Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 49 UMSÝNINGARHELGI LÆKNIRINN ER MÆTTUR AFTUR! TVÖFALT BETRI OG TVÖFALT FYNDNARI. *Gegn framvísun Dr. Dolittle 2 bíómiða úr Regnboganum eða Laugarásbíói færð þú 50% afslátt af pizzum hjá Domino’s Pizza. *Gildir til 1. ágúst á öllum Domino’s stöðum á landinu. Gildir ekki á tilboð. Gildir aðeins fyrir sóttar pantanir. 300 heppnir EUROCARD korthafar vinna miða fyrir 2 á www.atlaskort.is oft eins og þeir hafi lent í bílslysi, dasaðir en sælir yfir að hafa slopp- ið lífs. Á Thomsen kvað við nýjan tón í mörgum laganna; Saktmóðigur er orðinn hörku rokksveit og á milli þess sem þeir félagar voru ómstríðir og meiðandi keyrðu þeir af krafti og fimi. Sérstaklega var gaman að heyra Trúboðaslagarann S/H Draums og einnig fengu blöðr- urnar hennar Nenu rétta með- höndlun. Klink var aðalnúmer kvöldsins eins og getið er og mikil eftirvænt- ing eftir því að sveitin hæfi leik sinn. Sveitin sú hefur verið lítt sýnileg, en þeim mun meira mærð af þeim sem til þekkja. Nokkuð er um liðið síðan sá sem þetta skrifar sá Klink spila og fátt hefur komið eins þægilega á óvart og að sjá sveitina á Thomsen á fimmtudags- kvöld þar sem Klinkliðar átu alla rokkfrasa með húð og hári og spýttu út af fimi og íþrótt. Tónlistin sem sveitin spilar er vel meltur og mergjaður harðkjarni og miklar pælingar í gangi. Keyrslan er tryllingsleg en þó skýrt mörkuð, ekkert fum þrátt fyrir hamsleysið. Stef í fyrsta lagi minnti á The Fall, en líkastil bara í huga þess sem hér skrifar. Snerillinn gaf sig reyndar í hálfu því lagi og þó ekki hafi annan sneril verið að finna nema FÍH- sneril, virtist það ekki setja trymbil sveitarinnar út af laginu sem nokkru nam. Þriðja lag Klinks var einna skemmtilegast, ekki síst fyrir breiða gítarhljóma og margslungna stemmningu, en kántrýáhrifin í fimmta laginu voru líka skemmtileg og ekki síst magnaður lokakaflinn í því lagi með þungri klifun. Klink er víst að taka upp plötu, og fagnaðarefni, því ef þeim tekst að fanga frumkraftinn sem þeir beisluðu í Thomsen og binda í plast, verður það með helstu út- gáfum ársins. Árni Matthíasson mojo/monroe Daði Hendricusson, monroe, sími 552 6161. mojo/monroe býður Daða, sem er nýkominn frá Amsterdam, velkominn til starfa. SÖNGVARINN, sem ætíð lofar stemmningu sem er engu lík og stendur við það, er auðvitað Geir Ólafsson. Hingað til hafa flestir séð hann í sjónvarpinu eða leika listir sínar og syngja á sviði. Nú ætlar hann að bæta um betur og gefa út plötu í október og með honum verða auðvitað félagar hans til fimm ára, Furstarnir. En þá gæðasveit skipa Árni Scheving, Guðmundur Stein- grímsson, Carl Möller, Jón Páll Bjarnason og Þorleifur Gíslason. Plötunni verður síðan fylgt eftir auk þess sem áætlað er að taka upp að nýju sýninguna „Nigts on Broadway“. En til að byrja með halda þeir tónleika á Gauknum í kvöld og ann- að kvöld. Djass fyrir öll tækifæri „Ég lifi fyrir sönginn og syng til að lifa, mér finnst þetta svo gaman að ég er búinn að finna það sem ég á að gera í framtíðinni og reyni á hverjum degi að bæta mig sem tón- listarmaður,“ segir Geir sem bæði er að læra söng og að leika á víbra- fón. En hann hefur einmitt hugsað plötuna sem veganesti fyrir ut- anreisu þar sem hann ætlar að freista gæfunnar í náinni framtíð. „Platan á hug minn allan og ég ætla að gefa mig allan í hana fyrir hlustendur. Á henni verða stand- ardar, bæði þekkt lög og óþekkt, mörg sérstaklega útsett af Þóri Baldurssyni. Kannski nær eitthvert þeirra vinsældum og verður þá í framtíðinni kennt við mig.“ Geir segir stemmninguna á plöt- unni auðvitað eiga að vera góða – engri líka – í anda Franks Sinatra, Tonys Bennetts og Cole-feðginanna. „Þetta er svona djass sem nýtist hvar sem er, heima, í partíunum og tölum ekki um rómantísku stund- irnar,“ segir Geir brosandi. Lögin eru öll í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum sem segist þó velja lögin af handahófi. „Ég á helling af nótnabókum sem hafa að geyma þvílíkar gullperlur sem aldrei hafa heyrst en verð að passa að velja lög sem henta minni háu rödd, ég er eiginlega með alt- rödd. Ég get sungið hvaða tónlist- artegund sem er en það eru ekki öll lög sem henta mér. Ég er búinn að læra á sjálfan mig og það skiptir miklu máli. Ég er t.d með lag á plöt- unni sem Michael Jackson hefur sungið, og þá þarf ég ekki að breyta tóntegundinni sem er mjög þægi- legt. Ég veit t.d. að ég er ferund hærra en Frank Sinatra.“ Geir segir það stórkostlegt að vinna með Furstunum, að þeir séu miklir vinir og standi vel saman. „Það er gefandi og lærdómsríkt og að mínu mati gerir það bandið sérstakt. Það er alltaf gaman hjá okkur. Það er alveg saman hvort sem við erum að spila fyrir einn eða hundrað manns, við gefum okkur alltaf jafnmikið,“ segir Geir og bæt- ir við að þess vegna verði hann ekki í vanda með að ná upp stemmningu sem er engri lík í hljóðverinu á næstu dögum. Geir Ólafsson er með plötu í maganum Ég syng til að lifa Morgunblaðið/Golli Jón Páll Bjarnason gítarleikari og Geir Ólafs skemmta á Gaukn- um í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.