Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/6–23/6  ORKUVEITA Reykja- víkur ákvað í vikunni að hækka gjaldskrár raf- magns og hita um 4,9% frá og með næstu mán- aðamótum. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Orkuveitunnar á þriðju- dag og síðan rætt á fundi borgarráðs samdægurs.  LÖGREGLAN í Reykja- vík og miðborgarstjórn lögðu í vikunni til við borgarráð að af- greiðslutími skemmti- staða í miðborginni yrði styttur. Afgreiðslutíminn hefur verið frjáls á af- mörkuðu svæði í mið- borginni en ákvæði um það var sett í tilrauna- skyni. Tilraunatímabilið rennur út 1. júlí nk.  HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudaginn Ásgeir Inga Ásgeirsson í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur við Engi- hjalla í Kópavogi hinn 27. maí 2000. Með dómi Hæstaréttar var refsing ákærða þyngd um 2 ár en fyrir héraðsdómi hlaut ákærði 14 ára fangelsi.  VINNA við undirbún- ing að umsókn um skrán- ingu Þingvalla og Skafta- fells á heimsminjalista UNESCO er hafin, sam- kvæmt upplýsingum Margrétar Hallgríms- dóttur þjóðminjavarðar. Heimsminjalistinn er skrá yfir staði sem eru að ein- hverju leyti einstakir í heiminum vegna nátt- úrufegurðar eða menn- ingarminja. Gert ráð fyrir 9,1% verðbólgu á þessu ári ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerði ráð fyrir því að hagvöxtur yrði 1,5% á þessu ári en ekki 2% eins og áður var talið. Stofnunin telur horfur á að við- skiptahalli verði 73 milljarðar, svipað og var gert ráð fyrir. Hins vegar telur hún að verðbólga gæti orðið 9,1% frá upphafi til loka þessa árs og 6,5% milli áranna 2000 og 2001 en minnki svo að nýju og verði 3,5% á árinu 2002. Greinargerð Seðlabankans til rík- isstjórnarinnar vegna þessa birtist síðan á föstudaginn og þar segir m.a. að hækkun launa, ofþensla, óhóflegur viðskiptahalli og ytri áföll séu helstu skýringar á gengislækkun krónunnar á undanförnu ári. Breytingin á um- gjörð peningastefnunnar skýri ekki gengislækkun og vaxandi verðbólgu. Gjöld 4,5 milljarða umfram áætlun GJÖLD ríkissjóðs fyrstu fimm mán- uði ársins eru 4,5 milljörðum króna meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kemur í yfirliti fjármála- ráðuneytisins um greiðsluafkomu rík- issjóðs fyrstu fimm mánuði ársins. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneyt- issins, segir að í ljósi útgjalda- ákvarðana sem teknar hafi verið sé útkoman ekki óeðlileg. Norðlingaöldulón fer í umhverfismat LANDSVIRKJUN ákvað í vikunni að setja fyrirhugað uppistöðulón í Norð- lingaöldu í mat á umhverfisáhrifum. Eftir fund Þjórsársveranefndar á miðvikudag, þar sem Páll Hreinsson lagaprófessor skýrði álit sitt á fyrir- mælum laga um náttúruvernd, var ákveðið að nefndin aðhefðist ekkert fyrr en formlegt erindi bærist. INNLENT Reynt að afstýra borgarastyrjöld ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ bauðst á miðvikudag til að senda allt að 3.000 hermenn til að aðstoða við að af- vopna albanska uppreisnarmenn í Makedóníu að því tilskildu að samning- ar tækjust um frið. Borís Trajkovskí, forseti Makedóníu, skýrði hins vegar frá því að viðræður leiðtoga slavneskra og albanskra Makedóníumanna hefðu farið út um þúfur. Embættismenn NATO og Evrópusambandsins lögðu kapp á að bjarga friðarviðræðunum og koma í veg fyrir að uppreisnin í Make- dóníu leiddi til borgarastyrjaldar. Ancram í leiðtogaslag íhaldsmanna MICHAEL Ancram sagði af sér sem formaður breska Íhaldsflokksins