Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Magnús-dóttir fæddist í Borgarnesi 28. febrúar árið 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. júní síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu, 97 ára að aldri. Foreldr- ar hennar voru þau hjónin Magnús Sæ- mundsson, f. 26.6. 1870, d. 14.10. 1949, söðlasmiður í Borg- arnesi og síðar kaup- maður í Reykjavík, og kona hans, Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 5.9. 1875, d. 20.8. 1954, húsmóðir. Systur Guð- rúnar voru Jakobína Magnúsdóttir, f. 26.1. 1899, d. 5.5. 1957, yfirhjúkr- unarkona, síðast á Elliheimilinu Grund og fyrsti kvenskátaforingi á Íslandi, og Arndís Magnúsdóttir, f. 18.8. 1902, d. 29.7. 1942, húsfreyja í Péturssyni; þau skildu. Börn þeirra eru Sigríður Svana, Arndís Erla, Tryggvi og Katrín. 3) Svana Þór- unn, f. 11. mars 1931, gift Agli Snorrasyni; hann lést 1994. Börn þeirra eru Ólafur Tryggvi, Snorri Már og Guðrún Björg. Þegar Guðrún var á öðru ári fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og þar ólst hún upp. Hún æfði leik- fimi og fimleika, einkum hjá ÍR, en hún var í hópi sem sýndi fimleika á Melavellinum við konungskomuna árið 1921. Eftir að Guðrún gifti sig bjuggu þau hjónin fyrst í Hafnar- firði en fluttu síðan til Reykjavíkur þegar Tryggvi og bróðir hans Þórður sameinuðu fyrirtæki sín. Árið 1938 stofnuðu þeir bræður fyrirtækið Lýsi hf. Var Guðrún ein af stofnendunum. Auk heimilis- starfanna starfaði Guðrún í kven- félagi Neskirkju og síðar Dóm- kirkjunnar og í kvenskátahreyfingunni en hún var ein af stofnendum kvenskátahreyf- ingarinnar á Íslandi. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 25. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Svignaskarði, gift Ragnari Stefánssyni, rafvirkjameistara þar. Uppeldisbróðir Guð- rúnar var Már Sigur- jónsson, f. 13.9. 1921, d. 1.8. 1946, starfsmað- ur hjá Lýsi hf. Guðrún giftist 13.11. 1926 Tryggva Ólafssyni, f. 31.10. 1899, d. 14.3. 1999, for- stjóra Lýsis hf. For- eldrar hans voru Ólaf- ur Kjartansson, bóndi á Litla-Skarði í Norð- urárdal, og Þórunn Þórðardóttir húsfreyja, en hún bjó í Borgarnesi eftir lát Ólafs. Börn Guðrúnar og Tryggva eru: 1) Ólaf- ur, f. 16. mars 1928, d. 23. okt. 1976, kvæntur Ruth Ólafsson. Börn þeirra eru Eric Tryggvi, Pétur Friðrik og Mark Andrew. 2) Erla Guðrún, f. 9. júlí 1929, gift Pétri Elsku amma. Mamma hringdi áðan og sagði frá andláti þínu. Til allrar hamingju stóð lokastríðið stutt og þú átt áreiðanlega fagra heimkomu þar sem, eins og eðlilegt er, margir þinna nánustu eru farnir á undan þér. Aðeins eru liðin rúm tvö ár síðan afi Tryggvi kvaddi okkur rúmlega 99 ára að aldri. Löngu og viðburðaríku lífs- hlaupi þínu er nú lokið eftir 97 ár. Fá börn upplifa hlýju og ástúð á borð við þá, sem við nutum í barnæsku þegar við fengum að skríða undir verndar- vænginn þinn. Á hverjum morgni fór ég í morgunkaffi til þín frá því að sex ára aldri var náð og þar til skólagang- an fór að trufla þessar góðu stundir okkar. Þú gast endalaust hlustað á masið í barninu um hesta og hunda og stríddir mér seinna á ofurást á þess- um ferfættu vinum. Svo tókst þú að þér að kenna örvhenta barninu með sterku hendurnar og bognu prjónana að prjóna. Þar þurfti þolinmæði til. Seinna höfum við undrast