Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 53
✝ Guðjón Guð-mundsson bif-
reiðasmiður lést í
Landspítalanum að-
faranótt 24. maí
2001. Hann var
fæddur 11. júlí 1910
að Miðdal í Kjós.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Þor-
láksdóttir, f. 1873,
d. 1960, og Guð-
mundur Hannesson
bóndi, f. 1878, d.
1914. Hinn 15. apríl
1933 kvæntist Guð-
jón Ólöfu Bjarna-
dóttur frá Grundarfirði, f. 8.
október 1907, d. 15. apríl 1983.
Börn þeirra eru fimm: 1) Bjarni
vélvirki og eftirlitsmaður, f.
1932, maki Ásthildur Briem
Guðmundsdóttir og eru börn
þeirra Guðmundur, maki María
Alfreðsdóttir, þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn; og Ólöf Gyða,
maki Skúli Þór Ingimundarson,
þau eiga þrjú börn. 2) Halldór
stærðfræðingur, f. 1939, maki
Mary Guðjónsson, d. 2000, börn
þeirra eru Brynja,
hún á eitt barn; og
Hrafn. 3) Þorbjörn
hagfræðingur, f.
1943, maki Margrét
Svavarsdótttir,
börn þeirra eru
Úlfur og Atli, sam-
býliskona hans er
Birna Jónsdóttir,
þau eiga eitt barn.
4) Guðrún kennari,
f. 1943 d. 1983,
maki Steindór Guð-
jónsson, börn
þeirra: Margrét,
maki Jón Sverris-
son, þau eiga þrjú börn; og Guð-
jón Snær, maki Svava Garðars-
dóttir, þau eiga tvö börn. 5)
Jóna, f.1949, maki Sigurður
Haraldsson, börn þeirra eru Að-
alheiður og Ólafur, maki hans
er Kristín Eysteinsdóttir, þau
eiga eitt barn. Langafabörn
Guðjóns eru orðin þrettán og
langalangafabörnin tvö.
Útför Guðjóns fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú kveð ég afa minn hinstu kveðju.
Æska afa var erfið, hann var næst-
yngstur af 10 systkinum. Það fæddust
fáir með silfurskeið í munninum á
fyrstu árum síðustu aldar. Þegar afi
var einungis fjögurra ára gamall, lést
faðir hans og varð að sundra fjöl-
skyldunni. Afi var eftir það alinn upp
hjá hjónunum Sigríði Ingimundar-
dóttur og Jóni Stefánssyni bónda að
Blöndholti í Kjós til 18 ára aldurs. Þá
fluttist hann til Reykjavíkur og hugð-
ist nema húsasmíði hjá Stefáni Ein-
arssyni.
Námið fór á annan veg því afi vann
allan námstímann að yfirbyggingum
á bifreiðum og þreytti þar af leiðandi
ekki sveinspróf í húsasmíði að náms-
tímanum loknum. Síðar, þegar bif-
reiðasmíði var gerð að viðurkenndri
iðngrein öðlaðist hann meistararétt-
indi sem bifreiðasmiður. Það má
segja að afi hafi brotist úr litlum efn-
um með mikillli þrautseigju í bjarg-
álna mann. Árið 1933 stofnaði afi
ásamt tveimur vinnufélögum frá
námsárunum fyrirtæki í bifreiðasmíði
sem bar nafnið Tryggvi Pétursson og
Co. og var það rekið til ársins 1946. Í
nokkur ár þar á eftir starfaði afi við
húsbyggingar og byggði þá meðal
annars eigið íbúðarhús að Laugateigi
46 í Reykjavík þar sem hann bjó
ásamt fjölskyldu sinni í um 40 ár. Frá
því afi hætti vinnu við húsbyggingar
starfaði hann við Bílasmiðjuna hf. í
Reykjavík, við bifreiðasmíði fram til
ársins 1957, en það ár stofnaði hann í
félagi við nokkra gamla starfsfélaga
Bílaskálann hf. Bílaskálinn hf. sér-
hæfði sig í réttingum og hvers konar
viðgerðum á yfirbyggingum bifreiða
og var starfsemin fyrst um sinn við
Kleppsveg, en frá árinu 1966 við Suð-
urlandsbraut 6. Afi hætti störfum hjá
Bílaskálanum árið 1984.
