Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 16
aukageta, sem er háð tilviljun
hvort verður barn í brók. Það er
úrelt rómantík og heimskuleg ein-
földun að hugsa sér að skáld séu
svo bundin á klafa tjáningarþarfar
sinnar, að þau yrki og semji enda-
laust þótt ekkert komi í aðra hönd.
Íslensk stofnanaleikhús hafa ámilli sinna handa nær millj-arð króna af opinberu fé áári hverju. Af þessum fjár-
munum fer minnstur hlutinn til
sköpunar nýrra íslenskra leikrita.
Lauslega áætlað eru það um 2%
sem renna til íslenskra leikritahöf-
unda. Enginn yrði glaðari en ég ef
hægt yrði að reka þessa tölu ofan í
mig og segja hana hærri. Ekki skal
efast um tilgang þess fyrir íslenska
menningu, að halda úti glæsilegum
leikhúsum og kostnaður við leik-
sýningar með fullkomnum umbún-
aði er mikill og verður ekki horft í
hann, þegar að öllu er staðið af
kunnáttu og listrænum metnaði.
Það er hins vegar vafasamur metn-
aður að leggja allt í sölurnar fyrir
glæsilegar sýningar á erlendum
leikverkum, sem sprottin eru úr
öðrum jarðvegi en okkar eigin,
samin af höfundum sem fundið
hafa hjá sér þörf til að tjá sig á
sínu tungumáli við sitt fólk. Hvat-
inn að þeirra sköpun var ekki fólg-
inn í löngun til að tjá sig við áhorf-
endur í leikhúsi uppi á Íslandi. Í
þeirra augum er það viðbót-
arávinningur ef íslenskir leik-
húsgestir finna samhljóm við verk
þeirra, eftir að búið er að snara því
yfir á íslensku. Hið sama á við um
íslenska höfunda. Þeir skrifa ekki
með erlenda áhorfendur í huga.
Þeir skrifa með íslenskt umhverfi í
huga og tjáningin er fólgin í skiln-
ingi þeirra á aðstæðum okkar, skil-
greiningu á því lífi sem við lifum
hér núna og hvers konar fólk og
hvers konar samskipti eru sérstök
fyrir okkur við upphaf nýrrar ald-
ar. Íslenskt leikhús, sem sniðgeng-
ur höfunda sína og vanrækir það
hlutverk sitt að ala þá upp, stendur
ekki undir nafni. Íslensk leiklist
stendur ekki undir nafni í formi
leikara, sem leika erlend leikrit í
íslenskri þýðingu. Hornsteinn ís-
lenskrar leiklistar eru leikritin sem
samin eru hér og nú.
Ef mótbáran er sú að ekkiberist nægilega mörgnothæf leikrit til leik-húsanna, er það sök
þeirra sjálfra en ekki höfundanna.
Þá er verið að treysta á að úr
penna áhugamanna renni nothæfur
leiktexti. Það er borin von. Leik-
húsunum ber skylda til að endur-
skoða stefnu sína og beina þeim
fjármunum, sem þeim eru veittir,
til sköpunar íslenskra leikrita. Það
getur þýtt að leikhúsin verði um-
deildari. Það getur þýtt að áhorf-
endur greini á um ágæti verkanna.
Það getur þýtt að almenningur taki
afstöðu til íslenskrar leiklistar. Það
getur þýtt að höfundar verði ráð-
andi afl í íslensku leikhúsi. Það
getur þýtt að leikhúsið verði mark-
tækt í umræðunni. Það getur þýtt
að leikhúsið verði ekki einungis
spegill samfélags – okkar eða ann-
arra – heldur eigi það frumkvæði
að umræðu. Það getur þýtt að leik-
húsið hafi áhrif. Það getur þýtt að
leikhúsið verið óvinsælt meðal
hópa og einstaklinga í samfélaginu.
Það getur þýtt að íslenskt leikhús
öðlist þann sess sem því ber.
Það getur þýtt að hornsteinn ís-
lensks leikhúss, íslensk leikskáld,
verði ekki sú hornreka sem þau
hafa verið – þrátt fyrir allan fag-
urgala um annað – og þeim verði
búin nauðsynleg skilyrði til að
skapa þau leikverk sem gullöld
krefst. Það er lítilmótlegt hlutverk
að vera innflytjandi erlendrar gull-
aldar í leikritun. Mun svipmeira
væri að finna eigin gullöld stað og
efla hana.
V
IÐ LIFUM á gull-
öld leikhússins.