hversu viljug þú varst að taka okkur með í sumarbústaðinn ykkar afa á Þingvöll- um. Þegar við lítum til baka rennur sú staðreynd upp fyrir okkur að þú hefur verið í blóma lífsins, búin að koma börnum þínum til manns og loks get- að um frjálst höfuð strokið, en samt alltaf með tvö eða fleiri barnabörn með þér í bústaðnum. Fáar konur taka slíkt að sér í dag. Sumarbústað- urinn þinn er svo sannarlega fagurt minnismerki um þig. Einstakur dá- semdarreitur þar sem trén sem þú gróðursettir eru orðin margra mann- hæða há og stígar og pallar til útsýnis. Þú vannst algjört kraftaverk með hjólbörurnar þínar og skófluna að vopni. Það má með sanni segja að þú upp- lifðir tímana tvenna. Fædd í byrjun aldarinnar í Borgarnesi, þar sem faðir þinn, Magnús Sæmundsson, var söðlasmiður. Fluttir á öðru ári til Reykjavíkur, þar sem Magnús gerð- ist kaupmaður og tók til við að reisa hús, en þau reisti hann víst mörg í gamla bænum. Áhyggjulaust og öruggt uppeldi þitt og systra þinna, Arndísar, síðar húsfreyju í Svigna- skarði og Jakobínu, síðar hjúkrunar- konu, undir styrkri stjórn móður ykk- ar, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hefðbundin skólaganga, fimleikar í meistaraflokki ÍR, og síðan hús- mæðraskólanám í Danmörku. Trúlof- aðist afa, þau giftust síðan og stofn- uðu heimili fyrst í Hafnarfirði. Börnin þín þrjú, fyrstur Ólafur, síðar Erla og Svana. Afi að koma undir fjölskyld- una sína fótunum. Þú stóðst við bakið á honum, sást um barnauppeldi og heimili, eins og þá tíðkaðist enda var starf húsmóður í þá daga mun flókn- ara en svo að maður gripi með sér kjúkling á leiðinni heim úr vinnunni. Seinna gerðust þið heimsborgarar og fluttuð til Bandaríkjanna. Vegna auk- inna umsvifa Lýsis hf. í Bandaríkjun- um tókuð þið þá ákvörðun að setjast þar að og þú bjóst fjölskyldu þinni þar sem og heima fallegt heimili. Úti bjugguð þið í tæp þrjú ár, en komuð síðan heim aftur og stofnuðuð heimili á Hringbraut 85. Þú tókst til hendi við líknarstörf, vannst drjúgan dag fyrir kirkjusöfnuðina, fyrst í Neskirkju og síðan í Dómkirkjunni. Kvenskáta- hreyfingin naut þín einnig og varst þú elsti kvenskátinn á landinu. Þið afi ferðuðust mikið um heiminn, engin heimsálfa fór víst varhluta af heimsóknum ykkar nema Ástralía og Suðurskautið. Árið 1963 fluttuð þið á Sóleyjargötu 23 og þaðan og frá þeim tíma eigum við okkar ljúfustu og bestu minning- ar. Þar áttirðu fallegasta heimili sem við höfum nokkurn tíma upplifað, samansafn gersema og góðra anda. Enn þann dag í dag vekur lyktin af dönskum hágæðavindlum, sem einu sinnu ilmaði í bókaherberginu þegar afi kom heim úr vinnunni, hjá okkur öryggistilfinningu og vellíðan. Þú átt- ir hlýju og góð ráð við öllu, hvort sem var hálsbólga, skrámur eða beinbrot. Og jólahaldið verður tómlegt án ykk- ar. Rjúpnasósan var aldrei tilbúin fyrr en þú varst búin að smakka hana til og segja til um hvað vantaði í hana. En lífið er ekki eintómur dans á rósum og það útdeildi ykkur þeim ör- lögum sem engir foreldrar eiga að þurfa að upplifa, að missa börn. Sonur ykkar Ólafur lést langt um aldur fram árið 1976 og tók það vissulega sinn toll. Nú er sólin að setjast, sólarlagið svo undurfagurt, og hugurinn allur hjá þér. Það er eigingirni að gráta brottför þína, þar sem dagurinn þinn