Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 56

Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR FINNBOGASON ✝ Sverrir Finn-bogason fæddist 4. nóvember 1920 á Auðkúlu í Arnar- firði. Hann lést á Borgarspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Helgi Finn- bogason og Jóna Bjarney Jónsdóttir. Hann var elstur tíu systkina. Dætur hans eru Gunnvör, Sigurbjörg og Arn- dís. Útför Sverris hef- ur farið fram í kyrrþey. Ég kom í heimsókn til þín tveimur dögum áður en þú fórst og við spjölluðum saman um ýmislegt. Þú spurðir mig hvernig mér gengi í skólanum og ég man hvað þú varðst ánægð- ur þegar ég sagði þér að mér gengi vel. En mér datt ekki í hug, þegar ég horfði á eftir þér labba inn í her- bergið þitt að það væri í síðasta sinn sem ég myndi sjá þig. En svo varðstu veikur og allt gerðist voða hratt. Ég hélt að þú myndir harka þetta af þér eins og þú varst vanur að gera. Ég hlakkaði svo til þess að koma í heimsókn til þín á sjúkrahúsið daginn sem þú fórst úr þessum heimi. En svo fékk ég fréttirnar og er enn að reyna að átta mig á þeim. Elsku afi, ég mun sakna þess að geta ekki heimsótt þig eða að heyra í þér. Þú varst allt- Elsku afi. Það er svo skrýtið að þú skulir vera farinn. Á hverjum degi bíð ég eftir því að síminn hringi, til að ég geti heyrt í þér, en það er alltaf einhver annar en þú í símanum. af svo góður við mig. Ég man ekki eftir því að þú hafir skammað mig þó að ég hafi verið óþekk. Ég mun líka sakna þess að geta aldrei heyrt þig raula. Þetta sérstaka raul þitt sem ég hef heyrt frá því að ég man eftir mér. Og þú varst alltaf í svo góðu skapi og hlæjandi. Ég man vel eftir 5 ára afmælinu mínu, þegar þú og amma gáfuð mér hjólið. Ég varð svo ánægð því að mér fannst ég verða svo stór því nú átti ég stórt hjól eins og Sverrir. Og þegar ég og mamma komum til þín á verkstæðið og ég fékk að leika mér með alla stimplana þína á skrifstofunni. En síðan fluttum við til Keflavíkur, og þú komst næstum því hvern einasta laugardagsmorgun í heimsókn til okkar, á meðan þú hafðir heilsu til þess. Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp allar góðu stund- irnar sem ég átti með þér, en ég hef þær bara fyrir mig. Ég verð bara að hugga mig við það að nú ert þú kominn til himna og þú ert eflaust búinn að hitta alla gömlu vinina. Ég veit að þér líður betur þarna. Og mér líður líka betur að geta skrifað þetta og látið vita hvað mér þykir vænt um þig. Þín Ingunn Sigurbjörg. Síminn hringir í há- deginu 15. maí og mér er tilkynnt að Nína sé dáin. Kallið er komið langt um aldur fram. Við áttum von á þessu en samt er maður aldrei viðbúinn. Nína barðist hetjulega við þennan vágest og var alltaf vongóð. Fyrir rétt rúmu ári fórum við sam- an til Færeyja til að vera við brúð- kaup sameiginlegrar vinkonu okkar. Nína var strax ákveðin að fara en ég ekki og hvattir hún mig til þess að koma með sér og er ég henni þakklát fyrir. Þetta var yndisleg ferð en þó nokkurt ferðalag því við fórum til Suðureyjar þar sem vinkona okkar er búsett. Við skoðuðum okkur einn- ig um í Þórshöfn þar sem Nína var vel kunnug og sýndi hún mér staðinn vel. Veðrið var ekki upp á sitt besta, mikill krapi og bleyta á götum en hún lét sig hafa það þó lasin væri. Við spjölluðum mikið saman í þessu NÍNA SVEINSDÓTTIR ✝ Nína Sveinsdótt-ir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1936. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 28. maí. ferðalagi sem rifjast upp við þessa frétt. Nína var djúpt hugs- andi kona og var ein- staklega skipulögð ef með þurfti. Hún sagði oft að ekki myndi hún vita hvernig hún færi að ef hún hefði ekki Svanhvíti sér við hlið. Hún var hennar stoð og stytta í veikindunum, en nú er Nína komin til Óla og laus frá þjáning- um sem hún samt talaði aldrei um. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Sigrún, Svanhvít og Bryndís, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt kæra Nína. Þín vinkona, Þorbjörg. ✝ Valgerður KatrínJónsdóttir fædd- ist á Seyðisfirði 19. október 1920. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlín Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 27.7. 1900, d. 25.2. 1966, og Jón Vigfús- son, múrari og org- anisti, f. 3.6. 1890, d. 3.12. 1976. Valgerð- ur var elst sex systk- ina, næst kom Lilja, og síðan Lára, Hörður, Kristján og Guðjón. Eftirlifandi eru Krist- ján og Guðjón. Valgerður ólst upp á Seyðisfirði en flutti ung til Hafnarfjarðar. Þar kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum, Guðmundi Hjart- arsyni, f. 10.1. 