Afi hafði mikið yndi af laxveiðum
og útivist. Margir úr fjölskyldunni
eiga góðar minningar um veiðiferðir
norður í land, sem mér þóttu mikið
ævintýri. Afi var ekki mikið fyrir
orðaflaum og var oft á tíðum fámáll.
Þegar hann á annað borð talaði, var
það um eitthvað sem skipti máli.
Hjónaband ömmu og afa stóð í 50 ár
upp á dag. Amma veiktist alvarlega í
árslok 1980 og afi stóð við hlið hennar
og hugsaði um hana af ástúð og um-
hyggju.
Eftir að amma lést bjó afi í ára-
fjölda hjá Þorbirni syni sínum og
Margréti konu hans, fyrst að Lauga-
teigi 46 og síðar að Kleppsvegi 92
Reykjavík. Þau vildu bæði allt fyrir
hann gera, sýndu honum umhyggju
og ástúð og Margrét reyndist honum
eins og besta dóttir. Það verður seint
þakkað. Afi dvaldi nokkrum sinnum
með þeim í Afríku meðan Þorbjörn
var búsettur þar vegna starfs síns og
hafði mikla ánægju af því að kynnast
framandi slóðum.
Afi var lengi heilsuhraustur, eða
allt fram á síðasta ár og stundaði með-
al annars sundlaugarnar í Laugardal
daglega meðan heilsa og kraftar
leyfðu. Hann var göngugarpur og hélt
sér í góðu formi, gekk ævinlega í sund
og þaðan af lengra og vílaði ekki fyrir
sér að fara allra sinna ferða fótgang-
andi, oft marga kílómetra á dag, eftir
að hann hætti að vinna. Í Afríku hefur
afi ef til vill fengið innblástur af gerð
útskorinna trémuna, en hann gerði
fjöldann allan af slíkum munum, þar á
meðal fagurlega útskornar lágmyndir
af villtum dýrum Afríku, sem hann
skar út í tómstundastarfi aldraðra að
Norðurbrún. Einnig er fjöldinn allur
af klukkum, hillum og öðrum munum
til eftir afa og bera þeir allir vitni um
vandað handbragð hans og natni.
Fyrir tæpu ári tók heilsunni að
hraka og aukinnar aðhlynningar var
þörf og eftir það dvaldi því afi á hjúkr-
unarheimilinu í Viðinesi.
Elsku afi, ég vil kveðja þig að lok-
um með stuttu ljóði:
Nú legg ég aftur augu mín
ástríki guð af gæsku þín
annastu hvílu mína.
Umhverfis mig er orðið hljótt
önd mína fel ég þessa nótt
faðir í hendur þínar.
Þín,
Ólöf Gyða Bjarnadóttir.
GUÐJÓN
GUÐMUNDSSON
Ó, Jesús, líf mitt, lof sé þér,
er líknarfaðminn breiddir
svo ástúðlega móti mér
og mig til borðs þíns leiddir.
Við borðið það mér blessun þá
þú bjóst, er æðsta nefna má,
og eymd með bættir alla.
Við þig, ó, Herra, halt mér fast,
lát hjarta mitt þér samtengjast
og aldrei frá þér falla.
(H. Hálfd.)
Elsku hjartans Vignir minn.
Nú hefur þú kvatt mig að sinni,
elsku vinur. Þú hefur verið kallaður
á æðri stað og dvöl þinni hjá mér í
þínu jarðneska lífi er lokið. Ég veit
fyrir víst að þú hefur fengið góða
heimkomu á æðri stöðum þar sem
foreldrar mínir, afi Halldór og
amma Lára, hafa tekið þér opnum
örmum. Ég þakka þér allt sem þú
veittir mér og gafst meðan þú lifðir
hjá mér. Bið ég nú af öllu hjarta að
Guð geymi þig og varðveiti og kveð
þig með söknuði, elsku sonur minn.
Þín einlæga,
mamma.
Fregnin um að mágur minn og
vinur hefði látist í bílslysi í Svíþóð
var bæði sár og óskiljanleg. Svo
stutt var síðan við höfðum rætt sam-
an þegar hann var staddur hér á
landi og var þá spjallað mikið um
lögregluna. Þegar Vignir talaði um
lögregluna skildi maður að hann var
og hefur alltaf verið „lögga“.