var orðinn langur og þú orðin þreytt, en við munum sakna þín svo ósköp mikið, elsku amma. Guð blessi ykkur afa. Hafið þakkir fyrir samveruna, minningin um ykkur mun lifa áfram hjá afkomendum ykkar. Arndís Erla Pétursdóttir, Katrín Pétursdóttir. Á fögrum ágústdegi árið 1920 riðu nokkrir föngulegir sveinar í hlað á bænum Hreðavatni í Borgarfirði. Förinni var heitið út í hólmana í vatn- inu þar sem ætlunin var að tína ber og sóla sig ásamt því að búa sig undir sveitaball um kvöldið. Einn piltanna var ungur Borgfirðingur, Tryggvi Ólafsson, útskrifaður úr Verslunar- skólanum, búinn að koma sér í gott starf hjá Jóni Þorlákssyni verkfræð- ingi og hjá Geir Zoëga vegamála- stjóra. Hann var tvítugur og lífið blasti við, órætt og heillandi. Lítið vissi hann þá að þessi sumardagur myndi breyta lífi hans svo um munaði. Ástæðuna var að finna á hlaðinu við Hreðavatnsbæinn. Þar stóð sextán ára yngismær sem hafði verið fengin tímabundið þangað frá Svignaskarði til þess að gæta nokkurra barna. Lit- fríð og ljóshærð og það geislaði af henni hreystin og fríðleikinn. Ferðin út á Hreðavatn fór fyrir ofan garð og GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR ✝ Jón Pálmi Stein-grímsson fædd- ist 22. júní 1934 í Pálmalundi á Blönduósi í Austur- Húnavatnssýslu. Hann lést að morgni 16. júní síðastliðins á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut. For- eldrar hans voru Steingrímur Árni Björn Davíðsson, f. 17. nóvember 1891, d. 1981, skólastjóri með fleiru á Blöndu- ósi, og Helga Dýrleif Jónsdóttir, f. 8.desember 1895, d. 1995, hús- freyja. Pálmi var næstyngstur 12 systkina sem komust á legg, þau eru: Anna, f. 1919, látin; Svava, f. 1921; Olga, f. 1922; Hólmsteinn, f. 1923; Haukur, f. 1925; Fjóla, f. 1927, látin; Jóninna, f. 1928; Bryn- leifur, f. 1929; Sigþór, f. 1931; Hugrúnu Pálmeyju, f. 21. septem- ber 1982. 3) Aðalsteinn Leví, f. 11. mars 1959, kvæntur Kristínu Þor- steinsdóttur, f. 22. júní 1961. Þau eiga tvö börn, Arnar Leví, f. 25. mars 1982, og Guðrúnu Láru, f. 21. júlí 1984. 4) Helga Ingibjörg, f. 16. maí 1964, sambýlismaður hennar er Örn Felixson, f. 13.des- ember 1956. Þau eiga tvær dætur, Hildi Rún, f. 30. maí 1993, og Sig- urbjörgu, f. 19. mars 1996. Helga á eina dóttur frá fyrra sambandi, Evu Ósk Skaftadóttur, f. 21. sept- ember 1989. Pálmi vann til fjölda ára í Nið- ursuðuverksmiðju Ora, en lengst stundaði hann sjálfstæðan at- vinnurekstur, nú síðast rak hann áhaldaleigu á Hávegi 15 í Kópa- vogi. Einnig vann hann í nokkur ár sem bílstjóri hjá Landleiðum og SVR. Hann var virkur í bæj- arpólitíkinni í Kópavogi hér á ár- um áður. Stærsta áhugamál hans var ættfræði. Hann var hagmælt- ur mjög og hafði áhuga á gróð- urrækt. Útför Pálma fer fram frá Kópa- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 25. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Davíð, f. 1932; og Sig- urgeir, f. 1938. Pálmi kvæntist 19. september 1954 Bryn- hildi Sigtryggsdóttur, f. 21. september 1932, d. 30. september 2000. Þau bjuggu frá árinu 1961 í Kópavogi og lengst af á Hávegi 15 eða frá árinu 1971. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Kol- brún Dýrleif, f. 12. apríl 1953, hún á eina dóttur, Brynhildi Hrund Jónsdóttur, f. 14. desember 1975, og á Brynhild- ur eina dóttur, Kolbrúnu Huldu Edvardsdóttur, f. 6. desember 2000. 2) Jón Pálmi, f. 8.mars 1958, sambýliskona hans er Ásdís Erna Guðmundsdóttir, f. 17. febrúar 1954. Þau eiga einn son, Pálma Erni, f. 4. febrúar 1993. Jón Pálmi á eina dóttur frá fyrra sambandi, Minninganna blíður blær blæs svo geðið hlýnar. Engin tunga túlkað fær tilfinningar mínar. (Steingrímur Davíðsson.) Elsku Pálmi minn. Þessar ljóðlínur sem pabbi þinn orti endur fyrir löngu komast kannski næst því að lýsa því hvernig okkur líð- ur núna þegar þú ert horfinn frá okk- ur svo alltof snemma. Við héldum öll að við mundum fá að vera þér sam- ferða einhverja mánuði í viðbót að minnsta kosti, ef ekki ár. En reiðars- lagið kom alltof snemma. Það stóra skarð, sem myndaðist þegar Billý fór, var farið að minnka örlítið en svo kom bara annað stórt skarð í fjölskylduna níu mánuðum seinna þegar þú ert hrifsaður frá okkur líka. Nú á þessum tímamótum þegar við kveðjum þig hrannast upp minning- arnar frá þessum 23 árum síðan ég kom inn í fjölskylduna þína. Ég gleymi því seint þegar þú uppgötv- aðir það, að þessi stelpuskjáta sem var að stela yngri syninum átti sama afmælisdag og þú. Það breytti nú ýmsu enda höfum við verið mestu mátar þessi 23 ár. Nú verða ekki fleiri sameiginlegir afmælisdagar sem við skemmtum okkur saman. Það var svo gaman að því hvað þú varst alltaf stoltur af því þegar nýir fjölskyldumeðlimir bættust í hópinn. En punkturinn yfir i-ið var þegar fyrsta langafabarnið leit dagsins ljós fyrir sex mánuðum. Þú komst ekki við jörðina í nokkrar vikur á eftir. Ættfræðin var þitt helsta áhuga- mál. Aldrei kom maður að tómum kofunum í þeim efnum og gastu rakið ættir fólks langt, langt aftur án mik- illa erfiðleika. Sterk var norðlenska taugin í þér. Nýverið festir þú kaup á litlu húsi á Blönduósi þar sem þú ætlaðir að eyða síðustu ævikvöldum þínum, á bernskuslóðum. En örlögin tóku í taumana svo ekki urðu dagarnir margir sem þú gast notið þar. Hollra vætta heillagjöf, heitur kærleiksandi, sem frá vöggu að vígri gröf vinnur Norðurlandi. (Steingrímur Davíðsson.) Ég veit að nú ert þú kominn til Billýjar aftur og pabbi þinn, mamma þín og systur þínar hafa tekið vel á móti þér. Guð geymi þig, elsku Pálmi minn. Þín tengdadóttir Kristín Þorsteinsdóttir. Pálmi fæddist á Blönduósi, í Pál- malundi, en svo hét húsið þar sem hann var í heiminn borinn. Þá var sól hæst á lofti. Sextíu og sjö ár eru síðan. Jarðvist hans er nú lokið. Morgunganga mín er oft um stigu Hellisskóga en þannig nefnum við skógræktarsvæði norðvestan árinn- ar. Þar er lítil tjörn, sem varpfuglar hafa dálæti á. Unga sá ég þrjá synda á spegilsléttu vatninu í morgunkyrrð- inni. Daginn eftir var þar aðeins einn ungi, hinir voru horfnir. Klær rán- fuglsins höfðu tekið þá. Þetta er eðli náttúrunnar, fánunn- ar og flórunnar. Við eigum þar heima. Eigi má sköpum renna. Pálmi bróðir minn vildi svo sann- arlega ekki verða fórnarlamb rán- fugla. Honum héldu engin bönd. At- hafnaþráin, dugnaðurinn og kjarkurinn var svo mikill. Skoðun hafði hann á mönnum og málefnum, tjáði sig tæpitungulaust. Lífsstíll hans var harðgerður en hreinskilinn og einlægur. Réttlætis- kenndin mótaðist ekki af málamiðlun en var rík og eindregin. Í skaphöfn bjó sterkur vilji, kraftur, sem kom í ljós í baráttunni við þann