Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
mænuvökva hjá einstaklingum en það er nið-
urbrotsefni serótóníns, eins af lykilboðefnum
heilans. Talið er að lækkun á þessu boðefni
tengist fremur hvatastjórnun sem slíkri en
sjálfsvígstilhneigingum hjá einstaklingnum.
Trufluð hvatastjórnun geti síðan leitt til of-
beldisverka, sem bæði geta beinst að einstak-
lingnum sjálfum og öðrum.
Engilbert segir að erfðarrannsóknir bendi
sterklega til að erfðir eigi nokkurn þátt í þróun
þunglyndis a.m.k. hjá þeim sem veikjast end-
urtekið. Erfðaþátturinn sé samt langt frá því
að vera auðskilinn og það sé mjög erfitt að
greina áhrif erfða frá áhrifum umhverfis vegna
þess hve margir þættir fléttast iðulega saman
við tilurð þunglyndis. „Erfðaþátturinn er
sterkari hjá þeim sem greinast með geðhvörf
heldur en hjá þeim sem greinast með þung-
lyndi eitt og sér en fá aldrei örlyndi. Það er
ekki sjúkdómurinn sjálfur sem erfist, heldur
er það fremur tilhneiging til að veikjast undir
álagi,“ segir hann.
Rannsóknir á eineggja og tvíeggja tvíburum
hafa leitt í ljós að meiri samsvörun sjálfsvíga
og tilrauna til sjálfsvíga er hjá eineggja tvíbur-
um en tvíeggja.
Einstök rannsókn á tökubörnum sem hafði
það að markmiði að greina áhrif erfða og um-
hverfisþátta sýndi að sjálfsvíg eru algengari
hjá skyldmennum blóðforeldra en hjá ættingj-
um fósturforeldranna.
Ein athyglisverðasta rannsóknin á mikil-
vægi erfða er rannsókn á Amish-fólkinu sem
er lítill trúarhópur og býr í Pensylvaníu í
Bandaríkjunum en á meðal þeirra eru sjálfsvíg
afar fátíð. Mikilvægasta niðurstaðan í athug-
uninni var sú að af 26 sjálfsvígum sem voru
framin á árunum 1880–1980 mátti rekja 20
þeirra til aðeins fjögurra fjölskyldna.
Lengi býr að fyrstu gerð
Óeðlilegt svefnmynstur og lyndisraskanir
geta einnig haft áhrif á sjálfsvígshugsanir, að
sögn Engilberts. Segir hann að hvort tveggja
þekkist, að svefntruflanir leysi lyndisraskanir
úr læðingi og svefntruflanir séu hluti af sjúk-
dómsmyndinni, en hið síðarnefnda sé þó mun
algengara. Gildir það bæði um þunglyndi og
örlyndi.
Engilbert bendir á að þrátt fyrir að erfðir og
líffræðilegir þættir komi við sögu þegar ein-
staklingur verður þunglyndur séu sálrænir
þættir og félagslegir þættir einnig mjög mik-
ilvægir enda séu áföll sá áhættuþáttur sem oft-
ast veldur þunglyndi.
Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið, og
flestum foreldrum er ljóst að margt getur haft
mótandi áhrif á þroska barna. Rannsóknir
hafa meðal annars beinst að nokkrum þáttum
eins og áhrifum óeðlilega mikillar gagnrýni í
uppvexti. Slík reynsla getur hindrað barnið í
að þroskast í samræmi við eigin óskir og þarf-
ir. Annar þáttur er áunnið sjálfsbjargarleysi,
en vonleysi eða hjálparleysistilfinning eru al-
gengir fylgifiskar þunglyndis. Aðrir þættir eru
foreldramissir, ofvernd án nærgætni og nei-
kvætt sjálfsmat.
Áfengisnotkun afgerandi áhættuþáttur
Rannsóknir hafa sýnt að tilhneiging er hjá
geðklofasjúklingum til sjálfsvíga. Í sænskri
rannsókn á geðklofasjúklingum reyndist
sjálfsvígshættan átjánföld meðal kvenna og tí-
föld meðal karlmanna miðað við aðra hópa.