Vigni kynntist ég fyrst í Svíþjóð
þegar hann kom í heimsókn þang-
aðen þá hafði ég nýlega trúlofast
systur hans, henni Halldóru minni.
Skömmu síðar, í ágúst 1983, kom
hann aftur til Svíþjóðar til að fylgja
systur sinni upp að altarinu þegar
ég giftist henni. Að fylgja systur
sinni upp að altari getur ekki verið
létt, en hann gerði það með bros á
vör og beinn í baki. Strax þá skildi
ég að við næðum saman. Ógleyman-
legar eru þær stundir þegar brand-
ararnir flugu og kátu samveru-
stundirnar með fjölskyldunni, alltaf
var góða skapið og hláturinn einlægi
með honum. Ekki voru nein vand-
ræði að kynnast Vigni því honum
virtist það í blóð borið að geta talað
við alla með jákvæðu hugarfari.
Árið 1985 fluttumst við Halldóra
aftur til Íslands og ég fór að fyr-
irmynd Vignis og gekk í lögregluna.
Því miður urðum við þess ekki að-
njótandi að vinna saman en alltaf
hittumst við öðru hverju og gátum
þá talað saman um lögreglustarfið.
Mikið lærði maður af þessum sam-
tölum og hef ég ávallt minnst orða
hans einu sinni sem hann sagði þeg-
ar ég var nýbyrjaður í lögreglunni,
„láttu þér aldrei koma neitt á óvart“.
Þarna talaði maður með reynslu því
nú hef ég sjálfur starfað í lögregl-
unni í 16 ár og segi nákvæmlega
þetta sama við aðra mér yngri í dag.
Samt var jákvæðið gagnvart starf-
inu alltaf til staðar, því jákvæðari og
hressari mann var vart hægt að
finna.
Þegar við Halldóra fluttum aftur
til Íslands áttum við okkar fyrstu
þrjú börn og fannst lífið ansi erfitt.
Þá kom Vignir til skjalanna og gerði
allt fyrir okkur sem hann gat og
meira til. Hann fylgdist vel með okk-
ur og óumbeðinn kom hann með
sinni glaðværð og „reddaði“ hlutun-
um. Ávallt var hann reiðubúinn að
gera hvað sem er, meira að segja að
kenna mér á bifhjól, en þar þurfti
þolinmæði til. Börnum okkar sem
eru fimm í dag var hann ávallt ein-
staklega góður og gjafmildur. Börn-
um gaf hann alltaf góðan tíma.
Árið 1998 færði ég mig um set frá
lögreglunni í Hafnarfirði til lögregl-
VIGNIR
SVEINSSON
✝ Vignir Sveinssonfæddist 6. mars
1955 á Akranesi.
Hann lést í bílslysi í
Svíþjóð 14. maí síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Graf-
arvogskirkju 30.
maí.
unnar í Reykjavík en
þá hafði Vignir hætt
þar fyrir tæpum tveim-
ur árum. Þau orð sem
ég heyrði um Vigni þá
voru öll á þann veg sem
ég hafði kynnst honum,
jákvæður og ómót-
stæðilega hress. Brosi
þínu og kímni gleymir
enginn maður.
Kæri vinur, megi all-
ir vinir þínir minnast
þín eins og þú varst.
Eitt er víst að við Hall-
dóra og börnin okkar
munum minnast þín og
þinna góðu ráða. Móður þína og
bræður sem voru þér svo kær mun-
um við ávallt varðveita. Dóttir þín,
Ragnhildur Lára, mun alla tíð fá að
heyra um þá ást sem þú barst í
brjósti þér gagnvart henni. Við
munum ávallt bera ást þína gagn-
vart henni í okkar huga og varðveita
hana um ókomna framtíð.
Hafðu þökk fyrir góða vináttu og
ánægjulegar samverustundir, þær
hefðu mátt vera fleiri.
Þinn vinur og mágur,
Hjálmar Kristjánsson.
Jesús, sem að dauðann deyddir,
dauðlegum gafst lífið mér,
þú að borði lífs mig leiddir,
lausnarpantur fenginn er.
