Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 57
Mig langar í fáum
orðum að minnast
skólafélaga frá Dan-
mörku. Kynni okkar
hófust snemma á
árinu 1976 en þá vor-
um við báðir við nám við Tækni-
skólann í Óðinsvéum. Steinar var á
þriðja ári í véltæknifræði en ég
var að hefja nám á öðru ári í raf-
eindatæknifræði. Skömmu eftir að
ég hóf nám í skólanum frétti ég af
Steinari þar sem hann virtist vera
aðalhjálparhellann fyrir Íslend-
ingana sem voru að hefja nám sitt
við Tækniskólann. Steinar var öll-
um hnútum kunnugur í hinu
danska kerfi og lá ekki á þeirri
þekkingu sinni og var óspar á að
hjálpa nýgræðingum sem voru að
koma í fyrsta sinn í framandi að-
stæður, mállausir og lítt kunnandi
um réttindi og skyldur í þessu há-
þróaða velferðarkerfi. Steinar var
þá giftur fyrri konu sinni, Odd-
nýju, og voru þau afskaplega vin-
gjarnleg hjón og samstiga í því að
rétta landanum hjálparhönd án
þess að beðið væri um það að fyrra
bragði. Þessu kynntist ég þegar
fjölskylda mín stækkaði úr einum
meðlimi í fjóra og ég flutti mig yfir
á hjónagarða á Rasmus Rask Koll-
egiet en þar bjuggu þau hjón
ásamt Eiríki, syni þeirra. Heimili
þeirra var afskaplega hlýlegt og
bæði tóku þau þátt í því að elda og
baka alls kyns góðgæti ofan í gesti
sína en heimili þeirra var afar vin-
sælt á þessum tíma. Ein kvöld-
stund með þeim hjónum stappaði
stálinu í ungu landnemana sem
umfram allt þurftu að finna öryggi
og fá leiðsögn um hvers kyns um-
sóknir sem nauðsynlegt var að
kunna sem fyrst skil á. Þetta varð-
aði umsóknir um barnaheimili,
barnabætur, atvinnuumsóknir, at-
vinnuleysisbætur og réttur skiln-
ingur á ýmsum skjölum frá hinu
opinbera.
Þarna var Steinar á sínum
heimavelli. Það var svo auðvelt að
þiggja hvers konar hjálp af honum
af því að maður fann ánægjuna og
gleðina sem skein út úr viðmóti
STEINAR
VIGGÓSSON
✝ Steinar Viggós-son fæddist í
Borgarnesi 8. júlí
1950. Hann lést af
slysförum 18. maí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hafnarfjarðarkirkju
28. maí,
hans. Steinar var á
nýjum bíl og var
óspar á að keyra okk-
ur hin sérstaklega
þegar eitthvað sér-
stakt stóð til. Þegar
hann frétti að von
væri á sambýliskonu
minni og tveimur
börnum okkar frá Ís-
landi bauðst hann
strax til að sækja þau
út á flugvöll og svo
auðvitað hafði ég
gleymt að kaupa potta
og ýmiss konar áhöld
til matargerðar og
hefði þar af leiðandi ekki getað
eldað sómasamlega fyrstu kvöld-
máltíðina fyrir nýfluttu fjölskyldu-
meðlimina en þá kom Steinar og
lánaði allt sem til þurfti.
Steinar lauk námi sínu og hélt
heim til Íslands og fékk starf sem
véltæknifræðingur í Hafnarfirði en
tæpu ári eftir heimkomuna barst
sú harmafregn að Hodkins
krabbamein hefði tekið sig upp á
nýjan leik hjá Oddnýju konu hans
og lést hún eftir stutta legu. Þessi
atburðarás hafði mikil áhrif á okk-
ur Íslendingana sem vorum sam-
tíða Steinari í Óðinsvéum og
fannst okkur sem við hefðum misst
afar mikið. Mesti missirinn var þó
Steinars sem bar harm sinn í
hljóði.
