Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÁTÍÐ Hvergerð- inga, Bjartar sumarnætur, verður haldin í fimmta sinn nú um hvíta- sunnuhelgina. Hópur innlendra og erlendra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, og meðal erlendra gesta að þessu sinni eru bandarísku hjónin Almita og Roland Vamos sem eru heimsþekktir fiðlukennarar. Nokkrir íslenskir fiðluleikarar hafa stundað nám hjá þeim og eru hjónin vel kunn hér sem frábærir kennarar. Haldnir verða þrennir tónleikar í Hveragerðiskirkju, föstudag 1. júní kl. 20.30, laugardag 2. júní kl. 17.00 og sunnudag 3. júní, kl. 20.30. Efnisskráin er breytileg á milli tónleika; sambland af söng og kammertónlist. Flytjendur auk Vamos-hjónanna verða Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór, Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Jörg Sondermann org- anisti, Hávarður Tryggvasson bassaleikari ásamt Tríói Reykjavík- ur sem skipað er Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara. Flutt verða verk eftir Händel, Schubert, Smetana, Dvor- ák, Franck og Jón Ásgeirsson, auk nokkurra þekktustu söngperla Sig- valda Kaldalóns, Þórarins Guð- mundssonar, Sigurðar Þórðarsonar og Karls O. Runólfssonar. Einnig verða á efnisskránni aríur eftir Tosti, Verdi, Puccini og ýmsa fleiri. Vamos-hjónin gestir hátíðarinnar Roland og Almita Vamos eru að koma hingað til lands í fjórða sinn. Þau hafa hrifist af landi og þjóð og segist Roland Vamos heillaður af fegurð landsins. En hvernig hófust kynni þeirra af íslenskum fiðluleik- urum. „Roland var að kenna á nám- skeiði í Interlocken í Bandaríkjun- um þar sem Sigrún [Eðvaldsdóttir] var nemandi. Þegar ég kom að heim- sækja Roland hitti ég þar vinkonu mína, sem er fiðlukennari, og hún sagðist vera með nemanda sem ég yrði að heyra í. Ég hlustaði á Sig- rúnu; tók hana í einn tíma og eftir það spurði hún mig hvort hún mætti koma og búa hjá okkur um hríð en hún var að búa sig undir að fara í inntökupróf í Curtis-tónlistarskól- ann í Fíladelfíu. Ég sagði auðvitað já því húsið okkar er fullt af nemend- um. Þegar við fórum að kynnast Sig- rúnu fórum við að heyra mikið af Guðnýju, kennaranum hennar á Ís- landi, og Sigrúnu langaði til að við hittumst. Nokkrum sumrum síðar vorum við að kenna í Vermont og fréttum af Guðnýju þar nálægt en hún var líka að kenna á námskeiði. Guðný bauð okkur í heimsókn og við fengum tækifæri til að vera með „masterclass“ fyrir nemendur henn- ar. Þar kynntumst við fleiri íslensk- um fiðlunemendum og það leið ekki á löngu þar til við Guðný vorum orðnir góðir vinir; vináttan hélst og Guðný fór að senda til okkar nem- endur sína sem hafa allir reynst ynd- islegir og frábærir nemendur. Við Roland og Guðný og Gunnar höfum líka mikið spilað saman sem hefur verið mjög ánægjulegt; við hugsum eins í tónlistinni og gengur vel að spila saman.“ Of mikið af trjám í Vermont Almita Vamos er jafnhrifin af Ís- landi og maður hennar og þau koma því oft að í spjallinu hvað vænt þeim þyki um landið; dvölin hér sé eins og samfelld brúðkaupsferð. Almita rifj- ar upp sögu af íslenskum nemana sínum í Vermont. Fegurðin þar er annáluð, en íslenski nemandinn var ekki ánægður því þar var of mikið af trjám; það sást ekk í landslagið og nemandanum fannst verulega óþægilegt að vita ekki hvað væri bak við trén! Vamos-hjónin segja að Ís- land sé orðið þeirra annað heimili. Það sé mikið talað um það ytra að hér hljóti að vera kalt og hrjóstrugt en reyndin sé önnur og fólkið hér sé sérstaklega hlýlegt. Þau hafa dvalið hér að vetri tilog fannst mikið koma til himnadýrðarinnar á gamlárs- kvöld, „ég held ég hafi aldrei séð neitt jafntilkomumikið,“ segir Rol- and Vamos. Kynntust í Juilliard og hafa leikið saman síðan Vamos hjónin kynntust þegar þau voru við nám í Juilliard-skólanum í New York. Bæði hafa þau átt giftu- ríkan feril sem hljóðfæraleikarar; Roland hefur spilað með fjölda þekktra hljómsveita og Almita kom- ið fram sem einleikari með hljóm- sveitum vítt um heiminn og er marg- verðlaunuð fyrir leik sinn; þau hafa tekið þátt í kammertónlist af ýmsu tagi en saman hafa þau leikið