Efl þú mína ást og trú,
auk mér sálarrósemd nú,
þig mitt lífið heiðri’ í heimi,
hjálp veit, þér ég aldrei gleymi.
(M. Steph.)
Elsku Vignir minn.
Þó að fyrstu viðbrögð þín við fæð-
ingu minni hafi verið sú að þú hafir
farið með sparibaukinn þinn á
sjúkrahúsið og beðið um stelpu í
staðinn reyndist það ekki forsmekk-
ur á okkar samskiptum.
Læt nú hér á okkar tímamótum
huga reika til æskuminningar minn-
ar þegar stóri bróðir minn, Vignir,
flytur aftur til okkar mömmu eftir
andlát ömmu, þá 14 ára gamall og ég
9 ára.
Á þessum árum var ég stoltur
polli að fá loksins heim stóra bróður
sem varð fljótt vinur minn og fyr-
irmynd. Fyrir voru ég og Halldóra
og Jökull, yngri systkini okkar, sem
þú ávallt passaðir með einlægni og
miklum dugnaði. Meðan móðir okk-
ar aflaði tekna með tvöfaldri vinnu
sást þú um okkur á þínum unglings-
árum. Hlutverk þitt sem við upp-
lifðum sem föðurhlutverk, þú sást
ávallt fyrir öllu, að við þurftum aldr-
ei að leita til nokkurs annars en þín,
elsku bróðir. Hversu stóran vilja þú
hafðir að leyfa yngri bróður þínum
að fylgja þér á þinn vinnustað í út-
varpinu. Það varð mér tilhlökkunar-
mál að fylgja þér í útvarpið og velja
lög með þér í Popphorninu, þar sem
þú mótaðir okkar tónlistasmekk og
aðdáun okkar á Bee Gees. Eins
verður það mér ógleymalegt þegar
þú fékkst einkaflugsréttindi að við
flugum saman fyrstu ferðina yfir
æskuslóðir okkar á Akranesi.
Leiðir okkar skildi um tíma þegar
ég flutti til Svíþjóðar. Við héldum
góðu bræðrasambandi öll þessi ár,
samband sem varð til þess að þú
ákvaðst að flytja til mín á tímamót-
um í þínu lífi. Dvöl þín hjá mér og
okkar fjölskyldu í Gautaborg varð
okkur ómetanleg, framtíðin var litin
björtum augum. Elsku bróðir, það
tækifæri sem mér var gefið til nán-
ara sambands við þig síðustu tvö ár-
in mun ég varðveita í mínu hjarta og
minningar um þig munu veita okkur
styrk. Ég vil nota tækifærið og
þakka sr. Skúla Ólafssyni, presti Ís-
lendinga í Svíþjóð, fyrir veitta að-
stoð. Þinn ljósgeisla, Ragnhildi
Láru, mun ég ætíð passa jafn-vel og
þú reyndist mér.
Þinn bróðir,
Sæmundur Steinar.
Óvænt slys í umferðinni gera ekki
boð á undan sér, þú varst kvaddur
til annarra heimkynna fyrirvara-
laust þann 14. maí sl. Minningabrot
síðustu 27 ára streyma fram í hug-
ann líkt og regnið sem rennur taum-
laust niður gluggana þessa dagana.