Aldrei hafa jafn-
margir lagt fyrir
sig leikritun og á
vorum tímum,
aldrei hafa jafn-
mörg ný leikrit verið frumsýnd ár-
lega og undanfarin 20 ár eða svo.
Aldrei hafa jafnmargar leiksýn-
ingar verið á fjölunum samtímis í
landi voru og aldrei hafa jafn-
margir sótt leiksýningar og á vor-
um tímum. Ef þetta er ekki gullöld
hvað er það þá?“
Þetta er ekki tilvitnun í einn eða
neinn. Þetta er hugleiðing í kjölfar
greinar eftir breskan leikhúsmann,
sem ég las um daginn. Hann er að
sjálfsögðu að tala um sitt eigið
land, England, en ekki Ísland,
enda hefur
hann aldrei
komið hingað
og hefur vafa-
laust ekki háar
hugmyndir um
hvers konar
leiklist er fram-
in hér. Ef hann telur þá að hér sé
leiklist yfirleitt. En það er auka-
atriði. Hér er leikhúsið jafn mik-
ilvægt og annars staðar, ekki mik-
ilvægt fyrir þá sem annars staðar
eru, heldur þá sem hér eru.
Leiklist er tjáningarmáti.Leiklist er listræn aðferðtil að koma hugsun,skoðunum og tilfinn-
ingum á framfæri en jafnframt er
leiklist samskiptamáti. Leiklist er
samtal milli listamannanna og
áhorfendanna. Leiklist á sér stað á
því augnabliki sem hún gerist –
þetta er margþvæld klisja sem
gleymist þó ávallt í hita augna-
bliksins – rifjast svo aftur upp síð-
ar þegar reynt er að endurskapa
upplifunina í orðum eða hugsun.
Það er vissulega hægt að skil-
greina leiklist niður í sínar smæstu
einingar og margnefndur galdur
leikhússins er líkari sjónhverfingu
að því leyti, að hana má læra og
útskýra, en hún er jafn áhrifamikil
í hvert sinn sem hún er framin af
kunnáttu og einlægni.
Leiklist snýst ekki eingöngu um
tilfinningalega tjáningu leikarans á
sviðinu að viðstöddum hópi áhorf-
enda – algengur misskilningur hjá
leikurum reyndar – heldur er hún
samþjappað afsprengi persónu-
legrar tjáningar höfundarins, túlk-
unarlegrar tjáningar leikstjórans
og allra annarra listrænna höfunda
sýningarinnar. Leikararnir standa
síðan frammi fyrir áhorfendum,
með annan fótinn í persónulegri
tjáningu höfundarins og hinn í
sinni eigin túlkun og allra hinna,
sem lögðu þeim til umgjörð og
búninga og úr því verður sá við-
burður sem við köllum leiksýningu
í daglegu tali. Stundum er sagt að
alla þessa þætti mætti fjarlægja
nema leikarann og enn hefðum við
leiklist. Sá sem heldur slíku fram
horfir eitthvað annað en til síðustu
2500 ára í vestrænu leikhúsi, þar
sem texti höfundar er undirstaðan
sem byggt er á. Leikarinn getur
samið sinn texta sjálfur og er þá
jafngildur höfundur og hver annar;
hann getur jafnvel spunnið textann
jafnóðum upp úr sér en texti er
það engu að síður. Gagnvart áhorf-
andanum er munurinn oftast nær
fólginn í lakari texta eftir því sem
hann er vanhugsaðri og takmark-
ast ávallt við málkennd leikarans,
sem getur verið upp og ofan eins
og gengur.
Aldrei hafa jafnmargirskrifað fyrir leikhús og ávorum tímum. Við getumhælt okkur af því, en
engu að síður er afraksturinn síð-
ustu misserin harla lítill og ef horft
er til þeirra eingöngu, sem lagt
hafa fyrir sig leikritun og ekkert
annað þá eru þeir litlu fleiri en
fingur annarrar handar. Ólafur
Haukur Símonarson, Árni Ibsen,
Hrafnhildur Hagalín, Birgir Sig-
urðsson, Bjarni Jónsson, Steinunn
Jóhannesdóttir eru nöfn sem koma
fyrst upp í hugann. Ýmsir fleiri
hafa fengist og eru að fást við leik-
ritun með öðrum skrifum eða öðr-
um störfum og dregur það ekki úr
gildi þeirra en staðreyndin er sú að
fáir – ef nokkrir – höfunda okkar
hafa af því fullkomna framfærslu
að skrifa leikrit og leikrænan
texta. Kannski er umfang íslenskr-
ar leiklistar ekki meira en svo, en
ég vil þó leyfa mér að álykta að
áherslur í verkefnavali og listrænni
stjórn íslenskra leikhúsa – lesist
Leikfélags Akureyrar, Borgarleik-
húss og Þjóðleikhúss – ráði þar
mestu.
