Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR stigið er inn íLaugarnesskóla blasirvið bráðfallegur arki-tektúr Einars Sveinsson-ar frá fjórða áratugnum.
Sá stíll felst mjög í fortíðarskoðun
og sterkum og nýtanlegum form-
um. Endurreisnarhugsunin endur-
fæðist þar í leit húsameistarans að
hinni grísku fullkomnun og sam-
hljóminum í forminu. Nytsemi og
einfaldleiki haldast í hendur og
skapa látlausa fegurð hússins, ein-
falda en skýra, bjarta og lifandi. Í
sumar kveður Jón Freyr Þórarins-
son þessa fallegu byggingu. Hann
hefur verið skólastjóri Laugarnes-
skóla síðustu 28 ár, yfirkennari í 8
ár og kennari við skólann í 9 ár
þar á undan. Áður en Jón Freyr
hóf kennslu við Laugarnesskóla
hafði hann setið þar á skólabekk í
sex ár. Líf hans hefur þannig verið
samtvinnað lífi skólans.
Frá nemanda
til kennara
Jón Freyr heilsar mér glaðlega
með þéttu handabandi og mér
verður strax ljóst að hann og skól-
inn tengjast sterkum böndum.
Þarna fer bjartur og lifandi maður,
endurreisnarmaður af gamla skól-
anum. Jón fylgir mér gegnum sögu
skólans og segir mér frá upphafi
ferils síns.
„Ég kem í skólann þegar ég er 8
ára, flyt hingað í Langholtshverfið
sem var kallað Kleppsholt á þeim
tíma og er hér til 14 ára aldurs í
sex ár í skólanum. Ég á mjög góð-
ar minningar héðan úr skólanum.
Eitt skiptið, fyrsta árið mitt, átti
ég að læra kvæði hjá góðum kenn-
ara, og ég var latur við það, svo ég
var látinn sitja eftir af því að ég
hafði ekki lært kvæðið nógu vel.
Árið eftir var ég mjög duglegur að
læra kvæði og stóð ekkert fyrir
því.“
Þessi kennari var ennþá kennari
við skólann þegar Jón var orðinn
yfirkennari og þótti Jóni það
stundum dálítið neyðarleg staða.
„Ég skammaðist mín stundum
en um leið var það alltaf svolítið
spaugileg staða, að vinna með
kennaranum sem ég hafði slugsað
hjá forðum. En ég á fjölda góðra
minninga héðan úr skólanum, sér-
staklega síðustu árin þegar ég var
unglingur, það var mjög gaman.
Krakkarnir léku sér meira úti en
þau gera núna. Það var miklu
meiri leikur, við vorum alltaf eitt-
hvað að gera, hópurinn saman. Það
var náttúrulega heilmikið félagslíf
í því. Núna eru tólf ára krakkar
hættir að leika sér úti. Stelpurnar
hanga bara inni. Það virðist miklu
minni leikur í krökkum núna.
Þarna vorum við frjálsari. Það var
heldur ekki eins mikið af skipu-
lögðum íþróttum þá.“
Margir mætir menn hafa lært
við Laugarnesskóla. Þar má meðal
annarra telja Markús Örn Antons-
son útvarpsstjóra, Garðar Cortes
söngvara, Brynju Benediktsdóttur
leikkonu, Ragnar Arnalds alþing-
ismann og Styrmi Gunnarsson rit-
stjóra Morgunblaðsins. Þeir tveir
síðastnefndu gengu í skólann sam-
tíða Jóni Frey.
Þrísetinn skóli
Jón Freyr tók landspróf frá
Gaggó Aust og lagði síðan leið sína
í kennaraskólann.
„Ég var ekkert sérstaklega með
það í huga að fara í Kennaraskól-
ann. Ég var óákveðinn með fram-
tíðina. Á sumrin var ég í bygginga-
vinnu hjá frænda mínum sem var
trésmíðameistari. Mér datt í hug
að fara bara þá leið því faðir minn
var smiður líka. En einhvern veg-
inn varð það úr að Gunnar Guð-
mundsson yfirkennari, fyrrverandi
kennari minn, hvatti mig til þess
að fara í Kennaraskólann því að ég
var ekki til í að fara í menntaskól-
ann. Ég var frekar tilbúinn að fara
í Kennaraskólann.“
Þegar Jón Freyr lauk námi við
Kennaraskólann hafði hann sam-
band við Gunnar Guðmundsson,
yfirkennara Laugarnesskóla, sem
bauð honum að taka að sér
kennslu við skólann. „Gunnar var
geysilega sterkur persónuleiki og
virtur maður. Hann hefur á marg-
an hátt verið minn örlagavaldur.“
Oft er rætt um það álag sem
kennarar sæta í dag, en Jón var
ekki öfundsverður af sínu fyrsta
ári í kennslu í þrísetnum skóla
með 1500 nemendum.