á fimmtudag til að geta gefið kost á sér í leiðtogakjöri flokksins. Ancram er 54 ára skoskur aðalsmaður og vinsæll miðjumaður. Margir telja hann best til þess fallinn að sameina fylkingarnar sem hafa tekist á innan flokksins. Michael Portillo, talsmaður flokks- ins í ríkisfjármálum, er enn talinn sig- urstranglegasti frambjóðandinn í leið- togakjörinu. Tveir þingmenn úr hægri armi flokksins, Iain Duncan Smith og David Davis, hafa einnig gefið kost á sér. Sharon hafnar stríði ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir á mánudag að hann myndi ekki leiða landið út í alls- herjarstyrjöld við Palestínumenn þrátt fyrir mikinn þrýsting frá öfgamönnum og byltingarsinnuðum landnemum. „Ég hef alls ekki í hyggju að hlýða stríðsöskrunum í sumum,“ sagði hann. „Stríð getur aldrei verið annað en neyðarúrræði og það er ekkert sem réttlætir slíkt nú.“  BANDARÍKJAMENN og Bretar sögðu á mið- vikudag að ekkert væri hæft í ásökunum Íraka um að bandarískar og breskar herþotur hefðu gert árás á knattspyrnuvöll í þorpinu Tel Afr í norðurhluta Íraks, með þeim afleið- ingum að 23 menn hefðu beðið bana og ellefu særst. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði íraska loftvarnaf- laug hafa lent á knatt- spyrnuvellinum.  NORSKIR, færeyskir og skoskir vísindamenn hafa komist að því að tals- vert hefur dregið úr flæði djúpsjávarvatns frá Norð- ur-Íshafi í Atlantshafið og þeir segja það óhjákvæmi- lega hafa í för með sér að streymi heitara vatns, golfstraumsins, minnki. Þeir áætla að streymi golf- straumsins hafi minnkað um 6% sl. hálfa öld. Birtu þeir niðurstöður sínar í vísindatímarinu Nature.  JOHN Ashcroft, dóms- málaráðherra Bandaríkj- anna, skýrði frá því á fimmtudag að þrettán Sádi-Arabar og Líbani hefðu verið ákærðir fyrir sprengjuárás á Khobar Tower-herbúðirnar í Sádi- Arabíu árið 1996. Hann sagði að í ákæruskjalinu væru embættismenn í Íran sakaðir um að hafa staðið á bak við tilræðið, sem varð nítján bandarískum hermönnum að bana, auk þess sem 372 hermenn særðust. ERLENT LÖGREGLAN í indverska ríkinu Manipur handtók í gær tólf leiðtoga námsmannahreyfingar vegna meintrar aðildar þeirra að óeirðum sem kostuðu fjórtán manns lífið á mánudag. Yfirvöld hafa verið með mikinn ör- yggisviðbúnað í Imphal, höfuðborg Manipur, og hermenn hafa fengið fyrirmæli um að skjóta á hvern þann sem virðir ekki útgöngubann sem var sett eftir óeirðirnar á mánudag. Mótmælendur kveiktu þá í þing- húsi ríkisins og fleiri opinberum byggingum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hvöttu til óháðrar rannsóknar á ásökunum um að lög- reglan hefði beitt of mikilli hörku til að kveða niður mótmælin. Samtökin sögðust einnig hafa áhyggjur af fyr- irmælunum um að skotið yrði á fólk sem virðir ekki útgöngubannið. Óeirðirnar hófust vegna óánægju með þá ákvörðun indversku stjórn- arinnar að útvíkka fjögurra ára vopnahléssamning við aðskilnaðar- sinnaða uppreisnarmenn í indverska ríkinu Nagaland, sem Nagar, sund- urleitir þjóðflokkar í Naga-hæðum á landamærum Indlands og Búrma, fengu að stofna árið 1961. Vopnahléð á nú einnig að gilda í Manipur og fleiri svæðum þar sem Nagar eru í meirihluta. Andstæðingar ákvörðun- arinnar segja að markmiðið með henni sé að stækka Nagaland en því neitar indverska stjórnin. Stjórnin kvaðst í gær ætla að end- urskoða ákvörðun sína um vopna- hléið. Reynt að binda enda á óeirðir á Indlandi Leiðtogar námsmanna handteknir í Manipur AP