Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞROSKAÞJÁLFARAFÉLAG Ís- lands hefur undirritað nýja kjara- samninga við Reykjavíkurborg ann- ars vegar og við launanefnd sveitarfélaga hins vegar. Samningurinn við Reykjavíkur- borg var undirritaður aðfaranótt föstudags og verða atkvæði um hann greidd á þriðjudag að sögn Guðnýjar Stefánsdóttur, talsmanns þroska- þjálfa. Hins vegar er ekki búið að ák- veða hvenær atkvæði verða greidd um samninginn sem gerður var við launanefnd sveitarfélaga. Guðný vildi ekki greina frá efni samninganna fyrr en búið væri að kynna þá fyrir félagsmönnum. Enn stendur yfir verkfall þroska- þjálfa sem starfa hjá sjálfseignar- stofnunum og sagði Guðný að viðræð- ur væru í gangi. Styrktarfélag vangefinna er með átta sambýli á sínum vegum og þar starfar 41 þroskaþjálfi. Alls hófu 35 verkfall 15. júní sl. en sex eru und- anþegnir verkfalli þar sem þeir veita sambýlum forstöðu. Á annað hundrað fatlaðir og þroskaheftir einstaklingar eru á þessum sambýlum. Alvarlegt ástand á mörgum heimilum Erna Einarsdóttir, starfsmanna- stjóri félagsins, segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á fjögur þeirra og einhver á hin. „Fatlaðir og þroska- heftir missa alla dagvist og njóta skertrar þjónustu. Vandamálin eru að hellast yfir okkur og ég er sannfærð um að miklir erfiðleikar séu hjá fjöl- skyldum barna og unglinga á Lyngási en það er sérhæft dagheimili fyrir mikið fötluð börn og unglinga. Þessar fjölskyldur voru margar hverjar bún- ar að missa skammtímaþjónustu þar sem borgin var í verkfalli og misstu síðan dagþjónustu. Þessi börn eru þar af leiðandi heima hjá foreldrum sín- um og þurfa afskaplega mikla umönn- um og það geta ekki allir tekið það að sér. Því held ég að það sé orðið alvar- legt ástand á mörgum heimilum.“ Alls starfa 132 þroskaþjálfar hjá ríkinu um land allt og hafa þeir boðað verkfall n.k. fimmtudag ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Þórir Einarsson, Ríkissáttasemj- ari, segir að ekki sé búið að boða formlegan fund í þeirri deilu en tekur fram að samningar við ríkið séu tví- þættir. Annars vegar er miðlægur kjarasamningur og hins vegar stofn- anasamningur, þ.e. hvernig fólki er raðað inn í launatöflurnar. Þroskaþjálfar hjá ríkinu í biðstöðu „Það er nánast búið að ná sam- komulagi um miðlæga samninginn en ekki um stofnanasamningana. Það stendur á þeim og þeir eru fyrir utan mitt verksvið vegna þess að það er eitthvað sem gerist inn á stofnunun- um. Þroskaþjálfar skrifa ekki undir miðlægasamninginn fyrr en vitað er hvernig fer með stofnanasamn- ingana. Það er því í biðstöðu eins og er.“ Þroskaþjálfafélagið semur við Reykjavík og launanefnd sveitarfélaga Sjálfseignarstofnanir eru ennþá í verkfalli hvalaskoðunarbátnum frá Húsavík virtu einnig fyrir sér hrefnur á sigl- ingunni. Meðal gesta í Grímsey voru flugmenn sem fjölmenntu þangað á 11 flugvélum og hefur slíkur floti ekki verið á flugvellinum áður. GESTKVÆMT var í Grímsey aðfaranótt laugardags þegar margir komu þangað fljúgandi og siglandi til að njóta miðnætursólar. Íbúar Grímseyjar eru um 90 og var gestafjöldinn annað eins og vel það. Þeir sem sigldu með Ljósmynd/Anna Miðnætursól við Grímsey SIGRÚN Magnúsdóttir, Fram- sóknarflokki og borgarfulltrúi R- listans, segir að það sé af og frá að hún sé að hætta í stjórnmálum. „Nei, í guðsbænum. Það er alveg út í hött,“ sagði Sigrún við Morgun- blaðið í gær. Á fundi borgarstjórn- ar sl. fimmtudagskvöld lét Sigrún af störfum í borgarráði. „Þetta er regla hjá okkur í Reykjavíkurlistanum að hver flokkur hefur dottið út í eitt ár í borgarráði þannig að það hefur ekkert með mína persónu eða hagi að gera. Við drógum í upphafi kjör- tímabilsins hvernig sú röðun yrði og gerðum samkomulag sem við höfum gengið eftir í þessi fjögur ár. Það var samið um að ég yrði formaður borgarráðs og formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkur- listans og yrði þrjú ár í borgarráði. Það var samið um að Helgi Hjörvar yrði forseti og hann yrði þrjú ár í borgarráði. Hann datt út á síðasta ári sem forseti og var ekki í borg- arráði á síðasta ári. Steinunn Val- dís datt út fyrir tveimur árum og kratarnir höfðu ekki mann fyrsta árið.