Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 23
af því að eldast. Þetta gildir ekki aðeins um aldraða heldur einnig um aðstandendur þeirra. Wasserman segir unglinga sem haldnir eru þunglyndi sofa oft mikið og á þann hátt loki þeir á veröldina fyrir utan. Telur hún að erfitt geti reynst að greina þunglyndi hjá unglingum því þeir séu að ganga í gegnum líkamlegar og félagslegar breytingar á þessum árum sem hafi áhrif á geðslagið. Algengt sé að fyrsta merkið um þunglyndi sé minnkandi námsgeta, einbeitingarerfiðleikar sem eru túlkaðir sem leti. Tilfinning fyrir því að hafa mistekist og vonleysi eru algeng einkenni í þessum aldurs- hópi. Þunglyndi getur einnig orsakað það að börn leiti huggunar í ofáti eða þau léttast snögglega. Ungt fólk sem haldið er þunglyndi þjáist stundum af lystarstoli eða lotugræðgi. Hjá strákum er þunglyndi oft tengt hegð- unarröskunum, þeir eru ofsafengnir, árásar- gjarnir og ergilegir og grípa gjarnan til ofbeld- is.Vert er að benda á hve mikilvægt er að greina þunglyndi snemma. Því rannsóknir sýna að erfiðara er að meðhöndla þunglyndið og það verður þrálátt ef það dregst mánuðum eða árum saman að fá viðunandi meðferð. Hvað veldur þunglyndi er ekki vitað með vissu. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í þrjá flokka. Eru það líffræðilegar, sálrænar og félagslegar orsakir. Þessi skipting er þó full- knar og samverkandi „Vímuefnafíkn og þunglyndi valda saman mikilli sjálfsvígshættu, sem sýnir hversu mikilvægt er að greina og meðhöndla hvort tveggja. “ Morgunblaðið/Jim Smart Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Billi Engilbert Sigurðsson, geðlæknir og far- aldsfræðingur, geðdeild Landspítala. Högni Óskarsson geðlæknir. Dr. Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir á geðdeild Landspítalans. einföld því oftast spila ýmsir þættir saman, þegar svæsið þunglyndi herjar á einstakling- inn, að sögn Engilberts Sigurðssonar, geð- læknis á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Ástæðan trufluð hvatastjórn? Til er fjöldinn allur af rannsóknum sem benda til að líffræðilegir þættir eigi sinn þátt í þróun þunglyndis. Að sögn Engilberts benda sumar rannsóknirnar á ójafnvægi eða skort á ákveðnum boðefnum í heila enda hafi flest þunglyndislyf áhrif á virkni þessara boðefna. Ein af sterkustu rökunum fyrir tengslum líffræðilegra þátta við sjálfsvíg eru rannsókn- ir sem hafa sýnt fram á að lækkun á 5-HIAA í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 23 Kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, viku, 12.júlí, vikuferð. Kr. 49.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug, gisting, skattar, 12.júlí, 2 vikur. Stökktu til Costa del Sol 12. júlí í 1 eða 2 vikur frá 39.985 kr. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 12. júlí í eina eða 2 vikur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálf- sögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug, gisting, skattar, 12. júlí, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Aðeins 22 sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.