Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 55
sem hefur flogið hratt og nú er hún
allt í einu horfin langt fyrir aldur
fram. Þennan tíma áttum við meira
og minna samleið á vinnustaðnum
okkar Hótel Loftleiðum. Ótal minn-
ingar streyma fram í hugann frá
þessum tíma, allar góðar. Það er eins
og hafi alltaf verið gaman, bæði á
fjörugum vinnustað þar sem alltaf er
ys og þys og engir tveir dagar eins, en
ekki síður á góðum stundum þar sem
vinnufélagar og vinir hittust utan
vinnu. Þær voru sem betur fer marg-
ar og skemmtilegar, mikið spjallað og
mikið hlegið. Svanborg var jafnan
hrókur alls fagnaðar enda gædd ein-
stakri kímni- og frásagnargáfu, alltaf
kát og skemmtileg.
Því var erfitt að skilja þegar kom í
ljós fyrir nokkrum mánuðum að
Svanborg væri haldin sérlega illvígu
krabbameini. Það gat bara ekki verið
að þessi lífsglaða, hrausta manneskja
sem lifði svo einstaklega heilbrigðu
lífi væri allt í einu helsjúk. En það
reyndist því miður rétt og hvert reið-
arslagið öðru þyngra dundi yfir.
Svanborg barðist eins og hetja með
ástríkum stuðningi eiginmanns og
dætra sem báðar sneru heim frá námi
erlendis til að vera með móður sinni
þessa mánuði og viku ekki frá henni
fyrr en yfir lauk. Á þessu erfiða tíma-
bili kom fram eins og endranær
hversu vel gerð manneskja Svanborg
var. Hún mætti örlögum sínum með
óbilandi kjarki og gat enn slegið á
létta strengi þótt útlitið versnaði sí-
fellt. Þegar ég sá hana síðast var
vissulega af henni dregið en jafngott
og ánægjulegt að tala við hana sem
áður og kímnigáfan góða og leiftrið í
augunum enn í fullu fjöri. Hinar
fleygu ljóðlínur úr einu erfiljóða lista-
skáldsins góða „Hvað er langlífi
?/Lífsnautnin frjóva,“ hafa leitað
mjög á hugann undanfarið. Sam-
kvæmt þeirri skilgreiningu var Svan-
borg afar langlíf. Hún lifði lífinu sann-
arlega lifandi og kunni að njóta þess.
Hún var mjög víðförul og skoðaði
mikið og fræddist á ferðum sínum um
allan heim. Hún var vel lesin, ljóðelsk
og reyndar hagmælt sjálf, naut fag-
urrar tónlistar og annarra lista, alltaf
áhugasöm og fróðleiksfús. Henni
þótti svo innilega gaman að lifa, kunni
að hlakka til og njóta augnabliksins í
góðra vina hópi en umfram allt með
Erninum sínum, heittelskuðum eig-
inmanni og sálufélaga, sem hún sagð-
ist hafa verið svo lánsöm að hitta á
réttu augnabliki í lífinu. Engum gat
dulist hversu ástríkt og innilegt
samband þeirra var og með honum og
dætrunum átti hún sínar dýrmætustu
stundir. Hún var ætíð vakin og sofin
yfir velferð þeirra og fékk það ríku-
lega launað. Svanborg var gæfu-
manneskja sem kunni þá list að meta
og fara vel með þær góðu gáfur sem
henni höfðu hlotnast. Hún sagði sjálf
ekki alls fyrir löngu að hún væri
þakklát fyrir að hafa átt einstaklega
gott líf.
Að leiðarlokum þakka ég tryggð og
vináttu og kveð með söknuði. Erni,
Auði, Dagmar og öðrum ástvinum
votta ég innilega samúð.
Geirlaug H. Magnúsdóttir.
Stuttu eftir að við Auður kynnt-
umst í grunnskóla tókst með okkur
mikill vinskapur og varð ég brátt tíð-
ur gestur á heimili hennar. Mínar
fyrstu minningar af Svanborgu eru af
ákaflega glæsilegri konu sem hafði
ferðast vítt og breitt um heiminn. Í
mínum huga var Svanborg sveipuð
eins konar ævintýraljóma. Einna
helst minnti hún mig á kvikmynda-
stjörnu og var þar Audrey Hepburn
ofarlega á lista. Þegar ég kynntist
Svanborgu betur varð mér ljóst hve
hjarthlý, umhyggjusöm og skemmti-
leg hún var. Svanborg var ótæmandi
brunnur gleði og gamansemi. Heim-
sóknir í Vesturbergið hafa ávallt ver-
ið ávísun á ánægjulegar stundir og
alltaf hef ég verið glaðari í bragði eft-
ir að hafa sótt þau Svanborgu, Örn,
Auði og Dagmar heim. En gleði og
gaman eru ekki það eina sem hefur
einkennt fjölskylduna í Vesturberg-
inu heldur hef ég alltaf dáðst að sam-
heldni, vináttu og styrk þeirra. Það
hefur því alltaf verið tilhlökkunarefni
að koma á heimili þeirra. Styrkur fjöl-
skyldunnar kom berlega í ljós í veik-
indum Svanborgar þegar Örn, Auður
og Dagmar önnuðust Svanborgu af
ómældri ást og umhyggju. Skuggar
hins hræðilega sjúkdóms sem greind-
ist fyrir aðeins fáeinum mánuðum
gerðu geisla alls hins góða sem um-
leikið hefur fjölskylduna skærari. Ég
vona að þessir sömu geislar umljúki
þau öll um alla framtíð.