„Ég hef stundum sagt söguna af
því þegar ég kom hérna fyrsta
daginn og Gunnar yfirkennari seg-
ir við mig að nú skuli ég koma og
taka bekk. Ég vissi svo sem ekkert
hvað ég átti að gera. Ég á að taka
bekk klukkan níu og það er átta
ára bekkur sem ég á að byrja á.
Síðan held ég nú að það sé ekkert
meira, því það var óákveðið hvað
ég átti að kenna mikið, því að ég
var stundakennari. En nei, ég á að
taka annan bekk og það var níu
ára bekkur og ég tek hann og þeg-
ar ég skila honum er mér afhentur
þriðji bekkurinn og ég byrja sem
sagt á því að kenna þremur bekkj-
um í skólanum fyrstu mánuðina
hér í skólanum. Ég var umsjón-
arkennari þriggja bekkja og nú
kvarta menn yfir einum bekk og
vilja helst ekki gera neitt annað.
Almennt var reglan þá að kenna
tveimur bekkjum, en að kenna
þremur var náttúrulega heilmikil
yfirvinna.“
Auðvitað gerir Jón sér grein fyr-
ir því að álagið á kennara nú á
dögum er síst minna en það var
áður. Bæði hefur eðli kennara-
starfsins breyst og kennslan öll.
Einnig hefur skólastjórastarfið
tekið mjög miklum breytingum frá
því Jón Freyr tók við störfum sem
skólastjóri fyrir 28 árum. Stjórn-
unar- og skrifstofuvinna tengd
skólastjórastarfinu hefur aukist til
muna, auk þess sem fjárhags-
ábyrgð og kröfur um meiri sam-
skipti hafa aukist. Þessar breyt-
ingar valda því, að skólastjórinn
hefur mun minni tíma til að kynn-
ast og vera með sjálfum nemend-
um skólans. Því þykir Jóni mikill
missir að.
„Já, ég sé eftir þeim tíma. Ég sé
eftir því að hafa ekki þann tíma
sem ég hafði áður til að fara inn í
bekkina og hitta krakkana svolítið.
Til dæmis fór ég alltaf tvisvar á ári
inn í bekkina og las upp öll nöfnin
og lét þau segja mér símanúmer
og heimilisföng til að sjá hvort þau
væru rétt. Nú er enginn tími til að
gera slíkt. Það gerir skrifstofu-
stjórinn eða ritarinn núna.
Það sem hjálpar mér er það að
ég hef sjálfur stjórnað morgun-
söngnum. Ég hef gert það í all-
mörg ár. Þá er ég sýnilegur alla
daga. Ég hef heyrt kennara tala
um þegar nemendur koma úr öðr-
um skólum og þeir verða alveg
hissa og spyrja „Skólastjórinn? Er
hann í þessu? Er hann að syngja?“
Það er eitthvað sem þau hafa ekki
vanist. Skólar hafa almennt ekki
þá aðstöðu að geta haft morgun-
sönginn á hverjum degi eins og
við. Ég veit um skóla sem eru með
morgunsöng, en hafa hann ekki
svona reglulega eins og hjá okkur.
Mér finnst það óskaplega mikils
virði fyrir mig, en hvort ég ráðlegg
nýjum manni að fara þá leið, það
er önnur saga.“ Jón Freyr hlær
dátt að hugmyndinni og augljóst
er að hann tekur lífinu ekki of há-
tíðlega.
Söngur fyrir lífið
Söngstundirnar í Laugarnes-
skóla eru einstakt fyrirbæri. Þá
koma allir nemendur og kennarar
skólans saman að morgni og hefja
daginn á algerri þögn, sem er síð-
an fylgt eftir með kraftmiklum
söng áður en haldið er til skóla-
stofa. Það var Ingólfur Guðbrands-
son sem átti veg og vanda að því
að söngstundirnar voru teknar upp
og hafa margir landsþekktir tón-
listarmenn stýrt þeim í gegnum
tíðina, til dæmis Guðfinna Dóra
Ólafsdóttir og Stefán Edelstein.