Flest þessara sjálfsvíga eiga sér stað á
fyrsta ári eftir greiningu sjúkdómsins, en einn-
ig á meðan viðkomandi er að ná sér eftir sjúk-
dómstímabil og er þunglyndi þá oft aðalein-
kennið. Hættan er talin tiltölulega mest hjá
þeim sem farnaðist vel áður en þeir greindust
með sjúkdóminn og höfðu því meiri væntingar
til sjálfs sín, auk þess sem hættan tengist því
hversu vel þeir skilja ástand sitt og hugsanleg-
ar afleiðingar sjúkdómsins.
Áfengisnotkun er afar mikilvægur áhættu-
þáttur þegar sjálfsvíg eru annars vegar. Vímu-
efnafíkn kemur næst á eftir geðslagstruflun-
um sem áhrifaþáttur sjálfsvíga, en
vímuefnafíkn fer oft saman við þunglyndi, and-
félagslega persónuleikagerð, kvíða, ofsa-
hræðslu, fælni svo dæmi séu tekin. Vímuefna-
fíkn og þunglyndi valda saman mikilli
sjálfsvígshættu, sem sýnir hversu mikilvægt
er að greina og meðhöndla hvort tveggja.
Þeir sem misnota lyf eru einnig taldir vera
áhættuhópur.
Athuganir hafa sýnt að stór hluti þeirra sem
falla fyrir eigin hendi hafa misnotað áfengi eða
eru verulega háðir því. Áfengisvíman sjálf
veldur aukinni hættu á sjálfsvígi vegna hömlu-
losandi verkunar og dómgreindarbrests sam-
fara vímunni sem rutt getur úr vegi síðustu
hindrunum gagnvart sjálfsvígi. Áfengisvíman
getur einnig átt þátt í áhættusamari hegðun
sem getur leitt til alvarlegra „slysa“ og dauða,
vegna of stórra skammta af fíkniefnum,
glæfraaksturs bifreiða eða að „gengið sé fyrir
bifreið“.
Aukin áhætta á sjálfsvígsatferli í fráhvarfi
Athuganir hafa einnig leitt í ljós að fólk sem
hefur tilhneigingu til kvíða og þunglyndis get-
ur komist í sjálfsvígshættu þegar áfengisáhrif-
in eru að fara úr líkamanum því þá eykst dep-
urðin og kvíðinn tímabundið og hvatvísi er
einnig stundum mikil við þessar aðstæður.
Fleiri þættir geta stuðlað að því að einstak-
lingurinn fremur sjálfsvíg.
Þeir sem haldnir eru alvarlegum kvíða eða
fá ofsakvíðaköst eru í meiri hættu að stytta sér
aldur en aðrir kvíðasjúklingar. Aukin sjálfs-
vígshætta hjá þessum hópi er þó fyrst og
fremst talin tengjast því að samtímis sé að
finna geðræn einkenni svo sem kvíða og þung-
lyndi.
Talið er að ákveðin hætta sé á því að þung-
lyndislyf geti ýtt undir sjálfsvíg vegna verk-
unar sinnar í stöku tilfellum. Skýringin á þessu
er sú, að sögn Högna Óskarssonar geðlæknis,
að þegar batinn er að byrja að sýna sig er það
stundum framtaksleysið sem hverfur fyrst á
undan depurð, svartsýni og sjálfsvígshugsun-
um. Þetta getur haft þær óheppilegu afleið-
ingar að með auknu framtaki fylgi fólk eftir
sjálfsvígshugsununum sínum þó svo að batinn
sé að koma. Því sé alltaf mikilvægt að fylgja
þunglyndum eftir í gegnum bataferlið.
Sigurður Páll benti á að rannsókn á sjálfs-
vígum meðal aldraðra í Gautaborg sýndi að
30–40% þeirra voru á geðdeyfðarlyfjum. Þrátt
fyrir að aldraðir tækju inn geðdeyfðarlyf væri
afar mikilvægt að fylgjast vel með þáttum eins
og líkamlegum sjúkdómum, verkjum, einangr-
un og veita almennan stuðning.