Eftir að mörg okkar sem voru í
Óðinsvéum á þessum tíma höfðum
haldið heim til Íslands þótti
sjálfssagt að halda hópinn og hitt-
ast og var haft samband við
Steinar sem þá hafði kynnst eft-
irlifandi konu sinni. Við vorum
svolítið kvíðin yfir að hitta þessa
nýju konu í lífi Steinar þar sem
minningin um Oddnýju fyrri konu
hans var geymd á afar viðkvæm-
um stað í hjarta okkar. En eftir
að þau voru mætt á staðinn og við
fengum að kynnast kærustunni
hans þá hvarf þessi kvíði og við
vorum fyllilega sátt fyrir hans
hönd.
Tilviljanir ráða oft miklu í lífi
manna og þannig var að leiðir okk-
ar Steinar lágu lítið saman eftir
þessi stuttu kynni úti í Óðinsvéum
og eftir aðeins lítil kynni eftir að
heim var komið. Ég hefði svo
sannarlega óskað eftir að hafa
meira af þessum manni að segja,
en úr því sem komið er verður það
að bíða um sinn.
Ég og kona mín Ólöf Elfa vott-
um eftirlifandi konu, börnum og
öðrum aðstandendum innilegustu
samúð okkar og biðjum algóðan
Guð að blessa minningu Steinars
Viggósonar.
Jón Egill Unndórsson.
Það flaug í gegnum huga mér,
þegar ég heyrði í útvarpinu að
maður á miðjum aldri hefði hrapað
við eggjatínslu í Akrafjalli, að þú
hefðir farið á hverju vori til að ná
þér í egg í fjallinu. Þetta gat ekki
verið þú, þú varst svo vanur fjalla-
maður svo hraustur, varkár og
sterkur og maður gat ekki hugsað
sér að nokkuð kæmi fyrir þig.
Þegar hringt var í mig seinna um
daginn og mér sagt að þú værir
látinn, tók það mig langa stund að
átta mig og sætta mig við að þetta
varst þú. Ég veit að þegar þú lést
varstu í því umhverfi sem að þér
líkaði einna best, og raunar trúi ég
því að þú hafir dáið hamingju-
samur maður. Þetta held ég að
Gyða og fjölskylda þín viti, og það
hjálpi þeim til að sætta sig við
hinn mikla missi sem lát þitt er.
Kynni okkar ná aftur til ársins
1972 að mig minnir, þegar að þú
varst í tækninámi og vannst á
sumrin í Stálvík hf. Síðan hafa
leiðir okkar legið saman meira og
minna, en lengst þó sem sam-
starfsmenn hjá Ráðgarði Skipa-
ráðgjöf ehf. frá 1986 til 1996, með
einhverjum hléum. Lengst af
unnum við í sama herbergi, og
kunni ég alltaf vel að meta hvað
þú hafðir góða nærveru, þér lá
alltaf gott orð til allra og það var
gott og skemmtilegt að vinna með
þér, spjalla við þig og þegja með
þér. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga
fyrir veiðum, og var á vegum fyr-
irtækisins farið í nokkrar veiði-
ferðir.
Eina veiðiferð fórum við tveir
saman á trillu sem við höfðum feg-
ið lánaða, hér út á Hraun einn sól-
skinsbjartan dag. (Manstu, einn af
þessum dögum þegar sólfarsvind-
urinn rétt nær að hvítta öldutopp-
ana og fýllinn bíður vongóður eftir
að eitthvað veiðist). Þessarar veiði-
ferðar höfum við minnst æ síðan,
ekki vegna veiðinnar, sem var lítil
sem engin, heldur þess félagsskap-
ar sem við höfðum hvor af öðrum.
Þú komst í heimsókn á skrifstof-
una mína einhverntíma í endaðan
apríl síðastliðinn og spjölluðum við
lengi saman um allt og ekkert.
Tíminn flaug frá okkur og allt í
einu gerum við okkur grein fyrir
því að við áttum báðir að vera að
sinna öðru. Við kvöddumst í
skyndingu...
Nú kveð ég þig, kæri vinur, og
þakka þér fyrir þessi ár og sam-
veruna.
Daníel Friðriksson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm
stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Mig langar til að minnast Sól-
veigar tengdamóður sonar míns,
Jóa eins og hún kallaði hann alltaf.
Jói bar mikla umhyggju fyrir þér,
Sólveig mín, og fékk hann marga
gullmolana frá þér. Fjölskyldan þín
stóð þétt saman til að létta þér
veikindastríðið. Það er erfitt að
kveðja þig sem varst í blóma lífsins.