1922. Þau giftu sig á Seyðisfirði 15. febrúar 1947 og hófu búskap í Hafnar- firði. Valgerður eignaðist ekki börn en Guðmundur á soninn Hjört, f. 19.10. 1942. Eigin- kona hans er Auður Sigurbjörnsdóttir og eiga þau tvö börn. Valgerður og Guðmundur bjuggu um tíma í Kópavogi en þó lengst af í Garðabæ. Síðastliðin ár bjuggu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Valgerð- ur var húsmóðir og vann einnig í mörg ár hjá Vita- og hafnarmála- stofnun í mötuneyti og við síma- vörslu. Útför Valgerðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Bí, bí og blaka, blikar á sund. Förufuglar kvaka, frjálsir í lund. – Viltu með mér vaka vornæturstund? Fiðrildi flýgur fagnandi hjá. Dögg í dali hnígur; dreymir blómin smá. – Sólin blessuð sígur í sædjúpin blá. (Jóhannes úr Kötlum.) Valgerður föðursystir gekk jafnan undir nafninu Valla frænka hjá okk- ur systrunum. Þegar við hugsum til baka til bernskuára okkar var hún ein af lykilpersónum í okkar stór- fjölskyldu og áttum við ófáar sam- verustundir með henni. Hún hafði yndi af börnum og nutum við góðs af því. Við teljum okkur lánsamar að hafa átt svona trausta frænku sem bar hag okkar ætíð fyrir brjósti og fylgdist með lífi okkar og starfi. Margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann og ber þá hæst hvað Valla var alltaf kát og glöð og gott að vera nálægt henni. Það var jafnan glatt á hjalla í afmælum og jólaboðum þegar fjölskyldan kom saman og hlátrasköllin lengi í minn- um höfð. Okkur fannst Valla frænka alltaf jákvæð, bros, hlátur og hlýtt faðm- lag var það sem mætti okkur alla tíð. Varla er hægt að tala um Völlu frænku án þess að nefna Mumma hennar í sömu andránni. Þau voru sérlega lífsglöð og samhent hjón og miklir kærleikar með þeim svo eftir var tekið. Það var alltaf gott að koma til þeirra, þau tóku okkur jafnan opnum örmum og voru höfðingjar heim að sækja. Valla frænka var myndarleg hús- móðir og frábær kokkur. Það voru ófáar veislurnar hjá þeim hjónum þar sem hún töfraði fram margvís- legar kræsingar. Valla og Mummi voru vinamörg, ferðuðust mikið bæði innanlands og utan og nutu lífs- ins. Seinni árin þegar heilsu þeirra fór að hraka kom vel í ljós hve samrýmd þau voru og hversu vel þau studdu hvort annað. Söknuður Mumma er mikill, en við vonum að hann geti ylj- að sér við allar góðu minningarnar frá þeirra löngu lífsgöngu. Blessuð sé minning Völlu frænku. Olga, Hrönn, Lilja og Lára Kristjánsdætur. Fyrir hartnær þrjátíu árum flutt- ust í næsta hús við okkur, hjónin Valgerður Jónsdóttir og Guðmund- ur Hjartarson. Fyrstu árin var lítið um samskipti, en hægt og hljótt juk- ust þau, kunningsskapur varð að vináttu. Við fórum að ferðast með félögum okkar til útlanda og innan- lands, tókum þátt hvert í annars gleði og sorg. Valgerður var ljúf og kát – hóg- værðin var hennar aðalsmerki. Glæsileiki og snyrtimennska voru ríkjandi eiginleikar í fari hennar, hvort heldur var litið á hana eða heimili þeirra hjóna. Í október 1995 veiktist Guðmund- ur maður hennar alvarlega. Hann varð að dveljast á sjúkrastofnunum í hálft ár og á hverjum degi, hvernig sem viðraði, fór Valgerður að heim- sækja Mumma sinn. Eftir að hann kom heim lagði hún hart að sér að veita honum sem besta ummönnun. Í lok árs 1999 fluttu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það er göfgandi að kynnast góðu fólki, eins og Valgerði – fyrir það er- um við þakklát og biðjum góðan guð að styrkja Guðmund vin okkar í sorg hans. Þórunn og Sæmundur. VALGERÐUR KATRÍN JÓNSDÓTTIR ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina 2  # !  #   ! 9:  9: 6  (' /,#H4   ( 7 -  #     1  4           ) *44, ", 7( D )  ' D )   #* # ,$ ", D )    % 2'#  '/ ("" )#  .      # !   !  #   ! 6 ; 6  I J ,5* /,#K= 0),''    0     ! 3   1  ! * ) *+ %'0 # %)  ",  '", (""  6'& 0 # %(""  # . ", # &$)  /, & %' (""    %  %' (""  0 # % %' )   #* # %' (""  ", # &$  # )  5'/& (  (""  &+   # )  2 L '/ (""  0 # ,5 # (""   # .  #) )#   . 5)      "   ) #  1    # ) 6 8  % ' 3 ,5* /&. 6#''9( )  "  ' 8 ,5&' (""   ", #  )#  .          !" #   )# "   # ) #  ! # !   ! #   ! A ;0  "( M ,5'   #  . / -    ''(  * )  %' $ )  # & %" (""    ''( (""    ''( (""  C) &' )  0 # D" ''( (""  6  # *( )   * # ''( (""  / 6 )   '  ''( (""   $  5' ''( )     ", (""    )#   .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.