“ Sigrún segir að ef R-listinn muni ekki bjóða fram í sams konar formi og í síðustu tveimur sveitarstjórn- arkosningum muni hún ekki taka þátt í því. „Á trúnaðarmannafundi hjá framsóknarfélögunum og borgar- fulltrúunum þar sem verið var að ræða framtíð Reykjavíkurlistans og framboð í Reykjavík sagði ég að ef Reykjavíkurlistinn héldi ekki áfram myndi ég hætta. Það þýðir Reykjavíkurlistinn með þátttöku allra. Á fundinum voru skiptar skoðanir um hvort listinn myndi heita áfram Reykjavíkurlistinn ef vinstri-grænir yrðu ekki með en ég sagði að ég tæki ekki þátt í slíku.“ Hver flokkur R-listans situr hjá í ár í borgarráði ÞESS verður ekki krafist af nemend- um Menntaskólans við Hamrahlíð eða Menntaskólans á Laugarvatni að þeir kaupi fartölvur en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru tilmæli til nýnema í Menntaskólanum í Kópa- vogi að þeir festi kaup á fartölvum þegar þeir setjast á skólabekk í haust. Morgunblaðið hafði samband við Lárus H. Bjarnason, rektor Mennta- skólans í Hamrahlíð, og spurði hvort svipaðar kröfur væru gerðar til ný- nema skólans, sagði hann svo ekki vera. „Skólar hafa mismunandi áherslur í þessu. Það sem blasir við [þegar ákveðið er að gera eins og Menntaskólinn í Kópavogi] er hugs- anlega svolítil mismunun. Við tókum þá afstöðu í fyrra að fara frekar þá leið að skólinn keypti tölvur, nokkrar fyrir starfsmenn og tvö hópsett fyrir nemendur þar sem 25 fartölvur eru á vagni sem hægt er að fara með í hvaða stofu sem er. Hugmyndafræðin á bak við þetta var sú að það væri eng- in mismunun,“ segir Lárus og bætir við að þá hafi skólinn einnig fjölgað borðtölvum. Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari Menntaskólans á Laugar- vatni, tekur í sama streng og Lárus og segir að þessi mál hafi ekki einu sinni verið rædd, þar sem mikill kostnaður felist í þessu fyrir nemend- ur. Í skólanum er að hans sögn ágætis tölvuver með sautján tölvum sem sé ágætt miðað við nemendafjölda sem er í kringum 120. Aðspurður hvað honum finnist um umrædd tilmæli Menntaskólans í Kópavogi segir hann að honum finnist ekkert ólíklegt að að þessu komi, að tölvurnar verði í eigu nemenda, með aukinni tækni. Ekki kraf- ist fartölvu- kaupa JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að stofnmæling á hörpudiski í Breiða- firði hafi gefið til kynna minnkun í stofninum og tillögur þeirra um kvóta á hörpudisk séu einfaldlega í samræmi við það. Í frétt frá Stykkishólmi í Morg- unblaðinu í gær kemur fram að lagt er til að aflaheimildir á hörpudisk verði 6.500 tonn á næsta fiskveiðiári en voru 8.000 og hefur ráðherra ákveðið að fara að þeim tillögum. Jafnframt kemur fram að bæjarráð Stykkishólms hafi lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og farið fram á það við Hafrannsóknastofnun að rannsóknir verði auknar. Jóhann sagði að þeir myndu að sjálfsögðu fylgjast áfram með þróun stofnsins og erindi bæjarráðs Stykk- ishólms yrði svarað en þeir hefðu ný- lega fengið það í hendurnar og ekki væri búið að fjalla um það. Hörpudiskur í Breiðafirði Stofnmæling bendir til minnkunar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.