Skiptir máli í hvaða samhengi
atburðirnir eru settir
Á síðari árum hafa þeir sem rannsakað hafa
sjálfsvíg kannað tengslin á milli atburða í lífinu
sem valdið hafa erfiðleikum og upphafs geð-
rænna sjúkdóma eins og þunglyndis, örlyndis
og geðklofa. Í bók sinni Nights falls fast fjallar
Kay Redfield Jamison meðal annars um at-
burði sem geta hugsanlega haft þessi áhrif.
Segir hún að margt bendi til að atburðir sem
valdi streitu eins og sjúkdómar, skilnaður, ást-
vinamissir eða veikindi í fjölskyldu, fjárhags-
leg vandamál eða atvinnuleysi, geti leyst geð-
raskanir úr læðingi. Þessir atburðir geti líka
ýtt undir sjálfsvíg. Segir hún óvæntan harm
eða ófarir oft undanfara sjálfsvíga. Hve mikil
áhrif slíkir atburðir hafa telur hún óljóst. Jam-
ison telur þó að það gildi einu hve streitan,
áfallið, skömmin, vonbrigðin eða missirinn er
mikill, atburðirnir einir og sér séu ekki orsök
sjálfsvíga. Ákvörðunin sem liggi að baki sé háð
því í hvaða samhengi atburðirnir eru settir.
Þegar fólk er heilbrigt þá setji það atburðina
ekki í samhengi sem framkalli tortímandi
hugsanir sem leiði til sjálfsvígs en það geri aft-
ur á móti þeir sem þjást af geðröskunum.
„Þegar hugur mannsins er ekki fær um að að-
lagast erfiðum aðstæðum vegna geðrænna
sjúkdóma, áfengis- eða vímuefnaneyslu eða af
öðrum sálrænum truflunum þá eru varnirnar í
hættu. Að geta trúað og vonað að allt gangi vel
að lokum er hugsun sem fólk með geðræna
sjúkdóma er ófært um að tileinka sér,“ segir
Redfield.
Félagslegar aðstæður og þjóðfélagsbreyt-
ingar hafa áhrif á sjálfsvígsferli. Margar
félagslegar kenningar um sjálfsvíg gefa til
kynna að miklar breytingar í félagslegu um-
hverfi geti haft afgerandi áhrif á sjálfsvíg.
Kenningar franska félagsfræðingsins Emile
Durkheims hafa legið til grundvallar félagsvís-
indalegum rannsóknum á sjálfsvígum, en hug-
myndir sínar um sjálfsvíg setti hann fram í riti
sínu Le Suicide sem kom út árið 1897. Einn
mikilverðasti þátturinn í kenningum hans um
sjálfsvíg fjallar um sundrandi áhrif nútíma-
væðingar sem hefur áhrif á aukningu sjálfs-
víga. Í því samhengi talar hann um siðrofss-
jálfsvíg. Dæmi um aðstæður þar sem
siðrofssjálfsvíg geta komið til, samkvæmt
Durkheim, er þegar örar og miklar breytingar
verða í efnahags- og atvinnulífi með atvinnu-
leysi og breytingu á atvinnuþátttöku
kynjanna. Við slíkar aðstæður getur myndast
félagsleg upplausn þar sem siðir og venjur
samfélagsins ná ekki að vísa einstaklingnum á
merkingarbærar lausnir á þeim vanda sem
hann á við að etja. Stuðningur samfélagsins við
einstaklinginn sem byggist að dómi Durk-
heims á festu í samskiptum fólks og traustum
gildum, minnkar og meiri hætta er á félags-
legri einangrun. Andstætt þeim aðstæðum
sem leitt geta til siðrofssjálfsvíga geta mynd-
ast þær aðstæður að taumhald samfélagsins sé
það sterkt að einstaklingar líti á reglur sam-
félagsins sem óbreytanleg forlög. Þeir líta þá
svo á að reglur samfélagsins setji frelsi þeirra
sem einstaklinga óbærilegar skorður og sjálfs-
víg sé því eina færa leiðin til að leysa þá undan
þessu oki.
Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarna-
son rannsökuðu kenningar Durkheims með
sérstöku tilliti til Íslands. Niðurstaða þeirra
var að þær ættu í ríkum mæli við um íslenskt
samfélag.
Bandaríski sjálfsvígsfræðingurinn Edwin
Shneidman hefur greint sjálfsvíg í þrjá meg-
inflokka:
Hið eigingjarna sjálfsvíg, þar sem einstak-
lingurinn er mjög upptekinn af sjálfum sér.
Það sem gerist innra með honum fær allt of
mikið vægi. Önnur gerð af sjálfsvígi er þegar
aðrir eru dregnir inn í ferlið. Dauðinn tengist
þá djúpum óuppfylltum þörfum og óskum í
sambandi við eina eða fleiri lykilpersónur í lífi
viðkomandi. Að lokum talar Shneidmann um
sjálfsvíg sem tengist því að einstaklingurinn
glatar tilfinningunni fyrir því að tilheyra
stærri heild og við það missir hann tilgang með
lífinu. Shneidmann er þannig sammála Durk-
heim um að samfélagsþátturinn geti haft áhrif
á tilhneigingar til sjálfsvíga.
Félagslegar aðstæður hafa
meiri áhrif á karla en konur
Lítum á mikilvægi félagsnetsins fyrir ein-
staklinginn. Rannsóknir benda til að þau bönd
sem tengja hann við nánasta umhverfi hafi
mikið að segja um það hvort hann grípur til
þess ráðs að fyrirfara sér. Minni líkur eru til
dæmis á því að fólk í hjónabandi sem á fjöl-
skyldu, er í starfi, á vini, fremji sjálfsvíg en
þeir sem hafa ekki þessi félagslegu tengsl eða
hafa lítil samskipti við aðra. Það er þó ekki allt-
af ljóst hvað er orsök og afleiðing í þessum efn-
um. Einstaklingur getur fyrirfarið sér vegna
þess að hann er félagslega einangraður eða er
einmana, hugsanlega vegna þess að viðkom-
andi er haldinn einhverjum geðsjúkdómi, sem
er ástæða einangrunarinnar og hefur áhrif á
það að viðkomandi tekur eigið líf. Vísbend-
ingar eru þó um það að einangrun hafi áhrif,
óháð öðrum kringumstæðum.
Athuganir hafa gefið til kynna að félags-
legar kringumstæður hafa meiri áhrif á karla
en konur. Það megi merkja af því að þegar
verður skyndileg fjölgun sjálfsvíga, þá aukist
og dragi úr sjálfsvígstíðni karla mun hraðar en
kvenna sem bendir til þess að þeir séu háðari
utanaðkomandi aðstæðum. En ekki er talinn
vera mikill munur á kynjunum að þessu leyti
þegar verða áföll í einkalífinu.
Þrátt fyrir að áhrif kjarnafjölskyldunnar
hafi minnkað á undanförnum áratugum og sett
sé spurningamerki við hana í nútímaþjóðfélagi
þá er hún talin gegna mjög mikilvægu hlut-
verki hvað varðar tilfinningalegan og félags-
legan þroska fólks. Þórólfur Þórlindsson, pró-
fessor í félagsvísindum við Háskóla Íslands,
segir að veikari staða fjölskyldunnar í nútíma-
þjóðfélagi geti í mörgum tilvikum leitt til þess
að stuðningur foreldra við börnin minnkar og
festa og agi í uppeldi verði minni og tengsl for-
eldra við börnin verði minni en áður var. „Við
þetta bætist að sú aþjóðlega afþreyingarmenn-
ing sem í ríkum mæli er beint að börnum og
unglingum eykur enn skilin milli kynslóð-
anna.“
Fólk í hjónabandi með lægstu
sjálfsvígstíðnina
Alþjóðlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að
tengsl eru á milli hjúskaparstöðu og sjálfsvíga.
