Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 19
Acidophilus
FRÁ
Apótekin
Fyrir meltinguna og maga
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Fríhöfnin
Mörgum sinnum sterkara
Styrkir til hljóðeinangrunar
íbúðarhúsa við umferðargötur
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úrbóta á hljóðeinangrun íbúðarhúsa við umferðargötur í
Reykjavík. Úrbætur miðast fyrst og fremst við endurbætur á gluggum húshliða sem snúa að götu.
Íbúðir, þar sem umferðarhávaði er mestur, hafa forgang.
Umsóknum um styrki til framkvæmda skal skilað til skrifstofu borgarverkfræðingsins í Reykjavík,
Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir 27. júlí nk. Þar liggja frammi umsóknareyðublöð og reglur um styrkveitingar.
Þeim, sem koma til álita við styrkveitingu, verður veitt ráðgjöf um framkvæmdir.
Þeir sem áður hafa lagt inn umsókn þurfa ekki að sækja um aftur.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Borgarverkfræðingur
MARIUS Brenciu kom, sá og sigr-
aði – tvisvar sinnum. Þessi geðþekki,
rúmenski tenór fékk hvor tveggju
aðalverðlaunin í Cardiff Singer of
the World-söngkeppninni, sem BBC
heldur í höfuðborg Wales og líka
ljóðaverðlaunin.
Það er í fyrsta skipti sem sami
söngvarinn hlýtur hvor tveggju
verðlaunin og verður vísast ekki
leikið eftir í bráð. Það var vísast
flutningur hans á aríu Lenskys úr
óperu Tjækovskís, Eugen Onegin,
sem tryggði honum aðalverðlaunin
og svo ljóðaverðlaunin er hann söng
meðal annars Die Nacht eftir
Strauss.
En eins og alltaf sýndist sitt
hverjum og sumum fannst hann
bara vera enn einn bel canto ten-
órinn, sem pressaði röddina um of.
En bandarísku söngkonunni Barb-
öru Bonney, sem ræddi frammistöðu
keppenda í beinni útsendingu frá
keppninni, fannst Lensky hans hríf-
andi og Strauss-inn hans einstakur.
Elina Garanca frá Lettlandi,
fyrsti lettneski keppandinn til að
komast áfram í undanúrslit, var ann-
ars talin líklegur sigurvegari og það
mátti heyra á Bonney að hún hafði
búist við sigri Garanca. En dóm-
nefndin þar sem söngvarar eins og
Peter Kraus, Gundula Janowitz,
Joanne Sutherland og Marilyne
Horne sátu, féll greinilega kylliflöt
fyrir Brenciu.
Strembin keppnisvika
Fyrsti sigurvegarinn í keppninni,
sem var haldin í fyrsta skipti fyrir
átján árum, lofaði strax góðu um að í
keppninni yrði ungt hæfileikafólk
uppgötvað. Hin finnska Karita Matt-
ila sigraði þá á sannfærandi hátt og
hefur síðan átt glæsilegan feril. Hún
er nýbúin að syngja í London, bæði á
tónleikum og í Spaðadrottningunni á
Covent Garden og gagnrýnendur
máttu vart vatni halda af hrifningu.
Keppnin stendur í viku, þar sem
25 söngvarar, valdir úr hópi mörg
hundruð vongóðra ungra söngvara
eru valdir til að flytja tvær aríur og
þrjú ljóð á fimm tónleikum. Úr þess-
um hópi eru valdir fimm söngvarar í
úrslitakeppnina. Þarna koma fjöl-
margir umboðsmenn og óperustjór-
ar til að hlusta eftir réttu fólki svo
keppnin er fjarska mikilvægur pall-
ur fyrir unga söngvara. Tónleikarnir
eru vel sóttir og veita góða vísbend-
ingu um hversu góðir söngvararnir
eru í að ná til áheyrenda sem er mik-
ilvæg vísbending um hæfileika
þeirra. Það dugir ekki bara að hafa
lagleg hljóð, heldur verður söngvari
að hafa hæfileikann til að miðla efn-
inu og snerta áheyrendur með söng
sínum.