Ég kveð Svanborgu Dahlmann
með söknuði og þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast einstakri konu.
Elsku Örn, Auður, Dagmar og
Þröstur, við Gylfi vottum ykkur
dýpstu samúð okkar. Við biðjum
góðan guð að vera með ykkur í sorg-
inni.
Marta.
Svanborg Dahlmann, vinkona min,
kvaddi rétt fyrir Jónsmessunótt. Það
eru ekki nema rúmir tveir mánuðir
síðan ég frétti af veikindum Boggu
eins og við vinkonurnar kölluðum
hana.
Við Bogga kynntumst unglingar í
vinnu hjá Landssímanum. Við urðum
fljótlega góðar vinkonur þótt við ynn-
um ekki í sömu deild. Hún var bókari
í bókhaldi og ég bókari í Frímerkja-
sölu Pósts og síma.
Áður hafði Bogga numið skreyt-
ingar við Dupont skólann í Kaup-
mannahöfn einn vetur.
Fljótlega kom útþráin aftur í ljós
og Bogga tók stefnuna á Bretland.
Hún fékk vinnu sem au-pair stúlka í
Kensington í Lundúnum árið 1962.
Við urðum samferða út en hún varð
eftir.
Eftir heimkomuna staldraði Bogga
stutt við og réð sig árið 1964 sem flug-
freyja til Pan American Airways.
Hún var starfandi flugfreyja í a.m.k.
fimm ár með aðsetur í New York og
San Francisco.
Á meðan hún bjó í New York heim-
sótti ég hana. Alltaf var jafn gaman
að endurfundum, því hún sá svo sann-
arlega spaugilegu hliðina á tilverunni,
bæði hjá sér og öðrum. Hún setti með
öðrum orðum ávallt skemmtilegt
krydd í tilveruna.
Fyrst eftir að Bogga flutti heim
vann hún hjá Flugleiðum sem hlað-
freyja, en 1969 giftist hún Erni Arn-
þórssyni, sem þá þegar var orðinn
þekktur briddsspilari.
Þau eignuðust tvær dætur, þær
Auði Örnu og Dagmar. Auður Arna
er að verða doktor í sálarfræði frá
Memphis háskóla í Bandaríkjunum.
Dagmar nemur lögfræði í Þýska-
landi. Bogga var stolt af dætrum sín-
um enda eru þær glæsilegar og for-
eldrum sínum til mikils sóma.
Fjölskyldan var ávallt í fyrirrúmi
hjá Boggu. Hún lagði sérstaka rækt
við Jón bróður sinn í erfiðum veik-
indum hans. Henni var ekki síður
annt um eldri systur sínar, þær Ebbu
og Hönnu, sem báðar búa úti á landi.
Bogga erfði svo sannarlega léttan
hlátur og spaugsyrði frá móður sinni,
sem varð ung ekkja og var sönn hetja.
Ég kynntist henni nokkuð á yngri ár-
um okkar Boggu og er afar þakklát
fyrir það.
Við Bogga hittumst alltaf öðru
hverju, fórum saman á tónleika og
myndlistarsýningar, þegar Bogga
var „briddsekkja“ eins og hún kallaði
sig gjarnan í gríni.
Það er alltaf erfitt að kveðja þótt
sársaukinn sé mestur hjá Erni og
dætrunum, ásamt systkinum Boggu
og fjölskyldum þeirra. Söknuðurinn
er líka mikill hjá okkur vinkonum
Boggu, úr Hagaskóla, úr fluginu, hjá
Svölunum, hjá samstarfsfólki á Hótel
Esju, úr briddsklúbbnum hennar og
vinkonum búsettum erlendis.
Eftir sit ég hnípin og get ekki fylgt
„Boggu minni“ síðasta spölinn vegna
fjarlægrar búsetu.
Bogga mín, þú fórst alltof fljótt frá
okkur. Ég er þó fullviss um að það
verði tekið vel á móti þér hinum meg-
in.