í Ant- ioch-strengjakvartettinum. Roland Vamos hefur einnig komið fram sem hljómsveitarstjóri og hefur meðal annars stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í seinni tíð hafa þau snúið sér í æ ríkari mæli að kennslu og hefur ferill þeirra ekki síður blómstrað í þeirri grein. Þau kenna gjarnan saman og meðal nemenda þeirra eru fiðluleikarar sem hafa unnið til bæði gull- og silfurverð- launa á alþjóðlegum vettvangi, með- al annars í Tsjaíkovskíjkeppninni, Menuhin-keppninni, Paganini- keppninni og Kreisler-keppninni svo aðeins nokkrar þeirra frægustu séu nefndar. Þeim hefur hlotnast viður- kenning af ýmsu tagi fyrir kennslu- störf og meðal annars hlotið verð- launin „Kennari ársins“ frá banda- ríska menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt að nemendunum líði vel í tónlistinni En vers vegna vilja Vamos-hjónin frekar kenna en að einbeita sér að frama á tónleikapallinum. Almita verður fyrri til að svara þessu: „Maður getur ekki gert meir en svo og svo mikið af því að halda tónleika. Ég lærði hjá mjög góðum kennurum og mér finnst það skylda mín að miðla þeirri þekkingu áfram til næstu kynslóðar og halda hefðinni lifandi.“ Roland Vamos tekur undir þetta en bætir því við að fiðlukennsl- an sé miklu meira en það að kenna fólki að spila á fiðlu. „Það að kenna fólki að spila fallega er bara grunn- urinn. Það er mikilvægt að tengjast nemendum sínum sem fiðluleikari, hvetja þá og fylla andagift. Það er mikilvægt að nemendunum líði vel í tónlistinni og að þeim líði vel með sjálfa sig. Þetta er því líka spurning um sálfræði. Nemendur okkar búa gjarnan hjá okkur og þar skapast lít- ið og áhugavert fiðlusamfélag. Það er ekki þar með sagt að allir nem- endur okkar vilji tengjast okkur per- sónulega. Sumir koma bara til að læra og við heyrum aldrei frá þeim meir. Aðrir bindast okkur tryggum böndum og þegar þeir eru orðnir fleygir verða þeir kollegar okkar og geta líka miðlað okkur af sinni reynslu,“ segir Roland Vamos. Alm- ita segir að kennslustíll hafi breyst í áranna rás. „Hér á árum áður voru kennarar gjarnan strangir. Þá var litið þannig á málin að verið væri að herða nemandann fyrir þann harða heim tónlistarinnar sem biði hans. Okkar viðhorf til kennslunnar er mjúkt. Það er nauðsynlegt að nem- andinn öðlist vellíðan, sjálfsöryggi og sjálfsvirðingu í fiðluleiknum, og það teljum við grunninn að því að hann geti tekist á við það sem á eftir kemur. Ég er ekki að segja að hin aðferðin sé röng en svona viljum við gera þetta.“ Á Björtum sumarnótt- um í Hveragerði leika Vamos-hjónin með Íslendingunum í kammertónlist af ýmsu tagi, meðal annars í Sil- ungakvintettinum eftir Schubert, sem Almita segist hafa mikið dálæti á, og í Píanókvintett eftir Cesar Franck. Roland og Almita Vamos meðal gesta Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gunnar Kvaran, Peter Máté, Selma Guðmundsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Guðný Guðmundsdóttir, Almita Vamos, Jörg Sondermann og Roland Vamos. Á myndina vantar Hávarð Tryggvason. Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur haldin í Hveragerði um helgina MESSÍANA Tómasdóttir sýnir þessa dagana verk sín í Sverrissal og Apóteki Hafnarborgar. Hún er án efa mörgum ekki síður kunn fyr- ir búninga- og leikmyndahönnun sína og vefast þessir þættir listar hennar inn í sýninguna sem ber heitið Selló. En með heitinu vill listakonan, að því er segir í sýning- arskrá, vísa „til hinna gegnsæju og launhelgu tóna sellósins“. Sýning Messíönu er vel skipulögð og nær hún þar að tefla saman tveimur ólíkum sýningum á skemmtilegan hátt með aðstoð sellóverksins Hljóðverkið 3/7, en verkið ómar jafnt um sýninguna Selló í Sverrissal, þar sem skúlptúr- um úr plexigleri hefur verið komið fyrir, sem og í Apótekinu, sem er prýtt búningum, grímum og mynd- um úr barnaóperunni Skuggaleik- hús Ófelíu sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni nú í haust. Það er plexigler, líkt og áður sagði, sem ræður ríkjum í Sverr- issal og nálgast listakonan þennan efnivið sinn á ýmsan máta. Sum verkanna eru hefðbundin ásýndar