Mörg landskunn lög hafa einnig
verið ort fyrir söngstundirnar og
frumfluttar þar. Til dæmis má
nefna hinn sígilda jólasálm Bjart
er yfir Betlehem. Þessar söng-
stundir eru Jóni mjög mikilvægar
og telur hann að þær byggi upp
aga og virðingu nemenda fyrir
hver öðrum og hæfileikann til að
standa og vera hljóð, því að nú á
dögum sé sá hæfileiki næstum út-
dauður. Annar kostur söngstund-
anna er sá, að börnin útskrifast úr
skólanum með heila söngbók í
höfðinu. Einn blaðamanna Morg-
unblaðsins sem gekk í Laugarnes-
skóla segist enn kunna lög eins og
„Land míns föður“ og „Hver á sér
fegra föðurland“ utanbókar og
þakkar það söngstundunum í
Laugarnesskóla. Gildi slíkrar
þekkingar er ómetanlegt fyrir lífið
og segir Jón Freyr afar mikilvægt,
að fólk búi að ríkri sönghefð þegar
það fer út í lífið. Einnig er það
hefð að einn dag í viku er brugðið
út frá venjunni og hver bekkur fær
einn slíkan dag til að flytja leikþátt
eða skemmtiatriði fyrir skólann.
Þetta segir Jón einnig mjög hollt
fyrir börnin. Í upphafi voru söng-
stundirnar mjög stífar og kom það
fyrir tvisvar á fyrsta ári Jóns, að
hann þurfti að grípa stúlkur sem
féllu í yfirlið vegna þess hversu
stíft þær stóðu. Eftir að Jón tók
við fóru söngstundirnar þó að ein-
kennast af meiri léttleika og gleði.
Söngstundirnar eiga sér einnig
sínar spaugilegu hliðar og Jón
Freyr hefur ekki farið varhluta af
þeim. „Ég hef nú varla þorað að
segja kennurunum frá því þegar
það hefur komið fyrir mig að ég
kann kannski nokkurn veginn text-
ann, en lít svo í söngbókina og fer
allt í einu að lesa vitlausa línu, af
því að ég hef ekki fylgst með í bók-
inni. Svo syng ég hástöfum ein-
hverja vitleysu, en það heyrir það
náttúrulega enginn því allir eru að
syngja. Svo hlæ ég náttúrulega
inni í mér, reyni að láta lítið á
bera.“ Hann hlær glaðlega og horf-
ir út í blíðviðrið fyrir utan
gluggann. „Annað skemmtilegt at-
vik átti sér stað á 65 ára afmælinu
mínu. Þá höfðu kennarar og nem-
endur undirbúið söngstundina
öðruvísi en söngskráin átti að vera.
Þetta vissi ég ekki og gerði mig
kláran fyrir Eldgömlu Ísafold. Síð-
an gef ég merki um að við skulum
Morgunblaðið/Billi
Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri Laugarnesskóla, kveður í sumar skólann sem hann hefur numið og starfað við næstum alla ævi.
Dansað gegnum lífið
Jón Freyr Þórarinsson lætur í sumar af störfum
sem skólastjóri Laugarnesskóla eftir 45 ára feril
við skólann. Svavar Knútur Kristinsson ræddi
við hann um líf hans og starf í skólanum, sam-
kennara, nemendur og dansinn.
Jón Freyr Þórarinsson
fæddist 5. apríl 1936 í
Reykjavík. Foreldrar hans
voru Þórarinn Wíum tré-
smiður og Vilborg Þórólfs-
dóttir húsmóðir.
Jón Freyr kvæntist árið
1957 Matthildi Guðnýju Guð-
mundsdóttur kennara og
eiga þau tvö uppkomin
börn.
Jón Freyr tók landspróf
frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar árið 1952 og lauk
kennaraprófi árið 1956 frá
Kennaraskóla Íslands. Hann
var kennari við Laugarnes-
skóla árin 1956–65, yf-
irkennari við Laugarnes-
skóla 1965–73 og skólastjóri
Laugarnesskóla árin 1973–
2001.
Jón Freyr hefur verið
virkur í félagsstarfi alla ævi
og meðal annars setið í
stjórn Þjóðdansafélags
Reykjavíkur, Barnavina-
félagsins Sumargjafar og
Lúðrasveitarinnar Svans.
Hann hefur einnig unnið
margþætt störf í þágu kenn-
arasamtakanna.
Jón Freyr
Þórarinsson