Með samúðarkveðjum og söknuði
frá Gautaborg,
Ásta Benediktsdóttir.
Jákvætt viðmót, bjartsýni og mikil
frásagnargleði var það fyrsta sem
stóð eftir við fyrstu kynni mín af
Boggu fyrir hartnær 15 árum. Frá
byrjun var ljóst að Bogga lifði fyrir
líðandi stund og hafði ásett sér að
kynnast heiminum frá sem víðustu
sjónarhorni. Þessi víðsýni og þekking
kom greinilega í ljós í ófáum matar-
boðunum í Vesturberginu og sum-
arbústaðarferðum á liðnum árum.
Af einhverri ástæðu standa Pan-
Am-sögurnar upp úr þegar hugsað er
til baka. Líbanon, New York eða San
Francisco var sögusviðið og alltaf
eitthvað spennandi í gangi. Eitt er
víst að þessi ár hjá þessu fornfræga
flugfélagi voru mikið ævintýri og
mikill innblástur, sem við hin fengum
að njóta til hins ýtrasta.
Ljóst er að tíminn er hverfull og af-
stæður þegar maður hugsar til tilvist-
ar okkar hér á jörð. Öll viljum við jú
að tími okkar sé mældur í sem flest-
um árum en leiðum síður hugann að
gæðum og innihaldi þess tíma sem
okkur áskotnast. Þegar grannt er
skoðað þarf fjöldi ára nefnilega ekki
að endurspegla hverju við fengum
áorkað eða hversu mikið við skiljum
eftir okkur þegar kallið kemur.
Lífsferill Boggu er gott dæmi um
það.
Lífið er nokkuð flókið spil þar sem
ólíkt er gefið. Í lok síðasta árs kom
það upp að spilin sem sátu eftir á
hendi Boggu voru því miður ekki
mjög sterk. Í sannleika sagt eintómir
hundar. Það var samt aldrei gefist
upp og barist um hvern slag þar til
síðasta spilið stóð eftir. Þegar að því
kom var það bara lagt niður af mikl-
um karakter, æðruleysi og stolti.
Ég vil þakka þér, Bogga mín, öll
undanfarin ár og votta Erni, Auði og
Dagmar mínu dýpstu samúð.
Klemens.
Þó að jarðvist Ólafs
Þorsteinssonar sé lok-
ið lifa minningarnar í
huga þess hóps, sem
hann hafði fyrir ára-
tugum forustu um að
mynda óformlegan félagsskap með
og hlaut nafngiftina „Húbbarnir“,
tekið upp frá dvalarstað hópsins í
Auturríki, við iðkun skíðaíþrótt-
arinnar og útivistar í fjallasölum.
Ótalinn er fjöldi ferðalaga um
fagrar útivistarslóðir heimalands
okkar, vetur, sumar, vor og haust.
Félagsanda sínum og þroska
miðlaði hann ríkulega til okkar,
ÓLAFUR
ÞORSTEINSSON
✝ Ólafur Þorsteins-son fæddist 25.
október 1906 í Holti í
Mjóafirði. Hann lést
á Hrafnistu í Hafnar-
firði 21. maí síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Garða-
kirkju á Álftanesi 29.
maí.
aðdáun á fegurð lands
í hollri útivist, iðkandi
göngur, skíði og
sportveiði. Þótt Ólaf-
ur yrði nú síðustu ár-
in að draga úr ferða-
lögum og útivist
fundum við að hugur
hans dvaldi með okk-
ur.
Segja má að við
fyndum fyrir návist
hans með minningum
góðra og glaðra
stunda hins liðna
tíma.
Salvör (Salla) eigin-
kona hans var ávallt hinn góði
styrki þátttakandi í ferðum hóps-
ins.
Þegar dró nær ferðalokum Ólafs
helgaði hún sig þeirri ástúð og um-
hyggju sem hún bar fyrir bónda
sínum.
Góðar minningar deyfa söknuð-
inn.
Skíða- og gönguhópurinn.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
&
#
!
!
#
!
28C-E
2 , " #
,')
$
!#
!
1
+
!
#
)**,,
6'& )'("" # +, )'(""
$ -D" )') ' 6 (""
* )') 6'& 65*
A#, )') ( ##((""
)# .
2
#
!
#
#
1
!
C
8
',(' ,
* '' "<F
3
1
* )*,4,
", 6 &)
6 &
", ) 8 ( ',(""
'
", )
,'#
", ) .
&
#
!
0;0
2
/, '& '/&
& ""'+,$'
' "<F,5* /&
&# #
1
* )5
*44,
&
!
) #$ )
#$ #$ ) .
-"
!
8A8A
2 , +'&G
,5* /&
6
#
+
!
6)
1
* )*44,
&
!
0 # , *( ("" .