SÓLVEIG
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ Sólveig Þórðar-dóttir fæddist í
Seljabrekku í Mos-
fellssveit 14. maí
1952. Hún lést á
heimili sínu 17. apríl
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Grafarvogs-
kirkju 24. apríl.
Þú barðist eins og
hetja við illvígan sjúk-
dóm og kvartaðir aldr-
ei.
Í Spámanninum seg-
ir: Þarfir mannsins
breytast en hvorki ást
hans né löngun til að
láta kærleikann vera
svarið við þörfum sín-
um.
Vitið því, að ég mun
koma aftur frá hinni
miklu þögn, morgun-
þokan, sem gufar upp
við sólris og skilur
dögg eftir á grasinu,
mun safnast saman í ský og falla til
jarðar sem regn.
Ég var morgunþokan.
Í næturkyrðinni hef ég gengið
um stræti ykkar, og andi minn hef-
ur svifið yfir húsum ykkar, og ég
hef fundið hjartslátt ykkar í brjósti
mér og andadrátt ykkar á vanga
mér, og ég þekkti ykkur öll.
Já, ég þekkti gleði ykkar og sárs-
auka, og þegar þið sváfuð, voru
draumar ykkar mínir draumar.
(Kahlil Gibran.)
Ég gleymi ekki hversu stolt og
glöð þú varst þegar þú varst amma
fyrir tæpum fimm árum, þá rúm-
lega fertug, þegar Arnór Orri
fæddist. Það hafa margar spurn-
ingar vaknað hjá honum um Sollu
ömmu. Hann var hjá mér daginn
eftir að þú kvaddir þennan heim.
Ég hafði á orði við hann hvað rigndi
mikið úti. Þá sagði hann: „Amma,
guð er bara að gráta.“ Þér auðn-
aðist að eignast þrjú barnabörn;
Arnór Orra, Baldur Þór og nöfnu
þína, Anítu Sólveigu, sem voru þér
öll afar kær. Þú varst mikill fag-
urkeri enda bar heimili þitt þess
merki.
Elsku Sólveig, þökk fyrir sam-
verustundirnar. Ég veit að þér líður
vel núna.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Baldur, Erla Dröfn, Jó-
hann Bjarni, Arnór Orri, Aníta Sól-
veig, Ragnheiður, Haraldur, Baldur
Þór, Margrét Erla, systkini og aðr-
ir ástvinir. Guð styrki ykkur og
blessi í sorginni.
Blessuð sé minning Sólveigar.
Hrönn Guðrún Jóhannsdóttir.
LANDMÆLINGAR Íslands hafa
gefið út nýja ferðakortabók.
Bókin hefur að geyma ferðakort í
mælikvarðanum 1:500 000 með nýj-
ustu upplýsingum um vegakerfi
landsins og veganúmer, auk mikil-
vægra upplýsinga um ferðaþjón-
ustu, svo sem bensínafgreiðslur,
gististaði, sundlaugar, söfn, golfvelli
og fleira. Kortið er nýtt og unnið frá
grunni með stafrænni tækni. Í
Ferðakortabókinni er nafnaskrá
með yfir 3000 örnefnum, götukort af
Reykjavík og Akureyri, þjóðminja-
kort, kort yfir þjónustusvæði GSM
síma, tafla yfir vegalengdir, upplýs-
ingar um þjónustu FÍB, jarðfræði-
og gróðurkort af Íslandi auk ann-
arra mikilvægra upplýsinga fyrir
ferðamenn.
Skýringar með ferðakorti eru á
fjórum tungumálum; íslensku,
ensku, frönsku og þýsku. Bókin er
72 bls. að stærð í brotinu 21,5 x 11,5
cm.
Bókin er fáanleg á öllum helstu
sölustöðum korta.
