Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ K OM, KOM,“ segir Guðmundur um leið og hann gengur niður í flæðarmálið, með kassa sneisa- fullan af rækju og smásíld. Orðunum er ekki beint til mannfólksins heldur til æðarfuglanna, sem lóna þar skammt úti fyrir. Svo er góðgætinu mokað á haf út. Það eru samt ekki æðarfuglarnir sem fyrstir komast að máltíðinni, þótt hún sé fyrst og síðast ætluð þeim, heldur eru það kríurnar sem flykkjast að víkinni um leið og Guð- mundur leggur af stað hrópandi í átt til sjávar með plastkassann. En þær ná ekki nema örlitlu broti af fiskmet- inu, því hann gætir þess að koma því út á flóðinu. Mestur hlutinn sekkur til botns og þar getur æðarfuglinn athafnað sig að vild og fengið nægju sína. „Við notuðum þetta alltaf á ung- ana þegar var matartími, þá kom öll strollan,“ segir Guðmundur til út- skýringar, þegar hann sér undrun- arsvipinn á blaðamanninum. „Að vísu notuðum við „gogg, gogg“ fyrsta vorið, til að kalla þá til okkar, en fannt það svo óþjált að við tókum upp „kom, kom“. Þessir „við“, sem Guðmundur nefnir, eru hann og Konráð Eggerts- son, sem eru að þessu í sameiningu, að reyna að koma upp æðarvarpi í Þernuvík, en þeir hafa verið félagar og vinir frá 10 ára aldri. Þeir byrjuðu á ræktuninni árið 1988, fengu þá jörðina leigða af Ögurhreppi, en keyptu hana nokkrum árum síðar. Þúfnanes er aðalvarpsvæðið og þar næst Felguhólmi og Ytrihólmi. Sjómaðurinn Guðmundur er fæddur í Reykjar- firði á Ströndum. Foreldrar hans voru Matthildur Benediktsdóttir og Jakob Kristjánsson, sem eignuðust 14 börn. Af þeim komust 13 upp, og eru sex þeirra á lífi; Guðmundur er yngstur. „Ég gekk í skóla í Bolungarvík og fermdist þar, en svo var ég nú heima að mestu leyti unglingsárin, til 18 ára aldurs. Þetta var nú aðallega bú- skapur og hlunnindanýting sem maður fékkst við, s.s. vinnsla reka- viðar og eggja- og fuglataka í björg- um, og svo var líka róið til fiskjar til mataröflunar.“ Guðmundur flutti úr Reykjarfirði til Bolungarvíkur árið 1959 og hefur búið þar síðan. „Ég byrjaði að róa 1960. Þá tók ég minna skipstjórnarprófið, eða pungaprófið svokallað. Síðan er ég búinn að hafa sjómennsku að aðal- starfi, en hef verið í ígripavinnu milli vertíða, eins og gengur. Fyrst var ég á bát, sem við Ragnar bróðir minn smíðuðum. Árið 1970 kaupum við Neista, og ég er búinn að vera á hon- um síðan, alltaf á rækju á veturna, en á snurvoð, færi, grásleppu og því- umlíku á sumrin, allt eftir því hvað þótti henta hverju sinni.“ Sjómannadagsráð Bolungarvíkur heiðraði Guðmund 10. júní síðastlið- inn, fyrir vel unnin og farsæl störf á hafsins vegum. Þá má nefna, að hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Náttúrugripasafns Bolungarvíkur, var formaður þess í 4 ár og er enn í stjórn. Hann er nýorðinn sextugur. Eig- inkona hans er Guðfinna Magnús- dóttir kennari og eiga þau tvö börn saman. „Hún átti tvö áður og ég eitt, svo þau eru fimm alls,“ segir hann. Æðarbóndinn Í Þernuvík hefur ýmislegt breyst á einum áratug eða svo. „Það var engin æðarkolla hérna þegar við komum fyrst,“ segir Guð- mundur, „og reyndar engin kría heldur, þrátt fyrir að víkin beri nafn hennar.“ Það sem hann á við, er að til forna nefndist sá litli og knái fugl, þerna. Sú nafngift gleymdist þó með tímanum og upp var tekið núverandi heiti, kría, sem vafalaust er hljóð- nefni, dregið af gargi fuglsins. En þernuheitið varðveittist áfram í ýmsum þjóðtungum, s.s. færeysku (terna), dönsku (havterne), sænsku (silvertärna), norsku (rødnebbterne) og ensku (arctic tern), og í nokkrum örnefnum á Íslandi, s.s. Þerney. „Við fengum rúmlega 80 unga undan kollum í æðarvarpinu í Æðey og Vigur í Ísafjarðardjúpi árið 1989 og ólum þá upp. Og sama gerðum við næstu tvö ár á eftir, 1990 og 1991. Svo liðu tvö eða þrjú ár áður en við tókum unga aftur, en síðan höfum við ekkert alið upp. Fyrsta og eina æðarkollan kom svo til að verpa árið 1991, þá tveggja ára gömul.“ Núna eru hreiðrin um 90 talsins og tals- vert kríuvarp hefur auk þess orðið til í kjölfar vaxandi æðarvarps, svo að ekki er hægt að segja annað en að víkin beri aftur nafn með rentu. Að auki verpa þar ýmsar fuglategundir aðrar, s.s. gæsir, lómar, tjaldar og álftir, að ónefndum mófuglum. Og í sumarhúsi Guðmundar, Ytra-Skjóli, voru þessa umræddu helgi í maí skógarþröstur og maríuerla búin að gera sér hreiður. Þeir Guðmundur og Konráð fengu á sínum tíma merki hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands til að setja á fætur æðarunganna og hafa því get- að fylgst náið með þeim. Og enn sem fyrr er allt sem við kemur þessum fuglum skráð á bók. „Þegar ungarnir fóru aðeins að stálpast byrjuðum við að leiða þá niður í polla í fjörunni, veltum þar steinum fyrir þá og leyfðum þeim að éta marfló og gáfum þeim líka korn, andarungaköggla, og afgangsrækju og smásíld frá vetrinum. Og þetta gerum við ennþá, hirðum það sem til fellur og frystum það og notum hérna. Við höfum sett út allt að 2-3 tonn á ári,“ segir Guðmundur. Þeir félagar eru að hugsa um að ná sér í æðarunga í náinni framtíð til að reyna að auka varpið, þrátt fyrir að gífurleg vinna og yfirlega sé fólgin í ungastússinu. Gæslan núna er þó ein og sér ærið verkefni. „Við komum yfirleitt hing- að í lok apríl eða fyrstu daga í maí. Þá er kollan farin að byrja að labba upp bakkana,“ segir Guðmundur. „Og við erum hér til skiptis viku og upp í 10 daga, alveg fram á haust. Þegar við finnum hreiður, merkjum við það með flaggi og númeri, og at- hugum hvort kollan er merkt á fæti og skráum það allt, ef svo er.“ Ungamerkingarnar hafa einnig gefið af sér aðrar forvitnilegar upp- lýsingar, því ein æðarkolla úr Þernu- vík náðist í Klakksvík í Færeyjum, ein í Vík í Mýrdal, og svo veiddist æðarbliki á línu fyrir Breiðafirði og annar kom í grásleppunet norður í Hornvík, sem bendir til allnokkurrar yfirferðar þessarar stærstu andar- tegundar landsins. Minkabaninn Ýmsir vargar sækja í æðarvarpið í Þernuvík, s.s. hrafnar, máfar og rán- fuglar, en minkurinn er þó skæðast- ur. Hann er upprunalega kominn inn í lífríki Íslands frá Norður-Ameríku um Evrópu á fyrstu árum 20. aldar. Minkar voru þar aldir vegna skinn- anna, en margir sluppu út í náttúr- una og lifa þar nú villtir. Hingað til lands voru þeir fluttir árið 1931 og fyrstu greni þeirra í náttúrunni fundust 1937, við Elliðaárnar í Reykjavík. Minkurinn var kominn austur undir Skeiðarársand árið 1958 og dreifðist á næstu árum um Vesturland, Norðurland og Austur- land. Undir lok 6. áratugarins var hann farinn að sjást nyrst á Vest- fjörðum og um miðjan 8. áratuginn kominn um næstum allt landið. „Já, þetta er mikið villidýr,“ segir Guðmundur. „En sem betur fer er ég með hund til að leita að minkum; það er hún Píla mín. Án hennar væri þetta ógerningur. Það hefur komið fyrir að við höfum fengið mink inn í varpið og það er ljótur fjandi. Í fyrra gerðist það t.d. að hann eyðilagði nokkur hreiður og það kom ekki eitt einasta nýtt hreiður í tvo daga á eft- ir; fuglinn virðist hafa skelkast gjör- samlega. Hann kemst inn fyrir, með því að synda út fyrir girðinguna og allavega. Það verpa stundum kollur utan girðingarinnar, en það fer oftar Þrír dagar í Þernuvík Guðmundur Jakobsson er alinn upp á Horn- ströndum, við bjargfugl, fisk og selspik. Hann kann best við sig uppi á fjöllum á tófuveiðum að vetrarlagi og liggur þá gjarnan á ullarlagði til að verjast mesta kuld- anum frá snævi þakinni jörðinni. Sigurður Ægisson fór vestur í Þernuvík í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp eina helgi seinnipart- inn í maí og tók hús á þessu náttúrubarni og tík- inni Pílu, sem þar vöktu yfir æðarkollum sem voru að byrja að hreiðra um sig upp af fjörunni. Guðmundur skoðar merki á fæti kollunnar, sem hann merkti sem unga fyrir margt löngu, og hún kippir sér ekki upp við truflunina. „Kom, kom,“ segir æðarbóndinn og fleygir rækjum og smásíld á haf út. Krían hirðir sumt, en æðarfuglinn nær því sem fer á botninn. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Guðmundur og Píla á góðri stund í Búðarnesi sem er rétt utan við Þernuvík sjálfa. Þar langar hann að koma upp æðarvarpi, enda landið þar alveg tilvalið í slíkt. Píla horfir rannsakandi augum yfir konungsríkið Þernuvík, eins og til að athuga hvort allt sé nú ekki örugglega eins og það á að vera.                  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.