Afrakstur af starfi leikritahöf-
unda er ekki mældur í fjölda leik-
rita sem berast leikhúsunum, eða
af sýningum nýrra verka sem ber
fyrir augu áhorfanda á hverju leik-
ári. Atvinnuhöfundar hafa ekki ráð
á því að skrifa leikrit ár eftir ár
fyrir skúffu leikhússtjóranna. Þeir
verða þá að snúa sér að öðrum
skrifum til að geta framfleytt sér.
Leikritunin verður þá eins konar
Hornsteinn íslensks
leikhúss gerður hornreka
Morgunblaðið/Golli
„Hornsteinn íslensks leikhúss eru íslensk leikskáld.“ Úr Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur.
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
LISTIR
16 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNING fjögurra listamanna verð-
ur opnuð í Nýlistasafninu í dag,
sunnudag, kl. 16. Þeir eru Daníel
Þorkell Magnússon í Gryfju, Ómar
Smári Kristinsson á palli, Karen
Kirsten í forsal og Philip von
Knorring í Súm-sal.
Sýning Daníels Þorkels sam-
anstendur af þremur verkum, sem
listamaðurinn kallar hluti úr dverg-
ríki. Hann segir um sýninguna:
„Ríkið hefur enga ákveðna hnatt-
læga staðsetningu og þar af leið-
andi ógerningur að ferðast þangað.
Á hinn bóginn má byggja yfir í
dvergríkið brú í huganum. Í grund-
vallaratriðum er það einhvers kon-
ar ferðalag með áfangastað.“
Sýning Ómars Smára ber heitið
„Eins og“. Listamaðurinn segir
þetta um sýninguna: „Aðal leið
manneskjunnar til að þróast sem
slík er að gera eins og – lesa eins og
kennari, skrifa eins og stóri bróðir,
tala eins og prófessor, teikna eins
og Leonardo Da Vinci. Ég er engin
undantekning; verkin á sýningunni
minna á þroskaferli mitt, þó nýleg
séu.“
Sýning bandarísku listakon-
unnar Karen Kersten ber heitið
„Some Combination Therefore Of“.
Karen sýnir skúlptúra sem minna á
lífræn form úr dýraríkinu og eru
þess eðlis að gestir geta breytt stað-
setningu þeirra, fært þá til. Með
hverjum þeirra fylgir hvílustaður
þeim ætlaðir. Karen sýnir einnig
ljósmyndaverk sem tengjast þrí-
víðum verkum hennar.
Finnski listamaðurinn Philip von
Knorring sýnir margmiðlunarverk
samansett úr sjónvarpsskermum,
steypurörum og tölvuskjá.
Dvergríki
og þróun
Morgunblaðið/Jim Smart
Tveir af fjórum listamönnum
sem opna sýningu í Nýlistasafn-
inu: Daníel Þ. Magnússon og
Karen Kersten.
ÓSKAR Guðjónsson saxófónleikari
og Eyþór Gunnarsson píanóleikari
leika perlur Jóns Múla Árnasonar í
Edinborgarhúsinu á þriðjudag kl.
20.30.
Á tónleikunum leika þeir nokkur
af ástsælustu lögum Jóns Múla
Árnasonar af plötu þeirra Keldu-
landið.
Eyþór mun leika á nýjan flygil í
salnum á annarri hæð hússins.
Aðgangseyrir kr. 1.500.-
Keldulandið
í Edinborgarhúsi
HLJÓMSVEITIN Þelóníus leikur
á kaffi Ozio í Lækjargötu í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 21.30. Hljóm-
sveitin sem skipuð er þeim Steinari
Sigurðarsyni saxófónleikara,
Hannesi Helgasyni píanóleikara,
Ragnari Emilssyni gítarleikara,
Sveini Áka Sveinssyni bassaleikara
og Þorvaldi Þór Þorvaldssyni
trommuleikara. Hljómsveitin hefur
verið starfrækt í níu mánuði og með-
limir hennar eru allir nemar í FÍH
nema einn sem er útskrifaður. Þeir
félagar flytja lög eftir meistarana
Theolonius Monk og Joe Henderson.
Aðgangseyrir er 600 krónur.
Þelóníus á Ozio