Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 33

Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 33 KVARTETT Bjarna Sveinbjörns leikur á Múlanum í Húsi Málar- ans, Bankastræti 7a í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Þetta eru síðustu tónleikar Múlans á þessari vorönn. Bjarni Sveinbjörnsson leikur á bassa, Jón Páll Bjarnason á gítar, Erik Qvik á trommur og Kjartan Valdimarsson á píanó. Á efnisskránni eru þekktar djassperlur í hefðbundnum útsetn- ingum þeirra félaga. Miðaverð 1.200 kr., 600 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara. Lokatón- leikar Múlans á þessari önn ♦ ♦ ♦ GALLERÍ Bardúsa og Verslunar- minjasafnið á Hvammstanga verða opnuð á nýjan leik í gamla pakk- húsinu á Hvammstanga á morgun. Gallerí Bardúsa er rótgróið hand- verkshús og þar gefur að líta leir- muni, endurunninn pappír, trévör- ur, ullarvörur, handmáluð kerti og muni úr fjörugrjóti. Í verslunar- minjasafninu er krambúð, byggð á vörum úr Verslun Sigurðar Davíðs- sonar sem rekin var á Hvamms- tanga um árabil. Einnig eru til sýn- is ýmiskonar skrifstofuvörur, líkön af húsum sem rifin hafa verið og verkfærasafn Egils Ólafs Guð- mundssonar. Í sumar verður verslunarminja- safnið opið virka daga frá 10:30-18 og um helgar frá 11-17. Verslunarminja- safnið á Hvamms- tanga opnað á ný Halldóra Helga- dóttir sýnir í Varmahlíð HALLDÓRA Helgadóttir opnar málverkasýningu í ash Galleríi í Lundi Varmahlíð á laugardag kl. 14. Þetta er fyrsta einkasýning Halldóru. Halldóra Helgadóttir er fædd á Akureyri, lærði tækniteiknun á Ísafirði og vann við það fag til margra ára. Hún nam myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri, það- an sem hún útskrifaðist vorið 2000 og hefur hún síðan einbeitt sér að málverkinu. Halldóra hefur tekið þátt í samsýningum með nemend- um Myndlistaskólans, bæði innan skólans og utan, auk þess sem hún hefur haldið kynningu á verkum sínum í Samlaginu á Akureyri, þar sem hún ásamt 12 öðrum norð- lenskum listamönnum rekur gall- erí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-18, nema þriðjudaga og stendur til 22. júní. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.