Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 47 ÞAÐ eru ætíð ánægjuleg tíðindi þeg- ar knattspyrnumenn okkar standa sig vel með erlendum félags- liðum. Nú síðast var það Guðni Bergsson sem leiddi lið sitt Bolton aftur upp í úr- valsdeildina í Eng- landi. Guðni hefur nú verið atvinnumaður í knattspyrnu í 15 ár og er einn af þeim leik- mönnum sem sannar- lega hefur verið góð fyrirmynd ungra knattspyrnumanna og nú á síðustu árum einnig sýnt fram á að margir leik- menn hætta of snemma. Guðni hefur lengst af á sínum ferli verið leiðtogi og hlotið margs konar viðurkenn- ingar fyrir, meðal annars verið val- inn leikmaður ársins af leikmönnum og stuðningsmönnum í sínu félagi. Það þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum um getu Guðna Bergssonar sem leiðtoga eða knatt- spyrnumanns. Þann feril þekkja þeir sem honum hafa kynnst, ein- stakur og góður drengur. Guðni lék á sínum tíma með landsliði Íslands og síðustu leikina sem fyrirliði liðs- ins. Guðni hefur heldur ekki leikið betur á sínum ferli en einmitt núna síðustu tvö keppnistímabil og vakti það furðu sjónvarpsfréttamanna SKY-sjónvarpsstöðvarinnar að hann væri ekki talinn nægilega góður til að leika með Íslenska landsliðinu. En þeir eru nú ekki þeir einu sem furða sig á því. Ég sem áhugamaður um knattspyrnu til margra ára hef einnig heyrt það sama frá mínum félögum. Reyndar er- um við Guðni samherj- ar í Val þannig að það mætti segja að ég sé ekki alveg hlutlaus í þessum skrifum en ég hef einnig heyrt mjög víða sömu skoðanir og þess vegna vekur það furðu mína að lands- liðsþjálfarinn, vinur minn Atli Edwaldsson, skuli ekki velja Guðna í landsliðið. Það er engin skýring að segja að hann sé orðinn of gam- all. Fyrirliði skoska landsliðsins er jafn- aldri hans og ég veit ekki betur en að Teddy Sheringham sé einn eftirsóttasti leikmaður í Englandi í dag. Ég fæ heldur ekki séð að aldur manna skipti máli þeg- ar stilla á upp sterkasta liði sem völ er á hverju sinni. Landslið þjóða nota ekki aðalliðin sín í Evrópu- og Heimsmeistarakeppninni sem til- raun til uppbygginar. Unglinga- landsliðin eru til þess að ala upp leikmenn en aðalliðið á ætíð að vera skipað bestu leikmönnum, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, sem völ er á þann dag sem leikið er, ef markmiðið er að ná sem bestum ár- angri. Í síðustu leikjum landsliðsins hefur vörnin einmitt verið veikasti hlekkurinn og veitti því ekki af að binda hana enn betur saman. Hann var ekki einu sinni valinn þegar tveir af fastamönnum liðsins, varn- armenn, voru fjarri góðu gamni í leiknum á móti Búlgaríu. Að mínum dómi eigum við nú þrjá yfirburða varnarmenn sem eru Eyjólfur, Her- mann og Guðni. En Atli sagði sem enn eina skýringuna á því að hann veldi ekki Guðna vera að þá þyrfti hann að taka út úr liðinu Eyjólf eða Hermann. Það eru engin rök það er jú leikið með fjögurra manna vörn. Guðni hefur leikið stöðu hægri bak- varðar og sem miðvörður með liði sínu að undanförnu. Við sem erum áhugamenn um knattspyrnu getum ekki sætt okkur við þær skýringar sem gefnar hafa verið, því þeim fylgja engin rök. Ef aftur á móti Atli telur Guðna ekki nógu góðan knattspyrnumann þá er það miklu hreinna að segja það hreint út. En ef stjórn KSÍ telur að Guðni hafi ekki skilað hlutverki sínu sem leikmaður og fyrirliði með þeim hætti sem stjórninni er þóknanleg þá væri fróðlegt að vita hvers vegna það væri og fá skýr svör við því. Ekki má það koma fyrir að óleystur ágreiningur á milli manna valdi því að okkar bestu knattspyrnumenn séu ekki valdir í landslið, eða hvað? Hugleiðing um knattspyrnu Baldvin Jónsson Landsliðið Við sem erum áhuga- menn um knattspyrnu, segir Baldvin Jónsson, getum ekki sætt okkur við þær skýringar sem gefnar hafa verið, því þeim fylgja engin rök. Höfundur er knattspyrnu- áhugamaður. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, (lögreglustöðinni), föstudaginn 8. júní 2001 kl.14.00: GJ-505 MF-534 XD1238 HÞ-186 ND-173 Y9305 IÞ-776 OO-021 ZS-284 JU-748 R52159 KP-150 RG-647 KV-424 SX-619 LI-515 VT-346 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 30. maí 2001. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hörðuvöll- um 1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Brattahlíð 2, geymsla og gróðurhús, Hveragerði, fastanr. 221-0014 og 221-0015, þingl. eig. Birgir Steinn Birgisson, gerðar- beiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumaðurinn á Self- ossi, þriðjudaginn 5. júní 2001 kl. 10.00. Eyrargata 13, íbúð, Eyrarbakka, fastanr. 220-0052, ehl. gþ., þingl. eig. Hafrún Ósk Gísladóttir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, þriðju- daginn 5. júní 2001 kl. 10.00. Laufskógar 39, íbúð, Hveragerði, fastanr. 221-0708, þingl. eig. Jón Þröstur Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf. höfuðst. 500, þriðjudaginn 5. júní 2001 kl. 10.00. Laufskógar 41, íbúð, Hveragerði, fastanr. 221-0709, þingl. eig. Jón Ó. Ragnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sigurlaug Jónsdóttir og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 5. júní 2001 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 30. maí 2001. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Hörðuvöllum 1, Selfossi (lögreglustöðinni), föstudaginn 8. júní 2001 kl. 14.00: 19 tréborð á pottfæti, 2 frystikistur ca. 300 og 560 lítra, 2 frystiskápar (annar Boss), 2 stk. uppáhelli-kaffivélar, 20 metra Andrew LDF4 kapall með tengjum, 4 hellna Bertos gaseldavél, 60 tréstólar, bökunarskápur úr ryðfríu stáli, Canon BJC-4550 prentari, DB MAX five band digital broadcast maximixer, Electrolux ofn, Energy Onix SST 100 FM sendir, Euro pizzaofn, Eurorack MX 802 mixer, faxtæki Canon B-100, geisla- diskaskrifari og Sony 17" skjár, Hewlett Packard Desk Jet 500cc prent- ari, hitaskápur, Hjólaskófla, FH-0161, IIP 810 rewriteable geislaskrifari, hvítt matar og kaffistell fyrir 300 manns A. Karlss., Inovonics 716 D2 stereogenerator, JF sláttuvél, vörunr. (GX 320 árg. 2000), kaffivél Fame, kæliborð, kælivél og blásari fyrir stórkæli, kökukælir, LG-708, hestakerra, árg. 1990, Scale FM dipol sendiloftnet, SCCI zip drif, Simens Hicon símstöð og 8 símtæki fyrir símstöð, sjónvarp Sony 14", TB-038, Metalovouga, árg. 1983, tveir Sony MD (minidiskur) + Sennheiser mic., Tölva Gateway 500 Mhz m/10 Gb hörðum diski og 15", Tölva HP 750Mhz m/45 Gb hörðum diski og 17" skjá, tölva iMac, Tölvur HP 900 Mhz m/30 Gb hörðum diski, vaskaborð fyrir uppvask úr ryðfríu stáli allt frá Frostverk, Wescodisc uppþv. vél DC-6, ZC-152, Zetor, árgerð 1982, ZC-353, Case 685 dráttarvél, árg. 1986. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 30. maí 2001. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Séra Bjarni Karlsson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Fimmtudagur 31. maí Í kvöld kl 20.00: Lofgjörðarsam- koma í umsjón majórs Elsabetar Daníelsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Útivist Missið ekki af hvítasunnu- ferðunum: 1. 1.—4/6 Látrabjarg — Rauði- sandur — Sjöundá. 2. 2.—4/6 Goðaland — Básar. 3. 2.—4/6 Fimmvörðuháls — Básar. 4. 2.—4/6 Fimmvörðuháls, skíðaferð inn á jökla. Hvítasunnudagur 3. júní kl. 10.30. Reykjavegur, 3. áfangi, endurtekinn. Eldvörp — Méltunnuklif. Annar í hvítasunnu, 4. júní kl. 10.30 Fjallasyrpan 3. ferð: Þrí- hnúkar — Stóribolli í Grinda- skörðum. Brottför frá BSÍ. Jeppaferð! Fjölskyldu- og grill- ferð í Bása 15.—17. júní. Sunnan Langjökuls, göngu- ferð 15.—17. júní. Upplýs. og farm. á skrifst. Hallv- eigarstíg 1. Sjá heimasíðu: www.utivist.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R UNDANFARIÐ ár hefur Stúdentaráð Há- skóla Íslands barist af krafti fyrir úrbótum á húsaleigubótakerfinu. Stúdentaráð hefur sett fram skýrar kröfur um breytingar og lagt mik- inn þrýsting á stjórn- völd um að verða við þeim kröfum. Í desember á síðasta ári vannst svo áfanga- sigur þegar félags- málaráðherra kynnti nýja reglugerð um húsaleigubætur. Í kjöl- farið hækkaði hámark húsaleigubóta, frí- tekjumark vegna húsaleigubóta og efri mörk leigutillits. Allar þessar breytingar koma námsmönnum til góða en stúdentar eru um fjórðungur þeirra sem fá húsaleigubætur. Mikilvægur áfangasigur Nýlega lagði félagsmálaráðherra svo fram frumvarp sem felur í sér úrbætur á húsaleigubótakerfinu og kemur ráðherra þar með enn frekar til móts við kröfur námsmanna. Samkvæmt frumvarpinu fá stúdent- ar, sem leigja herbergi án eldhúss á stúdentagörðum, rétt til húsaleigu- bóta. Þetta er auðvitað stór áfanga- sigur fyrir stúdenta þar sem þetta er eitt algengasta íbúðaformið á Stúd- entagörðum FS. En þetta er, eins og áður sagði, aðeins áfangasigur. Enn eru húsaleigubætur skatt- lagðar og er það hróp- andi óréttlæti þar sem vaxtabætur af eigin húsnæði eru skatt- frjálsar. Þarna er ekki verið að koma til móts við þá sem mest þurfa á því að halda. Einnig er það hrópandi óréttlæti að húsaleigubætur skerði námslán og barnabætur hjá þeim sem þurfa að leigja sér húsnæði á sama tíma og húseigendur fá vaxtabætur sem skerða hvorki námslán né barnabætur. Réttlátara húsaleigubótakerfi Stúdentaráð mun halda kröfum sínum á lofti. Erfitt ástand á leigu- markaði íbúða hefur komið illa niður á stúdentum og húsaleigubótakerfið hefur ekki veitt þann stuðning sem það annars gæti veitt. Háskóli Ís- lands er skóli allra landsmanna og því liggur það í eðli sínu að nemend- ur hans koma alls staðar að af land- inu. Og þá er mikilvægt að búið sé að nemendum þannig að þeir hafi jafna möguleika á námi. Ég heiti á félagsmálaráðherra, Pál Pétursson, og Alþingi Íslendinga að verða við réttmætum kröfum stúd- enta um að húsaleigubótakerfið verði gert réttlátara en það er í dag. Fleiri náms- menn fá húsa- leigubætur Olav Veigar Davíðsson Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir hönd Röskvu og er formaður hags- munanefndar ráðsins. Bætur Ég heiti á félagsmála- ráðherra og Alþingi Ís- lendinga, segir Olav Veigar Davíðsson, að verða við kröfum stúd- enta um réttlátara húsa- leigubótakerfi. Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14 Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.