Okkar kynni hófust í gegnum sam-
eiginlegan áhuga á tónlist, þar sem
þú stóðst mér svo miklu framar – en
svo var einnig um flest það er lífið
varðaði. Þú kunnir svo margt – viss-
ir svo margt og varst svo lífsreyndur
þótt ungur væri. Naut ég svo sann-
arlega góðs af því sem þú hafðir upp
á að bjóða því ónískur varstu á sjálf-
an þig og allt þitt og hafðir enda-
lausa þolinmæði fyrir útskýringar
og leiðbeiningar. Fas þitt einkennd-
ist af nærgætni, tillitssemi og kurt-
eisi svo af bar. Þú varst mjög leikinn
í mannlegum samskiptum, sérstak-
lega góðviljaður, máttir ekkert aumt
sjá, vildir helst allt fyrir alla gera og
varst alltaf tilbúinn að leggja lykkju
á leið þína ef þú hélst að það kæmi
öðrum vel. Sem elsta barn móður
þinnar, Ragnhildar, barst þú mjög
mikla ábyrgðartilfinningu og um-
hyggju fyrir yngri systkinum þín-
um, vildir alla tíð reynast þeim vel
enda litu þau alltaf upp til stóra
bróður og höfðu fulla ástæðu til. Það
var kærleiksríkt andrúmsloft á
Grensásveginum enda áttir þú ein-
stakt vinasamband við mömmu þína,
sem er ekkert sjálfgefið, naut ég
ekki síður góðs af því og á henni svo
margt að þakka. Gagnkvæm rækt-
arsemi og væntumþykja við móður-
fjölskylduna þína var líka mjög sér-
stök, alls staðar mætti manni sama
viðmót þess fólks sem einkenndist af
hlýju og hispursleysi. Árin sem við
áttum saman einkenndust af ungæð-
ingsákafa, hraðinn og spennan var
mikil, uppgangur og lífsgæðakapp-
hlaup var ofdýrkað og unnið myrkr-
anna á milli. Um tíma bjuggum við í
mínum foreldrahúsum, þá lést þú
heldur ekki þitt eftir liggja varðandi
umhyggju, bæði foreldra minna,
systkina og systkinabarna, bentir
mér oft á ýmislegt sem þú barst
skynbragð á með þínu sérstaka
næmi fyrir líðan annarra og taldir
að þyrfti að breyta, bæta eða betur
mætti fara og lést ekki þitt eftir
liggja frekar en endranær. Þér þótti
mjög vænt um „Palla pabba“ eins og
þú kallaðir hann. Ummæli hans, sem
voru á þá leið að þú byggir yfir öll-
um þeim mannkostum sem prýtt
gætu einn mann; „hefðir góða lund,
kynnir að fara með áfengi og værir
duglegur að vinna“, gáfu þér ein-
hvern hluta af því sem þú annars
alla tíð saknaðir og ég skynjaði sem
skugga í hjartanu, sorg í augunum
og fann fyrir þeim viðstöðulausa
sársauka sem í huganum var alla tíð
og þér gekk illa að vinna úr – en það
var söknuðurinn eftir þeirri annars
sjálfsögðu pabbaviðurkenningu –
sem flest börn fá sem betur fer að
upplifa. Lífshlaup þitt var marg-
brotið og umfangsmikið og stundum
gættirðu ekki að þér, fórst fram úr
sjálfum þér án þess að ætla það. Ég
hef alltaf verið ákaflega þakklát fyr-
ir þann tíma sem við áttum saman,
allt sem þú kenndir mér, sem er
reynslubanki sem alltaf er hægt að
seilast í. Það var ekki sársaukalaust
fyrir okkur bæði að standa frammi
fyrir raunveruleikanum þegar við
slitum samvistir, en heiðarleiki og
drengskapur, sem í heiðri var hafð-
ur þá, lagði grunninn að vináttunni
sem alla tíð stóð. Ég þekkti þig ekki
að öðru en að hafa ávallt getað
treyst þér og þú stóðst alltaf við allt
þitt gagnvart mér og rúmlega það.
Dauðinn gefur tilefni til að doka
við um stund, hugsa um lífið og þá
sem eftir lifa. Mér finnst sorglegt til
þess að hugsa að þú fáir ekki að
njóta uppvaxtar dóttur þinnar,
Ragnhildar Láru Vignisdóttur, 8
mánaða lifandi eftirmyndar þinnar,
að hún fái ekki notið pabba síns sem
beið svo lengi eftir litla krílinu sínu
og ég er viss um að hefði staðið sig
svo frábærlega í föðurhlutverkinu.
Til fjölskyldu þinnar, og þeirra
sem eiga um sárt að binda, sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Sorg ykkar er mikil við skyndilegt
fráfall, megi minningarnar um góð-
an dreng ylja ykkur um hjartarætur
um ókomin ár þótt nú um stundir
hafi dregið ský fyrir sólu.
Hvíl þú í friði kæri vinur. Blessuð
sé minning þín.
Björg Pálsdóttir.
MIKIL áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur unnt
að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar greinar
um sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd, -
eða 2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina