Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 15 Suður-Ameríkuævintýri á verði sólarlandaferðar í Evrópu í sumarsól á suðurhveli í nóv. 2001 RIÓ de Janeiro - fegursta borg heims – höfuðborg hins ljúfa lífs! Iguazu-fossar - kannski fegursta náttúruundur heimsins? Buenos Aires - Ein mesta glæsiborg heimsins höfuð- borg S.Am. lista- og menningar Veldu aðra eða báðar skemmtilegustu borgir heims á ótrúlegri kjörum en heyrst hafa og stíl Heimsklúbbsins með Ingólfi og völdum farar- stj. 14./15. nóv. - 10 ógleym- anlegir dagar beint um Lond- on (1 millilending), frábært flug með BA/VARIG. Fá sæti laus á tilboði - frá kr. 149.900 + flugvsk., gildir að- eins til 3. júlí! PÖNTUNARSÍMI 562 0400 SAMSTARFSSAMNINGUR verk- fræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja sem hefur að markmiði að efla kennslu og auka gæði náms í hug- búnaðarverkfræði og tölvunarfræð- um við verkfræðideild, hefur verið undirritaður. Að sögn Ingvars Kristinssonar, formanns Samtaka íslenskra hug- búnaðarfyrirtækja, sem eru starfs- greinahópur í upplýsingatækniiðn- aði innan Samtaka iðnaðarins, vilja samtökin með þessum hætti styðja við bakið á tölvunarfræði og hugbún- aðarverkfræði innan Háskóla Ís- lands. „Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að sú kennsla sem þar fer fram geti enn frekar eflst. Ingvar segir hugmyndir um að- komu hugbúnaðariðnaðarins að efl- ingu kennslu við umræddar kennslu- greinar Háskólans hafa verið uppi frá árinu 1998, en samtökin hafi talið mikilvægt að efla kennsluþáttinn. Hann bendir á að starfsmönnun inn- an hugbúnaðargeirans hafi aukist um 400 árlega síðustu tvö ár og á síð- asti ári hafi um 2.600 manns starfað við greinina. „Undirbúningur ásamt SENATI verkfræðideildar Háskól- ans hefur svo staðið yfir í heilt ár og þessi samstarfssamningur er afurð þeirrar vinnu,“ segir Ingvar. Samningurinn er fólginn í því að fyrirtæki innan Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, en þau eru hátt á þriðja tug, útvega Háskóla Ís- lands sérfræðinga á sviði tölvu- og upplýsingatækni sem munu halda fyrirlestra eða námskeið í völdum áföngum innan verkfræðideildar. Fyrirtækin munu einnig láta í té hugbúnað og aðrar tæknilausnir á sviði tölvu- og upplýsingatækni sem geta nýst við kennslu innan verk- fræðideildar. Fá atkvæðis- og seturétt á skor- arfundum tölvunarfræðiskorar Samtökin munu á móti fá aðgang að ákvörðunum sem teknar eru varð- andi uppbyggingu og þróun náms í tölvunarfræðum innan verkfræði- deildar með skipan aðjúnkta við tölv- unarfræðiskor, sem munu hafa at- kvæðisrétt og seturétt á skorarfundum tölvunarfræðiskorar. Valdimar K. Jónsson, forseti Verkfræðideildar, segir samninginn hafa mjög mikla þýðingu fyrir verk- fræðideild, þar sem samtökin bjóðist bæði til að útvega sérfræðinga og hugbúnað til kennslu. „Þetta er fyrsti samningurinn sem við höfum gert við Samtök iðnaðarins og við fögnum því mjög og sjáum fram á að aðrir hliðstæðir samningar verði gerðir í framtíðinni,“ segir Valdimar. Snýst um að efla kennslu og auka gæði náms Morgunblaðið/Arnaldur Ingvar Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Valdimar K. Jónsson, forseti verk- fræðideildar HÍ, að lokinni undirritun samstarfssamningsins. Samstarf verkfræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.