sjúkdóm sem í bókstaflegri merkingu læsti klónum í hann. Pálmi bróðir var einn systkina okk- ar sem engrar framhaldsmenntunar naut. Hann byrjaði unglingur að fást við vörubíla, gera við þá og aka. Snemma leitaði hann að þeim rauða þræði sem var hans alla ævi, vinnu og starfi, þar naut hann sín í elju og áhuga. Hann gerðist leigubíl- stjóri um tíma, síðan verktaki, þar sem vélar og húsasmíð réðu ferðinni. Eins gerði hann við bifreiðar í bíl- skúrnum heima hjá sér. Þá var sama hvort fengist var við vél eða vélarhús. Hann rétti og sléttaði, sprautaði svo bifreiðina. Það lék allt í höndum hans. Síðustu árin rak hann Leiguna, sem lánaði alls kyns tól og tæki til húsa- smíða. Erilsama daga átti hann alltaf. Þeir svöluðu lífsþorsta hans. Ég kveð nú Pálma, bróður minn. Ekki er langur tími liðinn frá því að við kvöddum konu hans, Brynhildi Sigtryggsdóttur. Án væmni og mærðar rita ég þessar línur um leið og hugur minn dvelur hjá frænkum og frændum, börnum Brynhildar og Pálma. Brynleifur H. Steingrímsson. Pálmi vinur okkur hjóna er fallinn í valinn langt um aldur fram. Hann barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm og ætlaði sér að sigra. Hann var bjartsýnn um að takast það því hann átti svo mörgu ólokið. Pálmi keypti sér hús á Blönduósi nýlega og ætlaði að flytja þangað á æskuslóðir sem hafði verið draumur hans í mörg ár. Við fórum með þeim hjónum nokkr- um sinnum í sumarfrí út á land í skemmtileg tjaldferðalög og var þá margt skrafað saman. Pálmi var mjög bóngóður og lag- hentur og gat hann gert við hvað sem var allt frá brauðrist til stórra vinnu- véla. Það kom sér vel fyrir okkur. Þegar bílinn bilaði var auðvelt að biðja Pálma og brá hann þá skjótt við. Pálmi var óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós um menn og mál- efni og hafði hann skoðanir á öllum hlutum. Hann lét mál Kópavogs sig miklu skipta. Hann var fastur á sín- um skoðunum og gat verið erfitt að rökræða við hann og mjög erfitt að reyna að breyta skoðunum hans. Pálmi tók mikinn þátt í verkalýðs- baráttu Iðju á sínum yngri árum. Hann var mikill athafnamaður og stóð fyrir ýmsum framkvæmdum sem verktaki. Pálmi var mikill áhugamaður um trjárækt. Hann byggði sér sumarhús í ,,sælureit“, eins og hann sagði, í Húnavatnssýslu, í landi Guðfríðar- staða sem forfeður hans áttu og flutti hann mörg tré úr garðinum sínum í Kópavogi norður sem dafna vel þar. Pálmi rak fyrirtæki sitt, Áhalda- leigu Kópavogs, með myndarbrag á meðan heilsan leyfði. Pálmi missti konu sína, Brynhildi, fyrir tæpum tveimur árum úr erfið- um sjúkdómi og stóð hann sig vel í þeirri baráttu. Það var mikill samgangur á milli heimila okkar, símtöl daglega, stund- um oft á dag ef málefnin voru brýn sem þurfti að ræða og sköpuðust þá oft líflegar samræður. Pálmi var sannur vinur og gott að leita til hans og er hans sárt saknað. Við biðjum góðan Guð að blessa börn- in hans og fjölskyldur þeirra í sorg- inni. Ljúfar voru stundir Er áttum við saman. Þakka ber Drottni Allt það gaman. Skiljast nú leiðir Og farin ert þú Við hittast munum aftur, Það er mín trú. Hvíl þú í friði Í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni Af öllu mínu hjarta. (M.Jak.) Gunnlaugur og Þorbjörg. PÁLMI STEINGRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.