Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 51 - Vandað og glæsilegt 285 fm einbýli auk 34 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í heild í 8-10 her- bergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og þrjú flísalögð baðherbergi og nuddpott. Falleg- ur og gróinn garður með hellulagðri verönd með skjólgirðingu og heitum potti. Hiti í stétt. Bílskúrinn hefur verið innréttaður sem vinnu- stúdíó með gryfju með góðri lofthæð. Rúmgóð 3ja-4ra herbergja séríbúð á jarðhæð en einnig er innangengt í hana. Falleg og vönduð eign. Eignin er laus strax. Áhvílandi 10 milljónir. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (FIMMTUDAG) FRÁ KL. 20-22. V. 27,5 m. 1413 OPIÐ HÚS Kaldasel 3 - Glæsilegt einbýlishús ÞAÐ á jafnt við um einstaklinga, atvinnu- stéttir og aðra þjóð- félagshópa að þeim gengur misvel að ná eyrum almennings hvað þarfir og væntingar varðar. Augljóst er að þegar hópur með þungavigt á borð við t.d. útvegsmenn telur á sig hallað eiga þeir sér há- væra málsvara ótrúlega víða. Þá fara fjölmiðlar mikinn, því miklu skipt- ir að þjóðin öll láti sér skiljast að missi þvílíkir spón úr aski sínum sé það tjón okkar allra. En svo eru aðrir hópar samfélags- ins sem ekki virðast, a.m.k. ekki í op- inberri umræðu, skipta ýkja miklu máli. Sjúklingar t.d. og aldraðir geta ekki gengið í gilda sjóði til þess að kaupa sér með einum eða öðrum hætti jákvæða umfjöllun um kjör sín og aðstöðu. Hinn allsráðandi mark- aður lítur ekki svo á að kjör þeirra skipti miklu fyrir þá sem hvorki eru sjúkir né aldraðir. Það muni m.ö.o. ekki valda neinni uppdráttarsýki í neyslukapphlaupinu þó að vanda- málum þeirra sé sópað undir teppið. Því kemur mér þetta í hug að mjög hefur sigið á ógæfuhliðina hvað varð- ar mönnun á stöðum við umönnun aldraðra og sjúkra á hjúkrunarstofn- unum. Samkvæmt könnun sem gerð var af hjúkrunarfræðingum árið l999 voru ósetnar stöður hjúkrunarfræð- inga um 14% árið l999 og samkvæmt könnun sem landlæknisembættið gerði í fyrra voru um 27 % stöðuheim- ilda sjúkraliða ósetnar. Þó taldi land- læknisembættið stöðuheimildir ekki sýna rétta mynd og vís- aði til þess að sam- kvæmt mati hjúkrunar- forstjóra þyrftu stöðurnar, miðað við hjúkrunarþörf, að vera mun fleiri. Sé gengið út frá mati þeirra er skort- ur á sjúkraliðum sem svarar 45,9% af stöð- ugildum. Úr þessum skorti reyna menn að bæta með því að ráða ófaglært fólk til umönn- unarstarfa og auðvitað er þar oftast, sem betur fer, um að ræða fólk sem vinnur störf sín með mikilli prýði en fyr- ir laun sem mjög eru skorin við nögl og það sem gert hefur verið til að bjóða þessum hópi upp á sjúkralið- anám, sem unnt væri að sinna jafn- framt starfi, hefur því miður verið bæði lítið og ómarkvisst. En framboð á sjúkraliðanámi eitt sér dregur skammt til að laða fólk í þetta nám því að kjör þau sem sjúkra- liðum eru boðin hér á landi eru til skammar. Það er áhyggjuefni að stöðugt fækkar þeim sem leita eftir þessu námi og nýliðun innan þessarar mikilvægu stéttar hefur verið allt of lítil á síðustu árum. Á síðastliðnu hausti hélt fjármálaráðherra því fram í utandagskrárumræðum á Alþingi að það torveldaði samninga við fram- haldsskólakennara að þeir hefðu boð- að verkfall um leið og samningar runnu út og þannig ekki gefið samn- inganefnd ríkisins tækifæri til að leysa kjaradeiluna án verkfalls. Nú háttar svo til að samningar sjúkraliða runnu út 1. nóvember. Samninga- nefnd ríkisins virti þá hins vegar ekki viðlits fyrr en eftir að þeir vísuðu deil- unni til sáttasemjara og það verður að segja að til þessa dags hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar ekki verið í neinu samræmi við það sem gefið var í skyn við fyrrnefnda utandagskrárum- ræðu, að vilji væri til þess að leysa mál af sanngirni og án verkfallsátaka. Það er deginum ljósara að yfir sjúkrastofnunum landsins vofir nú þegar neyðarástand vegna manneklu. Mér sýnist, því miður, einnig ljóst að ríkisstjórnin ætli að hrekja sjúkraliða út í verkfall með því að sýna þeim og kröfum þeirra fullkomna lítilsvirð- ingu. Um er að ræða hóp sem hefur menntað sig til þess að sinna erfiðum og krefjandi umönnunarstörfum; fólk sem vill bregðast við þörfum sjúkra og aldraðra en þeir hópar hafa, sem kunnugt er, ekki verið framarlega á forgangslista stjórnvalda. Það er okkur öllum til háborinnar skammar að þykja þeim fullborgað með grunnlaunum undir 100 þúsund krónum á mánuði. Mér er til efs að sá maður finnist á þessu landi sem þykir að sá herkostnaður að loka deildum sjúkrahúsa sé réttlætanlegur; að út- hýsa þar fársjúku fóki sé sanngirn- ismál því að öllu máli skipti að laun umönnunarstétta á borð við sjúkra- liða séu með þeim hætti að á þeim geti enginn lifað og þar sé því stöðug mannekla. Kjör sjúkraliða Sigríður Jóhannesdóttir Laun Framboð á sjúkraliða- námi eitt sér, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, dregur skammt til að laða fólk í þetta nám. Höfundur er alþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.