Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 76

Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÁRNI Vilhjálmsson, prófessor og stjórnarformað- ur í Granda og Hval hf., segir það sár vonbrigði að fiskistofnar hafi ekki stækkað undir núverandi kvótakerfi og segist hann hlynntur því að útgerðin greiði mun meira fyrir veiðiheimildir. Þetta kemur fram í viðtali við Árna í nýjasta hefti Sjómanna- blaðsins Víkings sem er að koma út. Í viðtalinu segir Árni jafnframt að óvissan um varanleika kvótakerfisins sé helsti galli þess, auk þess sem finna megi veilur. Hann segist þó sáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið í meginatriðum. Að sögn Árna eru það sár vonbrigði að fiskistofn- arnir hafi ekki stækkað í þau 17 ár sem liðin eru frá því að tekið var upp kerfi með hámarksafla á hverja tegund. Árni segist undrast það hversu mikið frelsi menn hafi til að flytja heimildir frá einni tegund til annarrar sem leitt hafi til þess að sumar tegundir hafi verið veiddar langt umfram ráðleggingar Haf- rannsóknastofnunar. „Þetta getur þýtt að níðst sé á einhverri ákveðinni tegund með því að veitt sé langt umfram það sem fiskifræðingar töldu ráð- legt. Ég get nefnt sem dæmi að hæfilegt þótti að veiða 30 þúsund tonn af grálúðu árið 1989 en það ár fór veiðin upp í 59 þúsund tonn.“ Árni telur þó megingalla kvótakerfisins felast í óvissunni um varanleika þess meðan ekki ríkir meiri sátt um kerfið. Unnt sé að gera á því ýmsar breytingar og raska núverandi fyrirkomulagi en enginn viti hvaða breytingar kunni að verða gerð- ar. Það sé afleitt fyrir útgerðarfyrirtækin og bendir hann á Granda sem dæmi. „Kvótinn sem við höfum nægir okkur ekki. Undanfarin ár höfum við hikað við að kaupa kvóta á þessu háa verði. Meðal annars vegna þess að við erum ekki öruggir um hversu lengi þetta kerfi verður óbreytt.“ Í núverandi kvótakerfi gilda reglur um hámark þess hve mikið eitt fyrirtæki má eiga af kvóta í hverri tegund og telur Árni rétt að huga að því hvort þörf sé á slíkum kvótaþökum. Telur hann að meira næðist út úr auðlindinni ef fyrirtæki mættu taka til sín meiri aflaheimildir. „Málið er það, að meginástæðan fyrir því að leyfa mönnum að taka til sín meiri aflaheimildir er að þar með fengist meira út úr auðlindinni. Fyrirtæki væru rekin með meiri hagkvæmni. Það má hins vegar vera að það sé vott- ur af sanngirni í þeim málflutningi, að á meðan út- gerðin taki ekki sönsum og greiði gjald verði hún að sætta sig við þessi þök.“ Í viðtalinu segist Árni vera hlynntur því að út- gerðin leggi meira og myndarlegar af mörkum en hún gerir núna í öðru formi en tekjuskatti. Hann telur því ekki ósanngjarnt að útgerðin greiði fyrir veiðiheimildir og að gjaldtaka myndi stuðla að betri sátt um kerfið. „Ýmsir eru ósáttir við kerfið út af því að ekki er goldið meira fyrir aflaheimildir en raun ber vitni. Ég tel að þessir aðilar myndu ná sáttum við kerfið með gjaldtöku.“ Engin þung hagræn rök fyrir stærri og færri fyrirtækjum Þótt kvótaþakið yrði afnumið telur Árni ekki nein þung hagræn rök fyrir miklu stærri útgerð- arfyrirtækjum en nú eru, enda taki hagkvæmni stærðarinnar fyrst og fremst til fyrirtækja sem eru nálægt hvert öðru. „Ég sé ekki að það sé hagræði fyrir Granda að sameinast fyrirtæki sem er utan atvinnusvæðisins við Faxaflóa og Reykjanes. Sjáv- arútvegsfyrirtæki í ólíkum landshlutum geta haft hag af samvinnu en ég sé ekki hagræn rök fyrir víð- tækri sameiningu nema þá fyrirtækja á sama land- svæði sem gætu notfært sér kosti verkaskiptingar og hagkvæmni stærðar í vinnslu.