og minna mest á steindar glermynd- ir á meðan leikur með form og rými er meira áberandi í öðrum – plexi- glerplötur liggja þannig ýmist á gólfinu líkt og dregill, þær sveigjast í bogadregnum renningum sem hanga niður úr loftinu, eða þær eru látnar standa í beinni röð upp við vegg með aðstoð járnrörs. Blár litur er ríkjandi í verkum Messíönu í Sverrissal og við fyrstu sýn getur hann framkallað þá blekkingu að glerið hafi verið mál- að. Nánari athugun sýnir japan- pappír hins vegar sem hinn raun- verulega efnivið listakonunnar. Pappírinn, sem er í mismunandi lit- um bláum tónum, hefur verið klipptur og skorinn víðast hvar í bogadregna og möndlulaga renn- inga sem síðan hefur verið komið fyrir milli laga plexiglersins. Verk nr. 1 er þannig samsett úr tíu plexiglerplötum sem liggja hver ofan á annarri við inngang Sverris- salar og minna þannig nokkuð á dregil sem vísar sýningargestum inn í salinn. Pappírsrenningunum hefur síðan verið komið fyrir milli platnanna, þeir sem eru fjærst inn- ganginum liggja næst gólfi og fær- ast svo smám saman nær og nær yf- irborði verksins. Fyrir vikið skapast nokkur dýpt í verkinu sem dofnandi styrkur bláa litarins með aukinni nálægð við gólfflötinn eykur enn frekar á. Í verki nr. 2 leitar Messíana að hefðbundnari fyrirmyndum, hér hanga ferhyrndar plexiglerplötur hlið við hlið við einn af veggjum sýn- ingarsalarins, lýsing bak við mynd- irnar veitir þeim yfirbragð steindra glermynda sem abstrakt form boga- dreginna lína og möndlulaga kjarna á bláum fleti eiga einnig sinn þátt í að veita. Myndirnar hleypa auk þess birtu í gegnum sig á svipaðan hátt og steindur glergluggi, séð utan frá virkar myndin dökk á meðan hún virðist ljós og öllu gagnsærri séð innan frá. Í verki nr. 6, sem að öðrum ólöst- uðum, er eitt sterkasta verk sýning- arinnar, leikur Messíana sér skemmtilega með myndform steindra glermynda. Ferhyrndar plötur hanga fyrir glugga Sverris- salar, en hér eru plexiglerplöturnar hins vegar staðsettar með dágóðu millibili, hver fyrir aftan aðra, og færir rýmisnotkun verksins það þannig nær eiginleikum óhefð- bundnari glerskúlptúra á borð við verk nr. 1 og 7. Öll verk Messíönu byggjast á ab- strakt formmyndun og nýtir lista- konan sér það jafnt í hefðbundnum sem og óhefðbundnari verkum sín- um. Þessi formmyndun læðist einn- ig inn í myndir hennar í Apótekinu – frummyndir að bakmyndum óperu- sýningarinnar – sem heiti á borð við Nafnið mitt er Fjólufeykir og Leik- húsdraumar ná að senda ímyndun- arafl áhorfenda á flug. Verk hennar eiga það þá enn fremur sameiginlegt að við gerð þeirra hefur verið tekið mikið tillit til umhverfisins. Plexiglerskúlptúr- arnir sóma sér þannig einkar vel í Sverrissal og þó brúður og grímur Skuggaleikhúss Ófelíu kunni e.t.v. ekki alveg jafn vel við sig í Apótek- inu þá ná sellótónar hljóðverksins að draga úr sérkennileika aðstæðn- anna. Hljóðverkið 3/7, sellóverk í í þremur hlutum, sem flutt er í mis- munandi útgáfum af Stefáni Erni Arnarsyni, á þá einnig sinn þátt í að móta andrúmsloft og umhverfi plexiglerskúlptúranna. Tónar þess vekja óneitanlega vissa lotningu með sýningargestum sem fyrir vikið virða verkin fyrir sér á annan hátt. Á sama hátt nær sellóverkið að auka á leikrænt yfirbragð sýningarinnar í Apótekinu. Brúður, búningar og myndir Skuggaleikhússins öðlast við það aukið líf og myndir Mess- íönu, einfaldar klippimyndir sem byggðar eru á þríhyrningsforminu í sterkum og líflegum litum, öðlast fyrir vikið sterkari tengsl við bún- inga og brúður og er ekki laust við að saga Skuggaleikhúss Ófelíu lifni við. Listamaðurinn er heldur enginn nýgræðingur í málefnum leikhúss- ins og má í raun segja að með verk- unum í Hafnarborg hafi hún náð að setja upp sína eigin leiksýningu. Launhelgir tónar sellósins MYNDLIST H a f n a r b o r g Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl.11–17. Henni lýkur 3. júní. SELLÓ – MESSÍANA TÓMASDÓTTIR Anna Sigríður Einarsdótt ir Morgunblaðið/Sigurður Jökull Verk nr. 4 á sýningu Messíönu Tómasdóttur í Sverrissal Hafnarborgar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.