Ný Ferðakortabók
komin á markað
INNLENT
ALDARMINNING
Skipið er sokkið, tog-
arinn, sem hefur verið
annað heimili hans í
áraraðir. Hann flýtur í
ísköldum sjónum 170
sjómílur frá landi. Það
er 29. janúar 1950, nátt-
myrkur, hvassviðri og
haugasjór. Þetta er ög-
urstund Jóhanns Jóns-
sonar vélstjóra, sem
sigldi öll stríðsárin með
aflann til Bretlands og
sleppti ekki einni ein-
ustu ferð úr þegar um
tvö hundruð íslenskir
sjómenn urðu fórnar-
lömb grimmdar stríðsins. Hann lifði
það allt af og fór margar ferðir til að
leysa aðra af. En nú, þegar hann er
enn einu sinni leysa annan mann af og
fimm ár eru liðin síðan síðustu byss-
urnar þögnuðu, er það sem alltaf vofði
yfir á stríðsárunum, orðið að veru-
leika, þegar þess var síst von. Tog-
arinn Vörður er á leið niður á hafs-
botn eftir að hafa sokkið svo
skyndilega, að allir lentu í sjónum og
hann veit að einhverjir félagar hans
hafa farið niður með skipinu. En það
er ekki öll von úti. Vaskir skipverjar á
Bjarna Ólafssyni reyna að bjarga
skipbrotsmönnum úr sjónum við erf-
iðar aðstæður. Guðmundur Halldórs-
son, skipsfélagi hans, vinnur einstætt
afrek við að koma nauðstöddum til
hjálpar eftir að hafa orðið að synda
fyrst undir sökkvandi togarann til að
bjargast. Skammt frá Jóhanni berst
kornungur maður fyrir lífinu og hróp-
ar á hjálp. Sjálfur er Jóhann að ör-
magnast þegar skipverjar á Bjarna
Ólafssyni sjá hann og leggja skipinu
að honum. „Bjargið þið honum fyrst!“
kallar Jóhann og bendir í áttina að
nauðstöddum skipsfélaga sínum.
Togarinn leggur frá Jóhanni og unga
manninum er bjargað á síðustu
stundu. Þegar skipið kemur aftur að
Jóhanni er það of seint. Hann er ör-
endur þar sem hann flýtur í sjónum.
Björgunarmenn setur hljóða. Síðasta
JÓHANN
JÓNSSON
gjörð Jóhanns Jónsson-
ar í þessari jarðvist var
að fórna lífi sínu fyrir
annan mann. Sjálfur var
hann á besta aldri, 48
ára gamall, þegar kallið
kom, átta börn hans
urðu föðurlaus og fram-
undan voru erfið ár
heima á Patreksfirði hjá
ekkjunni, Láru Sigfús-
dóttur. Þar minntust
menn Jóa meistara, eins
og hann var kallaður,
minntust gleðidaganna
þegar hann kom í land
og tónlistin og gleðin
fylltu litla húsið á klifinu þegar börnin
hans sungu fyrir hann og gesti hans
og spiluðu á gítara og píanó. Hann var
örlátur og hafði ríka réttlætiskennd. Í
blaðagrein Péturs Péturssonar, þul-
ar, hefur verið greint frá því þegar
hann lét til sín taka til hjálpar félög-
um sínum í harðri kjaradeilu á þriðja
áratug aldarinnar. Það þurfti kjark til
þess á þeim tíma.
Jóhann Jónsson var fæddur 31. maí
1901 og í tilefni aldarminningar hans
ætla afkomendur hans að fjölmenna
til Patreksfjarðar næstkomandi sjó-
mannadag. Þá verður hálf öld liðin
síðan Guðmundur Halldórsson fékk,
fyrstur manna, afreksverðlaun for-
seta Íslands fyrir björgunarafrekið
þegar Vörður sökk. Sá, sem þessi orð
ritar, fékk því miður aldrei tækifæri
til að kynnast tengdaföður sínum og
afa barna sinna en ritar þessi fátæk-
legu orð fyrir hönd afkomenda og
tengdabarna Jóhanns. Fimm menn
fórust með Verði og hvíla fjórir þeirra
í votri gröf Atlantshafsins, en gröf Jó-
hanns Jónssonar er í Patreksfjarðar-
kirkjugarði. Þar munu niðjar hans
lúta höfði og votta þeim manni virð-
ingu og þökk sem gaf stærstu gjöf,
sem nokkur maður getur gefið: líf sitt.
Yfir síðustu orðunum, sem hann
sagði, hvílir tign í ætt við Íslendinga-
sögurnar: „Bjargið þið honum fyrst!“
Ómar Ragnarsson.