“ Stjórnarformaður Granda segir megingalla kvótakerfis óvissu um varanleika Gjald fyrir veiðiheimildir stuðlar að sátt um kerfið VÍKINGUR AK frá Akranesi kom til Seyðisfjarðar með um 1.400 tonn af síld í gær og fer hún öll í bræðslu hjá SR-mjöli. Þetta er fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem landað er hér á landi í ár, en góð veiði hefur verið í „síldarsmug- unni“ milli Jan Mayen og Noregs undanfarna sólarhringa. Sveinn Ísaksson, skipstjóri á Vík- ingi, segir að skipið hafi verið um 30 tíma á miðunum en siglingin þaðan til Seyðisfjarðar hafi tekið um tvo sólarhringa. Hann segir að verðið fyrir síldina sé svipað á Ís- landi og í Noregi, en hér fáist 9.700 krónur fyrir tonnið í bræðslu sam- anborið við 4.700 til 5.200 kr. í fyrra. Íslenskum skipum fjölgar stöð- ugt á síldarmiðunum og hafa nokk- ur þeirra landað beint í norsk vinnsluskip. Að sögn Sveins borga Norðmennirnir um 22.000 kr. fyrir tonnið, en í Noregi fást um 42.000 kr. fyrir tonnið af síld sem fer í vinnslu. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Síld landað úr Víkingi AK á Seyðisfirði. Fyrsta síld- in til Seyð- isfjarðar  Mjög gott síldarverð/12C KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hefur boðið Þjóðleikhúsinu, Listahátíð og Íslensku óperunni uppsetningu á óperunni La Fanc- iulla del West eftir Puccini. Í samtali við Mbl. í gær sagði Kristján að hann væri búinn að skipuleggja uppfærsl- una en áhugaleysi og bágur fjárhag- ur sé Þrándur í Götu. „Ég er búinn að tala við alla þá sem gætu haft einhver áhrif á þetta; Sinfóníuhljómsveit Íslands, þjóðleik- hússtjóra og Listahátíð, og það var eiginlega enginn sem sýndi þessu áhuga nema Íslenska óperan.“ Óper- an gerist í Villta vestrinu og koma þar ótal litríkar persónur við sögu; námamenn, barþjónar, trúboðar, löggur, bófar og ræningjar. „Ég var búinn að setja okkur Kristin Sig- mundsson í hlutverk þarna og hugs- anlega Höllu Margréti Árnadóttur og auk þess landslið íslenskra söngv- ara. Það eru mörg karlahlutverk í óperunni; mörg þeirra karakterhlut- verk, þannig að ég var líka búinn að velja í þetta leikaralandsliðið; Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Halla og Ladda, Sigurð Sigurjónsson og meira að segja Bubba Morthens og Björgvin Halldórsson. Ég var búinn að skipuleggja þetta þannig að ég var tilbúinn með allt upp í hendurnar á þeim sem vildu taka við því. Sig- urjóna kona mín hefði leikstýrt þessu, en auk þess var ég búinn að tryggja rétt á frábærri uppsetningu breska leikstjórans Davids Paupn- eys á verkinu, en hann var tilbúinn til að leigja hana fyrir lítið fé.“ Kristján segir uppsetningu Paupneys á óperunni hafa verið stór- brotna og mikið um tækni og nú- tímalega útfærslu, þar sem kvik- myndir úr villta vestrinu hafi verið notaðar til að skapa stemmningu. „Ég ætlaði líka að fá hestamenn til liðs við okkur til að ríða um borgina eins og kúrekar til að auka stemmn- inguna.“ Kristján segir að þessari hugmynd hafi verið lítill áhugi sýnd- ur, nema hjá Íslensku óperunni, en bágur fjárhagur Óperunnar hafi komið í veg fyrir að af þessu gæti orðið í bili.  Er í mínu/35 Kristján Jóhannsson býðst til að setja upp óperu Lítill áhugi á óperu- vestra Puccinis STARFSMENN Grasavinafélagsins á Gunnarshólma voru við þöku- skurð á Stórólfsvelli við Hvolsvöll, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá. Þeir hvíldu lúin bein á þökurúllunum, enda dagur kominn að kvöldi. Félagarnir koma víða af landinu og sögðust kunna vel við þökuskurðinn, sem búið er að vélvæða að mestu. Grasavinirnir eru, frá vinstri talið, Ari Már Gunn- arsson frá Selfossi, fyrir framan hann er Einar Hans Jakobsson, flokksstjóri frá Hrísey, þá kemur Sigurvin Ragnar Sigurðsson frá Eyrarbakka, Sævar Örn Gíslason frá Selfossi og Einar Þór Sigríðar- son úr Skagafirði.Morgunblaðið/RAX Uppskeru- tími hjá Grasavina- félaginu ar hún fór til skamms tíma yfir 145 stig. Gengi dollars fór í fyrsta skipti í gær yfir 105 krónur. Frá því ný peningamálastefna var tekin upp hefur gengið lækkað um 13,9% og frá því í maílok 2000 hefur gengi krónunnar lækkað um 31,5%. GENGISVÍSITALA krónunnar hækkaði, þ.e. krónan veiktist, um 2,13% í gær. Lækkunin var nokk- uð jöfn yfir daginn og endaði vísi- talan í 142,50 við lokun gjaldeyr- ismarkaða. Aðeins einu sinni hefur vísitalan farið þetta hátt og það var í byrjun mánaðarins þeg- Krónan veikist enn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.