Fólk í hjónabandi er venjulega með lægstu
sjálfsvígstíðnina meðan fráskildir og þeir sem
hafa misst makann hafa tvisvar til þrisvar
sinnum hærri sjálfsvígstíðni. Hvernig hjú-
skapur tengist sjálfsvígum er mismunandi eft-
ir menningarsamfélögum. Í vestrænum þjóð-
félögum gengur fólk venjulega í hjónaband
vegna rómantískrar ástar hvort á öðru. Sama
er ekki uppi á teningnum til dæmis í Kína. Þar
er giftingin ákveðin af foreldrunum og er það
ásamt því hve lágt konur eru settar innan fjöl-
skyldunnar talið skýra háa sjálfsvígstíðni hjá
ungum konum í sveitahéruðum Kína.
Fjöldi kannana bendir til þess að þeir sem
eru atvinnulausir, þeir sem ekki eru í fullu
starfi og þeir sem hafa skipt oft um vinnu síð-
ustu þrjú árin séu líklegri til að fremja sjálfs-
víg. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram
varðandi tengsl atvinnuleysis og sjálfsvígstil-
rauna. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt
að því lengur sem einstaklingurinn er atvinnu-
laus þeim mun meiri líkur eru á því að hann
geri tilraun til sjálfsvígs.
Sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga meðal at-
vinnulausra tengjast þunglyndi viðkomandi
einstaklinga. En kannanir sýna að atvinnu-
lausir karlmenn eru þunglyndari en aðrir hóp-
ar karlmanna og eiga við meira vonleysi að
stríða.
Trúin hefur mikil áhrif
á afstöðu manna
Trúin hefur lengi vel verið talin ein af
grunneiningum hverrar þjóðar. Durkheim
benti á tengsl trúar við sjálfsvíg í sínum skrif-
um, þegar hann hélt því fram að í röðum kaþ-
ólikka væri minna um sjálfsvíg en hjá mótmæl-
endum. Þrátt fyrir breyttar trúarvenjur hefur
trúin mikil áhrif á afstöðu manna til sjálfsvíga í
Vestur-Evrópu í þá veru að mæla gegn þeim.
Tengsl trúar og sjálfsvíga sýnir sig meðal ann-
ars í því að þrátt fyrir aukningu á sjálfsvíg-
stíðni í heiminum þá verður ekki vart slíkrar
fjölgunar í vissum löndum og talið er að ástæð-
urnar megi rekja til mismunandi trúar og
menningar landanna.
Mismunandi sjálfsvígstíðni er að finna hjá
einstökum kynþáttum. Í Bandaríkjunum er
sjálfsvígstíðni helmingi hærri hjá hvítum karl-
mönnum en þeldökkum og sama á við um
hvítar konur og þeldökkar kynsystur þeirra. Í
engilsaxneskum löndum er sjálfsvígstíðni tölu-
vert hærri en hjá þjóðum sem búa við Miðjarð-
arhafið.
Sjálfsvígstíðni er mismunandi eftir starfs-
stéttum. Helmingi meiri líkur eru til dæmis á
því að læknar fyrirfari sér en aðrar stéttir, þá
sérstaklega konur í læknastétt.
Efnahagsleg staða virðist líka hafa áhrif á
sjálfsvígstíðni. Þeir sem hafa mjög háar tekjur
og þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru ólík-
legri en hinir til að fyrirfara sér.
Fleiri þætti má eflaust nefna þegar áhættu-
þættir sjálfsvíga eru skoðaðir en hér verður
staðar numið í þeim efnum. Í næstu grein
verður fjallað um sjálfsvíg ungs fólks en nokk-
ur fjölgun hefur orðið á sjálfsvígum þessa hóps
á undanförnum áratugum.
he@mbl.is
„Minni líkur eru á því að fólk í hjónabandi, sem á fjölskyldu,
er í starfi, á vini, fremji sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki þessi
félagslegu tengsl eða hafa lítil samskipti við aðra. “