyndir um marg- víslegt samstarf. Íslensk börn sýna í Vilnius Grafarvogskirkja Sýningin Og sjá í Grafarvogs- kirkju verður framlengd um eina viku og lýkur 8. júní. Sýning framlengd ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.