Indverskir hermenn á varðbergi á götu í Imphal þar sem sett hefur ver- ið útgöngubann eftir mannskæðar óeirðir fyrr í vikunni. Imphal. Reuters, AFP. DÖNSK stjórnvöld reyna nú að hefja umræðuna um fyrirvara Danmerkur við Maastricht-sáttmálann, að nýju, rúmu hálfu ári eftir að Danir höfnuðu aðild að evrópska myntsamstarfinu. Það er gert með útgáfu svokallaðrar Hvítbókar um Evrópumál, sem danska utanríkisráðuneytið tók sam- an en þar kemur fram að fyrirvarar Danmerkur skaði hagsmuni landsins. Hafa nokkrir stjórnarliðar hvatt til þess að gengið verði til þjóðaratkvæð- is um fyrirvarana að nýju að fimm ár- um liðnum. Evrópusinnar í ríkisstjórn og utan hennar hafa haft hægt um sig frá þjóðaratkvæðagreiðslunni nema hvað varnarmála- og utanríkisráðherrar landsins hafa látið í ljós vaxandi ör- væntingu vegna þeirra erfiðleika sem fyrirvararnir sköpuðu. Urðu þeir til þess að Niels Helveg Petersen sagði af sér sem utanríkisráðherra í des- ember sl. en afsögn hans leiddi hins vegar ekki til frekari umræðu um fyr- irvarana. Þeir eru á sviði varnar-, dóms- og myntsamstarfs og voru samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992 eftir að Danir höfðu hafnað Maastricht-samkomulaginu. Jafnaðarmenn hafa haldið sig til hlés í tengslum við umræðu um Hvít- bókina þar sem flokkurinn var og er enn klofinn í afstöðunni til fyrirvar- anna. Hinn stjórnarflokkurinn, Radi- kale Venstre, og stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Venstre, hafa hins vegar hvatt til þess að gengið verði til þjóðaratkvæðis um fyrirvarana að fimm árum liðnum. Mogens Lykke- toft utanríkisráðherra, einn jafnaðar- manna, gengur hins vegar svo langt að segja að samþykki Bretar og Svíar aðild að myntsamstarfinu verði Danir að hugsa sinn gang að nýju. Tók hann undir með höfundum Hvítbókarinnar um að fyrirvararnir skerði áhrif Dana í ESB-samstarfinu. Hvítbókinni er ætlað að vekja umræðu um framtíð- arstefnu Dana í Evrópumálum. Ekki eru lagðar fram tillögur um mismun- andi leiðir að Evrópusamstarfinu næstu árin og hefur það verið gagn- rýnt af fylgismönnum og andstæðing- um frekara samtarfs. Þeir síðar- nefndu hafa ennfremur látið í ljósi óánægju með að bókin sé unnin af embættismönnum í utanríkisráðu- neytinu og segja hana fjarri því að vera hlutlausa auk þess sem hún sé ekki tilraun til þess að sameina við- horf andstæðra fylkinga. Bókin er yfir 300 blaðsíður og fjallar um framtíðarsamstarf ESB með tilliti til stækkunar bandalagsins og hver áhrif þess og sáttmála ESB sem á að samþykkja á ríkjaráðstefnu 2004, verði á Danmörku. Sá ESB- sáttmáli mun m.a. fjalla um réttindi ESB-borgara, stöðu og hlutverk þjóð- þinga og verkefnaskiptingu ESB og aðildarlandanna. Reynt að endurvekja Evrópuumræðu með útgáfu hvítbókar Fyrirvarar Danmerk- ur sagðir skaða hagsmuni landsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Möskvar stækkaðir Brussel. AP. EVRÓPUSAMBANDIÐ og Norðmenn hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að vernda þorskstofna í Norðursjó með því að lág- marksmöskvastærð verði aukin. Á með þessu að draga úr smáfiskadrápi. Óttast er að þorskstofnar í Norðursjó séu nær útrým- ingu vegna ofveiði í mörg ár. Evrópusambandið og Norð- menn hafa þegar gert með sér samkomulag um minnkun kvóta á þessu ári og bann við þorskveiðum á ákveðnum svæðum í Norðursjó á hrygn- ingartímanum frá febrúar og fram í apríl. Norðursjór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.