Þeir fimm sem komust í úrslit í
þetta skiptið voru auk þeirra Bren-
ciu og Garanca þau Ekaterina
Semenchuk frá Rúss-
landi, Markus Brück
frá Þýskalandi og Nat-
alie Christie frá Ástr-
alíu, en hún er fyrsti
keppandinn þaðan.
Christie fékk það van-
þakkláta hlutverk að
syngja fyrst á keppnis-
kvöldinu og tókst ekki
sérlega vel upp.
Hún hafði náð mikl-
um vinsældum meðal
áhorfenda þegar hún
kom fram í vikunni, en
taugaóstyrkur virtist
há henni keppniskvöld-
ið. Bonney þótti ekki
mikið til um frammistöðu hennar því
hún ætti enn mikið ólært og það
hefði kannski fremur verið óvitur-
legt en bíræfið af henni að taka þátt.
Og hún virtist heldur ekki skilja að
Christie komst í úrslit.
Hin rússneska Semenchuk er þeg-
ar orðin þroskuð söngkona og Bonn-
ey fannst hún geta allt. Tækni henn-
ar væri óaðfinnanleg og hún næði
bæði fram dökkum og ljósum hlið-
um. Hún söng þrjú rússnesk ljóð af
mikilli tilfinningu og virtist geta
komið til greina við að fá ljóðaverð-
launin.
Brück byrjaði á þýskum arfi,
Wolfram úr Tann-
häuser og náði honum
meistaralega. Þýskum
ljóðum skilaði hann
sömuleiðis á hrífandi
hátt og sýndi í lokin að
hann kann fleira en
þýska fagið með aríu
úr Grímudansleik Ver-
dis. Eftir þetta héldu
margir að maðurinn
með hárið hlyti að fá
önnur hvor verðlaunin,
en viðurnefnið kemur
af miklum riddara-
makka, sem hann hef-
ur ekki viljað klippa
eftir að hann safnaði
hári fyrir Wagner-hlutverk fyrir
nokkrum árum.
Lærdómsríkt fyrir
unga söngvara
„Ég vildi vera fluga á veggnum til
að sjá hvernig þessi stelpa æfir sig,“
sagði Bonney full aðdáunar yfir
frammistöðu Garanca. Bonney átti
ekki orð yfir hvað hún syngi fyr-
irhafnarlaust, bara eins og hún gæti
ekki annað. En það dugði ekki til
þótt það sé enginn vafi á að einhverj-
ir umboðsmenn og óperustjórar
muni hafa samband við Garanca.
En þótt það komist ekki allir þátt-
takendur í úrslit, hvað þá að þeir
sigri, er þátttakan dýrmæt reynsla
því þarna eru svo margir reyndir úr
tónlistarheiminum sem eru ósparir á
góð ráð. Og auga er haft á öllu. Dóm-
ararnir meta hvernig efnisskráin sé
valin, hvort hún falli að söngvaran-
um, reynslu hans og karakter. Og
kvenfólkið má þola að kjólar þess
séu metnir með sömu atvinnu-
mannsaugunum.
En hvernig hefur svo fyrri sig-
urvegurum vegnað? Ferill Mattilu
er áður nefndur en þýska sópran-
söngkonan Anja Harteros sigraði
1999. Búið var að ráða hana áður en
að keppninni kom, en núna syngur
hún á Salzborgarhátíðinni, við óp-
eruna í München undir stjórn Zubin
Mehta og fer á fjalir Metropolitan-
óperunnar undir stjórn James Levi-
nes á næstu árum. En það eru
reyndar ekki aðeins sigurvegararn-
ir, sem keppnin hefur komið áfram,
því mörgum af þeim sem hafa kom-
ist í úrslit hefur gengið vel síðan.
En þeir sem ekki komast til Card-
iff geta líka fræðst um eitt og annað í
þessum harða en heillandi heimi
með því að kíkja á slóð keppninnar:
www.bbc.co.uk/wales/cardiffsinger-
01/ og heyra brot úr keppninni.
Sami tenórinn fékk
aðalverðlaunin og
ljóðaverðlaunin
Söngvakeppni óperusöngvara í Cardiff er
mikilvægur pallur fyrir söngvara, segir
Sigrún Davíðsdóttir, en þótt aðeins söngv-
arar með einhverja reynslu komist yfirleitt
áfram þar eru þó undantekningar.
Marius Brenciu
sd@uti.is