Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarráð Íslands og Samtök iðnaðarins boða til fundar í Versölum, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 6. júní kl. 8:30-10 Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs. Dagskrá: Eiga íslensk fyrirtæki erindi í CRAFT og hvernig eiga þau að bera sig að? Robert Jan Smits, framkvæmdastjóri CRAFT hjá Evrópusambandinu. Aðstoð við fyrirtæki sem vilja taka þátt í CRAFT. Ragnheiður Héðinsdóttir, matvælafræðingur, Samtökum iðnaðarins. Hvernig er að taka þátt í CRAFT? Edgar Guðmundsson, Geka, segir frá verkefni sem skilað hefur árangri. Boðið upp á léttan morgunverð. Vöruþróun - nýsköpun - CRAFT Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is HÉR í eina tíð var börnum sagt að það væri skammgóður vermir að míga í skó sinn. Það virðast sum- ir fullorðnir þó þurfa að gera æ oní æ. Mér er mjög á móti skapi að þurfa enn að stinga niður penna til að sussa á þráhyggju- fólk, sem ekkert grænt má sjá, án þess að kalla það bygg- ingalóð. Það eru innan við 2 ár síðan liðlega þriðj- ungur borgarbúa mót- mælti kröftuglega byggingaframkvæmdum í Laugar- dal. Á mótmælablaðinu sem um 35.000 Reykvíkingar skrifuðu und- ir sagði þá orðrétt: Við undirritaðir íbúar Reykja- víkur mótmælum afdráttarlaust þeirri fáránlegu hugdettu borgar- yfirvalda að úthluta landi úr íþrótta-, útivistar-, og skemmti- svæði okkar í Laugardal til fyr- irtækja með óskylda starfsemi og markmið. Við krefjumst þess að umsvifa- laust verði hætt við ákvörðun þessa, svo komið verði í veg fyrir eyðileggingu griðastaðarins Laug- ardals og komandi kynslóðir geti lifað þar og leikið hér eftir sem hingað til. Hverju var verið að mótmæla? Það var mótmælt áformum um að skemma Laugardalinn með byggingum fyrir starfsemi, sem ekkert á skylt við þá, sem fyrir er í dalnum. Það var verið að benda á að starfsemi, hvort sem hún er álit- in vera í þágu fyrir- tækja eða stofnana, þrengi að þessari pa- radís okkar með bygggingakumböld- um, bílaumferð og þeirri mengun sem því fylgir. Það var verið að biðja um að æska borgarinnar fengi að draga andann áfram óáreitt við íþrótta- iðkun, leik og uppbyggilega skemmtun, við aðstæður sem hafa hingað þótt vera til fyrirmyndar öðrum þéttbýliskjörnum bæði hér- lendis og erlendis. Borgarstjórn varð við þessum tilmælum árið 1999 og fékk fjöður í hattinn fyrir að þora að breyta áætlunum sínum að vilja fólksins. Það er því vægast sagt hrikalegt áfall að sjá bygginga- og lóða- drauginn vakinn upp á ný nú, svo skömmu seinna. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að benda á annan stað sem henta mundi undir fyrirhugað hús Menntaskólans við Sund stutt frá núverandi staðsetningu hans. Það er sunnan Suðurlandsbraut- ar, austan við svokallað „Mark- arsvæði.“ Í von um endalok lóðaþráhyggj- unnar í Laugardal. Suss og svei Stefán Aðalsteinsson Höfundur er íbúi í Smáíbúðahverfinu. Laugardalur Það er því vægast sagt hrikalegt áfall, segir Stefán Aðalsteinsson, að sjá bygginga- og lóðadrauginn vakinn upp á ný. BÖRNIN og mæðurnar á foreldra- og dagmömmumorgnum setja nið- ur sumarblóm í útipotta. Sigríður Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðing- ur fræðir um notkun öryggis- hjálma í umferðinni. Helgistund verður í umsjón séra Jóns Helga Þórarinssonar, Svölu Sigríðar Thomsen djákna og Jóns Stefáns- sonar organista. Kaffi, safi og með- læti verður í boði safnaðar á eftir. Umkvöldið hittast Svala djákni og mæðurnar í Kaffi Mílanó eins og venja hefur verið undanfarin ár í lok starfsins. Kaffisjóður greiðir veitingarnar. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi á Kirkjulistahátíð. Jóhann Friðgeir Valdemarsson tenór og Hörður Áskelsson orgelleikari flytja tónlist. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lok- inni. Orgeltónleikar kl. 20:30. Gill- ian Weir frá Bretlandi leikur. Háteigskirkja. Foreldramorgun- hópurinn fer saman í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn. Hittumst kl. 10:30 fyrir framan vesturinngang- inn. Munið að taka með nesti. Taizé-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lif- andi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45–7:05. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12, lokasamvera fyrir sum- arfrí. Að þessu sinni munu hús- freyjurnar okkar galdra fram venju fremur ljúffenga máltíð. Tónlist, bæn og léttur málsverður. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10. Lok mömm- umorgna. Óvissuferð. Digraneskirkja. Bænastund kl. 12.15. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17–18. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14:30–17 í safn- aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Von- arhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur þar til í haust en bæna- og kyrrðarstund- irnar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. Í dag ljúkum við vetrarstarfinu í Langholts- kirkju Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.